Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Page 40
Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég get ómögulega áttað mig á eigin stíl, en ég er mikið fyrir einfalda hluti, fallegar línur og klæðskeradeild ELLU finnst mér sú allra besta í veröldinni. Þannig að þegar ég fer í vel sniðinn ELLU-kjól líður mér eins og ég sé viðeigandi hvar sem er. Ég er mikið fyrir fallega fylgihluti en vinn mikið og vil vera frjáls og alls ekki burðast með þunga hluti. Fallegur vand- aður fatnaður hefur verið í uppáhaldi hjá mér frá því ég var ung stelpa að læðast í fataskáp mömmu. En hún átti mikið af dýrindis dóti frá Sonia Rykiel. Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut? Uppáhaldsflíkin mín er ELLA LBD ljós ullarkjóll sem ég fer alltaf í við hátíðleg tilefni. Reyndar elska ég líka allar kápurnar mínar frá ELLU. En ef ég á að segja eins og er þá vel ég mjög oft svartar flíkur sem ég svo klæði upp og niður með fylgi- hlutum og skófatnaði. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Þær Andrea Oddsdóttir og Högna Sigurðardóttir arkitekt eru vin- konur mínar og tískufyrirmyndir mínar hér heima. Ég veit fátt skemmtilegra en að lauma mér í heimsókn til þeirra. Þær eru báðar ákaflega elegant konur og hafa ein- staka þekkingu á tískusögunni sem og listasögu almennt. Þær þekktu Sonia Rykiel í París og þekktu þann „elegance“ sem var allt- umlykjandi á seinni hluta síðustu aldar. Þegar þær klæða sig upp á þá eru hattar, hanskar og fallegar kápur áberandi og bera þær sig báðar eins og drottningar að mínu mati. Hvaða sumartrend ætlar þú að tileinka þér? Ég tileinka mér aldrei trend heldur klæði mig alltaf eftir eigin sannfæringu – þannig að ég verð ekkert öðruvísi þetta sumarið en önnur sumur. Hins vegar elska ég að vera úti á sumrin og finnst mikið frelsi í að geta tekið mér tíma og farið í sund og langar göngur. Mér finnst fátt fallegra en svartur bambus á sólkysstri húð og það er vanalega stíllinn minn á sumrin. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Já, heldur betur. Kaupið minna!!! Að eiga eina vandaða flík í fataskápnum sem endist þér að eilífu eru bestu kaupin. Það eiga allir að hafa aðgang að vönduðum fötum enda ákaflega óhagstætt og dýrt að kaupa ódýrt þegar dæmið er reiknað til enda. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Katrín Káradóttir hjá ELLU er uppáhald. Einnig Sonia Rykiel og Martin Margiela. Ég ber mikla virðingu fyrir Steinunni Sigurðardóttur og finnst hún einstakur fagmaður. Ég gæti haldið áfram í allan dag. Málið er nefni- lega að starf fatahönnuða er einstakt og ákaflega flókið. Að vinna við að skapa eitthvað alveg nýtt er einungis fært mjög hæfum alkemistum. Rann- sóknarvinnan á bak við hverja línu tekur oft marga mánuði og ferillinn er flókinn en ákaflega skemmtilegur. Hvar kaupir þú helst föt? Hjá ELLU. Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna? Það er ekkert nauðsynlegt við snyrtitöskur. Hins vegar finnst mér ákaf- lega nauðsynlegt að vera með góðan rakagjafa á Íslandi og er ég mikið fyrir góðar olíur. Ég ýmist bý þær til sjálf eða kaupi hjá Bláa Lóninu. Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Áður en ég stofnaði ELLU fann ég aldrei neitt til að vera í. Ég var að leita að þessum einföldu flíkum sem eru undirstaðan fyrir góðan fataskáp. Sá kjóll sem ég nota hvað mest frá ELLU er Cache Ceur – hann er úr mjúku jersey og maður getur gert hvað sem er í þessum kjól. Hann er fínn í vinnuna, frábær heimakjóll og svo má bara fara í háa hæla og þá er hann orðinn fyrirtaks kokteilkjóll. Svona einn með öllu. En þau verstu? Hef keypt svo margt skrítið í gegnum tíðina. Hluti sem eru illa sniðnir og úr lélegum efnum sem fylltu fataskápinn minn og mér leið alltaf eins og ég ætti ekkert til að fara í en fannst ég ekki geta hent eða losað mig við þetta. Svo loksins ákvað ég að gefa þetta frá mér og líður eins og þungu fargi sé af mér létt. Morgunblaðið/Kristinn Einfaldleiki og fallegar línur ELÍNRÓS LÍNDAL ER LISTRÆNN STJÓRNANDI OG EIGANDI ÍSLENSKA TÍSKUHÚSSINS ELLU. ELÍNRÓS, SEM ER ÁVALLT FÁGUÐ TIL FARA, KÝS AÐ FYLGJA EKKI TÍSKUSTRAUMUM HELDUR KLÆÐIR HÚN SIG EFTIR EIGIN SANNFÆRINGU. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Sonia Rykiel fatahönnuður hannar vandaðar flíkur en hún hefur lengi verið í uppáhaldi. FERILLINN ER FLÓKINN EN SKEMMTILEGUR Belgíski fatahönn- uðurinn Martin Margiela er einn af eftirlætishönn- uðum Elínrósar. Úr sýningu ELLU. Elínrós segir klæð- skeradeild ELLU þá bestu í veröldinni. Elínrós Líndal velur sér gjarnan svartar flíkur sem hún síðan klæðir upp og niður með fylgihlutum og skófatnaði. Tíska *PopUp er svokölluð farandverslun sem haldinverður á Loft Hostel, Bankastræti 7, laugardag-inn 29. mars milli klukkan 12 og 18. Þar gefstgestum og gangandi færi á að versla við hönnuðimilliliðalaust. 15 hönnuðir munu kynna og seljavörur sínar og þar á meðal verða þau ÁsgrímurMár, Erla Gísla, Færið, Rim, Tíra, Vargur, Varpið, Vegg, Útópía og fleiri. Farandverslun á Loft Hostel

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.