Morgunblaðið - 13.03.2014, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014
Kvalir Slæmir tíðarverkir geta stafað af endómetríósu, sjúkdómi sem hef-
ur oft í för með sér vítiskvalir. Greiningartíminn er á bilinu 6-10 ár.
Malín Brand
malin@mbl.is
Tæplega 2.000 konur hafaverið greindar með endó-metríósu. Á heimsvísu eralgengast að miðað sé við
að 5-10% kvenna séu með sjúkdóm-
inn eða allt að 176.000.000 kvenna.
Árið 2006 voru samtök um endómet-
ríósu stofnuð hér á landi.
„Það voru þau Ása María
Björnsdóttir sem sjálf er með endó-
metríósu, og Reynir Tómas Geirsson,
okkar helsti stuðningsaðili, sem
stóðu að stofnun samtakanna,“ segir
Silja Ástþórsdóttir, formaður sam-
takanna.
Ýmsar kenningar eru um ástæð-
ur endómetríósu að sögn Silju en
grunnurinn er sá að frumur sem eru
mjög svipaðar legslímufrumum sem
finnast í innra lagi legsins finnast
annars staðar í líkamanum en í leg-
inu. „Yfirleitt í kviðarholinu en þó eru
dæmi um að þær hafi fundist í nefi,
heila, lungum og víðar í líkamanum
þó að það sé sjaldgæft. Þessar legs-
límufrumur, hvar sem þær eru í lík-
amanum, bregðast við hormóna-
breytingum eins og frumurnar í
leginu gera þannig að þegar konan
fer á blæðingar þá blæðir úr þessum
frumum inni í líkamanum, sama hvar
þær eru. Það má því nánast segja að
þegar kona sem er með endómet-
ríósu fer á blæðingar þá sé hún með
vott af innvortist blæðingum í hverj-
um mánuði,“ útskýrir Silja.
Langur greiningartími
Sjálf er Silja með endómetríósu
og segir brýnt að fræða fólk um sjúk-
dóminn. Enn megi greina ótta fólks
við að ræða opinskátt um sjúkdóm-
inn og því þurfi að breyta. Alvarlegur
þáttur sem vert er að nefna í þessu
samhengi er hversu langan tíma tek-
ur að greina sjúkdóminn.
„Samtök um endómetríósu um
allan heim leggja mikla áherslu á
aukna almenningsvitund og aukna
fræðslu, líka fyrir heilbrigðisstarfs-
fólk, og brýna fyrir fólki að stytta
þurfi greiningartímann. Það er al-
gengt að hann sé um sjö ár og hér á
landi er hann að meðaltali sex til tíu
ár frá því að kona fer að finna fyrstu
einkenni þar til hún fær sjúkdóms-
greiningu,“ segir Silja.
Á þeim tíma getur sjúkdóm-
urinn ágerst að sögn Silju og getur
það haft í för með sér frekari
skemmdir á líffærum og aukið lík-
urnar á ófrjósemi.
„Það gæti aukið líkurnar á sam-
gróningum þannig að þau vandamál
sem fylgja sjúkdómnum verða erf-
iðari viðureignar. Þess vegna er mik-
ilvægt fyrir þær sem slæmar eru að
gripið sé fyrr inn í,“ segir hún.
Þjáningin talin eðlileg
Þegar Silja er spurð út í mögu-
legar ástæður þess að endómetríósa
sé ekki meðhöndluð strax segir hún
að nokkrar ástæður geti verið fyrir
því. „Ein ástæðan er hreinlega sú að
það er eitthvað við viðhorf til blæð-
inga sem virðist vera gegnumgang-
andi, að það sé eðlilegt að konur séu
með slæma tíðaverki. Þannig að kon-
ur draga það jafnvel lengur heldur en
fólk með aðra sjúkdóma að leita sér
Nauðsynlegt að
ræða hið forboðna
Yfir sumu hvílir bannhelgi og í samfélaginu ríkir þegjandi samkomulag um að
virða þá bannhelgi. Stundum hefur þetta þveröfug áhrif, eins og í tilvikum þeirra
sem greinast með endómetríósu, eða legslímuflakk eins og það nefnist á íslensku,
því margar konur halda að verkirnir í kringum blæðingar séu eðlilegir og leita
sér seint hjálpar. Samtök um endómetríósu standa fyrir ýmsum viðburðum þessa
vikuna til að rjúfa þagnarmúrinn sem ríkt hefur um sjúkdóminn.
Morgunblaðið/RAX
Göngudeild Það er ósk samtaka um endómetríósu að opnuð verði göngu-
deild fyrir konur með endómetríósu og króníska kviðarverki.
Í dag kl. 14 býðst foreldrum í fæð-
ingarorlofi ókeypis leiðsögn um
grunnsýningu Þjóðminjasafnsins,
Þjóð verður til – Menning og sam-
félag í 1200 ár. Í dag kl. 15.30
verður einnig opnuð á Þjóðminja-
safninu sýning á kjólum eftir Að-
albjörgu Jónsdóttur sem hefur í
áratugi prjónað kjóla úr íslenskri
ull. Kjólarnir eru hannaðir af
miklu listfengi og telja yfir eitt
hundrað. Sýningin er hluti af
Hönnunarmars og stendur til enda
mars.
Vefsíðan www.thjodminjasafn.is
Fegurð Einn af kjólum Aðalbjargar.
Hundrað kjólar úr íslenskri ull
Café Lingua verður á Háskólatorgi
Háskóla Íslands í dag kl. 14 og þar
gefst tækifæri til að kynnast hluta af
þeim heimsmálum sem ratað hafa til
Íslands. Nemendur, sem eru að læra
íslensku sem annað mál, og aðrir
áhugasamir, munu kynna tungumál
sín á lifandi hátt. Kynningin fer fram
á íslensku og gefst gestum svo kost-
ur á að spreyta sig á tungumálum
eins og rússnesku, kínversku,
frönsku, ítölsku, norsku, sænsku,
dönsku, úkraínsku, þýsku og
georgísku og kynnast um leið fjöl-
breyttri menningu.
Café Lingua verður einnig í aðal-
safni Borgarbókasafns í Tryggvagötu
í dag kl 17, en þar ætlar sögumaður-
inn Jose Antonio Nuñez Ukumari frá
Perú, að vera með sögustund fyrir
fullorðna. Hann vinnur sem sögu-
maður í Lima, svo þetta er mikill
hvalreki. Sögustundin er á spænsku.
Heitt á könnunni og allir velkomnir.
Endilega …
… spreytið ykkur á rússnesku
Café Lingua Til að vekja forvitni og auðga mannlíf og menningu á Íslandi.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Nú er lag að skella sér í tíma í heilsu-
qigong í íþróttahúsi Háskóla Íslands í
dag kl. 11.15, en það inniheldur róleg-
ar hreyfingar sem slaka á spennu í
vöðvum og liðum. Alla þriðjudaga og
fimmtudaga bjóða Konfúsíusar-
stofnun og Heilsudrekinn upp á
ókeypis tíma í heilsu-qigong. Kennari
er Guan Dongqing. Allir velkomnir.
Slakar á spennu í vöðvum og liðum
Farið frítt í
heilsu-qigong
Teygt Gott að gera rólegar æfingar.
Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði
3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án
samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum
bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota
lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur
valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða
astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við
brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi:
Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
Fæst án lyfseðils
Veldur síður lyfjaáhrifum um
allan líkamann eins og þegar
töflur eru teknar inn
Verkjastillandi bólgueyðandi