Morgunblaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014 F ÍT O N / S ÍA Fífa salernispappírinn er einstaklegamjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífa í næstu verslun. WWW.PAPCO.IS FIÐURMJÚK FÍFA Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Sigurð Kárason í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að svíkja á annað hundrað milljónir króna út úr sextán einstaklingum. Þá var Sigurði gert að greiða níu manns skaðabætur vegna fjársvik- anna, samtals rúmar 22,5 milljónir króna. Að auki var hann dæmdur til að greiða málskostnað, þar af 5,3 milljónir króna í málsvarnarlaun til verjanda síns, Björns Ólafs Hall- grímssonar hæstaréttarlögmanns. Í niðurstöðu dómsins, sem Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kvað upp, segir m.a. að brot Sigurðar séu stórfelld og varði verulegar fjárhæð- ir. Brotin hafi beinst gegn einstak- lingum sem urðu fyrir mjög verulegu og tilfinnanlegu fjártjóni og sé það virt til refsiþyngingar. Sigurður var ekki viðstaddur upp- kvaðningu dómsins. Hann hefur ávallt lýst yfir sakleysi sínu í málinu og sagði verjandi hans við aðalmeð- ferð málsins að Sigurður hefði stund- að margs konar viðskipti við alls kyns fólk á þessu tímabili og á þeim tíma tekið lán hjá fólki vegna við- skiptanna. „Í mörgum tilvikum tókst vel og menn högnuðust á viðskipt- unum. Í mun færri skipti tókst ekki eins vel og fjármunir glötuðust.“ Jón H.B. Snorrason saksóknari sagði hins vegar að Sigurður hefði leynt afar bágri fjárhagsstöðu sinni fyrir fólkinu, eina veltan á reikningi hans hefði verið á milli hans sjálfs og fórnarlambanna. Hvergi hefði verið að finna færslur sem tengdust við- skiptum. Öll hefðu fórnarlömbin haldið að hann væri fjársterkur, með mikil umsvif og væri vel staddur. Reyndin hefði verið önnur því á þess- um tíma var Sigurður kominn í gjaldþrotaskipti. Dæmdur í 2½ árs fangelsi fyrir fjársvik  Sveik á annað hundrað milljóna út úr 16 einstaklingum Morgunblaðið/Rósa Braga Dæmdur Sigurður Kárason í Hér- aðsdómi Reykjavíkur nýlega. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Mér sýnist að dómurinn hafi ekki mikið fordæmisgildi fyrir önnur félög vegna þess að það eru engin félög í sambærilegri stöðu að því er ég best veit,“ segir Björg Thorarensen, pró- fessor í stjórnskipunarrétti við laga- deild Háskóla Íslands, um dóm Hæstaréttar sem féll í seinustu viku þar sem fallist var á að fasteignasala væri ekki skylt að vera félagi í Félagi fasteignasala (FF). Samkvæmt niðurstöðu Hæstarétt- ar er félagaskyldan ekki nauðsynleg til að félagið sinni þeim verkefnum sem það hefur með höndum. Laga- ákvæði um skylduaðild að Félagi fasteignasala stenst ekki félagsfrels- isákvæði stjórnarskrárinnar skv. dómi Hæstaréttar. „Hér vegur þungt í rökstuðningi dómsins að það er starfandi sjálfstæð úrskurðarnefnd við hliðina á Félagi fasteignasala sem hefur eftirlit með málefnum fasteignasala og úrskurðar hvort þeir starfi í samræmi við siða- reglur félagsins o.fl. en það hefur í raun og veru ekkert með félagaskyld- una að gera, því eftirlitsnefndin er ekki hluti af félaginu sem slíku,“ segir hún. Björg bendir á að stjórnarskráin heimilar að kveða megi á um skyldu til aðildar að félagi í lögum ef það sé nauðsynlegt til að félagið geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almanna- hagsmuna. Í dóminum rekur Hæsti- réttur þau lögbundin verkefni sem FF hefur með höndum og vísar einn- ig til meginreglu íslenskrar stjórn- skipunar um meðalhóf og segir að gæta verði að því hvort lagaboð íþyngi mönnum að óþörfu og unnt yrði að ná sama markmiði með öðru og vægara móti. Niðurstaða Hæsta- réttar varð því sú að ekki hefði verið sýnt fram á að skylda fasteignasala til að vera félagsmenn í Félagi fast- eignasala væri nauðsynleg til þess að það geti sinnt því hlutverki, sem því er falið með lög- um eins og áður segir. Ákvæði lag- anna um skyldu- aðild gangi því gegn 2. máls- grein. 74. gr. stjórnarskrárinn- ar. Fyrir um ára- tug tók Umboðs- maður Alþingis skylduaðildina að FF til skoðunar og komst að þeirri nið- urstöðu að vafi léki á hvort skyldu- aðild að félaginu væri nauðsynleg vegna þeirra verkefna sem því væru falin svo að félagið gæti sinnt lög- mæltu hlutverki vegna almannahags- muna. Vakti umboðsmaður athygli dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og Alþingis á álitinu svo tekin yrði af- staða til þess hvort gera þyrfti breyt- ingar á lögunum hvað þetta varðaði. Rjúfa tengsl eftirlitsnefndar við Félag fasteignasala Í frumvarpi sem iðnaðar- og við- skiptaráðherra lagði fram á Alþingi skömmu fyrir jól um ný heildarlög um sölu fasteigna og skipa, sem er núna til meðferðar í efnahags- og við- skiptanefnd, eru boðaðar fjölmargar breytingar á fyrirkomulagi við fast- eignasölu. Þar er lagt til að skyldu- aðild að FF verði afnumin. Í geinargerð segir að ákvæði um eftirlitsnefndina breytist nokkuð „enda er verið að rjúfa tengsl hennar við Félag fasteignasala. Í stað þess að nefnast „eftirlitsnefnd Félags fast- eignasala“ nefnist hún „eftirlitsnefnd fasteignasala“ og eru þrír nefndar- menn hennar skipaðir af ráðherra en í gildandi lögum er mælt fyrir um að Félag fasteignasala tilnefni tvo af þremur nefndarmönnum sem ráð- herra skipar. Félag fasteignasala annast ekki lengur innheimtu eftir- litsgjalds. Ein röksemd fyrir skyldu- aðild var að félagið sæi um þessa inn- heimtu og það hlutverk væri opinbers réttarlegs eðlis.“ Ekki mikið for- dæmisgildi fyrir önnur félög Björg Thorarensen  Skylduaðild að FF afnumin í frumvarpi Um leið og háloftavindar snúast til suðlægra og jafnvel vestlægra átta að vetrarlagi aukast mjög líkur á háum landshámarkshita. Aðfaranótt þriðjudags fór hiti á Dalatanga í 15,6 stig og er það hæsti hiti sem vitað er um á landinu 11. mars, fyrr og síðar. Gamla metið (14,5 stig) var sett á Akureyri árið 1953, eða fyrir 61 ári. Þessar upplýsingar koma fram á bloggi Trausta Jónssonar veður- fræðings. Að sögn hans er þetta fyrsta nýja landsdægurhámarkið á þessu ári – hins vegar eru ný lands- dægurlágmörk orðin tvö það sem af er árinu. Að sögn Trausta má á venjulegu ári búast við að 3 til 5 landsdæg- urmet af hvorri tegund falli – en nýju metin séu þó í raun mjög mis- mörg frá ári til árs. „Á síðustu 15 ár- um hafa 132 landsdægurhámörk fallið – 8,8 á ári – talsvert umfram væntingar. Á sama tíma hafa aðeins 62 landsdægurlágmörk falið – sé eingöngu miðað við athuganir í byggð – rétt um helmingur á við há- mörkin, 4,1 á ári,“ segir Trausti. Frá 1993 fjölgaði stöðvum mjög á há- lendinu og hafa þær stöðvar smám saman verið að hreinsa upp lands- dægurmet. Nú sitja eftir aðeins 5 landsdægurhámarksmet frá 19. öld, en 24 landsdægurlágmarksmet standa enn frá sama tíma. Þess má geta, segir Trausti, að enn stendur eitt landsdægurhámark sem sett var í mars 1918 – seint á frostavetrinum mikla. Hiti mældist 14,7 stig hinn 17. mars á Seyðisfirði. sisi@mbl.is Sex áratuga hitamet féll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.