Morgunblaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 22
Leitin að flugi MH370 Heimildir: MalaysiaAirlines/Vietnam govt/Malaysia govt/NOAA Malaysia Airlines Boeing 777-200 Vænghaf: 60,9 m MALASÍA INDÓNESÍA VÍETNAM TÆLAND KAMBÓDÍA Kuala Lumpur 240 km Flug MH370 hvarf klukkan 01.30 að staðartíma 8. mars sl. Malasísk yfirvöld segja að vélin kunni að hafa breytt um stefnu af ókunnum ástæðum Staðfest á miðvikudag að malasískir leitarmenn hefðu hafið leit á þessu svæði Andamanhaf Malacca- sund Tælandsflói Suður Kínahaf Stækkað leitarsvæði frá og með mánudegi Áætluð dýpt 300-1.500 m 70 - 200 m 30 - 70 m Upphafleg leit Síðasta þekkta staðsetning Ho Chi Minh-borg Leitar- svæði E Phu Quoc- eyja Tho Chu-eyja Kuala Terengganu Lengd: 63,7 m Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Ættingjar farþega í flugi MH370 frá Kuala Lumpur til Peking fundu litla huggun í gær í takmörkuðum og misvísandi upplýsingum malasískra yfirvalda um afdrif vélarinnar áður en hún hvarf af ratsjám sl. föstudag. Fjörutíu og tvö skip og þrjátíu og níu flugvélar frá tólf þjóðlöndum voru við leit í gær en þá var leitarsvæði stækkað um helming og nær nú yfir tæpa 70 þúsund ferkílómetra. Yfirvöld í Malasíu virðast litlu nær um hvar vélina væri helst að finna og stjórnvöld í Víetnam sögðu í gær að þau myndu draga úr leit þar til betri upplýsingar lægju fyrir um áherslur leitarinnar. „Á þessu stigi rannsókn- arinnar, og leitar- og björgunarað- gerða, hefði ég átt von á því að sjá mun afmarkaðri skilning á því hver flugleiðin var, hvert vélinn stefndi og þrengingu leitarinnar þar af leið- andi,“ sagði Richard Quest, sérfræð- ingur CNN í flugmálum, í gær. Snéri vélin við? Þungi leitarinnar virðist nú bein- ast að Malacca-sundi en það er tals- vert fjarri áætlaðri flugleið vélarinn- ar. Embættismaður innan malasíska flughersins sagði í samtali við CNN á þriðjudag að vélin hefði flogið nærri eyjunni Palau Perak, undan vesturströnd Malasíu, en New York Times hafði það hins vegar eftir tals- manni malasíska forsætisráðuneyt- isins, að embættismenn innan hers- ins hefðu sagt að engin sönnunargögn bentu til þess að vélin hefði flogið til baka yfir Malay- skaga. Á blaðamannafundi í gær fékk kenningin um að vélin hefði sannar- lega snúið við aftur byr undir báða vængi þegar yfirvöld tilkynntu að ratsjár hefðu merkt óþekkta flugvél fljúga yfir Malay-skaga og 200 mílur yfir Malacca-sund. Hvort um var að ræða flug MH370 er ekki vitað og sagði yfirmaður malasíska hersins að allir möguleikar væru enn á borð- inu. Óskað hefur verið eftir aðstoð bandarískra sérfræðinga við að greina ratsjárgögn. Ættingjarnir óþreyjufullir Enn er allt á huldu um ástæður hvarfsins en helstu kenningar snúa ýmist að því að vélinni hafi verið rænt, að henni hafi verið grandað með sprengju eða að allsherjarbilun í vélbúnaði hafi valdið því að hún hvarf sporlaust. Á meðan mörgum spurningum er ósvarað bíða ættingj- ar farþeganna og áhafnarinnar milli vonar og ótta. „Tíminn líður. Það ætti að vera í forgangi að leita að hinum lifandi,“ sagði miðaldra maður á fundi með fulltrúum Malaysia Airlines í Peking í gær. Sonur hans var farþegi í vél- inni. Margir fundargesta lýstu óánægju sinni á fundinum vegna skorts á upplýsingum frá yfirvöld- um. Najib Razak, forsætisráðherra Malasíu, biðlaði hins vegar til ætt- ingjanna um þolinmæði. „Fjölskyldurnar verða að skilja að þetta er ófyrirsjáanlegt,“ sagði ráð- herrann. „Fjölskyldurnar verða að skilja að gripið hefur verið til að- gerða af öllum mætti,“ sagði hann. Virðast ekki vita hvar á að leita  Yfirlýsingar malasískra yfirvalda stangast á  Leitarsvæðið stækkað í 70.000 ferkílómetra  Mörgu ósvarað AFP Óvissa Aðstandendur farþega og áhafnar bíða milli vonar og ótta. 22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014 Yfir fimmtíu flugskeytum var skot- ið á Ísrael frá Gaza-svæðinu í gær en um er að ræða umfangsmestu flugskeytaárás á landið síðan í nóv- ember 2012. Vopnaður armur Isla- mic Jihad-hreyfingarinnar, Al- Quds Brigades, lýsti árásinni á hendur sér og sagði hana svar við loftárás Ísraela á suðurhluta Gaza á þriðjudag, þar sem þrír liðsmenn hreyfingarinnar létu lífið. Engar fregnir bárust af mann- falli í árásunum en lögregluyfirvöld í Ísrael sögðu að flugskeytin hefðu gengið yfir í nokkrum hrinum og hafnað á landamærum Ísraels og Gaza. Eitt lenti nærri bókasafni í bænum Sderot og annað nærri bensínstöð á öðru svæði. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísr- aels, hét því í gær að svara af mikl- um þunga. ÍSRAEL Umfangsmesta flug- skeytaárás frá 2012 AFP Átök Liðsmenn Al-Quds Brigades raða sér upp við útför látinna félaga í gær. Breskur áfrýj- unardómstóll úr- skurðaði í gær að ákvörðun Dominics Grie- ves, ríkislög- manns Englands og Wales, um að neita Guardian um aðgang að bréfum Karls Bretaprins til ráðherra bresku ríkis- stjórnarinnar hefði verið ólögmæt. Dómstóllinn hafnaði röksemda- færslu Grieves, sem sagði að inni- hald bréfanna gæti vakið spurn- ingar um pólitískt hlutleysi prinsins og þannig hamlað honum í að sinna skyldum sínum þegar hann verður konungur. Guardian hefur reynt að fá að- gang að bréfunum í níu ár en prinsinn hefur sætt gagnrýni fyrir að nýta sér stöðu sína til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við kjörna embættismenn og hafa áhrif á stefnumótun hins opinbera. Í úrskurði áfrýjunardómstólsins kemur m.a. fram að Grieve hefði ekki getað hrakið upphaflega ákvörðun úrskurðarnefndar um upplýsingafrelsi, sem komst að þeirri niðurstöðu að það þjónaði almannahagsmunum að gegnsæi ríkti um það hvernig og hvenær prinsinn hefði reynt að hafa áhrif á stjórnvöld. BRETLAND Ólögmætt að hindra birtingu bréfanna Prinsinn af Wales Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is Hugarlausnir nýtt námskeið sembyggir á hreyfingu, fræðslu og núvitund • Hefst 17.mars • Þjálfun skv. forskrift hreyfiseðils í 8 vikur • Þjálfun3x í viku:Mán.,mið. og fös. kl. 13:00 • Fyrirlestrar og viðtal við sálfræðing • Hópmeðferð í núvitund • Verð 21.900pr.mánuð (43.800 samtals) Ert þú aðglímavið einkenni streitu, depurðar eða kvíða? Fagaðilar: Að námskeiðinu standa Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingur, Elva Brá Aðalsteinsdóttir sálfræðingur, Óskar Jón Helgason sjúkraþjálfari og Guðni Valentínusson heilsufræðingur GuðniValentínusson heilsufræðingur Meginmarkmiðnúvitundarþjálfunar er, að takameiri þátt í því semþúupplifir ogfinnur fyrir. Einnig að verameðvitaðri um tilfinningar oghugsanir, vera í núinuogbregðast við af yfirvegun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.