Morgunblaðið - 13.03.2014, Síða 38
38 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014
Tryggvi Páll Friðriksson, uppboðshaldari hjá Gallerí Fold, hef-ur í nógu að snúast og ætlar ekki að halda sérstaklega upp á69 ára afmælisdaginn, sem er í dag. „Ég hef aldrei verið neitt
sérstaklega fyrir það að halda upp á afmælið mitt en á von á að eiga
stund með fjölskyldunni, eins og ég geri reglulega,“ segir hann.
Uppboð og vinna í tengslum við þau taka drjúgan tíma. „Meðan ég
get unnið og hef gaman af því er það fínt,“ segir Tryggvi Páll og
minnir á að næsta stóra uppboð verði í galleríinu við Rauðarárstíg
31. mars. Hann er með hefðbundin uppboð á mánudögum klukkan
18.00 sex til átta sinnum á ári og síðan eru vefuppboð stöðugt í
gangi. Þannig lauk einu í fyrrakvöld, annað er í gangi núna og síðan
hefst nýtt á laugardag. „Ég er alltaf eins og mús í hlaupahjóli,“ seg-
ir hann.
Sala á málverkum hrundi í kjölfar bankahrunsins. „Mér finnst sal-
an fara æði hægt af stað aftur,“ segir Tryggvi Páll. „Það hrundi allt
sem hrunið gat. Uppboðin hafa gengið bærilega vel en það vantar
rosalega mikið upp á að sala á nýrri myndlist sé svipuð og hún var
fyrir hrun.“ Hann bætir við að verk gömlu meistaranna séu alltaf
vinsæl og abstraktverk séu vinsælli en landslagsverk. „Menn kaupa
verk gömlu meistaranna til þess að fjárfesta í þeim vegna þess að
verðið hefur haldist gott.“ steinthor@mbl.is
Tryggvi Páll Friðriksson 69 ára
Afmælisbarnið Tryggvi Páll Friðriksson hjá Galleríi Fold.
Alltaf eins og mús
á hlaupahjóli
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Keflavík Ásta María fæddist 23. mars
kl. 20.17. Hún vó 3688 g og var 50,5
cm löng. Foreldrar hennar eru Elísa D.
Andersen og Sigurður M. Sigurðsson.
Nýir borgarar
Hveragerði Þórunn Cathinca fæddist
4. janúar kl. 2.43. Hún vó 3.825 g og
var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru
Alda Sif Marteinsdóttir og Kristján
Hannesson.
K
arl fæddist á Atl-
astöðum í Fljótavík á
Hornströndum 13.3.
1939 og ólst þar upp til
sex ára aldurs. Þá
flutti fjölskyldan í Hnífsdal: „Ég er
líklega næstsíðasta barnið sem
fæddist í Fljótavík. Þegar við flutt-
um voru flestir farnir þaðan, ein-
ungis eftir tvær eða þrjár fjöl-
skyldur. Þá var ekki lengur hægt að
setja út né taka upp bát. Það var því
sjálfhætt því búskapurinn þarna
byggðist að mestu á sjófangi. Þetta
voru útvegsbændur.“
Karl var í barnaskóla í Hnífsdal
og stundaði síðan nám í tónfræði og
nám á bassa við Tónlistarskólann í
Reykjavík 1958. Síðar stundaði hann
nám í tónfræði við Tónlistarskólann
á Ísafirði um skeið.
Karl byrjaði ungur að leika fyrir
dansi: „Ég byrjaði að leika á tromm-
Karl Geirmundsson, tónlistarmaður á Ísafirði – 75 ára
Í Frognerseteren við Osló Karl og eiginkona hans, Rannveig Hjaltadóttir kennari, en hún lést á síðasta hausti.
Hélt uppi fjörinu á
Vestfjörðum um árabil
Í sveiflu Karl með gítarinn með Baldri, bróður sínum, ævifélaga í tónlistinni.
95 ára er í dag, 13. mars, Rósa Gísla-
dóttir frá Krossgerði. Hún fæddist á
Ytri-kleif í Breiðdal. Foreldrar hennar
voru Jóhanna Þórdís Jónsdóttir og
Gísli Stefánsson. Rósa átti fimm
systkini sem öll eru látin. Eiginmaður
Rósu var Björgvin Gíslason, bóndi og
oddviti, fæddur í Krossgerði á Beru-
fjarðarströnd 19.1. 1910. Hann lést ár-
ið 1971. Þau bjuggu í Krossgerði. Þau
eignuðust fjögur börn.
Árnað heilla
95 ára
DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ
A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is
Tæki til
vetrarþjónustu
Stofnað 1957