Morgunblaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014 Skotbómulyftarar mest seldi skotbómulyftarinn 2012 Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is Lyftigeta 2.5 til 12 tonn Fáanlegir með • Vinnukörfum • Skekkingju á bómu • Bómu með lengd allt að 18 metrum • Roto útfærsla með bómu allt að 25 metrum Grænn markaður ehf. | Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.flora.is | Sími 535 8500 | info@flora.is Verslunareigendur! Ítalskir pappírspokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja Mikil umræða skap- ast reglulega um ís- lenska lífeyr- issjóðakerfið sem af nokkrum er talið það besta á byggðu bóli. En er það best í heimi eða kerfisgallagripur sem dæmdur er til að hrynja? Ef við byrjum á kostum kerfisins eru þeir nokkuð augljósir. Sjóðsöfnunarkerfið er þannig hugs- að í grunninn að framtíðarlífeyr- isþegar eigi fyrir sínum lífeyri þegar vinnuskyldu lýkur öfugt við gegn- umstreymiskerfi þar sem skatt- kerfið stendur alfarið undir þeirri byrði. Til að undirstrika styrk kerfisins greiða lífeyrissjóðirnir stóran hluta lífeyris á móti Tryggingastofnun sem er í raun ekki nema hálfur sannleikurinn. Lífeyrissjóðirnir greiða út milljarðatugi á ári með ið- gjöldum sjóðfélaga sinna en ekki með sölu á eignum og standa því ið- gjöldin undir útgreiðslum sjóðanna og munu gera það næsta áratuginn hið minnsta. Á meðan iðgjöldin standa undir útgjöldum er kerfið í raun gegnumstreymiskerfi. Hættan sem stafar af núverandi kerfi er fyrst og fremst sú að þeir lífeyrisþegar sem hefja töku lífeyris á þeim tímapunkti sem sjóðirnir þurfa að selja eignir til að standa við skuldbindingar sínar, taka á sig alla markaðsáhættu. Til að setja þetta í samhengi getum við einungis getið okkur til um gríðarlegan eignabruna sem orðið hefði, í viðbót við bókfært tap sjóðanna eftir hrun, ef þeir hefðu þurft að selja eignir til að standa undir lífeyrisgreiðslum þeg- ar seljanleiki á mörkuðum var eng- inn og skráð verðbréf svo gott sem verðlaus, þó svo að vera eignafærð langt yfir raunvirði í bókum sjóð- anna. Annar kerfisvandi er síaukin þörf fyrir aukið innstreymi. Iðgjöld hafa hækkað samhliða aukinni ör- orkubyrði, hækkun lífaldurs og tapi í fjárfestingum. Iðgjöld voru hækk- uð úr 8% í 10% svo í 12% árið 2006 og nú telja stjórnendur kerfisins æskilegt að iðgjöldin hækki í 15,5% og að aldur til töku lífeyris verði hækkaður í bland við skerðingar/ jöfnun réttinda. Sú staðreynd, að helmingur eigna sjóðanna er beinar skuldir almennings við kerfið að við- bættum gríðarlegum halla opinberu sjóðanna, ætti að duga til að ráða- menn þjóðarinnar staldri við og setji spurningarmerki við raunverulegan styrk kerfisins og hversu gjaldeyr- ishöftin eru í raun lítið brot af vand- anum. Erlendar eignir sjóðanna telja nú um 24% af heildareignum sem er svipað hlutfall og árin fyrir hrun en var 30% þegar mest lét þó svo að heimildir sjóðanna til erlendra fjár- festinga væru 50% af heildar- eignum. Þetta sýnir að vandamál lífeyrissjóð- anna vegna gjaldeyr- ishafta á sér lengri og áhugaverðari sögu en haldið er á lofti í dag. Þá vaknar sú spurn- ing hvort lífeyr- issjóðakerfið sé orðið of íþyngjandi fyrir hag- kerfið og valdi því að svigrúm er lítið til að bæta kjör vinnandi fólks og grunnþjónustu í núinu þar sem sjóð- irnir þurfa sífellt hærra hlutfall af vinnuframlagi til að standa við lof- orð sín og sífellt hærri ávöxtun til að aðlaga afkomu sína síbreytilegum reiknilíkönum tryggingastærðfræð- inga. Kerfið þarf að vera sveigjanlegra til að takast á við breytta aldurs- og örorkusamsetningu, bólumyndun, djúpar niðursveiflur í hagkerfinu eða hrun markaða þegar seljanleiki verðbréfa er enginn. Einnig þurfum við kerfið sem ekki er byggt á mark- aðsvæddum lífeyri sem aftur kemur í veg fyrir að sjóðirnir geti fjárfest í samfélagslegum verkefnum sem auka lífsgæði þeirra sem njóta eiga góðs af kerfinu í dag, á morgun eða í nánustu framtíð. Ef tekin væri upp blönduð leið gegnumstreymis og sjóðsöfnunar væri til kerfi sem vægi upp kerf- isgalla beggja leiða, en hvorug geng- ur upp ein og sér. Í því sambandi mætti skoða þann möguleika að sameina lífeyrissjóðakerfið Trygg- ingastofnun eða loka núverandi kerfi og stofna einn sjóð sem myndi leiða af sér milljarða hagræðingu í annars gríðarlega kostnaðarsömu lífeyrissjóðakerfi. Augljósir kostir þess og nauðsyn að aftengja at- vinnulífið og verkalýðshreyfinguna úr stjórnum sjóðanna mun gjör- breyta kjarabaráttu launafólks til hins betra og stórauka gegnsæi, gæði og aðhald í fjárfestingum. Í slíku kerfi þarf ekki að markaðs- væða lífeyrisréttindi eða þræla út einni kynslóð fyrir aðra heldur væri grunnlífeyrir tryggður eftir lög- bundnu framfærsluviðmiði og öll réttindi jöfnuð við það. Enginn halli væri á nýju kerfi heldur breytileg blanda sjóðsöfnunar og skatta. Þannig gæti nýtt kerfi trappað niður sjóðsöfnun tímabundið þegar mark- aðir geta ekki tekið við fjármagni öðru vísi en að bólgna út, eða þegar almenningur í landinu á vart til hnífs og skeiðar í miklum nið- ursveiflum. Nýtt kerfi gæti fjárfest eða lánað á sambærilegum kjörum og tíðkast í kringum okkur, óháð innistæðulitlum loforðum núverandi kerfis, sem mun án efa auka gæði fjárfestinga til mikilla muna og auka lífsgæði heildarinnar í stað þess að ala á vaxtaokri og láglaunaánauð í veikri von um að forstjórar og stjórnir sjóðanna sneiði hjá kerf- isbundnum markaðsáföllum fram- tíðarinnar. Einnig er mikilvægt að skilgreina lífeyri í víðara samhengi og þá sérstaklega þak yfir höfuðið sem er líklega okkar mikilvægasti lífeyrir. Hvort er mikilvægara fyrir hagkerfi framtíðarinnar að byggja upp sjóðfélaga í eigin húsnæði og minnka þannig framfærsluþörf eða byggja upp sjóði sem þurfa að sjá fyrir öllu? Í mínum huga er þetta ekki spurning um hvort heldur hvenær við þurfum að viðurkenna vandann. Það er stór biti að kyngja fyrir þá sem mært hafa kerfið í hástert, án þess að hlusta á réttmæta gagnrýni þeirra sem bent hafa á krumpur í gullslegnum klæðum keisarans. En sem betur fer eru fleiri og fleiri farnir að sjá augljósa galla núver- andi kerfis og fram hafa komið margar góðar og uppbyggilegar hugmyndir til að bæta kerfið svo það vinni að bættum lífskjörum allra kynslóða, alla ævi, allra sem að því koma. Blönduð leið er ekki gallalaus leið en það er klárlega meiri glóra í að takast á við fyrirsjáanlegan vanda í stað þess að hjakka í sama hyldjúpa hjólfarinu og stinga hausnum í sand- inn. Ósveigjanleiki kerfisins er mesti galli þess og mun verða því að falli. Sagan kennir okkur að öll kerfi sem greiða út loforð sín með inn- streymi fjármagns eru dæmd til að hrynja. Sagan sýnir okkur að fjár- málakerfið og markaðir munu taka á sig kerfisbundin hrun enda væri brjálæði að halda öðru fram með kerfi sem er endurreist á nákvæm- lega sömu brauðfótum og þegar það hrundi, án nokkurra kerfisbreyt- inga. Það ætti ekki að reynast erfitt að breyta lögum til að aðlaga kerfið augljósum hagsmunum sjóðfélaga en alls hafa verið gerðar 72 breyt- ingar á skyldutryggingum lífeyr- isréttinda frá 2008. Lagabreytingar um lífeyrissjóði rúlla iðulega í gegn- um þingið eins og hver annar gegn- umtrekkur þegar aðlaga þarf kerfið sjálfu sér eða breyttum aðstæðum á fjármálamörkuðum. Er ekki komin tími á að breyta kerfinu í almanna- þágu? Sveigjanlegt lífeyriskerfi Eftir Ragnar Þór Ingólfsson Ragnar Þór Ingólfsson » Á meðan iðgjöldin standa undir út- gjöldum er kerfið í raun gegnumstreymiskerfi. Höfundur er sölustjóri og stjórnarmaður í VR. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.