Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Side 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Side 25
B rjóstagjöf getur verið flókin athöfn þó hún virðist mörg- um gjarnan einföld. Margar konur velta fyrir sér hvort ákveðinn matur eða ákveðin af- þreying geti haft neikvæðar afleið- ingar eða engar. Spurð út í þetta segir Arnheiður Sigurðardóttir, að- júnkt við Háskóla Íslands og brjósta- gjafaráðgjafi, sem heldur úti heim- síðunni www.brjostagjof.is, að engin stöðluð uppskrift sé til að brjóstagjöf enda engar tvær konur eins og breytileikinn mikill. Varlega þurfi að fara með ráðleggingar og kynnast viðkomandi móður til þess að geta gefið viðeigandi leiðbeiningar. „Við verðum að hætta að vera með þessar stöðluðu leiðbeiningar og horfa frek- ar á móður og barn og þreifa okkur áfram. Finna út hvað við eigum að gera, í hvaða takti og hvernig.“ Reynslu annarra oft þvingað upp á nýbakaðar mæður Hún segir fólk oft reyna að þvinga reynslu annarra upp á konur þótt hún eigi ef til vill ekkert við þær. Líkami kvenna sé misjafnlega upp- byggður og starfsemin líka. „Þetta er ekki svona einfalt. Þetta er í raun miklu flóknara en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Arnheiður. „Sum- ar mjólka vel og virðast geta gert allt. Aðrar verða að fara varlega. Það er enginn galli, líkami þeirra starfar bara öðruvísi og þær þurfa því að taka á málum öðruvísi. Það er ekki hægt að banna eitthvað fyrir alla heildina.“ Engin mjólkar eins Mikil átök verða í líkamanum þegar kona fæðir barn og í framhaldi af því þegar mjólkurframleiðsla fer í gang. Konur eru í kjölfarið að kynnast líkama sínum upp á nýtt. Sumar konur þurfa að gefa ábót á meðan aðrar gætu mjólkað þremur börn- um. Fyrsta val ábótar ætti að vera mjólkuð brjóstamjólk, annað val mjólk úr mjólkurbanka, sem við eigum ekki og svo síðast þurrmjólk samkvæmt WHO. „Það er oft sem ábót tekur yfir brjóstagjöf og stundum getur hún eyðilagt hana. Ef konur þurfa að gefa ábót þá er það allt í lagi, en passa verður að ábótin skemmi ekki fyrir brjósta- gjöfinni,“ segir Arnheiður. „Þannig að þetta er allavegana og mikilvægt að fólk átti sig á að ekki sé hægt að ganga út frá því að brjóstagjöf sé eins hjá öllum kon- um.Lítið barn sem fær ekki næga næringu getur ekki unnið upp mjólkurframleiðslu móður sinnar heldur þarf hún sjálf að vinna í því að auka hana. Það fer eftir stærð vandans hverju sinni hvernig það er gert en mikilvægt er að gera það snemma áður en vandann stig- magnast, því lítið barn á alltaf að vera vel nært.“ Arnheiður hvetur konur til að mæta á brjóstagjafanámskeið. Á brjóstagjafanámskeiðum er lögð áhersla á að efla sjálfstraust kvenna og að þær læri að þekkja líkama sinn, ásamt því að lesa út úr þeim merkjum sem barnið sýnir. Brjóstagjafanámskeið eru bæði á vegum Þróunarstofu heilsugæsl- unnar og Lygnu. STAÐLAÐAR LEIÐBEININGAR ERU ÚRELTAR Brjóstagjöf flókið fyrirbæri „Þetta er í raun miklu flóknara en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Arnheiður. Morgunblaðið/Skapti Hallgríms MÆÐUR MEÐ BARN Á BRJÓSTI BRENNA OFT ÝMSAR SPURNINGAR Á VÖRUM. GETUR EINHVER AFÞREYING HAFT SLÆMAR AFLEIÐINGAR FYRIR BRJÓSTAMJÓLKINA EÐA ENGAR? SÉRFRÆÐINGUR SEGIR ENGA UPPSKRIFT AÐ ÞVÍ TIL FYRIR KONUR OG VONAR AÐ SVO VERÐI ALDREI. BRJÓSTAGJÖF SÉ OF FLÓKIN FYRIR SLÍKT. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Við getum ekki lifað án vatns en við getum auðveldlega lifað án þess að fá nokkurn tíma kaffibolla … þótt oft sé erfitt að ímynda sér það. Fyrir þá sem eiga erfitt með að muna eftir vatninu er góð regla að fá sér alltaf tvö glös af vatni á móti hverjum kaffibolla. Vatnið er lífið, kaffið er aukaatriði 30.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 * Reynir þú að skilgreina alladrauma þína verður enginntími afgangs til að dreyma Dalai Lama HÁGÆÐA HÚÐVÖRUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Á FRÁBÆRU VERÐI. ENGIN ILM- EÐA LITAREFNI. FÁST NÚ Í APÓTEKUM BREYTT ÚTLIT Á A+ VÖRUNUM ann í Portúgal komust að þess- um niðurstöðum en þeir báru einnig saman mismunandi gerðir bjórs og athuguðu hvort það væri mismunur á milli virkni þeirra gegn þessum skaðlegu efnum sem myndast við kolagrill- un. Í ljós kom að langáhrifaríkast í þessu samhengi er dökkt öl en ljós bjór og pilsner gerir þó einnig gagn. Að láta kjötsneið liggja í bjór áð- ur en hún er færð á kolagrill get- ur komið í veg fyrir að við mat- reiðsluna myndist hættuleg efni sem geta valdið krabbameini. Áður hefur verið sýnt fram á að léttvíns- og temarínering get- ur gert slíkt hið sama en hingað til hefur lítið verið vitað um áhrif bjórs á matreiðsluna. Vísindamenn við Porto Háskól- EKKI ALSLÆMT ÖL Nægar ástæður eru til að drekka bjór með steikinni í sumar. Morgunblaðið/Golli Marínera steik í bjór Að taka lífrænar vörur fram yfir þær sem eru ekki framleiddar eft- ir þeim stöðlum gagnast ekki sem forvörn fyrir konur gegn krabba- meini. Fréttir þessa efnis birtust í Bretlandi í vikunni en það voru vísindamenn við Oxford- háskólann þar í landi sem hafa lengi unnið að rannsóknum á líf- rænum matvælum. Engin tengsl voru á milli þess að velja lífræn matvæli og þróa síður með sér krabbamein. Rannsóknin náði til 600.000 kvenna en fylgst var með heilsu þeirra í 9 ár. Raunar sáu vís- indamenn örlitla fylgni á milli þess að velja lífræna fæðu og vera þá í meiri hættu á að fá brjósta- krabbamein. Fylgnin var hins veg- ar það lítil að rannsaka þyrfti það nánar að sögn vísindamanna og hvort þar gætu aðrir þættir spilað inn í. Niðurstöður rannsóknarinnar voru jafnframt birtar í British Jo- urnal of Cancer. LÍFRÆNT EKKI KRAFTUR GEGN KRABBAMEINI Lífrænt ekki forvörn Lífrænir ávextir og grænmeti koma ekki frekar í veg fyrir krabbamein.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.