Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Qupperneq 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Qupperneq 39
Það er hægt að fá margs konar viðbætur við vafrann sem gefa þér kost á að búa til sérhæfðar aðgerð- ir í vafranum, svo sem til þess að vista senda síðu í tölvupósti með einum takka, eða að loka á auglýs- ingar á vefsíðum. Það getur þó verið tvíeggjað sverð að nota mikið af viðbótum, því þær auka enn á minnisnotkun vafrans. Sigurvegari: Þrátt fyrir að nota mikið minni er Chrome sá vafri sem hægt er að mæla með fyrir flesta. Besta fría póstþjónustan Það er ekki langt síðan Hotmail- netfang var undirstaða netsam- skipta. Síðan hefur þó margt breyst, meðal annars Hotmail, sem í dag er orðið Outlook.com, sem er í dag helst keppinautur Gmail- þjónustunnar frá Google um hylli netnotenda. Í Bandaríkjunum er Yahoo! Mail ennþá stærsta tölvupóstþjón- ustan. Yahoo! hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun undanfarið ár og er póstþjónustan þar ekki undanskilin. Yahoo! hefur nær fullkomlega tekist að klóna viðmót Gmail, en bætir þó um bet- ur þegar kemur að geymslumagni, en þú færð terabæt af geymslu- plássi undir póstinn þinn hjá Yahoo. Þá er einnig boðið upp á stuðning við IMAP og POP sem gerir þér kleift að sækja póst frá öðrum póstþjónum, s.s. vinnupóst, í gegnum Yahoo! Helsti gallinn við Yahoo! er hins vegar að ruslpóstur virðist eiga þar greiðari leið að inn- hólfi notenda en annars staðar. iCloud-þjónustan frá Mac er ágæt- ur valmöguleiki fyrir þá sem eru með allan sinn vélbúnað í Apple- vistkerfinu, en skortir þó POP- stuðning. Það eru þó Gmail og Outlook sem sannarlega bítast um toppsætið. Helsti kostur Outlook er gríðarlega þægilegt viðmót sem byggist á einfaldleika og stílhreinni hönnun. Það býður líka upp á handhægari tengingar við sam- félagsmiðla, og nær ótakmarkað pláss. Þá eru í boði öflugir leitar- og flokkunareiginleika. Gmail býð- ur upp á flest það sama, afburða- leit, góða flokkun, öfluga rusl- póstsíu og meiri möguleika á að aðlaga útlit og notkun að eigin ósk- um. Það er þó ekki jafn stílhreint og þægilegt í notkun enn sem komið er. Hvora þessa þjónustu þú kýst að nota er dá- lítið undir því komið hvort þú metur hærra, einfaldleika eða möguleikann til að aðlaga þjónustuna að sérþörfum. Sigurvegari: Gmail. Það er erfitt að gera upp á milli þeirra, en eftir stendur að undirritaður notar sjálfur Gmail í sínum netsamskiptum, þrátt fyrir góða reynslu af Outlook. Ef það þarf að greina á milli er það ekki verri ástæða en hver önnur. Ljósmynd/Ósk Laufdal * Helstu kostirChrome ogFirefox umfram Saf- ari og Explorer eru annars vegar hraði og hins vegar fjöldi viðbóta sem hægt er að fá fyrir þessa vafra. Chrome hefur um talsvert skeið ver- ið hraðasti vafrinn. Ský taka hér á sig óvenju- lega en fallega mynd. Ekki er þó um að ræða sömu ský og í skýjageymslu. 30.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Dómstóll í Ontario hefur skikkað framkvæmdastjóra hjá kanadíska snjallsímaframleiðandanum BlackBerry til að virða samning sinn við fyrirtækið en samkeppn- isaðilinn Apple bauð honum samning undir lok síðasta árs. Þetta er þó skammgóður vermir því lögbannið gildir aðeins fram í júní á þessu ári. Þá verður mað- urinn, Sebastien Marineau-Mes, frjáls ferða sinna. Marineau-Mes vann áður hjá QNX Software sem BlackBerry keypti haustið 2010. Þangað til í september síðastliðnum var hann yfir 600 manna þróunardeild innan fyrirtækisins. Á þeim tímapunkti fór hann að ljá máls á því að hætta hjá BlackBerry en var þá boðin stöðuhækkun sem hann þáði. Marineau-Mes átti að vinna áfram að þróunarmálum en í stað þess að hafa 600 manns undir sér átti hann að vera yfir 3.000. Þegar Marineau-Mes fékk atvinnutilboð frá Apple í desember síðastliðnum vildi hann hætta þegar í stað hjá BlackBerry. Því undu menn ekki þar á bæ og endaði málið fyrir dómstólum. BlackBerry hélt því fram að Marineau-Mes gæti ekki hætt strax, þar sem skýrt ákvæði væri í nýja samningnum þess efnis að uppsagn- arfresturinn væri sex mánuðir. Þessu hafnaði Mar- ineau-Mes á þeim forsendum að skrifað hefði verið undir samninginn meðan bann var við stöðuhækk- unum innan fyrirtækisins vegna hugsanlegrar yfirtöku. Samningurinn væri með öðrum orðum ógildur. Ekkert varð af yfirtökunni. Þessum röksemdum hafnaði dóm- stóllinn í Ontario. Svo sem gefur að skilja hefur Marineau-Mes ekki mætt til vinnu síðan í janúar og ólíklegt verður að telj- ast að BlackBerry óski eftir þjónustu hans fram til 23. júní að samningurinn rennur út. „Það er leiðinlegt að þurfa að grípa til aðgerða af þessu tagi,“ segir í yfirlýs- ingu frá fyrirtækinu, „en við gerum allt sem þarf til að tryggja að starfsmenn okkar virði sína samninga.“ BLACKBERRY GRÍPUR TIL ÖRÞRIFARÁÐA Framkvæmda- stjóri kyrrsettur – um stund Höfuðstöðvar BlackBerry. Fyrirtækið hefur átt afar erfitt uppdráttar undanfarið og margir lykilstarfsmenn hætt. Smáralind | Sími 512 1330 Opið Sunnudaga 13-18 AppleTV iPhone Verð frá:67.890.- FERMINGARTILBOÐ Tilboð:15.990.-* Fullt verð: 18.990.- *T ilb o ð g ild ir til 12 .a p ríl 20 14 . Þaðerbúiðað ferma iPhone í verslanirokkar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.