Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 15
stjórn á hegðun sinni heldur er málið
leyst í skólanum og svo kemur nýr dagur
með nýjum og spennandi verkefnum.
Lykillinn að því að ná til þessara barna
er að hrósa þeim þegar þau standa sig
vel og hvetja þau áfram. Þau verða að
vita til hvers er ætlast af þeim. Þau eru
með hvatningarkerfi og læra fljótt að með
góðri hegðun græða þau. Við berum mikla
virðingu fyrir hverjum og einum. For-
eldrar nefna oft við okkur virðinguna sem
er borin fyrir þeim og börnum þeirra og
eru þakklátir fyrir að verið sé að byggja
börnin markvisst upp. Öllum líður okkur
vel í skipulagi og festu þar sem við vitum
til hvers er ætlast af okkur og börn
þurfa aðhald og festu bæði heima og í
skóla því þannig líður þeim vel.
Við verðum svo alltaf að horfast í augu
við það að ákveðinn hópur barna á mjög
erfitt með að vinna í stórum hópum þar
sem áreiti er mikið og þá verðum við að
skapa þeim aðstæður við hæfi og stuðning
í skólanum.“
Þunglynd út af tölvunotkun
Af hverju líður börnunum sem koma í
Brúarskóla svo illa?
„Skýringarnar eru örugglega jafnmargar
og börnin eru mörg. Þau eru öll einstök.
Flestöll börnin sem hingað koma eru með
einhvers konar greiningar sem flækja
stundum tilveru þeirra en oftast er hægt
að leita lausna til að gera þeim kleift að
verða virk í skólasamfélaginu. Mikil tölvu-
notkun, sjónvarpsáhorf og vinafæð er ein
skýring. Þau eru oft að spila leiki sem
eru bannaðir innan 18 ára og það hefur
áhrif á hegðun. Þau einangrast þegar þau
eru í tölvuleikjunum, fara lítið út að leika
og eiga fáa eða enga vini. Við verðum
vitni að því að börn finna fyrir þunglyndi
út af tölvunotkun. Það er dapur veruleiki.
Við þurfum að kenna þeim að nýta
tæknina sér til gagns og upplýsingar. Hér
hafa börnin ekki síma á skólatíma og þau
eru í skipulögðum tölvustundum við verk-
efnavinnu.“
Hafa börnin sem koma til ykkar yf-
irleitt lítinn áhuga á lestri?
„Einn af mikilvægustu þáttum í lífi
hvers einstaklings er að geta lesið sér til
gagns. Við verðum vör við að mörg
barnanna skilja ekki ýmis íslensk orð,
sem segir manni kannski að þau eru ekki
að lesa mikið og að ekki er lesið fyrir
þau. Hér lesa börnin á hverjum degi og
það er lesið fyrir þau og nú er að fara í
gang hjá okkur sérstakt lestrarátak þar
sem við veljum sögur meðal annars úr
Þjóðsögum Jóns Árnasonar og einbeitum
okkur að dyggðum sem koma mjög við
sögu í þjóðsögum okkar. Við ætlum að
vinna með söguramma, með flókin orð og
skilgreina þau. Síðan tengjum við félags-
færni þeim dyggðum sem unnið er með
hverju sinni.Við ætlum að vinna með eina
dyggð í mánuði og börnin búa til sögur
út frá viðkomandi dyggð. Að lokum verð-
ur gefin út bók með sögunum. Markmiðið
er að vekja áhuga á íslensku máli og
vinna með félagsfærni, dyggðir og ritun.“
Hvað verður um börnin að lokinni dvöl
hjá ykkur?
„Þau eru hérna í níu til tólf mánuði og
síðan fer kennari frá okkur með þeim í
skólann og hjálpar kennaranum sem tekur
við þeim til að reyna að vinna á svipaðan
hátt og við gerum. Þannig berst þekking
okkar inn í skólana. Árangurinn er mjög
góður, skólar taka yfirleitt mjög vel á
móti þessum börnum og þau koma mjög
sjaldan aftur til okkar. Við fréttum alltaf
af þeim og þau halda tengslum við okkur,
ef það er til dæmis starfsdagur í skól-
anum þeirra þá eiga þau það til að koma
í heimsókn til okkar.“
Svo ljúka börnin grunnskóla en hvað
verður þá um þessa nemendur sem við
höfum verið að ræða um, detta þeir
gjarnan út úr skólakerfinu?
„Það er ákveðin hætta hjá aldurs-
hópnum milli sextán ára og átján ára og
það þyrfti að byggja upp þjónustu fyrir
þennan hóp í samstarfi ríkis og sveita-
félaga. Í grunnskólanum er haldið utan
um nemendur en í framhaldsskóla verður
utanumhaldið minna og þá er hætta á að
þeir nemendur sem hér um ræðir flosni
upp. Foreldrar eru mjög áhyggjufullir
þegar börn þeirra útskrifast héðan úr 10.
bekk því þá tekur ákveðin óvissa við.
Þarna þarf að brúa bil og ég held að við
í Brúarskóla gætum gert það í samstarfi
við einhvern framhaldsskólann.“
Ertu bjartsýn á framtíð Brúarskóla?
„Já, ég hef gengið sem bjartsýn og já-
kvæð kona í gegnum lífið og hugsa já-
kvætt fram á veginn. Hvað varðar hús-
næði og aðbúnað þá er skólinn okkar
nokkuð vanbúinn en við sem vinnum hér
látum þá hluti ekki hindra okkar daglega
starf. Hér erum við með krítartöflur, slök
skólahúsgögn og eigum fáar og lélegar
tölvur.
Okkur þætti vænt um að eiga betur
búinn skóla og betri húsgögn fyrir börnin
og við vonum svo sannarlega að úr þessu
verði bætt.Við erum búin að starfa hérna
í ellefu ár og skólinn er í stöðugri þróun.
Auðvitað er starfið oft erfitt en hér vinn-
ur frábær samhentur starfsmannahópur
sem stendur þétt saman og það gerir
hlutina mun auðveldari. Það er alltaf
gaman að mæta í vinnuna og það skiptir
máli.“
* Mikil tölvunotkun, sjónvarpsáhorf og vina-fæð er ein skýring. Þau eru oft að spilaleiki sem eru bannaðir innan 18 ára og það hef-
ur áhrif á hegðun. Þau einangrast þegar þau eru
í tölvuleikjunum, fara lítið út að leika og eiga
fáa eða enga vini. Við verðum vitni að því að
börn finna fyrir þunglyndi út af tölvunotkun.
30.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is
– hágæða ítölsk hönnun
NATUZZI endurspeglar fullkominn
samhljóm og kjarna ítalskrar hönnunar.
NATUZZI umhverfi,
staður þar sem fólki líður vel.
100%made in Italy
www.natuzzi.com
Komið og upplifið NATUZZI gallerýið okkar
NATUZZI SÓFI –LEÐUR CT 15 – 311X223 CM – VERÐ 799.000,-
NATUZZI BORÐ MEÐ BRÚ – VERÐ 138.000,-
NATUZZI BORÐ – VERÐ 89.000,- NATUXXI MOTTUR - VERÐ FRÁ 85.000.-