Morgunblaðið - 13.03.2014, Side 27

Morgunblaðið - 13.03.2014, Side 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014 Stóru trygginga- félögin minna okkur sífellt á að tryggja líf okkar þar sem við vitum ekki hvað get- ur gerst og að það sé gríðarlega mikilvægt að skilja ástvini ekki eftir án líftrygg- ingar. VÍS bendir okkur til að mynda á það í gegnum þjóð- þekktan grínista í fjörugum markaðsherferðum und- ir yfirskriftinni Gott hjá þér: „Gott hjá þér að hugsa um líf- og sjúkdómatryggingar.“ Auglýsingin endar á slagorðinu „þar sem tryggingar snúast um fólk“. Sjóvá gengur enn lengra og segir í nýj- ustu auglýsingum sínum að „líf- og heilsutryggingar tryggi það verðmætasta í þínu lífi“. En er þetta svona? Snúast tryggingar í dag um fólk? Er líf- og heilsutrygging það verðmæt- asta í lífi okkar? Snúast trygg- ingar í dag um eitthvað annað en peninga? Þessar auglýsinga- herferðir eru í anda þeirrar stemningar sem ríkt hefur í þjóð- félaginu eftir fjármálakreppuna. Stefnan snýst um breytingar á gildismati og áherslum fólks. Við höfum færst frá töluvert mikilli áherslu á fjárhagsleg verðmæti og yfirborðskenndar langanir yfir í að leggja áherslu á félagsleg sam- skipti og raunverulegar upplifanir. Stóru fyrirtækin hafa ekki farið varhluta af þessu og hafa mörg þeirra reynt að breyta vöru- og þjónustuframboði í samræmi við þetta. Flest hafa þó bara fylgt þessari stefnu og nýtt sér innihald hennar í markaðsherferðum þótt raunveruleg þjónusta endurspegli ekki loforðin. Markaðssérfræð- ingar hafa bent á að ef auglýs- ingar frá 2007 og 2013 eru bornar saman megi sjá augljósa færslu frá yfirborðskenndu gildismati yfir í mun gildishlaðnari langanir og þrár. Þessi breyting sem á rætur að rekja til okkar sem byggjum samfélagið kom fyrst og fremst til vegna nauðsynjar. Sem betur fer virðist þessi breyting ætla að fylgja okkur eitthvað lengur, jafn- vel nú þegar efnahagsástandið er á batavegi. Þessi breyting hefur svo sannarlega ekki farið framhjá tryggingafélögunum, en eru þau raunveru- lega að veita okkur þá þjónustu sem þau eru að selja okkur? Geta tryggingafélög tryggt það sem okkur er verðmætast, tryggt það sem snýst um okkur, fólkið? Allianz líftryggingar í Bandaríkjunum létu gera rannsókn þar sem kom skýrt fram að svokölluð „Baby Boomers“-kynslóð (kynslóðin sem er fædd eftir seinni heimsstyrjöldina) telur að það verðmætasta sem við skiljum eftir okkur séu fjölskyldusögur og fjölskyldugildi. Þeim þótti fjöl- skyldusögur mun mikilvægari en áþreifanleg verðmæti og fjárhags- legur arfur. Svo virðist sem fólki sé meira í mun að skilja eftir sig gildi og hefðir en þykka banka- bók. Meira að segja telja 75% þessa sama hóps það ekki vera skyldu sína að skilja eftir sig fjár- hagsleg verðmæti. Heimspekingurinn Abraham Maslow sagði: „Helsta meinsemd samtíma okkar er skortur á gild- ismati.“ Eldri kynslóðin í Banda- ríkjunum virðist þessu sammála. En hvernig er hægt að tryggja eitthvað sem er svo óáþreifanlegt? Hvernig tryggjum við fjöl- skyldugildin, hefðirnar og fjöl- skyldusögurnar? Samkvæmt Alli- anz er lausnin nokkuð einföld: „Gildi eru mikilvægustu gjafirnar sem við fáum frá foreldrum okkar og öðrum fjölskyldumeðlimum. Besta og árangursríkasta leiðin til þess að tryggja þessi gildi og lífs- ins lærdóm er að skrásetja þau. Talið saman og biðjið hvert annað að skrifa niður gildin og lærdóm- inn sem þið teljið mikilvægastan. Búið til myndaalbúm saman og úrklippubækur. Safnið saman myndbandsupptökum og setjið á einn stað. Sumir úr fjölskyldunni gætu hafa skrifað ljóð, sögur eða falleg bréf; slíkar minningar eru þess virði að skrásetja og jafnvel ramma inn.“ Hinn 28. febrúar síðastliðinn opnuðum við kerfið okkar www.aevi.is sem er fyrsta kerfi sinnar tegundar í heiminum. Í grunninn snýst kerfið um það að allir sem áhuga hafa geta sest niður fyrir framan tölvu og skráð niður sínar minningar, til dæmis sagt sögur með myndbands-eða hljóðupptöku, skrifað sögur, tekið upp myndbandskveðjur og deilt bestu ljósmyndum og mynd- brotum sínum til ástvina. Við frá- fall notanda er þessum sögum og kveðjum síðan komið til valinna ástvina og þeir geta þá valið að deila þeim áfram til síðari kyn- slóða. Þannig geta eldri meðlimir fjölskyldunnar á einfaldan hátt tryggt að góðum og dýrmætum fjölskyldusögum sé komið áleiðis til yngri kynslóða og tryggt þar með arfleifð sína og fjölskyldu sinnar. Það er nefnilega þannig að fyrir flesta er safn góðra minninga og saga ömmu og afa meiri líftrygg- ing og sennilega mikilvægari en fjárhagsleg líftrygging. Hvernig viljum við raun- verulega tryggja líf okkar? Eftir Stefaníu Sigurðardóttur Stefanía Sigurðardóttir »Hinn 28. febrúar opnuðum við kerfið www.aevi.is sem veitir öllum tækifæri til þess að tryggja sína arfleifð á þægilegan og einfald- an hátt. Höfundur er eigandi og markaðsstjóri aevi.is. verið beinlínis þjóðhagsleg. Kannski setti Hannes Hólmsteinn fordæmið. Þá fóru sumir prófess- orar að hugsa líkt og nemendur á fyrsta skólastiginu (þ.e. leik- skólum). Þar gerist stundum að sagt er „fyrst hann má, þá má ég“. En tekið skal fram að margir fræði- menn ná tökum á faglegum óum- deildum greiningum sem þeir skila með ágætum í fjölmiðlum. Prófess- orinn bregður sér hins vegar yfir í grá svæði pólitískra útlistinga, að- allega í viðkvæmum álitamálum sem falla líkt og flís við rass að fréttaáherslum RÚV og Frétta- blaðsins. Viljandi sleppir hann sam- anburði sem „hentar “ ekki málstað hans, t.d. samanburði á verði drykkjarmjólkur út úr búð, hér og í nágrannalöndum. Þegar menn í hans stöðu stíga inn á pólitíska svið- ið (sem ekki er alltaf flokks- pólitískt) bíður trúverðugleikinn hnekki. Nema að sjalfsögðu hjá þeim sem hylla hið umdeilda sjón- arhorn. En tækifærin fær hann. Einhver taldi 30 skipti á nokkuð skömmum tíma hjá fyrrgreindum fjölmiðli. Þar virðist ójarðbundin oftrú á sjónarmiðum starfsmanna háskólanna en sjónarmið fulltrúa atvinnulífsins á öllum endum eiga sjaldnast neina rödd. Nefna má í því sambandi þætti eins og Speg- ilinn og fleiri. Ekki fer leynt aðdáun fyrrgreindra fjölmiðla og prófess- orsins á ESB og því sem að sam- bandinu stóra lýtur. En þegar kem- ur að neikvæðni gagnvart tollvernd og stuðningi við íslenskan land- búnað blasir við ákveðin þversögn. Árgjaldið til ESB verður um 15 milljarðar króna ef af verður. Sú tala var áætluð í tíð Össurar sem utanríkisráðherra. Varla hefur hún lækkað. Ekki alveg ókeypis ef gengið er í klúbbinn. Stuðningur við landbúnað (ekki séríslenskt fyr- irbæri) sambandsins er um 33,8% af útgjöldum. Plús 8,5% til dreif- býlisþróunar sem fellur undir land- búnaðarstefnu. Með bónbjörgum og spánnýjum kerfisflækjum mætti e.t.v. krafsa eitthvað af því fé til baka. En það breytir ekki hinu. Semsagt: íslenskir skattgreiðendur myndu greiða árlega 6,4 milljarða króna til að styrkja landbúnað. Ekki hjá okkur, heldur á meg- inlandinu. » Fatakaup stórs hluta þjóðarinnar virðast fara fram á erlendri grundu. Samt eru þar engir tollar til að vernda innlenda framleiðslu. Höfundur er formaður Félags kúabænda á Suðurlandi. Hvernig hefur bíllinn það? Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30 BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi og smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandað vinnu. 2012 Tímapantanir í síma 565 1090 Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.