Morgunblaðið - 13.03.2014, Page 23

Morgunblaðið - 13.03.2014, Page 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014 New York. AFP. | Tveir létu lífið og að minnsta kosti 22 særðust þegar tvær íbúðabyggingar hrundu í sprengingu í Austur-Harlem í New York í gær. Klukkan 13 að staðartíma var nokkurra enn saknað en Bill de Blasio, borg- arstjóri New York-borgar, sagði mögulegt að viðkomandi væru óhultir fjarri slysstað. Vitni að slysinu sögðust hafa vaknað við eitthvað sem líktist jarðskjálfta en talsmaður orkufyr- irtækisins Con Edison sagði í samtali við AFP að fyrirtækinu hefði borist tilkynning um mögu- legan gasleka klukkan 9.13 að staðartíma, aðeins nokkrum mín- útum áður en sprengingin varð. „Íbúi tilkynnti um gaslykt í íbúða- byggingunni við 1652 Park Avenue en gaf til kynna að lyktin gæti komið að utan,“ sagði tals- maðurinn. Í kringum 250 slökkviliðsmenn börðust við eld í nærliggjandi byggingum í gær og lagði þykkan reyk frá svæðinu. Talsmaður lög- reglu New York-borgar sagði að lögreglunni hefði borist neyðarkall klukkan 9.34 en vitni sögðu vett- vang slyssins líkjast stríðssvæði. Jazzmen Arzuaga sagði í samtali við AFP að hún hefði verið við vinnu þegar kona hennar hringdi til að segja henni hvað hafði gerst. „Hún hringdi í mig og sagði við mig: „Guð minn góður, þú verður að koma heim, þetta er eins og seinni heimsstyrjöldin, fólk er að deyja, það var sprenging.“ Ég bókstaflega hljóp til,“ sagði hún. Kona Arzuaga, Jay Virgo, sagði að hún hefði verið í rúminu þegar sprengingin þeytti henni í gólfið. „Ég hljóp út úr byggingunni og leit yfir götuna og það voru tvær manneskjur liggjandi á gólfinu. Það var gler alls staðar, risastór glerbrot. Þetta var brjálæðislegt.“ AFP Harmleikur Tilkynnt var um mögulegan gasleka í Austur-Harlem áður en byggingarnar hrundu í sprengingu. Tvær byggingar hrundu í sprengingu í New York  Tveir látnir og 22 særðir  Nokkurra enn saknað í gær Sprenging » Borgarstjóri New York- borgar sagði í gær að um 15 mínútur hefðu liðið á milli til- kynningarinnar til orkufyrirtæk- isins og sprengingarinnar. » Lestarsamgöngur fóru úr skorðum vegna sprenging- arinnar en húsin stóðu nærri lestarteinum. Í grein sem birtist í Financial Tim- es í gær kemur fram að komist breski Verkamannaflokkurinn til valda eftir þingkosningarnar í Bretlandi á næsta ári verður ekki gengið til þjóðaratkvæðis um aðild landsins að Evrópusambandinu fyrir 2020. David Cameron, forsætisráð- herra og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur heitið því að efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu 2017 verði hann enn við stjórnvölinn en Ed Miliband, leiðtogi Verkamanna- flokksins, segir tímasetninguna handahófskennda og að þjóðar- atkvæðagreiðsla um aðild að ESB myndi draga at- hyglina frá þeim vandamálum sem steðja að efnahagi lands- ins. Breska þingið hefur þegar samþykkt lög sem kveða á um þjóðaratkvæða- greiðslu um allar tillögur sem fela í sér afsal á valdi þingsins. Mili- band segist myndu vilja breyta lög- unum þannig að heldur yrði kosið um aðild en að ólíklegt sé að til þess muni koma fyrir 2020. BRETLAND Ekki kosið um aðild fyrir 2020 Ed Miliband Nýjasta uppá- tæki athafna- mannsins Pier- ricks Cléments hefur vakið von og viðbjóð íbúa í bænum Cancale á Bretagneskaga í Frakklandi en hann hyggst veiða þúsundir tonna af sjósniglum í Mont Saint- Michel-firði og vinna til mann- eldis. Landsniglar þykja herram- ansmatur í Frakklandi en um- ræddir sniglar, slipper shells, eru álitnir sníkjudýr þar sem þeir festa sig við kræklinga, ostrur og hörpudiska og ræna frá þeim næringunni, þ.e. plöntusvifi. Til- raunir hafa verið gerðar til þess að moka sniglunum upp af botni fjarðarins en þrátt fyrir það hef- ur uppskera kræklinga- og ostru- ræktenda við Bretagneskaga minnkað um 20% á 30 árum. Clément hefur hins vegar feng- ið til liðs við sig verðlaunakokka frá Frakklandi, Spáni og Japan og hyggst gera tilraun til að markaðsetja salt-sætan snigilinn sem úrvalshráefni. Í því augna- miði hefur tegundin verið end- urskírð berlingot de mer, eða hyrna hafsins. FRAKKLAND Óvenjuleg leið til að halda sníkjudýri í skefjum Við bjóðum öll afmælisbörn velkomin og gefum þeim fría n eftirrétt í tilefni dagsins. afmaeli? Attu´ Til hamingju!!! H ug sa sé r!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.