Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014 Matur og drykkir É g fékk hrærivél í jólagjöf fyrir þremur árum og eins og fordekr- aður krakki var ég fúl út í gjöfina því ég þoli ekki hávær heim- ilistæki. Ég tók hana svo í sátt þegar ég fattaði að það var hægt að nota hana til pylsugerðar,“ segir Hildur Steinþórsdóttir arki- tekt sem tilheyrir hóp sem hittist á tveggja mánaða fresti og útbýr og snæðir saman pylsur. „Þetta eru vinir úr ýmsum áttum og það er alltaf eitthvað spennandi sem gerist í hvert sinn sem við hittumst því við notumst aldrei við fyrir- fram mótaðar uppskriftir heldur gerum eitthvað nýtt. Þetta er skemmti- leg átylla til að hittast og það er enginn asi á okkur, þetta er heldur róleg matargerð og þægilegt að spjalla meðan við útbúum matinn. Það má ekki gleyma að meðlætið spilar líka stórt hlutverk. Heimagert majónes verður til dæmis að vera með.“ Pylsugerðin ehf eins og þau kalla sig hefur verið starfandi í tæplega tvö ár og í dag tilheyra 12 manns hópnum en meðlimir mæta eins margir og geta hverju sinni. Sérstökum heiðursgestum er jafnan boðið að koma og taka þátt í pylsugerðinni og þótt pylsur séu að sjálfsögðu alltaf á boð- stólum er gjarnan ákveðið þema í kringum þær. Þannig hefur verið boðið upp á miðjarðarhafspylsur, hreindýrapylsur, beikon- og hlynsírópspylsur, epla-, peru- og bláberjapylsur sem og indverskar pylsur svo eitthvað sé nefnt. „International Restaurant Day er dagur þegar einstaklingar opna heim- ili sín og bjóða gestum og gangandi að koma og njóta spennandi matar. Við ákváðum að stofna eins dags pylsuveitingahús í heimahúsi í Vestur- bænum. Við fengum svo góðar undirtektir að við ákváðum að nota tæki- færið og safna peningum fyrir gott málefni og Geðdeild Landspítalans varð fyrir valinu. Við gerðum yfir 100 metra af pylsum og fyrir upphæð- ina sem safnaðist keyptum við ömmustóla, skiptiborð, dýnur, útvörp, teppi og púða og gáfum til Geðdeildar.“ Pylsugerðin fer fram við hlátrasköll og brandarakeppni. „Þess vegna er uppgefið magn í uppskriftunum aðeins til viðmiðunar. Margar uppskriftir er að finna á netinu þar sem fólk getur fengið hugmyndir. Okkur finnst gott að blanda saman nautahakki og svínahakki en vörum við því að gera pylsurnar úr mögru kjöti nema bæta við fitu á móti. Margir vinir okkar spyrja hvort það sé ekki flókið að gera pylsur, en ég svara því til að það sé auðveldara en að gera kjötbollur,“ segir Hildur að lokum. Að útbúa pylsur er víst auðveldara en að steikja kjötbollur. ÚTBÚA PYLSUR SEX SINNUM Á ÁRI Pylsugerðar- hópurinn * „Okkur finnst gott aðblanda saman nautahakkiog svínahakki en vörum við því að gera pylsurnar úr mögru kjöti“ Frá vinstri: Gunnar Helgi Guðjónsson, Auður Alfífa Ketilsdóttir, Bjarki Bragason, Þórunn Hannesdóttir, Hafþór Óskarsson, og Unnsteinn Jóhannsson. 12 MANNA HÓPUR HITTIST REGLULEGA OG ÚTBÝR GIRNILEGAR PYLSUR MEÐ HEIMALÖGUÐU MAJÓNESI, HRÁSALATI OG FLEIRA GIRNILEGU MEÐLÆTI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is FYRIR FIMM 500 g svínahakk 500 g nautahakk 200 g beikon eða eftir smekk væn sletta af hvítvínsediki 1 laukur, hakkaður smátt 2 dl hlynsíróp salt, lítið pipar eftir smekk cayennepipar eftir smekk 2 dl bláber Notið sömu aðferð og við gerð Chorizo-pylsunnar. Beikonpylsur FYRIR FIMM 500 g svínahakk 500 g nautahakk stór slurkur af hvítvínsediki einn laukur, smáhakkaður 2 bollar fersk hökkuð steinselja 1 ferskur grænn chilipipar, smátt skorinn 1 græn paprika 1 tsk. kóríanderfræ, möluð 2 msk. vel sölt chorizo 2 hvítlauksgeirar malaður pipar eftir smekk garnir Nauðsynlegt er að hafa aðgang að hrærivél eða matvinnsluvél með hakkavél og þar til gerðan pylsugerðarstút. Með stútnum fylgja jafnan góðar leiðbeiningar um pylsugerð. Hægt er að búa til eigið hakk eða kaupa það tilbúið. Blandið öllu vel saman í skál. Þrífið garnirnar, bleytið og þræðið upp á stútinn. Hér var notast við garnir frá Nokk sem hópnum þykir þunnar og auðveldar í notkun. Þegar pylsugörnunum hefur verið troðið upp á stútinn er hakkblöndunni rennt í gegnum hakkavélina og troðið í þær. Jafnið kjötið út í görnunum og stingið nokkur göt með nál. Bindið garn um endann á hverri pylsu þegar ykkur finnst pylsan í hæfilegri stærð. Gott er að grilla pylsurnar í ofni við 200°C í um hálftíma. Ef magnið er mikið er gott að forsjóða pylsurnar augnablik áður en þær eru settar í ofninn. Græn chorizopylsa

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.