Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 Tökum að okkur trjáklippingar, trjáfellingar og stubbatætingu. Vandvirk og snögg þjónusta. Sími 571 2000 www.hreinirgardar.is Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úr- skurðaði í síðustu viku að fella úr gildi þá ákvörðun Samkeppn- iseftirlitsins að flug- félaginu Wow Air skyldi veittur for- gangur við úthlutun á tilteknum af- greiðslutímum flugvéla í Leifsstöð. Hinn 20. febrúar sl. skrifaði ég stutta grein í Morgunblaðið um þessa ákvörðun Samkeppniseftirlits- ins þar sem ég lýsti þeirri skoðun minni að áfrýjunarnefnd bæri að fella ákvörðunina úr gildi. Ég benti m.a. á að ákvörðuninni hefði verið beint að röngum aðila, enda mælt fyrir um það í reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum að sam- ræmingarstjóri skuli einn bera ábyrgð á úthlutun afgreiðslutíma og að sjálfstæði hans skuli tryggt. Isavia hefði því ekki heimild til að hafa afskipti af störfum hans. Áfrýj- unarnefndin komst að sömu nið- urstöðu varðandi þetta atriði, og var því ekki fjallað um efnisþætti máls- ins að öðru leyti. Degi eftir að ákvörðun áfrýjunarnefndar var birt gagnrýndi Skúli Mogensen, fram- kvæmdastjóri og eigandi Wow Air, skrif mín og sagði allar meginnið- urstöður greinar minnar, sem hann telur vera fjórar, rangar. Ætlan mín var ekki sú að fara að takast á við Skúla, þótt ég hafi varp- að upp nokkrum spurningum, sem enn hafa engin svör fengist við. Í grein minni hafði ég þó fyrst og fremst gagnrýnt ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins, sem ég tel að hafi verið illa grunduð og m.a. í andstöðu við fjölþjóðlegar reglur, sem um þessi mál gilda. 1. Skúli heldur því fram að með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hafi afgreiðslutímar ekki verið færð- ir frá Icelandair til Wow Air. Sú stað- hæfing er hins vegar í andstöðu við niðurstöðu áfrýjunarnefndar sam- keppnismála, þar sem segir m.a.: „Óumdeilt er að fyrrgreind ákvörðun Samkeppniseftirlitsins felur í sér breytingu á réttarstöðu aðila og kann að valda áfrýjanda (Icelandair) tjóni. Ákvörðunin er einnig íþyngj- andi fyrir áfrýjanda þar sem hann getur þurft að endurskipuleggja komu- og brottfarartíma hérlendis og erlendis með skömmum fyrirvara. Að auki skapar hún óvissu fyrir er- lend flugfélög sem áforma áætl- unarflug til Íslands sumarið 2014.“ Skúla ætti að vera vel kunnugt um framangreindan úrskurð áfrýj- unarnefndarinnar og ekki fæst því betur séð en að hann haldi því fram gegn betri vitund að af- greiðslutímar hafi ekki verið teknir af Ice- landair með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. 2. Skúli heldur því fram að Wow Air hefði þurft tvo afgreiðslu- tíma að morgni og tvo síðdegis, innan þröngs tímaramma, til þess að tryggja að félagið gæti tengt Evrópuflug við flug til Norður- Ameríku. Þá segir hann að þessi tenging sé frumforsenda fyrir því að hægt sé að bjóða daglegt flug til Norður- Ameríku allt árið um kring. Í umfjöllun sinni um þetta skautar Skúli framhjá að svara þeim spurn- ingum sem varpað var fram í grein minni hinn 20. febrúar sl. Þar var því til dæmis velt upp hvers vegna Wow Air þurfti brottfarartíma á milli kl. 16 og 17.30 fyrir Ameríkuflug þegar félagið virðist ekki hafa fengið sam- svarandi afgreiðslutíma á Boston- flugvelli. Ekki fæst betur séð en að Wow Air hefði vel getað tengt Evr- ópuflug sín við flug til Norður- Ameríku með því að hefja brottför frá Keflavíkurflugvelli stuttu á eftir flugum Icelandair. 3. Skúli heldur því fram að sam- keppnisyfirvöld í nágrannaríkjum okkar hafi aðhafst með sama hætti og gert var með fyrrnefndri ákvörð- un Samkeppniseftirlitsins. Segir hann svo að árið 2012 hafi 12 „hlið“ verið tekin af British Airways og af- hent flugfélaginu Virgin Atlantic til að tryggja samkeppni á Heathrow- flugvelli í London. Þetta er ekki rétt hjá Skúla. Það er grundvallarmunur á því máli annars vegar og ákvörðun íslenskra samkeppnisyfirvalda hins vegar. Í fyrrnefnda málinu hafði átt sér stað samruni flugfélaganna Brit- ish Airways og British Midland. Sá samruni hefði leitt til þess að sam- keppni í umferð farþega um Heat- hrow-flugvöll hefði orðið minni en hún var fyrir sameininguna. Sam- keppnisyfirvöld hafa heimild til af- skipta af samruna stórra félaga, geta hafnað eða samþykkt samruna, eða bundið samþykki skilyrðum. Hið sameinaða félag féllst á að sæta ýms- um skilyrðum gegn því að samruninn yrði samþykktur og þ. á m. bauðst félagið til að gefa eftir ákveðinn fjölda afgreiðslutíma á Heathrow- flugvelli. Í máli Samkeppniseftirlitsins gegn Isavia hafði hvorki átt sér stað sam- runi né hafði verið sýnt fram á að nokkur aðili málsins hefði brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga. Það er mér vitanlega fordæmalaust að af- greiðslutímar hafi verið færðir frá einu flugfélagi til annars við slíkar aðstæður. Það er einnig eðlismunur á að- stæðum á Heathrow-flugvelli annars vegar og Keflavíkurflugvelli hins vegar. Sá fyrrnefndi er einn þétt- setnasti flugvöllur í heiminum og þar hafa afgreiðslutímar verið seldir á milli flugfélaga fyrir tugi milljóna punda. Á Keflavíkurflugvelli er nóg af lausum afgreiðslutímum og Wow Air gæti því líklega fengið af- greiðslutíma þar hvenær sem félagið vildi stærstan hluta sólarhringsins. 4. Að lokum heldur Skúli því fram að Samkeppniseftirlitið hafi haft heimild til að taka þá ákvörðun sem nú hefur verið felld úr gildi. Virðist Skúli því ekki fallast á ítarlegan rök- stuðning áfrýjunarnefndar sam- keppnismála fyrir því að ákvörð- uninni hafi verið beint að röngum aðila. Ég tek hins vegar fyllilega undir rökstuðning nefndarinnar og tel að úrskurði hennar verði ekki hnekkt þótt Samkeppniseftirlitið muni hugsanlega skjóta málinu til dómstóla. Ég er sammála Skúla um að það eru miklir þjóðfélagslegir hagsmunir í því fólgnir að eðlileg og heilbrigð samkeppni ríki í ferðaþjónustu hér á landi. Heilbrigðið markast ekki síst af því að menn sitji við sama borð þegar kemur að uppbyggingu á við- skiptum. Forgangsréttur eða annars konar skerðing á rétti samkeppn- isaðila hefur ekkert með heilbrigða samkeppni að gera. Alls fljúga 17 flugfélög til og frá landinu næsta sumar. Íslensk flug- félög sem stunda flug milli landa eru nú fjögur talsins með flugflota sem telur um 50 flugvélar. Búist er við að um 70% farþega, sem fara um Kefla- víkurflugvöll á þessu ári, séu útlend- ingar. Allt þetta sýnir að langsótt er að tala um að einokun ríki þótt Wow Air fái ekki forgang að úthlutun á af- greiðslutímum. Það er von mín að sá þróttur, sem geislar af hinu nýstofn- aða flugfélagi Wow Air megni að efla það til átaka bæði á innanlandsmark- aði og á hinum stóra samkeppn- ismarkaði, sem eru löndin austan hafs og vestan. Langsótt að tala um einokun Eftir Gísla Baldur Garðarsson » Í máli Samkeppn- iseftirlitsins gegn Isavia hafði hvorki átt sér stað samruni né hafði verið sýnt fram á að nokkur aðili málsins hefði brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga. Gísli Baldur Garðarsson Höfundur er hrl. og fyrrv. form. flugráðs. Fyrirlestur norska lögmannsins Geirs Lippestad, sem hann hélt á fundi á vegum Lögmannafélags Ís- lands 15. febrúar sl., varð tilefni grein- arskrifa Þóru Hall- grímsdóttur, lögfræð- ings, í einum vefmiðlinum í liðinni viku. Í greininni gagn- rýnir Þóra formann Lögmannafélagsins fyrir að hafa líkt aðstæðum hér á landi í kjölfar bankahrunsins við þá atburði sem áttu sér stað í Noregi í júlí 2011. Þá telur Þóra einkennilegt að Lögmannafélagið hafi séð tilefni til ályktana í tvígang vegna mála sem tengjast rannsóknum sérstaks saksóknara á meintum efnahags- brotum. Er Þóra sýnilega þeirrar skoðunar að ekkert sérstakt tilefni hafi verið til slíkra ályktana og spyr þeirrar spurningar hvers vegna „réttarríkisspjaldið“ sé nær eingöngu á lofti þegar kemur að slíkum málum. Nú veit ég ekki hvort Þóra sótti umræddan fund. Í inngangi for- manns Lögmannafélagsins að er- indi Lippestad var því sannarlega ekki haldið fram að einhver sam- jöfnuður væri með hörmung- aratburðunum í Noregi og þeim fjárhagslegu áföllum sem Íslend- ingar urðu fyrir í kjölfar lausa- fjárkreppunnar. Raunar gat for- maðurinn þess sérstaklega í upphafsorðum sínum að þessum atburðum yrði ekki á nokkurn hátt líkt saman. Íslendingar gætu hins vegar lært mikið af því hvernig Norðmenn tókust á við þessar erf- iðu aðstæður. Í umfjöllun Lippestad var mikil áhersla lögð á það hvernig for- ráðamenn þjóðarinnar, og síðar fjölmiðlar og almenningur, brugð- ust við þessum aðstæðum. Atburð- irnir voru fordæmalausir í norsku samfélagi og hatur og sorg voru eðli málsins samkvæmt ráðandi til- finningar í kjölfarið. Lippestad lýsti því svo að röng viðbrögð stjórnvalda hefðu auðveldlega get- að eyðilagt eða a.m.k. gjörbreytt samfélaginu. Viðbrögð forsætis- ráðherrans, Jens Stoltenberg, voru hins vegar aðdáunarverð. Hann áréttaði að það væri ekki stjórnvalda að dæma í málinu og mikilvægt væri að með málið yrði farið eins og önnur mál í rétt- arkerfinu. Með rólyndi og yfirveg- un tókst stjórnvöldum í Noregi að lægja þær reiðiöldur sem brotist höfðu út – grunngildi og innviðir norska samfélagsins héldu. Alþjóðlega lausa- fjárkreppan á árinu 2008 felldi fjölda fjár- málafyrirtækja um heim allan. Vegna smæðar íslenska rík- isins og stærðar ís- lensku viðskiptabank- anna urðu áhrifin meiri hér á landi en víða annar staðar. Miklir fjármunir glöt- uðust og mikil reiði skapaðist í þjóðfélag- inu. Hvernig brugðust íslensk stjórnvöld við þessum að- stæðum? Ákveðið var að víkja frá almennri skipan mála við rannsókn sakamála og setja á laggirnar sér- stakt embætti sem hafði þann skil- greinda tilgang að rannsaka með sértækum hætti fjármálafyrirtæki og þá sem þar störfuðu. Með þess- ari aðgerð var vegið gróflega að sjálfstæði ákæruvaldsins og áhrif- anna gætti þegar í stað. Sérstakur saksóknari setti sér fljótlega markmið um að ákæra í 90 málum á árunum 2010-2014 sem seint get- ur talist eðlilegt í starfsemi óháðs og hlutlægs ákæruvalds. Ráðamenn þjóðarinnar létu sitt ekki eftir liggja. Jóhanna Sigurð- ardóttir, þáverandi forsætisráð- herra, sá ástæðu til að fagna því að stjórnendur bankanna væru settir í gæsluvarðhald og ein- angrun. Taldi hún þetta mik- ilvægan áfanga í endurreisn efna- hagslífsins. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráð- herra, lýsti því yfir að „þessir gaurar“ yrðu „hundeltir“, m.a. af sérstökum saksóknara og skatt- yfirvöldum. Innanríkisráðherrann Ögmundur Jónasson, yfirmaður dómsmála í landinu, svaraði gagn- rýni á framangreinda skipan mála með yfirlýsingum um að sam- félagið hefði verið rænt og mik- ilvægt væri að koma höndum yfir þá sem ábyrgðina báru. Þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins og ráðgjafi sérstaks saksóknara kepptu auk þess um hylli fjölmiðla og töldu einsýnt að koma þyrfti bankamönnum á bak við lás og slá til margra ára. Grunngildi og innviðir íslensks samfélags brugðust í grundvall- aratriðum þegar á reyndi. Alið hef- ur verði á hatri og fordómum í garð fámenns hóps manna sem samfélagið virðist sannfært um að eigi sök á efnahagshruninu. Við meðferð mála sem tengjast bönk- unum hefur verið upplýst að brotið hafi verið gegn réttindum þessara einstaklinga sem eru varin bæði af ákvæðum laga um meðferð saka- mála og stjórnarskrá. Þetta eru hættulegir tímar og ýmis merki þess að horft kunni að verða til þessa tíma í réttarsögunni með skömm en ekki stolti. Lögmönnum ber að efla rétt og hrinda órétti og Lögmannafélagið hefur m.a. þann skilgreinda tilgang að stuðla að réttaröryggi. Það er á tímum sem þessum sem lögmenn verða að láta í sér heyra og standa vörð um þessi grunngildi réttarrík- isins. Ég er í grundvallaratriðum ósammála þeirri skoðun Þóru Hall- grímsdóttur að ekkert sérstakt til- efni sé til ályktana eða skrifa lög- manna nú umfram aðra tíma. Erindi Lippestad Eftir Hörð Felix Harðarson »Miklir fjármunir glötuðust og mikil reiði skapaðist í þjóðfélaginu. Hvernig brugðust íslensk stjórnvöld við þessum aðstæðum? Hörður Felix Harðarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.