Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Qupperneq 22
Heilsa og hreyfing AFP AFP *Hinn fertugi Ryan Giggs, leikmaður ManchesterUnited í knattspyrnu, spilar enn með Manchest-er-liðinu en hann spilaði sinn fyrsta leik árið1991. Giggs byrjaði að stunda jóga, bæði hiðhefðbundna og heitt árið 2010 og sagði í tilefni affertugsafmælinu sínu að jóga hefði tvímælalausthjálpað sér. „Það hefur hjálpað mér að geta æft á hverjum degi því ég er liðugri og sterkari,“ sagði Giggs við breska blaðið The Guardian Jóga lengdi feril Ryans Giggs H itinn gerir svo mikið fyrir líkamann í þessum æfingum. Hitinn gerir það að verkum að við komumst dýpra í æfingarnar og við náum að sveigja betur upp á líkamann,“ segir Jó- hanna Karlsdóttir jógafrumkvöðull, en hún er upphafskona þess að hita líkams- ræktarsalina upp. Á upphafsdögum hot jóga hér á landi notaðist hún við ferðahitablásara til að ná hitastiginu upp í salnum en eftir að Þröstur Sigurðsson, eigandi Sporthússins, fékk hana yfir til sín bjuggu þau til fyrsta sér- hannaða heita sal landsins. Í dag er hægt að fara í allskonar líkamsrækt í heitum sal og flest- allar líkamsræktar- stöðvar landsins bjóða upp á heita sali. Allt frá jóga, kvið- og bakæfingum, foam flex og fleira, listinn er nokkuð langur. Nánast allt er hægt að gera í heitum sal. „Að gera æfingar í heitum sal er mikil hreinsun og það finnst þegar eiturefnin streyma út um húðina. Þegar maður teygir sig og beygir og opnar æðakerfi og liðamót þá verður miklu meiri brennsla og veldur mikilli vellíðan sem ég hef stundum líkt við að fara í innra nudd.“ Hlusta og hlýða, þá er hættan engin Jóhanna segir að það sé ekki mikið að varast við það að gera æfingar í heitum sal. Jafnvel þótt þær taki vel á. Hún tali auðvitað bara fyrir jóga, enda er hún lærð í því fagi en hún hefur ekki enn heyrt neitt slæmt um heitu salina. „Við kennum þannig að það á að vinna með bakið beint. Við kennum að beita bakinu og líkamanum rétt. Viðkomandi er leiðbeint að gera æfingarnar rétt og með réttri öndun er hægt að komast millimetra lengra í næsta tíma og svo framvegis. Þetta gerist smátt og smátt. Við pössum það að fólk stoppi og reyni ekki að fara dýpra en lík- aminn leyfir. Þetta er eins og að beygja járn í eldi. Við mýkjumst í hitanum en þetta er ekki hættulega mikið.“ Hitinn í heitu jóga er í kringum 37-40 gráður og rakastigið verður einnig að vera rétt. Hot jóga er skipt í þrjú þrep þar sem æfingarnar verða flóknari og meira krefjandi með hverju þrepi. Morgunblaðið/Árni Sæberg HEITIR LÍKAMSRÆKTARSALIR Innra nudd líkamans JÓGAKENNARINN JÓHANNA KARLSDÓTTIR BYRJAÐI FYRST ALLRA AÐ KENNA LÍKAMSRÆKT Í HEITUM SAL. NÚ, FIMM ÁRUM SÍÐAR, ER HÆGT AÐ STUNDA NÁNAST HVAÐA HREYFINGU SEM ER Í HEITUM SAL. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Jóhanna Karlsdóttir Fjölmargar stórstjörnur í Hollywood stunda hot jóga af mörgum misjöfnum ástæðum. Grínarinn Russell Brand hefur sagt að hot jóga hafi bjargað sér frá eitur- lyfjafíkninni. Það gerði leikarinn Robert Downey Jr. einnig en hann hefur klifrað hægt og rólega aftur upp á topp eftir að hafa verið dæmdur í fangelsi fyrir fíkni- efnabrot. Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur reglulega fengið spurninguna, hvernig hún haldi sér í formi. Þar hefur svarið verið í hartnær 30 ár: „Sund og jóga, venjulegt og heitt.“ Körfuboltastjarnan í Miami Heat, Le- Bron James, fór í hot jóga í fyrsta sinn ár- ið 2011 eftir að samherji hans, Dwayne Wade, benti honum á kosti þess. Adam Levine, söngvari Maroon 5 og dómari í The Voice, fer með jógakennara í hljómsveitartúr og fer alltaf í klukku- stundartíma fyrir tónleika. Ef hann kemst í hot jóga nýtir hann tækifærið. Til að ná fókus. Þá er poppdrottningin Lady Gaga þekktur hot jóga-nemandi. Eftir aðgerð á mjöðm fór Lady Gaga að mæta í æ fleiri tíma og það er ekki að sjá að henni hafi orðið varanlega meint af meiðslunum. ALHEIMSSTJÖRNURNAR TEYGJA SIG Hot jóga í Hollywood Fyrir tíma í heitum sal þarf að drekka vel af vatni og einnig meðan á honum stend- ur. Það má ekki borða þunga fæðu þrem- ur tímum fyrir tímana. Gott er að taka með sér vatnsbrúsa í tímana og nauðsyn- legt að vera með stórt handklæði fyrir hreinlæti. Þá er gott að bæta sér upp steinefnatap með því að borða stein- efnaríkan mat. Grænmeti og grænmet- issafar eru tilvaldir. Heitir salir víða Það er víða hægt að komast í heita sali til að stunda líkamsrækt. World Class býður upp á hot jóga, teygjur, foam flex, sacred music hot vinyasa, sem og venjulegt hot vinyasa. Þá er hægt að fara í hot fit og æfa maga og kvið. Í Baðhúsinu er í boði heitt jóga, í Árbæjarþreki er boðið upp á heita sali eftir að stöðin stækkaði og þar er jóga, buttlift og spinning kennt í heitum sal. Hress í Hafnarfirði býður upp á heitan sal og á Akureyri er boðið upp á líkams- ræktarsal sem hægt er að hita upp. Hvert sem litið er í líkamsræktarheiminum hér á landi bjóða stöðvar upp á heita sali. VATN OG STEINEFNARÍK FÆÐA Vera vel vatnaður Grínarinn Russell Brand hefur sagt að hot jóga hafi bjargað sér frá eiturlyfjafíkninni. AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.