Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Side 30
FURÐULEGT, FRAMANDI EN BRAGÐGOTT GRÆNMETI Fennel frábært í matinn ÞAÐ Á EF TIL VILL VIÐ UM FLESTA AÐ VIÐ BORÐUM ÞAÐ SEM VIÐ ERUM VÖN OG NOTUM MINNA ÞAÐ GRÆNMETI SEM VIÐ ÞEKKJUM EKKI VEL. FENNEL MYNDI TELJAST TIL ÞEIRRA TEGUNDA GRÆNMETIS. MATREIÐSLUMEISTARINN VIKTOR ÖRN HJÁLPAR LESENDUM AÐ KYNNAST GRÆNMETINU BET- UR OG SKOÐA HVERNIG HÆGT ER AÐ NOTA ÞAÐ Í RÉTTI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Viktor Örn mat- reiðslumeistari á LAVA í Bláa Lóninu. V iktor Örn Andrésson, matreiðslumeistari ársins 2013, starfar á veitinga- staðnum LAVA í Bláa lóninu. Hann segir að fennel virðist koma mörgum fyrir sjónir sem furðulegt grænmeti þar sem það hefur sérstakt útlit, þar af leiðandi er það kannski notað minna en annað. „Í vinnunni nota ég fennelinn mjög mikið. Hann er alltaf til í kælinum hjá okkur. Að vísu nota ég hann lítið heima en það er kannski vegna þess að ég er reyndar langt frá því að Matur og drykkir Hinn fullkomni drykkur? *Te er mjög náttúrulegur drykkur og í raun fullkominnfyrir heilsuna. Ef mjólk er bætt út í teið, eins og margirgera, geta þrír til fjórir bollar á dag veitt lík-amanum góða næringu. Í einum tebolla ermeðal annars sink, B2 vítamín, fólinsýra(sem er mjög góð fyrir óléttar konur),B1 og B6 vítamín og fleira. Te getur ver- ið vatnslosandi en hjálpar einnig til við að viðhalda vökvajafnvægi í líkamanum. Fennel samanstendur af ljós- grænum eða hvítum lauk, grænum stilk og grænum blöðum. Alla þrjá hluta fennels er hægt að nota í mat- argerð. Laukurinn sjálfur er að mestu notaður í hvers kyns rétti. Gott er að skera hann lóðrétt í gegn og þannig í minni eða stærri tenginga. Best er að fjarlægja harða kjarnann í miðjunni áður en það er gert. Stilkarnir henta vel fyrir súpur og kássur en blöðin eru notuð sem krydd. Fennelið á að vera stinnt og með hvítan neðri part og ljósgræna toppa. Best er að velja þá sem eru lausir við mar og gefa frá sér góðan lakkrísilm. Fennel fæst í flestum búðum. Hvernig á að velja fennel? STEINBÍTUR 800 g ferskur steinbítur Olía og smjörklípa Aðferð: Snyrtið steinbítinn til og skerið í skammta, 160-200 g. Hitið vel upp í pönnu og steikið fiskinn upp úr olíu á annarri hlið- inni. Þegar fiskurinn er orðinn fal- lega brúnaður bætið þá við smjöri cirka 40 g og snúið fisknum yfir á hina hliðinna þar til hann er orðinn léttbrúnaður á báðum hliðum. Sí- trónuhjúpurinn er settur ofan á hvern bita og fiskurinn kláraður í ofni á cirka 160°C í 2-4 mín. Fer eftir stærð bitans. SÍTRÓNUHJÚPUR 75 g smjör 100 g brauðraspur 50 g fínt söxuð steinselja Sítróna ásamt berkinum Salt og pipar Aðferð: Blandið saman smjöri og brauðraspi í matvinnsluvél. Bæt- ið við saxaðri steinseljunni, sítrónu- zeztinu (börkur af sítrónu tekinn með mjög fínu rifjárni). Kryddið til með salti og pipar og safa úr einni sítrónu. Vinnið í vélinni þar til allt er orðið að fínu smjörkremi. Smurt á smjörpappír og fryst. Skorið í fern- inga sem passa yfir fiskinn. ASPAS 10 stk. aspas Aðferð: Aspasinn er skrældur og trénaði hlutinn tekinn af (ca. 4-5 cm af neðsta hlutanum). Soðið upp á vel söltu vatni og aspasinn soðinn í 3-4 mínútur. Borinn fram soðinn. EDIKLÖGUR 50 g eplaedik 50 g sykur 25 g vatn 5 g salt Aðferð: Soðið upp á öllu og hellt yfir fennelinn, sjá uppskrift að fennelsalati. FENNELSALAT 1-2 stk. fennel 30 g kóríander 1 appelsína Ólívuolía Ediklögur Aðferð: Takið kjarnann úr fen- nelnum og skerið hæfilega þunnt með japönsku mandólíni eða hníf. Setjið fennelinn í box sem hægt er að loka. Sjóðið upp edikið og hellið yfir fennelinn í boxinu. Lokið box- inu og geymið þar til vökvinn kóln- ar og sigtið hann síðan frá. Á með- an er ferskt kóríander saxað og appelsína skorin í falleg lauf. Bland- ið í skál fennel, kóríander, appels- ínulaufum og dassi af olíu. Kryddið til með salti og pipar og kreistið restina af appelsínunni yfir. Grillaður steinbítur með sítrónu- og steinseljuhjúp, framreiddur með aspas og fennel Ofnbakað fen- nel og gulrætur með parmesan og sveppum 6 stór fennel 3 gulrætur ferskt timjan og rósmarín hvítlaukur ferskur sítrónusafi rifinn parmesan eftir smekk salt og pipar Aðferð: Fennel og gulrætur skorið í bita eftir endilöngu. Velt upp úr smáolíu og kryddað vel með svörtum pipar og kristal salti. Sett í eldfast mót ásamt hvítlauk, rósmarín og timjan. Bakað á 200°C hita í ca. 20-25 mínútur. Rifnum parmes- an osti stráð yfir ásamt söx- uðum jurtum og ferskum sí- trónusafa. Borið fram sem meðlæti. Fennel er mjög gott í salöt og með fiski, sérstaklega súrsað með ediki eða eldað létt í olíu. Einnig hentar að borða það hrátt með ögn af olíu og salti. Með kjöti er gott að grilla eða ofnbaka það sem og að skera í litla teninga og nota í sósuna. Fen- nel er ómissandi í soðgerð en þó má ekki vera of mikið af því. Fennel í matargerð vera mjög duglegur að elda þar. Ég er bara duglegri að elda í vinnunni,“ segir Viktor Örn og hlær. „En það er mjög auðvelt að koma fennel inn í rétti. Fen- nel er harðgerður og þolir ýmsar útgáfur af eldunaraðferðum. Fen- nelinn gefur einnig frá sér góðan lakkrískeim sem minnir einnig á Anís stjörnu.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.