Morgunblaðið - 13.03.2014, Síða 15

Morgunblaðið - 13.03.2014, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014 Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is HÁÞRÝSTIDÆLUR Þegar gerðar eru hámarkskröfur F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Teg: T 300 Snúningsdiskur Gerir pallinn eins og nýjan Teg: K 2.21 110 bör max 360 ltr/klst Teg: K 4.200 130 bör max 450 ltr/klst Teg: K 5.700 140 bör max 460 ltr/klst Teg: K 4Prem 130 bör max 420 ltr/klst Teg: SC 1122 3 bör max 1,2 ltr Teg: HDS 8/17-4M 170 bör max 400-800 ltr/klst Teg: K 7.700 /K 7.710 160 bör max 600 ltr/klst Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, gagnrýndi Sam- keppniseftirlitið harkalega í ræðu sinni á aðalfundi félagsins sem fram fór á þriðjudag. Sagði hann eftirlitið hafa gengið fram „með fordæma- lausum hætti“ á síðustu mánuðum. Jafnframt gagnrýndi hann stjórn- völd fyrir stefnuleysi í stórum og mikilvægum málum á undanförnum árum. Björgólfur sagði Icelandair fyrst og fremst vera í alþjóðlegri sam- keppni í flugrekstri og benti á að lík- lega myndu 17 flugfélög fljúga um Keflavíkurflugvöll í sumar. Lítið mál væri fyrir risastór félög í Evrópu og N-Ameríku að bæta við ferðum til Íslands. Tilefni gagnrýninnar á samkeppn- isyfirvöld er nýleg ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins (SE) um úthlutun afgreiðslutíma til Wow Air á Kefla- víkurflugvelli. Þar beindi eftirlitið þeim tilmælum til Isavia að tryggja Wow Air aðgang að mikilvægum af- greiðslutímum á vellinum. Áfrýjun- arnefnd samkeppnismála felldi hins vegar þessa ákvörðun SE úr gildi. Björgólfur sagði að vegna leiða- kerfis Icelandair væri það félaginu mikilvægt að geta tengt Evrópuflug við Norður-Ameríkuflug. „Brottfarartímar félagsins í Kefla- vík byggjast á margra áratuga upp- byggingu leiðakerfisins og á þessum tíma hefur Icelandair öðlast rétt til samsvarandi brottfarartíma á erlendum flug- völlum. Á mörg- um erlendum flugvöllum er það ómögulegt fyrir flugfélög að færa til þá tíma sem þau hafa öðlast svokallaðan hefð- arrétt að. Þrátt fyrir að bent hafi verið á það ítrekað við meðferð málsins að nóg væri af lausum afgreiðslutímum á Keflavík- urflugvelli stærstan hluta sólar- hringsins varð niðurstaða Sam- keppniseftirlitsins sú að veita þyrfti öðru flugfélagi forgang að af- greiðslutímum á nákvæmlega því tímabili sem Icelandair hefur skipu- lagt leiðakerfi sitt í kringum. Sem betur fer hefur ákvörðun Samkeppn- iseftirlitsins nú verið felld úr gildi þar sem fyrirmæli hennar voru óframkvæmanleg. Þannig var ákvörðuninni beint að Isavia, rekstr- araðila flugvallar, þrátt fyrir að kveðið sé á um það í lögum að sam- ræmingarstjóri flugvallarins beri einn ábyrgð á úthlutun afgreiðslu- tíma. Samkeppniseftirlitið hefur samt sem áður tilkynnt að hugsan- lega verði ákvörðuninni skotið til dómstóla eða hafið nýtt mál gagn- vart samræmingarstjóra flugvallar- ins. Það hefur hins vegar ávallt verið skoðun okkar að niðurstaðan stand- ist ekki,“ sagði Björgólfur. Brotið gegn ákvæðum EES Taldi hann samkeppnisyfirvöld í fyrsta lagi ekki hafa heimildir til að breyta löglega settum stjórnvalds- fyrirmælum. Í öðru lagi bryti það gegn EES-samningnum að eitt inn- lent flugfélag, af þeim 17 sem fljúga til Íslands í sumar, væri tekið út og veittur forgangur að tilteknum af- greiðslutímum. Þá taldi Björgólfur núverandi fyrirkomulag við úthlutun afgreiðslutíma ekki raska sam- keppni þar sem nóg væri af lausum tímum á flugvellinum. Hann sagði leiðakerfi Icelandair hafa verið í þróun í tæpa þrjá áratugi og hefði kostað hluthafa félagsins gríðarlega fjármuni. „Ég neita ein- faldlega að trúa því að litið verði framhjá þeirri áratugalöngu upp- byggingu og ég tel það fásinnu að ís- lensk samkeppnisyfirvöld ætli að horfa framhjá þeim hefðarrétti sem Icelandair hefur áunnið sér allt frá árinu 1987,“ sagði Björgólfur. Ekki stjórnvöldum að þakka Hann vék í ræðu sinni einnig að ytra rekstrarumhverfi Icelandair Group og annarra fyrirtækja. „Það er ekki á neinn ákveðinn hall- að þegar ég segi að Íslendingar og ís- lensk fyrirtæki hafa búið að stefnu- leysi í alltof mörgum stórum og mikilvægum málum á vettvangi stjórnmálanna á undanförnum ár- um. Ég segi það fullum fetum að góður árangur margra íslenskra fyr- irtækja hefur náðst þrátt fyrir að- gerðir stjórnvalda, en ekki fyrir til- stuðlan þeirra,“ sagði Björgólfur, sem taldi það óheppilegt að stefna Íslands í peningamálum til framtíðar væri nær óskrifað blað. Gjaldeyris- höftin hefðu verið við lýði í á sjötta ár en áttu að vera í tvö ár. „Utanríkis- málastefna landsins er óljós og sí- felldar breytingar á skattaumhverfi fyrirtækja og atvinnugreina hafa valdið verulegri óvissu fyrir atvinnu- rekendur,“ sagði Björgólfur enn- fremur í ræðu sinni. „Fordæmalaus háttur“  Samkeppniseftirlitið harðlega gagnrýnt af forstjóra Icelandair Group  Stjórnvöld einnig gagnrýnd fyrir stefnuleysi í stórum og mikilvægum málum Morgunblaðið/Ernir Icelandair Móðurfélagið skilaði um sex milljarða króna hagnaði í fyrra. Björgólfur Jóhannsson Sigurður Helga- son, stjórnar- formaður Ice- landair Group, sagði m.a. í ræðu sinni að þótt vel hefði gengið í rekstri félagsins á síð- asta ári hefði ytra umhverfi mátt vera hagfelldara, „enda hefur mér þótt stjórnvöld ekki sýna flug- og ferðaþjónustu nægan skilning“. Aukin skatt- heimta hefði óhjákvæmilega skilað sér út í verðlagið. „Nær væri að stjórnvöld styddu við bakið á fyrirtækjum í flug- og ferðaþjónustu með al- mennum aðgerðum sem auka straum ferðamanna til landsins og skapa þannig auknar gjald- eyristekjur,“ sagði Sigurður. Hann benti á að fyrir lægju til- lögur um gjaldskrárhækkun á Keflavíkurflugvelli. Sú hækkun myndi beinast sérstaklega að tengifarþegum og myndi leggj- ast mun þyngra á Icelandair en aðra flugrekendur. „Ég tel þessar tillögur hins vegar mjög var- hugaverðar og tel að þær muni á endanum snúast upp í andhverfu sína.“ Sigurður áréttaði að alþjóð- legur flugrekstur væri bæði sveiflukenndur og verðnæmur. Því þyrftu stjórnvöld að stíga hægt til jarðar í verðhækkunum á flugrekstur. Skattheimta út í verðlagið STJÓRNARFORMAÐURINN Sigurður Helgason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.