Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 8
Einar Skúlason hefur snúið sér að útivist. Bók eftir hann um gönguleiðir í ná- grenni Reykja- víkur er vænt- anleg á næstunni. Einar, sem leiddi lista Framsókn- arflokksins í síð- ustu borgar- stjórnar- kosningum en situr nú í stjórn Bjartrar fram- tíðar, greindi frá því á Facebook í vikunni að bókin væri farin í prentun. Í henni verður að finna leiðarlýsingar á átta miserfiðum göngu- leiðum nærri höfuðborginni. Fjöll framyfir pólitík 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014 Auðvitað eru allir hissa, brjálaðir kannski.Af hverju fá sumir ríkistryggða „leiðrétt-ingu“ á verðtryggðu láni sínu en ekki aðr- ir sem skulda sömu fjárhæð og urðu einnig fyrir barðinu á hinum svokallaða forsendubresti? Af því, kæru vinir, að þannig virkar millifærslukerf- ið. Fé er tekið frá einum og fært til annars. Þetta er alþekkt. Barnabætur, vaxtabætur, húsaleigu- bætur. Hreinræktuð millifærsla af sama meiði og fyrirhuguð leiðrétting. Það er huggun harmi gegn að sett var þak á „leiðréttinguna“. Millifærslan frá greiðandi heim- ilum til þiggjandi heimila á því aldrei að verða meiri en 4 milljónir króna á hvert þiggjandi heim- ili. Öll heimili verða greiðendur í „leiðréttingunni“ en rúmur helmingur þiggjandi. Bein útgjöld úr ríkissjóði, sameiginlegum sjóði okkar allra, vegna „leiðréttingarinnar“ verða 80 milljarðar króna. Þeir peningar verða sóttir með sköttum á annars vegar heimili og hins vegar fyr- irtæki sem þurfa þá að velta þeim kostnaði út í verðlag sitt. Á endanum eru því heimilin helstu greiðendur. Að meðaltali mun hvert heimili greiða 640 þúsund krónur í aukna skatta vegna „leiðrétt- ingarinnar“. Skattfrjáls niðurgreiðsla á íbúðalánum með sér- eignarsparnaði fólks er ekki talin með í þessu. Þar er ekki um að ræða bein útgjöld fyrir ríkissjóð heldur tekjutap. Eins og „leiðréttingin“ er kynnt til sögunnar mun það óhjákvæmilega eiga sér stað að eignalítið lágtekjufólk mun styðja auðugt hátekjufólk. Þetta stönduga hátekjufólk hefur jafnvel hagnast vel á húsnæðiskaupum sínum. Það keypti kannski íbúð árið 2000 sem hefur hækkað í verði langt umfram öll lán síðan. Dæmi má líka taka af foreldrum sem keyptu hús um aldamótin fyrir nánast ekkert nema lánsfé. Eignarhlutur þeirra í húsinu er nú um 50%. Dóttir þeirra mun greiða hærri skatta en ella á næstu árum til þess að tryggja foreldrum sínum enn meiri hagnað af kaupunum á húsinu. Fólk sem grætt hefur tugi milljóna á húsnæðis- kaupum fær því „leiðréttingu“ á „forsendubresti“. Hvernig sem á þetta mál er litið verður ekki hjá því komist að segja eitt. „Leiðréttingin“ er þjóð- nýting einkaskulda. Skuldir einstaklinga, einka- skuldir, verða færðar yfir á ríkissjóð. Það má gera mann brjálaðan af minna tilefni. Þessi mikla þjóðnýting er stefnubreyting frá því landsmenn höfnuðu því í tvígang í almennri at- kvæðagreiðslu að þjóðnýta einkaskuldir vegna Icesave. Þessi þjóðnýting er slæm út af fyrir sig en for- dæmið sem hún setur jafnvel verra. Eina glætan í málinu er sú að menn sem aldrei hafa séð ofsjón- um yfir barnabótum eða vaxtabótum virðast nú skilja hversu óréttlátt það er að taka fé af einum til að gefa öðrum. Leiðrétting er þjóðnýting * Skuldir einstaklinga,einkaskuldir, verðafærðar yfir á ríkissjóð. Það má gera mann brjálaðan af minna tilefni. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Skuldaleiðrétt- ingar urðu umfjöll- unarefni á Facebo- ok í vikunni. „Forsætisráðherra segir að það verði jafn auðvelt að sækja um skulda- leiðréttingu og að panta pítsu. Ég vona að netöryggið verði aðeins meira en hjá Dominos,“ sagði Bergsteinn Sigurðsson dag- skrárgerðarmaður á RÚV í stöðu- uppfærslu. Þingmaðurinn og Samfylking- arkonan Sigríður Ingibjörg Inga- dóttir setti þessa útreikninga á skuldaniðurfellingarfrumvarpi rík- isstjórnarinnar inn á Facebook síðu sína: „Sjá, ég boða yður heimsmet! 5.257 heimili fá 0 kr. í lækkun á höfuðstól 14.253 heimili fá 0-0,5 milljóna lækkun á höfuðstól 20.014 heimili fá 0,5-1 milljón í lækkun á höfuðstól 16.342 heimili fá 1-1,5 milljóna lækkun á höfuðstól 9.365 heimili fá 1,5-2 milljóna lækkun á höfuðstól 3.891 heimili fá 2-2,5 milljónir í lækkun á höfuðstól 1.933 heimili fá 2,5- 3 milljónir í lækkun á höfuðstól 1.615 heimili fá 3-3,5 milljónir í lækkun á höfuðstól 1.014 heimili fá 3,5 til 4 milljónir í lækkun á höfuðstól.“ Fjölmiðlamaðurinn Logi Berg- mann fékk kennslustund í kynjaðri hugsun í vikunni: „Jafnréttisáminn- ing dagsins er í boði Hrafnhildar Hólm (4ra ára): H: Pabbi. Það er búið að krota á hliðið á leikskól- anum. Hvað stendur þarna? L: Ekkert. Þetta er bara eitthvað bull. H: En hver gerði þetta? L: Sennilega einhverjir strákasnar. H: En pabbi. Það gætu líka verið stelpuhálfvitar. Takk.“ AF NETINU Króatíska blaðið Croatian Times greinir frá því í vikunni að Ivica Kostelic, króatíska skíða- stjarnan, og Elín Arnarsdóttir hafi ákveðið að gifta sig 24. maí. Kostelic er einn fremsti skíðamaður heims, fimmfaldur heimsbik- armeistari og silfurverðlaunahafi frá Ólympíu- leikunum í Sochi í alpatvíkeppni og er stór- stjarna í Króatíu. Parið býr í Króatíu og verður veislan þar í landi. Stjörnubrúð- kaup í maí Vettvangur Á bakvið hönnunarfyrirtækið Tulipop standa þær Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir og búa þær til skapandi og fallegar vörur fyrir börn sem höfða til fólks á öllum aldri. Tuli- pop verður með skemmtilegan við- burð á HönnunarMars, teiknismiðju fyrir krakka á öllum aldri, laugardag- inn 29. mars milli kl. 12 og 16 á Hverf- isgötu 39. Um leið verður ný vörulína Tulipop fyrir árið 2014 frumsýnd. „Krakkar fá skapandi Tulipop teiknibækur og leiðsögn við að skapa sínar eigin teikningar á meðan DJ Snorri og Stefán þeyta skífum,“ segir Signý. Meðal nýrra vara sem Tulipop er að setja á markað eru Bubble og Gloomy vatnsflöskur, Maddý mat- arstell, minnisbækur, hnífaparasett úr stáli og margt fleira. „Í Tulipop heiminum búa krúttlegar og heillandi persónur, eins og sveppastrákurinn hugljúfi Bubble, sem ann öllu sem hrærist, og systir hans Gloomy, hugrakka og ævintýragjarna sveppastelpan sem hræðist ekkert.“ Vörulína Helgu og Signýjar hefur vak- ið mikla athygli erlendis og meðal annars hlotið alþjóðleg hönnunarverðlaun. TEIKNISMIÐJA FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Helga og Signý eru stofnendur Tulipop. Föndur og fjör Tulipop

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.