Morgunblaðið - 08.03.2014, Side 8

Morgunblaðið - 08.03.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 Nú er komið í ljós að sú ráðstöfunað skipa nefnd til að kanna möguleg flugvallarstæði í Reykjavík var aðeins til þess gerð að hjálpa nú- verandi borgaryfirvöldum við að koma óvinsælu stefnumáli út úr um- ræðunni. Borgin afhjúpaði sig þegar í ljós kom að þrátt fyrir að nefndin væri að störfum væri ákveðið að reisa byggingar á einni af flug- brautum Reykjavíkurflugvallar fyr- ir árslok.    Friðrik Pálsson, formaður sam-takanna Hjartans í Vatnsmýr- inni, bendir á að nú standi til „að þrengja að flugvellinum smátt og smátt með því að skipuleggja byggð hér og þar í kringum hann þangað til að hægt verði að lýsa því yfir að hann standist ekki lengur kröfur“ til flugvalla.    Og Björgólfur Jóhannsson, for-stjóri Icelandair Group, segir „hreint með ólíkindum að sjá borg- ina vinna í þessa átt, á sama tíma og Icelandair Group og vonandi ríkið eru heilshugar að vinna að úttekt á valkostum fyrir innanlandsflug með tilheyrandi kostnaði“.    Björgólfur segir einnig: „Mannisýnist sem nefndin sé í raun að- eins málamyndagerningur og e.t.v. leið til þess að losna við umfjöllun um málið fyrir kosningar á komandi vori. Allir heilvita menn sjá að borg- in er ekki að vinna í þessari nefnd með það í huga að það sé valkostur að Vatnsmýrin sé miðstöð innan- landsflugs fyrir Reykjavík.“    Meirihlutinn í borginni ætlar aðhalda sínu striki og flytja völl- inn í burtu hvað sem samkomulagi líður. En ætlar minnihlutinn líka að hunsa meirihluta borgarbúa? Blekkingar borgarinnar STAKSTEINAR Veður víða um heim 7.3., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri -1 léttskýjað Nuuk -8 snjóél Þórshöfn 4 skýjað Ósló 5 skúrir Kaupmannahöfn 6 heiðskírt Stokkhólmur 6 þoka Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 12 heiðskírt Brussel 12 heiðskírt Dublin 8 léttskýjað Glasgow 5 léttskýjað London 15 léttskýjað París 13 heiðskírt Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 12 heiðskírt Berlín 10 heiðskírt Vín 7 skýjað Moskva 5 heiðskírt Algarve 18 heiðskírt Madríd 17 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 18 heiðskírt Róm 15 léttskýjað Aþena 15 skýjað Winnipeg -11 snjókoma Montreal -8 léttskýjað New York -1 alskýjað Chicago -3 skýjað Orlando 15 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:11 19:07 ÍSAFJÖRÐUR 8:19 19:09 SIGLUFJÖRÐUR 8:02 18:52 DJÚPIVOGUR 7:41 18:36 Karl Guðmundsson, leik- ari og þýðandi, lést mánudaginn 3. mars síð- astliðinn. Hann var 89 ára að aldri. Karl fæddist 28. ágúst 1924 í Reykjavík. For- eldrar hans voru Guð- mundur S. Guðmunds- son, vélstjóri og einn af stofnendum Hampiðj- unnar og forstjóri henn- ar til dauðadags, og Lára Jóhannesdóttir húsfrú. Karl útskrifaðist sem stúdent frá MR árið 1944 nam við Handíða- og myndlistaskól- ann. Hann útskrifaðist frá Royal Aca- demy of Dramatic Art í Lundúnum árið 1952. Við heimkomu sína hóf Karl þegar störf sem leikari og starfaði hann mestalla starfsævi sína hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Lék hann í um það bil 100 leikverkum fyrir leikfélagið, en tók einnig þátt í sýningum hjá Þjóð- leikhúsinu, Grímu, Leiksmiðjunni og Nemendaleikhúsi LÍ. Þá lék hann og las upp í Ríkisútvarpinu um árabil. Karl varð fljótt landsþekkt eft- irherma og skemmtikraftur. Líkti hann eftir samtíðarmönnum sínum, einkum stjórnmálamönn- um. Meðal þeirra sem hann hermdi eftir má nefna þá Halldór Kiljan Laxness og Bjarna Bene- diktsson eldri. Karl lék í nokkrum kvikmyndum síðustu árin, og má þar nefna myndirnar Brúð- gumann, Sveitabrúð- kaup, Punktur, punktur, komma, strik og For- eldrar. Karl var mikilvirkur þýðandi og orðsnillingur, en hann þýddi á ævi sinni ótal mörg leikrit og ljóð. Listinn yfir þá höfunda sem Karl þýddi er langur, en þar má meðal annars nefna þá Ari- stófanes, Seamus Heaney, Federico Garcia Lorca, Moliére og Ionescu- .Fyrir síðustu jól kom út á prenti þýð- ing Karls á leikritinu Morð í dóm- kirkju eftir T.S. Eliot. Þýðingar Karls á ljóðum birtust oft í Lesbók Morg- unblaðsins. Einnig starfaði Karl við leikstjórn og kennslu. Eiginkona Karls var Guðrún Ámundadóttir en hún lést árið 1997. Karl skilur eftir sig tvær dætur, fóst- urdóttur, átta barnabörn og fimm barnabarnabörn. Andlát Karl J. Guðmundsson, leikari og þýðandi Óháð ráðgjöf til fyrirtækja Firma Consulting gerir fyrirtækjum tilboð í eftirfarandi þjónustu: • Kaup, sala og sameining. • Verðmat fyrirtækja. • Samningaviðræður, samningagerð • Áætlanagerð. • Fjárhagsleg endurskipulagning. • Samningar við banka. • Rekstrarráðgjöf. Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík. Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766 info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is Búðarhálsstöð, nýjasta aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í gær. Stöðin framleiðir rafmagn inn á landsnetið. Ákveðið var að ráðast í virkjunina vegna samninga við Rio Tinto Alcan vegna áforma um aukna framleiðslu í álverinu í Straumsvík. Búðarhálsstöð er á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og verður rekin samhliða öðrum aflstöðvum Lands- virkjunar þar. Uppsett afl hennar er 95 megavött. Með Búðarhálsvirkjun er virkjað áður ónýtt 40 metra fall vatns í Tungnaá úr frávatni Hraun- eyjafossvirkjunar að Sultar- tangalóni. Þar með er virkjað allt fall vatnsins sem rennur frá Þór- isvatni og alveg niður fyrir Búrfell. Aflstöðin hefur verið reynslu- keyrð undanfarnar vikur en hún var tengd við kerfi Landsnets í des- ember. Byggingarkostnaður hefur ekki verið gerður upp enda eftir að ljúka frágangi en kostnaður var áætl- aður í upphafi 240 milljónir Banda- ríkjadala eða sem svarar til 27 milljarða króna. helgi@mbl.is Nýjasta aflstöð Lands- virkjunar gangsett Ljósmynd/Hörður Sveinsson Gangsetning Bjarni Benediktsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir gang- settu Búðarhálsstöð með aðstoð Dags Georgssonar, Harðar Arnarsonar og Guðlaugs Þórarinssonar, stjórnenda hjá Landsvirkjun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.