Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 41
30.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 F emínistahreyfingin á Ís- landi er í krísu eftir að einn af forsprökkum henn- ar missteig sig á netinu í skjóli nafnleyndar og var með dólgslæti. Hingað til hefur fem- ínistahreyfingin því miður verið of upptekin af og velt sér upp úr smáatriðunum sem engu máli skipta og misst af því sem skiptir konur raunverulegu máli – jafn- rétti kynjanna og ekki síst launa- jafnrétti. Þessi 11% launamunur kynjanna hef- ur hinsvegar ekkert gufað upp þótt það hafi verið lítið talað um hann síðustu mán- uði. Launa- munur kynjanna hef- ur einhvern veginn drukknað í ESB-umræðu og skuldaniðurfell- ingu, makríldeilu og lekamálum ráðherra. Reglulega birtast litlar fréttir um að eitt og eitt fyrirtæki á stangli hafi fengið Jafnlaunavott- un VR. Jafnlaunavottunin er byggð á breskri fyrirmynd og geta fyrirtæki sótt um þótt starfs- menn þess séu ekki félagsmenn í VR. Auðvitað er Jafnlaunavottun VR eitthvað sem fyrirtæki ættu að sækjast eftir, en mér finnst lít- ill fréttapunktur í því að 19 fyr- irtæki (samkvæmt upplýsingum á heimasíðu VR) hafi fengið Jafn- launavottun eftir að hún var fyrst kynnt í febrúar 2013. Ég velti því fyrir mér hvort það þurfi ekki að setja fram einhverja gulrót fyrir fyrirtæki þannig að þau hefðu beinan hag af því að vera með einhverskonar jafn- launastefnu. Fyrirtækjarekstur er í fæstum tilfellum góðgerð- arstarfsemi heldur snýst hann um beinharða peninga. Þess vegna dettur mér í hug hvort það væri hægt að koma því þannig fyrir að fyrirtæki sem væru með Jafnlaunavottun VR fengju skattaafslátt í einhverju formi. Svo má aftur velta því fyrir sér hvort peningurinn færi ekki strax aftur inn í hagkerfið með þessu fyrirkomulagi … Ef jafnrétti á að nást þurfa kon- ur að vera sterkar og sjálfstæðar. Auðvitað þurfa þær að komast í stjórnir fyrirtækja og ná völdum í viðskiptalífinu en það hangir meira á spýtunni. Lífið snýst nefnilega ekki bara um viðskipta- lífið og að konur fari að græða á daginn og grilla á kvöldin eins og karlarnir. Í heiminum er stór hóp- ur kvenna sem eiga einhvern veg- inn engan séns vegna fátæktar og geta ekki látið til sín taka því þær eiga enga möguleika. Þær eru fastar í vonlausum aðstæðum, sumar í ofbeldissamböndum og jafnvel með allt of mörg börn á sínu framfæri sem gerir það að verkum að þær komast ekki úr sporunum. Í nýútkominni bók Bjargar Guðrúnar Gísladóttur, Hljóðin í nóttinni, er íslenskum raunveru- leika á eftirstríðsárunum lýst afar vel. Þar átti móðir Bjargar Guð- rúnar engan séns. Hún gat ekki séð fyrir börnunum sínum sjálf og neyddist því til að búa með drykkjusjúkum eiginmanni sem beitti hana kerfisbundnu ofbeldi bæði andlegu og líkamlegu. Ef hún hefði fengið einhvern fé- lagslegan stuðning hefði hún lík- lega getað staðið á eigin fótum og boðið börnunum sínum upp á betra líf. Ég sé ekki annað en að það séu næg tækifæri fyrir Femínista- félag Íslands og það veiti ekki af að bretta upp ermar og hjóla í menn og málefni. Karlarnir myndu nefnilega aldrei láta ein- hver netdólgslæti slá sig út af laginu … martamaria@mbl.is Dólgslætin áttu sér stað í tölvunni. Hljóðin í nóttinni eftir Björgu Guð- rúnu Gísladóttur. Þessi mynd var tekin á Kvennafrídaginn 1985. Myndu aldrei láta dólgslæti slá sig út af laginu FLUGFARÞEGAR FÁ VSK AFÖLLUMGLERAUGUM SÍMI 527 1515 GÖNGUGÖTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.