Morgunblaðið - 13.03.2014, Side 26

Morgunblaðið - 13.03.2014, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014 Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 raestivorur.is Rétt magn af hreinlætisvörum sparar pening – láttu okkur sjá um það Hafðu samband og fáðu tilboð sími 520 7700 eða sendu línu á raestivorur@raestivorur.is Heildarlausnir í hreinlætisvörum Sjáum um að birgðastaða hreinlætis- og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki. Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki, skóla og stofnanir. Hafðu samband og fáðu tilboð Mér hefur orðið hugsað til þessarar fyrirsagnar, sem ég rakst einhvers staðar á í blaði, undanfarna daga þegar ég hef verið að fylgjast með fréttaflutningi af um- ræðum á Alþingi Ís- lendinga um aft- urköllun ESB-aðildarumsókn- arinnar og undirskriftasöfnunina sem aðildarsinnar hafa hrundið af stað. Íslendingar vilja gjarnan líta á sig sem menntaða og vel upplýsta þjóð. Það ætti hún líka að vera þegar litið er til allra þeirra fjár- muna sem varið er til menntamála. Aðeins á þessu ári eru liðlega 76 milljarðar lagðir til menntamála hér á landi. Þó bendir fátt til þess að læsi sé almennt til staðar. Í það minnsta þegar >40 þúsund manns skrifa undir kröfu um að þjóð- aratkvæðagreiðsla fari fram um ekki neitt. Nú ætla ég ekki að gera mál úr því að það kosti u.þ.b. 300 milljónir að halda slíka þjóð- aratkvæðagreiðslu sem aldrei get- ur verið annað en ráðgefandi eins og lög gera ráð fyrir og reynslan af síðustu ríkisstjórn sýndi. „Nor- ræna velferðarstjórnin“ eyddi milljarði í loftfimleika um stjórn- arskrá, en gerði svo ekkert með úrslit at- kvæðagreiðslunnar sem átti að vera krúnudjásnið. En þeg- ar tugir manna gera kröfu um að 300 millj- ónum sé kastað út um gluggann, í nafni lýð- ræðisástar, til að fá að greiða atkvæði um áframhaldandi „samn- ingaviðræður“ við Evrópusambandið þá spyr ég: hvað er for- svaranlegt að eyða miklum fjár- munum í að mennta þjóð sem, þrátt fyrir einhverja lengstu skóla- göngu í heimi, nennir ekki að lesa sáraeinfaldan texta? Skilur ekki að það eru engar samningaviðræður í gangi. Skilur ekki að það er eng- inn pakki til að kíkja í. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands (HHÍ) er einstaklega skýr í þessum efnum. Viðræðurnar snú- ast um tímasetningar upptöku 100.000 blaðsíðna af regluverki sambandsins. Ekkert annað. Styrkir til vísinda og rannsókna, sem háskólasamfélagið leggur svo mikla áherslu á, eru nú þegar hluti af EES-samningnum sem verið hefur í gildi síðan 1995. Sem og allt annað sem undir þann samn- ing heyrir. Kaflinn um utanríkis-, öryggis- og varnarmál er óneit- anlega dálítið kúnstugur, þegar markmið sambandsins um að stuðla að friði í heiminum er skoð- að í ljósi aðgerðaleysis þess þegar blásið er til ófriðar, hvort sem er í Evrópu eða á næstu bæjum. Eða hvar var Evrópusambandið þegar Júgóslavía hóf sín bræðravíg? Hreyfði hvorki legg né lið til að koma í veg fyrir átökin og frægt er þegar hollenskir friðargæslulið- ar afhentu Serbum 8.000 karlmenn og unga drengi til slátrunar. Hvernig tæki sambandið á varn- armálum Íslands ef útþenslustefna Pútíns tæki upp á að beina sjónum hingað? Með Úkraínu á sínu valdi og hugsanlegar olíulindir við Ís- land gæti Pútín verulega saumað að orkuþyrstri Evrópu. Það sem skiptir okkur þó meg- inmáli eru landbúnaðarmálin, yf- irráð yfir fiskistofnum og fullveld- ismálin, þ.e. sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar. Skýrsla HHÍ gerir ágæta grein fyrir landbúnaðarkafl- anum. Margumræddar und- anþágur Finna og Svía vegna heimskautalandbúnaðar eru aðeins tímabundnar og getur sambandið, hvenær sem er, ákveðið að þessar tvær þjóðir hætti að styrkja þessa útkjálkabændur. Sjávarútvegurinn er enn ólíklegri til að fá var- anlegar undanþágur frá sjáv- arútvegsstefnu sambandsins. Auð- vitað geta menn bundið vonir við að fá tímabundinn ráðstöfunarrétt á ca. 100 dósum af síld eins og Malta, en þó er líklegra að Evr- ópusambandið haldi sínu striki eins og Norðmenn fengu að reyna þegar þeir sóttu um síðast. „Aus- geschlossen“, fiskimiðin skulu vera undir stjórn ESB og ekkert múð- ur. Þótt við höfum margt til Evrópu að sækja þá efast ég um að sér- þarfaþjóðin sem byggir Ísland sætti sig við til lengdar að láta ókjörna embættismenn í Brussel skipa hér málum. Ákveða hverja við eigum viðskipti við, hvort við sendum dæmda glæpamenn úr landi eða meinum þeim aðgang að landinu. Fullveldið gefur okkur nefnilega rétt til að ákveða það sjálf hverja við viljum umgangast á jafnréttisgrundvelli og hvaða lög eiga að ríkja hér á landi. Sjálfs- ákvörðunarrétturinn er nefnilega gulls ígildi. Það vita þeir sem hafa misst hann. Þeir, hins vegar, sem nenna ekki að lesa skýrslu HHÍ en skrifa undir kröfu ESB-sinna til þess eins að fylgja hjörðinni fram af brúninni ættu að íhuga að endurgreiða kostnaðinn af „mennt- un“ sinni. Henni hefur verið kast- að á glæ. Ef greind er normið þá fyrst verður heimskan áhugaverð Eftir Ragnhildi Kolka » Það stoðar lítið að mennta þjóð sem nennir ekki að hugsa. Ragnhildur Kolka Höfundur er nemandi í HÍ. Fjölgun ferða- manna til landsins hefur fætt af sér mik- inn drifkraft í ferða- þjónustuna sem nú er í örum vexti og mikl- um pælingum sem honum fylgja. Spáð er áframhaldandi fjölgun ferðamanna á næstu árum. Ferðaþjónustan og markaðurinn kalla eftir að byggt sé ört og meira gisti- rými s.s lúxus-, fimm,* fjögurra* og þriggja *stjörnu hótel og fund- arsalir – gistiheimili, farfuglaheim- ili, matsölustaðir og fleiri valkosti vantar til afþreyingar fyrir ferða- fólk og bæta þarf aðgengi að vinsæl- um náttúruperlum. Einstaklingar og fyrirtæki í ferðaþjónustu sjá þarna aukin tækifæri og vilja mæta þeim. Mest virðist þörfin vera sem fyrr á suðvesturhorninu þar sem menn hugsa og framkvæma stórt þessa dagana ef marka má fréttir. Landsbyggðin tekur einnig vel við sér og þar eru víða framkvæmdir hafnar eða eru í burðarliðnum með hjálp lánastofnana. Bankarnir, sem eru „stútfullir“ af peningum sem litla vinnu hafa, sjá nú tækifæri og lána grimmt á réttum stöðum í álit- leg verkefni. Landshlutar og svæði innan þeirra eru mismunandi álit- legir viðskiptavinir. Á Austurlandi hafa Fljótsdalshérað og Hornafjörð- ur og stærri byggðakjarnar í Fjarðabyggð sótt í sig veðrið og þar eru nokkur verkefni í gangi, sem njóta trausts og fyrirgreiðslu lána- stofnana. Seyðisfjörður er einn elsti ferðaþjónustubær á Austurlandi og tekur árlega á móti tugum þúsunda ferðamanna inn og út úr landinu. Hann er nú í þörf fyrir að taka þátt í uppbyggingunni og bæta enn frek- ar aðstöðuna í kaupstaðnum. Nokkrir aðilar undirbúa og vinna við að auka við t.d. gistirými í bæn- um en það hefur vantað. Þeir hafa verið eins og aðrir í viðræðum við lánastofnanir um fyrirgreiðslu sem lofaði góðu enda töpuðu bankarnir ekki fjármunum sínum á Seyðfirð- ingum í hruninu. Sérstaða Seyð- isfjarðar liggur m.a. í Húsahótelinu – Hótel Öldunni sem gerir t.d. upp gömul norsk hús og breytir þeim í hótel/ gistingu. Fleiri aðilar vilja nú koma til og styrkja þennan þátt ferðaþjónustunnar og auka gistirými í vax- andi ferðamannabæ. Þá gerist þetta: „Frétt fer í loftið“ á haustdögum sl. um að stjórn Smyril- Line hugsi sér til hreyfings með skipið Norrænu, á vetrum, frá Seyðisfirði og sé þegar í viðræðum við hafnaryfirvöld í Fjarðabyggð. Það sem ekki hefur heyrst eða farið í loftið sem „frétt“ er sú staðreynd að: „ Engin formleg tilkynning um slíkt hefur borist bæjaryfirvöldum á Seyðisfirði frá rekstraraðilum enda er bindandi samningur fyrir báða aðila í fullu gildi. Seyðfirðingar (Hafnarsjóður) eru fjárhagslega skuldbundnir vegna kostn- aðarsamra framkvæmda í landi sem eru hannaðar og sérstaklega gerðar fyrir skipið og móttöku ferðafólks. Frá þeim skuldbindingum er og verður ekki hlaupið svo auðveld- lega. Engin lánafyrirgreiðsla Í samtölum við þrjá aðila, tvo eig- endur ferðaþjónustufyrirtækja og einstakling, sem standa í fram- kvæmdum, staðfestu þeir að lána- stofnanir sem þeir höfðu verið í við- ræðum við um fyrirgreiðslu við verkefni sín hefðu, eftir þessa frétt, dregið hana til baka. Lánafyr- irgreiðsla er ekki lengur til staðar. Fleiri íbúar hafa sömu sögu að segja varðandi t.d. fyrirhuguð íbúðakaup. Ástæða sem nefnd er: Óvissuástand á Seyðisfirði fram- undan, sem m.a. þessi „frétt“ skap- ar. Er nema von að spurt sé: Getur ein „frétt“ rústað lánstrausti íbúa í heilu byggðarlagi? Getur „frétt“ rúst- að lánstrausti íbúa í heilu byggðarlagi? Eftir Þorvald Jóhannsson Þorvaldur Jóhannsson » Frá þeim skuldbindingum er og verður ekki hlaupið svo auðveldlega. Höfundur er fyrrv. bæjarstjóri, nú eldri borgari, Seyðisfirði. Margt í starfs- háttum stórra versl- anakeðja væri ágætt tilefni fræðilegra út- listinga haskóla- samfélagsins en áhugi prófessora virðist meiri á mjólkurvörum og lambakjöti. Viðbót- arrannsóknarefni gæti verið t.d. verðbreyt- ingar stundum oft á dag í stórmörkuðum, líkt og viljandi sé slævð verðvitund neytenda. Eða kannski hvernig 130 milljarða gjaldþrot verslanafyrirtækis kom og kemur inn í vöruverð og banka- kostnað almennings. Mörg verð- lagning vekur spurningar en gróf- asta dæmið heyrði ég um varahlut í bíl, sem átti að kosta 72.000 kr. hér- lendis. Viðkomandi þótti þetta nokkuð dýrt, en var á leið til út- landa (til Þýskalands) og gat keypt varahlutinn þar fyrir 7.800 kr. ís- lenskar. Vissulega standa sumir sig, en verðkannanir við önnur lönd eru sjaldnast íslenskri verslun í hag. Þar svara neytendur með fótunum eða öllu heldur flug- miðum. Fatakaup stórs hluta þjóðarinnar virð- ast fara fram á erlendri grundu. Samt eru þar engir tollar til að vernda innlenda fram- leiðslu. Sú framleiðsla hrundi fyrir löngu. En mantran um sligandi verð íslenskrar búvöru tifar stöðugt og leikrit forsvarsmanna ís- lenskrar verslunar um að breyta verðvernd ís- lenskrar framleiðslu platar eflaust marga. En hver er veruleikinn? Hvaða hlutfalli útgjalda sinna eyða Íslendingar til matarkaupa miðað við aðrar þjóðir? Samkvæmt nýleg- um tölum frá Eurostat (viskubanki ESB) eru það 13,05%. Til sam- anburðar er ESB-meðaltalið 14%. Mjög svipað á evrusvæði. Evr- ópubúar eyða því að meðaltali hærri hluta útgjalda sinna í mat! Ham- farafyrirsagnir um hátt verð búvöru hér eru því ekki sannfærandi. Þórólfur Matthíasson prófessor hefur mjög pólitískan pól. Gengur til allra pælinga út frá þröngu sjónarhorni sem tekur sjaldnast til- lit til annarra sjónarmiða, sem geta Verð hér – verð þar Eftir Valdimar Guðjónsson. Valdimar Guðjónsson Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.