Morgunblaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014 Forstjóri Samkeppniseftirlitsinssegir að eftirlitið eigi að vera „fljótt, leiðbeinandi og vel tennt“. Það eigi að „skapa varnaðaráhrif með því að uppræta brot fyrirtækja og hindranir op- inberra aðila með sektum og annarri íhlutun“.    Séu þessi orð bor-in saman við reynsluna af störf- um Samkeppnis- eftirlitsins verður tæpast sagt að það hafi staðið í stykkinu. Mál ganga afar hægt fyrir sig og skipta gjarnan litlu, jafnvel þó að niður- staða fáist að lokum um að brot hafi átt sér stað.    Eitt dæmið um mál sem dregisthefur úr hömlu er rannsókn á ætluðum brotum Húsasmiðjunnar og Byko. Forstjórinn segir málið viðamikið, en nú eru þrjú ár frá því að ráðist var í húsleitir og tugir manna handteknir.    Enn fást ekki svör við því hve-nær málinu muni ljúka, en hafi samkeppnisbrot átt sér stað, sem ekki hafa verið færðar sönnur á, hefði verið brýnt fyrir bygginga- vörumarkaðinn að niðurstaða væri löngu fengin. Hið sama á við reyn- ist rannsóknin tilefnislaus.    Aðstæður á tilteknum mörk-uðum breytast hratt og margra ára rannsóknir geta verið þýðingarlitlar til að bæta sam- keppni.    Þegar við bætist að niðurstaðarannsókna gagnvart tilteknum aðilum leiðir af einhverjum undar- legum ástæðum ekki til neins, svo sem nýlegt dæmi af íslenskum fjöl- miðlamarkaði sýnir, er lítið gagn að starfsemi Samkeppniseftirlits- ins. Páll Gunnar Pálsson Hægagangur og undarlegheit STAKSTEINAR Veður víða um heim 12.3., kl. 18.00 Reykjavík 3 rigning Bolungarvík 2 alskýjað Akureyri 3 rigning Nuuk -12 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Ósló 10 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Stokkhólmur 11 heiðskírt Helsinki 10 skýjað Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 16 heiðskírt Dublin 8 léttskýjað Glasgow 11 léttskýjað London 15 heiðskírt París 17 heiðskírt Amsterdam 15 heiðskírt Hamborg 13 heiðskírt Berlín 13 heiðskírt Vín 15 heiðskírt Moskva 5 heiðskírt Algarve 17 heiðskírt Madríd 17 léttskýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -15 alskýjað Montreal -5 alskýjað New York 12 léttskýjað Chicago -2 alskýjað Orlando 21 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:53 19:22 ÍSAFJÖRÐUR 7:59 19:26 SIGLUFJÖRÐUR 7:43 19:08 DJÚPIVOGUR 7:23 18:51 Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, er bjartsýnn á að viðræður við mennta- málaráðherra að undanförnu leiði til þess að skólinn hefji starfsemi á ný í haust. „Ég hef unnið að því að koma skól- anum af stað aftur og mennta- málaráðherra hefur verið jákvæður,“ segir Ólafur. Hann bætir við að beiðni um viðurkenningu á skólanum og nýj- an þjónustusamning sé hjá ráðuneyt- inu. Viðurkenningin hafi verið í vinnslu í töluverðan tíma og þjón- ustusamning- urinn komi von- andi í kjölfarið. Tíminn líði hratt og innritun sé hafin í framhalds- skólana vegna næsta skólaárs. Æskilegt hefði verið að vera með í því ferli en stað- an komi ekki í veg fyrir að starfsemi geti byrjað aftur í gamla húsnæði skólans í Faxafeni í haust. Hraðbraut starfaði á árunum 2003 til 2012 og útskrifaði um 500 stúd- enta. Ólafur leggur áherslu á að þótt námið sé styttra en í öðrum fram- haldsskólum sé hvergi slegið af náms- kröfum og brottfall hafi verið minna en annars staðar. Hann segir að fái skólinn grænt ljós verði unnið eftir nýrri námskrá. „Reynslan af skóla- starfinu var góð en þetta er auðvitað háð því hvað ráðherra er tilbúinn að gera.“ Ólafur segist hafa lagt til að skólinn yrði rekinn á kostnað eigenda út árið og færi síðan inn á fjárlög næsta ár, en framlög séu háð ákvörðun Alþing- is. „Hraðbraut er fyrir ríkið og þjóð- ina langhagkvæmasti framhaldsskól- inn, bæði vegna þess að við höfum fengið lægri greiðslur en aðrir skólar og þar sem um tveggja ára nám er að ræða koma nemendur út á vinnu- markaðinn tveimur árum fyrr en aðr- ir og borga skatta sem nema miklu hærri upphæð til ríkisins en það sem ríkið greiðir með nemendum. Með því að gera samning við Hraðbraut vaxa því tekjur ríkisins.“ steinthor@mbl.is Vill bjóða Hraðbraut á ný í haust Ólafur H. Johnson ,,Framtalsskilin fara mjög vel af stað. Það hafa ekki komið upp nein teljandi vandamál við framtalsgerðina,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt- stjóri. ,,Menn virðast vera heldur fyrr á ferðinni,“ bætir hann við. Opnað var fyrir skil skattframtala síðastliðinn föstudag, 7. mars, og eru þau mun betri en á sama tíma í fyrra. Að sögn Skúla Eggerts voru skilin í gær orðin 20 til 25% meiri en á sama tíma fyrir ári. Þegar rætt var við hann síðdegis í gær var búið að skila rúmlega 24 þús- und skattframtölum. Þó að langflestir framteljendur skili rafrænt á netinu koma margir á starfsstöðvar skattsins vegna fram- talsskilanna. Í gærdag komu t.a.m. 588 manns í húsnæði Ríkisskattstjóra á Laugaveginum. Framtalsfrestur einstaklinga er til 21. mars en hægt er að sækja um við- bótarfrest og er hann lengstur veittur til 1. apríl. Alls eru 266.260 framtelj- endur á skrá að þessu sinni og hefur þeim fjölgað um tæplega 4.000 frá í fyrra. Margir skila svo svokölluðum einföldum framtölum og eru skil þeirra um 50% núna að sögn Skúla Eggerts. omfr@mbl.is Skil 20- 25% betri en í fyrra  Framtalsskilin fara mjög vel af stað Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Síðustu forvöð að kjósa! Kosningu til stjórnar VR kjörtímabilið 2014 – 2016 lýkur kl. 12:00 á hádegi á morgun 14. mars. Kosning er á Mínum síðum á www.vr.is Láttu þig málið varða og hafðu áhrif með því að kjósa!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.