Morgunblaðið - 13.03.2014, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014
✝ Helgi Þorkels-son var fædd-
ur á Markarskarði
í Hvolhr., Rang.,
17. september
1920. Hann and-
aðist á Landspít-
alanum í Fossvogi
4. mars síðastlið-
inn. Foreldrar
hans voru Þorkell
Guðmundsson, f.
17. maí 1876 á
Gafli í Flóa, d. 17. jan. 1952 í
Vestmanneyjum, og Guðrún
Eyvindsdóttir, f. 21. maí 1882 í
Litla Kollabæ í Fljótshlíð, d.
24. júní 1921 af barnsförum á
Markarskarði, Rang. Þau
gengu í hjónaband árið 1909.
Helgi var yngstur af 9 systk-
inum. Systkini hans eru Kjart-
an, f. 12.11. 1911, d. 8.1. 1912,
Anna Guðrún, f. 14.11. 1912,
d. 25.1. 1996, Þuríður Sesselja,
f. 10.1. 1914, d. 4.8. 2009,
Magnús Karl, f. 31.1. 2015, d.
26.10. 1993, Ingimundur, f.
23.1. 1916, d. 5.5. 2006, Guð-
ríður, f. 2.4. 1917, d. 15.11.
1998, Ólafur, f. 7.8. 1918, d.
13.7. 2013, Elín, f. 25.9. 1919,
búsett í Noregi. Helgi stundaði
mamma, f. 4.6. 1956. Börn:
Hulda Ösp, f. 4.2. 1976, Auður
Brynja, f. 15.2. 1981, Helgi
Þorkell, f. 29.10. 1985. 2) Har-
aldur málmiðnaðarmaður, f.
23.10. 1957, maki Valgerður
Hannesdóttir leikskólakennari,
f. 18.8. 1956. Börn: Halldóra,
f. 4.4. 1986, Hulda, f. 10.3.
1993, Theódór Sölvi, f. 17.10.
1989. 3) Ólafur Þorkell mat-
reiðslumaður, f. 30.12. 1959,
maki Svandís Torfadóttir hár-
greiðslumeistari. Börn: Albert
Torfi, f. 3.1. 1979, Haraldur, f.
20.11. 1987, Arnar Ingi, f. 6.8.
1990. 4) Guðrún sjúkraliði, f.
12.4. 1961, maki Geir Gígja
kerfisfræðingur. Börn: Matt-
hildur, f.16.11. 1981, Sara
Gígja, f. 22.3. 1999 5) Andri
Már, málmiðnaðarmaður, f.
29.12. 1967, maki Margrét
Huld Guðmundsdóttir heil-
brigðisritari, f. 3.6. 1973.
Börn: Sylvía Rán f,. 27.1. 1988,
Elvar Már, f. 1.4. 1993, Emil
Þór, f. 8.12. 1995, og Helga
Björt, f. 14.1. 1998. Barna-
barnabörnin eru orðin 14 sam-
tals. Helgi og Hulda kona hans
reistu sér hús á Garðaflöt 13
og fluttu inn í kringum 1964
og þá fyrst í bílskúrinn á með-
an íbúðin var að klárast og bjó
Helgi þar til dauðadags.
Útför Helga Þorkelssonar
fer fram frá Garðakirkju í
dag, 13. mars 2014 og hefst
athöfnin klukkan 15.00.
nám í rennismíði á
vélaverkstæði
Magna hf. í Vest-
manneyjum árin
1944-48. Árið 1951
lauk Helgi vél-
skólaprófi. Að
loknu því námi var
hann á togara frá
Vestmanneyjum
um tíma, hóf síðan
störf sem vélstjóri
hjá Jöklum hf.
1953-60. Helgi var vélstjóri á
Drangajökli þegar hann sökk í
Pentlandsfirði 29.6. 1960 og
hætti Helgi á sjó eftir þá
reynslu og hóf störf í landi hjá
vélaverkst. B.U.R og vann þar,
lengst sem yfirverkstjóri en af
og til sem eftirlitsmaður með
skipum fyrirtækisins. Eftir
það vann hann hjá Lands-
virkjun við Búrfells- og Íra-
fossvirkjanir til starfsloka.
Helgi kvæntist 23. júlí 1955
Huldu Haraldsdóttur, f. 28.
janúar 1927 í Reykjavík, d. 1.
desember 1993. Foreldar
hennar voru Haraldur Ólafs-
son, skipstjóri og Ásta Smith
húsmóðir. Börn Helga og
Huldu eru: 1) Ásta dag-
Elsku pabbi minn. Það er
sárt að hugsa til þess að þú sért
horfinn frá okkur. Við huggum
okkur við þær minningar sem
þú gafst okkur og skilur eftir í
hugum okkar og hjörtum. Þær
verða varðveittar um alla eilífð.
Þessar minningar eru óteljandi
og það er erfitt að setjast niður
og setja þær á blað. Þegar ég
var lítil stelpa var svo gaman að
hjálpa þér í garðinum heima og
hugsa um og mála húsið. Ég
minnist þess með brosi á vör
þegar ég var að leika mér og
hreiðra um mig í fallega kof-
anum í bakgarðinum sem þú
smíðaðir handa okkur krökkun-
um. Ófáar voru líka ferðirnar í
kartöflugarðinn okkar þegar við
fórum að setja niður og svo aft-
ur til að taka upp. Þetta voru
skemmtilegar og lærdómsríkar
stundir. Það er nokkuð sem ég
gleymi aldrei og það var þegar
þú gekkst inn í vinnslusalinn í
gömlu Bæjarútgerðinni í
Reykjavík þegar ég vann í fisk-
inum og konurnar litu upp. Ein
þeirra hafði á orði „mikið er
þetta fallegur maður“. Ég svar-
aði stolt um hæl og sagði „þetta
er pabbi minn“. Pabbi, þú varst
svo góður og fallegur maður,
myndarlegur með meiru og það
fyllir mig stolti að hafa átt þig
sem pabba. Ferðin okkar til
Noregs er mér ofarlega í huga
þegar við fjölskyldan frá Íslandi
fjölmenntum á ættarmót sem
var haldið sumarið 1996. Við
áttum yndislegar stundir þar
með Ellu systur þinni og af-
komendum hennar. Ég er þakk-
lát fyrir okkar góðu samveru-
stundir í Hamborg og nú í
seinni tíð stendur alltaf upp úr
þegar við fórum í Fljótshlíðina
þína og fengum okkur kaffi á
Langbrók. Ég á eftir að sakna
þín sárt, elsku pabbi minn, og
þess að líta til þín á Garðaflöt-
inni. Ég mun elska þig um alla
eilífð og varðveita dýrmæta
minningu um þig í hjartanu. Við
biðjum Guð og góða að taka þér
opnum örmum og umvefja þig
kærleika og friði. Takk fyrir
allt.
Þótt minn elskulegi faðir
og kæri vinur
hafi nú kallaður verið heim
til himinsins sælu sala
og sé því frá mér farinn
eftir óvenju farsæla
og gefandi samferð,
þá bið ég þess og vona
að brosið hans blíða og bjarta
áfram fái ísa að bræða
og lifa ljóst í mínu hjarta,
ylja mér og verma,
vera mér leiðarljós
á minni slóð
í gegnum
minninganna glóð.
Og ég treysti því
að bænirnar hans bljúgu
mig blíðlega áfram munu bera
áleiðis birtunnar til,
svo um síðir við ljúflega
hittast munum heima á himnum
og samlagast í hinum eilífa
ljóssins yl.
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Þín dóttir,
Guðrún og fjölskylda.
Elsku yndislegi afi minn. Þá
er flugmiðinn sem þú talaðir um
kominn í þínar hendur og þú
hefur tekið flugið á friðsælan
stað. Það er erfitt að kveðja þig
og ég geri það með miklum
trega. Ég þakka fyrir að eiga
margar góðar og ljúfar minn-
ingar um þig til að ylja mér við.
Ég hef hugsað mikið undanfarið
um stundir sem við höfum átt
saman og sögur sem við höfum
skipst á.
Það eru ófá skiptin sem við
höfum sest saman yfir kaffibolla
og þú talað um æskuna þína í
Fljótshlíðinni, ferðasögur um
hafið og stjórnmál, þá aðallega
um íhaldið. Oft lá þér svo á að
segja mér sögurnar og hlóst svo
mikið á meðan að ég náði
kannski helmingnum en hafði
rosalega gaman af. Svo hlógum
við bara saman. Þú hefur lifað
tímana tvenna og bjóst yfir
hafsjó af fróðleik og ótrúlegum
sögum. Þetta voru margar af
mínum uppáhaldsstundum með
þér.
Þegar ég hugsa um Garða-
flötina sé ég þig fyrir mér þar
sem þú situr á tröppunum í sól-
inni, eða vappandi um garðinn
að dytta að. Ég finn angan af
bóndarósunum þínum og í garð-
inum eru smáfuglar að kroppa í
brauð sem þú hefur skilið eftir
handa þeim á flötinni. Þegar ég
var lítil var ég mikið hjá þér og
ömmu og ég er svo þakklát fyrir
tímann sem ég fékk að eiga
þarna sem barn, valsaði um í
hrauninu, veiddi síli í læknum
og ófáar voru ferðirnar í sund-
laugina sem þér þótti svo nota-
leg. Kofinn í bakgarðinum var
kærkominn fyrir okkur krakk-
ana og þar áttum við öll
skemmtilegar stundir. Það var
heldur ekki leiðinlegt sitja í
bláa Volvoinum þínum og renna
í Hafnarfjörðinn eftir nammiís
á Skalla. Ég sé fyrir mér þegar
við vorum að tína saman „bakk-
ullur“ í kartöflureitnum í bak-
garðinum, rabarbarann og sól-
berin sem hafa fylgt
Garðaflötinni alla tíð. Við fórum
oft í Heiðmörkina og af og til
renndum við í Fljótshlíðina sem
var yndislegt á góðum sumar-
degi.
Nú er tómlegt að ímynda sér
hvernig „Garðó“ verður í fram-
haldinu þegar þú ert farinn.
Mér líður dálítið eins og teng-
ingin við æskuslóðirnar sé farin
og einhvern veginn átti maður
alltaf hjá þér skjól. Ég á eftir
að sakna þess að renna við og
sjá brosið þitt, þiggja kaffibolla
og ostaköku, en þér var mikið í
mun að bjóða gestum alltaf eitt-
hvað þegar þeir komu. Áramót-
in verða sérstaklega tómleg því
þau bestu voru heima hjá þér,
að horfa á Skaupið, borða ís-
tertur og sjá nágrannana fara
hamförum í flugeldunum.
Ég er þakklát fyrir heim-
sóknina þína til okkar í Grinda-
vík fyrir ekki svo löngu að kíkja
á húsið. Þakklát fyrir að þú
fékkst að kynnast börnunum
okkar Jóhanns, allt fram á síð-
ustu stundu spurðir þú um þau
öll.
Ég veit að elsku amma
Hulda, pabbi og fleiri góðir taka
vel á móti þér og hugsa vel um
þig þarna hinum megin. Ég var
búin að biðja um það í hljóði að
þau myndu passa vel upp á þig.
Takk fyrir allt, elsku afi
minn, ég gleymi þér aldrei og
þú munt ávallt eiga sérstakan
stað í hjarta mínu og fjölskyld-
unnar. Þú varst mikill heiðurs-
maður, góðhjartaður og sá allra
seigasti. Mér þykir óendanlega
vænt um þig og ég er stolt af
því að vera afkomandi þinn. Það
voru sannkölluð forréttindi að
eiga þig sem afa.
Þín Matthildur, Jóhann,
Hekla, Snædís og Friðrik.
Kallið er komið
komin er nú stundin
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast
margt er hér að þakka
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast
margs er að sakna
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Í dag kveðjum við hinstu
kveðju Helga Þorkelsson sem
lést hinn 4. mars síðastliðinn.
Elsku tengdapabbi og Helgi
afi, margar minningar koma
upp í hugann þegar höfðingi
eins og þú fellur frá. Við mæðg-
ur vorum svo heppnar að fá að
kynnast þér fyrir fáum árum og
þegar ég kom fyrst með Íseyju
Rún heim til þín á Garðaflötina
kynntirðu þig sem Helga afa og
alla tíð síðan hefur hún kallað
þig Helga afa, alltaf var vel
tekið á móti okkur og ef hún
var ekki með mér var alltaf
spurt hvar litla manneskjan
væri.
Við vorum dálítið með annan
fótinn á Garðaflötinni, og oft á
tíðum þegar ég sótti stelpuna á
leikskólann og við ætluðum
heim þá vildi hún bara fara
heim til Helga afa í Garðabæ.
Margt rifjast upp eins og ferð-
irnar í Fljótshlíðina, ferðin okk-
ar á Þingvelli þegar ég var í
skærappelsínugulu peysunni
sem Andri þinn gaf mér og
sagðir þú að hann myndi ekki
týna mér í þessari enda sást í
mig langar leiðir, ferðirnar í
kirkjugarðinn að vitja um leiðið
hjá Huldu þinni en nú ert þú
farinn á stefnumót við hana, síð-
ustu tvenn jólin með þér, nú síð-
ast á Garðaflötinni, og gamlárs-
kvöld þegar þú skelltir
sjálflýsandi spöng á hausinn. Já
þú varst dásamlegur, elsku
tengdapabbi, og hafðir nú
stundum orð á að ég væri ansi
litrík í klæðnaði. Svo skutumst
við stundum saman á skjóna
mínum í búðina eða annað sem
við þurftum að fara, já þú kall-
aðir bílinn minn skjóna og svo
var alltaf haft orð á að fara var-
lega í umferðinni þegar ég var
að skjótast á skjóna mínum.
Allar ferðirnar sem maður
stoppaði, mislengi, á Garðaflöt-
inni, stundum bara til að rétt
líta inn og sagðir þú við mig
stundum að það þyrfti nú ekk-
ert að passa þig, stundum til að
stoppa lengur við, t.d. þegar ég
sat hér við borðið og lærði og
þú fylgdist með og sagðir mér
að passa að lesa ekki yfir mig,
stundum til að malla okkur
saman lax eða annan fisk en það
fannst þér best að fá og oftar en
ekki var nú líka gist á Garða-
flötinni.
Einnig minnist ég sagnanna
þinna úr sveitinni síðan þú
varst lítill, af sjómennskunni,
þá sérstaklega þegar Drangjök-
ull sökk og mannbjörg varð,
ferðirnar þínar utan vegna sjó-
mennskunnar og svo þegar þú
varst í Bæjarútgerðinni. Líka
þegar þú talaðir um að kaupa
bíl fyrir sumarið og við mynd-
um fara í bíltúr. Já þú varst
ótrúlega duglegur kall sem áttir
merkilega sögu að baki og vildir
bara gera hlutina sjálfur, enda
vanur að bjarga þér sjálfur síð-
an úr sveitinni.
Elsku Andri Már, Ólafur,
Haraldur, Guðrún og Ásta, við
Ísey Rún viljum votta ykkur og
fjölskyldu ykkar samúð okkar
en minningin um þennan mikla
heiðursmann mun lifa meðal
okkar.
Elsku tengdapabbi og afi,
vertu kær kvaddur og guði fal-
inn.
Margrét Huld
Guðmundsdóttir.
Þar til næst
Nú hjartað slær ei lengur lífsins takt
og líkamanum horfið andans fjör.
Ég veit nú stendur sálin aðra vakt
og tekur næsta skref á lífsins för.
Ég veit þín sál er ljós af lífsins loga,
lýsir skært sem drottins kærleiks-
kraftur.
Ég bið því fyrir kveðju, koss og lofa
að minnast þín þar til við hittumst
aftur.
(ABE)
Auður Brynja
Eyjólfsdóttir.
Helgi
Þorkelsson
✝ GuðfinnaHulda Jóns-
dóttir fæddist í
Bjarnaborg í
Reykjavík 7. októ-
ber 1934. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð 2.
mars 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Jóns-
son, f. 22. apríl
1890, d. 11. ágúst
1980, og Sigurlaug Þorbjörg
Guðbrandsdóttir, f. 27. mars
1901, d. 7. ágúst 1974. Guð-
finna var yngst níu systkina og
eru þau öll látin. Samfeðra
voru Þorvarður, f. 1912, d.
1978, Bjarni, f. 1915, d. 1952,
Valgerður Lilja Hagalín, f.
1917, d. 1996, og Sigurður, f.
1921, d. 2003. Sammæðra voru
Steingrímur Þórður, f. 1922, d.
1996, Guðbrandur Halldór, f.
1923, d. 1989, Hörður Smári, f.
1925, d. 1990, og Oddrún
Hulda, f. 1928, d. 1929.
Eftirlifandi eiginmaður Guð-
finnu er Jóhannes Kristinsson,
f. 18. mars 1927 í Kirkjubæ í
Hróarstungu. Þau gengu í
hjónaband 28. desember 1965.
Foreldrar hans voru Kristinn
Þórel Gíslason, f. 7. september
1891, og Helga Jóhanna Jó-
hannesdóttir, f. 10.
ágúst 1886, d. 28.
maí 1975. Synir
Guðfinnu og Jó-
hannesar eru
Kristinn, f. 16.
september 1964,
og Steingrímur
Halldór, f. 24. jan-
úar 1967. Börn
Kristins með Val-
gerði Hjördísi
Rúnarsdóttur, en
þau slitu samvistir, eru a) Sól-
dís Dröfn, f. 1990, b) Kristinn
Andri, f. 1997, og c) Jóhannes
Smári, f. 2001. Sóldís Dröfn á
Fanneyju Rán, f. 2009. Krist-
inn er í sambúð með Brynju
Pálu Helgadóttur sem á tvö
börn.
Guðfinna ólst upp í Reykja-
vík, hún lauk grunnskólaprófi
og vann ýmis verkakvenna-
störf ásamt því að sinna hús-
móðurstörfum. Þau Jóhannes
hófu búskap í Reykjavík en
fluttust um tíma á Sauðárkrók.
Í 40 ár hafa Guðfinna og Jó-
hannes verið búsett í Hraunbæ
í Reykjavík en sl. tvö ár dvald-
ist Guðfinna á hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi þar
sem hún lést.
Guðfinna var jarðsungin frá
Árbæjarkirkju 10. mars 2014.
Guðfinnu kynntist ég fyrir
um þremur árum, eftir að ég og
Kristinn sonur hennar fórum
að vera saman. Heilsu hennar
var þá farið að hraka en hún
bjó þá enn heima í Hraunbæn-
um með Jóa sínum. Fljótlega
fluttist hún á hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð þar sem hún dvaldist
síðustu tvö ár ævi sinnar. Guð-
finna tók mér afar vel allt frá
fyrsta degi og verð ég henni
ævinlega þakklát fyrir þær
góðu móttökur sem hún veitti
mér í fjölskylduna sína. Okkur
varð vel til vina og áttum góðar
stundir saman þar sem um-
ræðuefnið var oftar en ekki
fólkið hennar sem hún var afar
stolt af og ánægð með. Fas
hennar einkenndist af einstakri
ljúfmennsku, mikilli hógværð
og lítillæti og alltaf var stutt í
hláturinn og kátínuna.
Með hlýhug, virðingu og
þakklæti fyrir vináttuna kveð
ég Guðfinnu. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Aðstandendum öllum votta
ég mína innilegustu samúð.
Brynja Pála Helgadóttir.
Nú er hún Finna mín gengin
inn í Sumarlandið og á þar
væntanlega góða heimkomu.
Hún var sérlega grandvör og
vönduð kona til orðs og æðis.
Svo hjartahlý, hógvær, orðvör,
ljúf og blíð í öllu andsvari,
bros- og hláturmild, einlæg,
vildi öllum vel og hafði afar
góða nærveru. Þetta eru sönn
orð – falleg íslensk orð um fal-
lega sál. Og nú heyri ég hana
segja: „Þetta er nú fullmikið
sagt.“
Það sem einkenndi Finnu al-
veg sérstaklega var hversu
barngóð hún var. Hún átti svo
auðvelt með að ná til barna
með áhuga sínum og ljúfri
framkomu við þau. Þess naut
dóttir mín í ríkum mæli á sín-
um tíma þegar Finna gætti
hennar hluta dags fyrsta árið í
grunnskóla. Verður það seint
fullþakkað.
Við Finna kynntumst fyrst
snemma á 8. áratugnum þegar
við fluttum, ásamt fjölskyldum,
í nýbyggt fjölbýlishús í Hraun-
bænum. Okkur varð fljótt vel
til vina og áttum ótal margar
skemmtilegar stundir saman
gegnum árin yfir kaffibolla við
eldhúsborðið hennar. Bar þá
margt á góma. Einkum þótti
mér áhugavert að heyra frá-
sagnir hennar af æsku og upp-
vexti í Reykjavík á tímum
kreppu og eftirstríðsára.
Ekki er hægt að tala um
Finnu öðruvísi en að minnast á
Jóa, manninn hennar, þann
ljúfa mann. Þau voru einstak-
lega samhent hjón og báru
greinilega mikla virðingu hvort
fyrir öðru. Á heimili þeirra
andaði allt af ró og friði. Synir
þeirra tveir, Kristinn og Stein-
grímur, áttu svo sannarlega
gott atlæti í sínum uppvexti.
Enda bera þeir þess vitni.
Seinna nutu barnabörnin sömu
elskusemi ömmu og afa og svo
barnabarnabarnið.
Finna átti við mikinn heilsu-
brest að stríða seinustu árin og
dvaldi tvö þau síðustu á hjúkr-
unarheimili. Þangað fór Jó-
hannes daglega í fylgd sonar
þeirra að vitja hennar. Voru
þessar daglegu heimsóknir
þeirra feðga Finnu afar kærar
og léttu henni stríðið.
Að leiðarlokum þakka ég
Finnu innilega vináttuna, ein-
lægnina og hlýjuna í minn garð
og míns fólks síðustu 40 árin.
Bið henni allrar blessunar Guðs
á nýjum vegum. Ég sendi Jó-
hannesi, Steingrími, Kristni og
fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Bára B. Kjartansdóttir.
Guðfinna Hulda
Jónsdóttir
Davíð
útfararstjóri
Jóhanna Erla
guðfræðingur
útfararþjónusta
Óli Pétur
útfararstjóri 551 3485 • udo.is