Morgunblaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 39
ur með Baldri bróður og Karli heitn-
um Einarssyni. Hljómsveitin hét
KBK en þeir léku báðir á harm-
ónikku. Síðan bættist í hópinn. Ég
fór að leika á gítar og síðan verður
þetta hljómsveitin BG og Ingibjörg.
Við lékum fyrir dansi í áratugi, víða
um land en þó einkum á Vest-
fjörðum.“
– Þið gáfuð út plötur, ekki satt?
„Jú við sendum frá okkur fjórar
litlar plötur sem SG Hljómplötur
gáfu út og eina stóra plötu, Sól-
skinsdag, sem var tekin upp í Hafn-
arfirði og Steinar Berg gaf út á sín-
um tíma. Þessu var bara ágætlega
tekið. Sum þessara laga urðu býsna
vinsæl og gengu í útvarpinu mán-
uðum og árum saman. Maður heyrir
jafnvel enn sum þeirra spiluð, s.s.
lögin Góða ferð og Þín innsta þrá.“
– Nú er þessi ballmenning horfin.
„Já. Dansleikir og sveitaböll á
landsbyggðinni lögðust af með
bjórnum og öldurhúsamenningu.
Það er auðvitað frítt inn á barina,
ólíkt böllunum. Ég held nú samt að
ýmsir í eldri kantinum sakni þess að
hafa ekki lengur pelann undir borð-
inu. Þannig var þetta í gamla daga.“
Karl starfaði með hléum hjá föður
sínum við húsbyggingar í Hnífsdal, á
Ísafirði og víðar á Vestfjörðum.
Hann vann einnig á verkstæði föður
síns, Trésmiðjunni hf. – Hnífsdal, og
starfaði síðan sjálfur við smíðar.
Karl og félagar hans í hljómsveit-
inni festu kaup á hluta af Sjálfstæð-
ishúsinu á Ísafirði 1985, breyttu
staðnum umtalsvert og starfræktu
hann í 11 ár: „Þessi rekstur gekk vel
fyrstu árin en síðan minkaði aðsókn-
in og við ákváðum að selja staðinn.“
Karl söng með Karlakór Ísafjarð-
ar og tók þátt í páskaprógrammi
Sunnukórsins.
Fjölskylda
Eiginkona Karls var Rannveig
Hjaltadóttir, f. 23.9. 1942, d. 21.10.
2013, handavinnu- og húsmæðra-
kennari við Grunnskólann á Ísafirði.
Hún var dóttir Hjalta Þorsteins-
sonar, netagerðarmanns á Dalvík,
og k.h., Kristínar Jóhannsdóttur
húsfreyju.
Synir Karls og Rannveigar eru
Hjalti Karlsson, f. 23.7. 1965, for-
stöðumaður hjá HAFRÓ á Ísafirði
en kona hans er Sigríður Lára
Gunnlaugsdóttur, sjúkraþjálfari við
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísa-
firði og eiga þau þrjá syni; Rúnar Óli
Karlsson, f. 3.4. 1972, landfræðingur
hjá Veðurstofu Íslands, búsettur á
Ísafirði en kona hans er Nanný Arna
Guðmundsdóttir kennari, sem auk
þess rekur kaffihús á Ísafirði á
sumrin og eiga þau þrjú börn; Smári
Karlsson, f. 2.4. 1976, blaðamaður á
Bæjarins besta en kona hans er Sig-
ríður Gísladóttir, dýralæknir, sem
starfar hjá Matís.
Systkini Karls: Halldór Geir-
mundsson, f. 29.1. 1930, d. 16.1. 2014,
bifreiðastjóri; Gunnar Geirmunds-
son, f. 15.4. 1931, húsgagnasmiður,
búsettur í Kópavogi; Geir Sigurlíni
Geirmundsson, f. 25.5. 1932, fyrrv.
sjómaður og beitningamaður, bú-
settur í Sandgerði; Helgi Ólafur
Hörður Geirmundsson, f. 17.11.
1934, d. 14.6. 2005, sjómaður og út-
gerðarmaður á Ísafirði; Ásthildur
Hjálmfríður Geirmundsdóttir, f.
19.6. 1936, húsfreyja í Kópavogi;
Baldur Björn Geirmundsson, f.
15.10. 1937, tónlistarmaður og fyrrv.
skrifstofumaður á Mjólkurstöðinni á
Ísafirði.
Foreldrar Karls voru Geirmundur
Júlíusson, f. 4.3. 1908, d. 17.10. 1996,
húsasmiður í Hnífsdal, og Guð-
munda Regína Sigurðardóttir, f. 5.5.
1904, d. 23.6. 1994, húsfreyja.
Úr frændgarði Karls Geirmundssonar
Karl
Geirmundsson
Sigríður Sigurðardóttir
húsfr. á Látrum
Sigurður Gíslason
hreppstj. á Látrum
Ólína Halldóra Sigurðardóttir
húsfr. á Látrum og í Hnífsdal
Sigurður Þorkelsson
útvegsb. á Látrum og
síðar í Hnífsdal
Guðmundína Regína Sigurðardóttir
húsfr. á Atlastöðum og í Hnífsdal
María Gísladóttir
húsfr. í Neðri-Miðvík
Þorkell Ísleifsson
b. í Neðri-Miðvík
Elísa Ólafsdóttir
húsfr. frá Ósi
Jón Guðmundsson
húsm. á Steinstúni í Víkursveit
Guðrún Jónsdóttir
húsfr. á Atlastöðum
Júlíus Geirmundsson
útvegsb. á Atlastöðum
Geirmundur Júlíusson
útvegsb. á Atlastöðum í Fljótavík
og smiður í Hnífsdal
Sigurlína Friðriksdóttir
húsfr. á Atlastöðum
Geirmundur Guðmundsson
útvegsb. á Atlastöðum
Gítarleikarinn Karl Geirmundsson.
ÍSLENDINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014
Arnaldur Hall varði nýlega dokt-
orsritgerð sína við Kaupmannahafn-
arháskóla. Titill ritgerðarinnar er:
„Polycation-mediated perturbation of
cellular bioenergetic processes and
redox homeostasis and its implication
in cancer“. Verkefnið var tvíþætt, ann-
ars vegar vann Arnaldur að rann-
sóknum á eituráhrifum jákvætt hlað-
inna nanóeinda sem notaðar eru sem
genaferjur við flutning á kjarnsýrum
inn í frumur og hins vegar rannsakaði
hann áhrif krabbameinsgena á efna-
skiptahvörf krabbameinsfrumna og þá
möguleika að hanna nanóeindir sem
eru sérhæfðar í að drepa krabba-
meinsfrumur.
Mikilvægi þess að auka skilning á
ástæðum eituráhrifa nanóeinda felst í
þeim möguleikum að umbreyta nanó-
eindum á þann hátt að þær verði skað-
lausar frumum á meðan genafærsla á
sér stað. Niðurstöður Arnaldar sýna
fram á hvernig stærð og uppbygging
(architecture) nanóeindanna hefur
mismunandi áhrif á orkuefnaskipta-
hvörf frumna og þá efnaferla sem gera
frumum kleift að framleiða nægjan-
legan efnivið til framleiðslu á hinum
ýmsu stórsameindum sem eru nauð-
synlegar til
eðlilegs frumu-
vaxtar og fjölg-
unar.
Arnaldur
rannsakaði
einnig samspil
stökkbreytinga
í krabbameins-
frumum sem
virkja sérstök
krabbameins-
gen, svokölluð
„onkogen“, og afleiðingar þeirra á
orkuframleiðslu krabbameinsfrumna.
Niðurstöður þeirrar rannsóknar út-
skýra meðal annars hvernig krabba-
meinsfrumur eru háðar virkni „onko-
gena“ til að sjá þeim fyrir nægjanlegri
orku til vaxtar og viðhalds vegna und-
irliggjandi óskilvirkni í orkuframleiðslu
í hvatberum krabbameinsfrumna.
Aukin sameindalíffræðileg þekking á
þeim breytileika sem fyrirfinnst í orku-
framleiðslu á milli krabbameins-
frumna og venjulegra frumna gæti
aukið möguleika fyrir framþróun nýrra
meðferðarúrræða sem ráðast sérhæft
á orkuefnaskiptahvörf krabbameins-
frumna.
Arnaldur lauk BSc-gráðu í sameindalíffræði frá HÍ 2007 og MSc-gráðu í Human
Biology við Kaupmannahafnarháskóla, Kræftens Bekæmpelse, 2010. Foreldrar
hans eru Þorbjörg Þórðardóttir, myndlistarmaður og kennari, og Þórður Hall,
myndlistarmaður og kennari. Hann hefur verið ráðinn til starfa við krabbameins-
rannsóknir við Kræftens Bekæmpelse. Hann er í sambúð með Kathrine Damm.
Doktor
Doktor í líffræði krabba-
meina og eiturefnafræðum
95 ára
Rósa Gísladóttir
90 ára
Guðmundur Hjaltason
Jóna Jónsdóttir
Þóra Steingrímsdóttir
85 ára
Björg Jónsdóttir
80 ára
Bryndís Nikulásdóttir
Einar G. Arnþórsson
75 ára
Björn B. Ingvarsson
Inga Kristjana
Halldórsdóttir
70 ára
Guðmundur Einarsson
Helgi H. Steingrímsson
Margrét Snorradóttir
Steinunn Valdimarsdóttir
60 ára
Anna Hjálmdís Gísladóttir
Antoni Kempa
Björg Hólm Jakobsdóttir
Einar Sveinn Hálfdánarson
Friðrik A. Halldórsson
Guðmundur Eiríksson
Gunnlaugur Ragnarsson
Helgi Magnús Stefánsson
Jón Árni Sigurðsson
Ólafur Þór Jónsson
Sigurður Einarsson
Stefán Sigurðsson
Vilhjálmur A. Kristjánsson
50 ára
Anna María F.
Gunnarsdóttir
Arnar Guðni Guðmundsson
Garðar Bragason
Guðbjörg Erla
Guðbjörnsdóttir
Guðmundur Elías Einarsson
Gunnar Marel Einarsson
Harry Buchisa Mashinkila
Haukur Hafsteinsson
Hreinn Smári Sveinsson
Hulda Björnsdóttir
José Antonio Carbonell
Camps
Jón Trausti Bjarnason
Júlíus Þórðarson
Katrín Eymundsdóttir
Kristín Þóra Pálsdóttir
Pétur Guðmundsson
Svanhildur Óskarsdóttir
Svanur Þór Eðvaldsson
Þóra Jóna Dagbjartsdóttir
40 ára
Davíð Pálsson
Drífa Nikulásdóttir
Fe Galicia Isorena
Friðrik Magnússon
Kristín Björg Árnadóttir
Mariusz Zbigniew Orlowski
Oksana Shabatura
Silja Björg Róbertsdóttir
Svava Kristjánsdóttir
Vilhjálmur Þór
Sigurjónsson
Þorgerður Halldórsdóttir
Örlygur Þór Jónasson
30 ára
Arna Björg Jónasdóttir
Cesar Arnar Sanchez
Davíð Halldór Kristjánsson
Davíð Þór Björnsson
Davíð Örn Guðnason
Erna Dögg Sigurjónsdóttir
Guðrún Benediktsdóttir
Gunbold Gunnar Bold
Líf Steinunn Lárusdóttir
Óskar Örn Guðmundsson
Sæunn Auðunsdóttir
Wioleta Mierzejewska
Til hamingju með daginn
30 ára Pétur býr á Hellu,
er húsasmiður og starfar
hjá Samverki.
Maki: Hjördís Brynj-
arsdóttir, f. 1982, sjúkra-
þjálfari.
Synir: Gunnar Atli, f.
2010, og Bóas Óli, f.
2012.
Foreldrar: Gunnar Pét-
ursson, f. 1960, tækni-
fræðingur, og Margrét
Ólafsdóttir, f. 1957,
sjúkraþjálfari. Þau eru bú-
sett í Danmörku.
Pétur
Gunnarsson
30 ára Halla ólst upp á
Reykjum á Skeiðum, er
búsett í Ólafsvík, lauk
kennaraprófi frá KHÍ og er
nú grunnskólakennari í
Ólafsvík.
Maki: Bjarni Gunnar Jó-
hannsson, f. 1985, versl-
unarstjóri.
Dóttir: Ingibjörg, f. 2014.
Foreldrar: Rúnar Þór
Bjarnason, f. 1956, bóndi
á Reykjum, og Ingibjörg
Pálsdóttir, f. 1960, d.
1998, bóndi og húsfreyja.
Halla
Rúnarsdóttir
30 ára Heiðar ólst upp á
Hvolsvelli, er þar búsettur
og er jarðvinnuverktaki
þar.
Maki: Ólöf Guðbjörg Egg-
ertsdóttir, f. 1983, hjúkr-
unarforstjóri við dval-
arheimilið Kirkjuhvol.
Sonur: Eðvar Eggert, f.
2011.
Foreldrar: Þormar Andr-
ésson, f. 1954, verktaki á
Hvolsvelli, og Sigurlín
Óskarsdóttir, f. 1958,
svæðisstjóri hjá VÍS.
Heiðar
Þormarsson
www.nortek.is Sími 455 2000
Nortek sérhæfir sig í öryggislausnum sem þú
getur treyst hvort heldur er að degi eða nóttu,
miklir möguleikar bæði fyrir lítil og stór fyrirtæki.
Meira en 16 ára reynsla í sölu og þjónustu á
öryggiskerfum.
Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík
Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is
FYRIRTÆKJAÖRYGGI
• Aðgangsstýring
• Brunakerfi
• Myndavélakerfi
• Innbrotakerfi
• Slökkvikerfi / Slökkvitæki
• Öryggisgirðingar / Hlið / Bómur
• Áfengismælar / fíkniefnapróf