Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014 Tíska Það var skemmtileg stemning á tískusýningunni sem haldin var á Ísafold. Morgunblaðið/Eggert ÚRSLITAKEPPENDUR SÝNDU HÖNNUN SÍNA Tískusýning trendnets ÚRSLITAKEPPENDUR FATAHÖNNUNARKEPPNI Á VEGUM TRENDNETS, REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL OG COKE LIGHT SÝNDU FATALÍNUR SÍNA Á ÍSAFOLD BAR SÍÐASTLIÐINN FIMMTUDAG. SIGURVEGARI KEPPNINNAR VAR HILDUR SUMARLIÐADÓTTIR FATAHÖNNUÐUR EN SÓLEY JÓHANNESDÓTTIR, SÓLLILJA BALTASARSDÓTTIR OG YLFA GRÖNVOLD KOMUST Í ÚRSLIT OG SÝNDU EINNIG HÖNNUN SÍNA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Falleg hönnun á sýningunni. Skærfjólublá dragt frá Ylfu Grönvold. Hildur Sumarliðadóttir vann keppnina með fallegri línu. Sóley Jóhanns- dóttir sýndi þessa skemmtilegu línu. Ylfa Grönvold hannaði þennan fallega kjól. Orðrómur um samstarf Adidas og listamannsins með stóra hattinn, Pharrell, hefur nú verið staðfestur en þessir tveir risar hvor á sínum markaðnum munu nú starfa saman sem ein heild. Pharrell hefur ávallt neitað – þangað til í vikunni þegar hann fékkst til að tjá sig um kom- andi samstarf við tískuvefsíðuna highsnobiety. „Ég hef talað við fólk frá Adidas í langan tíma og nú er þetta loks orðið að veruleika,“ sagði listamað- urinn sem er bæði þekktur sem tískumógúll og tónlistarkappi. Síð- ustu lög hans, Happy og Get Lucky, hafa fengið heimsbyggðina til að dansa. Lítið er vitað um samninginn að þessu sinni en miðað við það orð- spor sem fer af Pharrell að allt sem hann kemur nálægt verði að gulli má búast við einhverju glæsilegu frá íþróttarisanum Adidas og Pharrell, líklegast með þrem röndum – ein- kennisröndum Adidas. Pharrell hefur alltaf áhuga á tísku og aðrir fylgja honum í því sem hann klæðist. Svokallaður trendsetter. ADIDAS OG PHARRELL Í EINA SÆNG Þrjár rendur með Pharrell Það verður mikið um að vera í hönn-unar- og mennigarlífinu í Reykjavíkum helgina en hönnunarhátíðinHönnunarMars er nú í fullum gangi. Einn af þeim spennandi viðburðum sem til- heyra hátíðinni er sýningin Línur. Línur eru samsýning Hildar Yeoman, Bark- ar Sigþórssonar og Ellenar Loftsdóttur þar sem myndlist, tíska og ljósmyndun er blandað saman á áhugaverðan hátt. Sýningin veltir fyr- ir sér á skemmtilegan hátt einangrun Íslands frá alþjóðlega tískuheiminum. „Þetta eru nektarljósmyndir sem Börkur Sigþórsson tók og ég valdi fatnað og Hildur klæddi fyrirsæturnar með teikningum sín- um,“ segir Ellen Loftsdóttir. Ellen bætir jafn- framt við að hver mynd hefur sinn ákveðna karakter þrátt fyrir að hugmyndin á bak við myndirnar sé sú sama. „Þessi hugmynd spratt upp hjá mér þegar ég flutti heim frá London. Í London er að- gangur að hátískufatnaði mjög greiður en á Íslandi eru hinsvegar takmarkaðir mögu- leikar í boði. Sem gerir mína vinnu talsvert erfiðari. Út frá þessum pælingum fæddist þessi hugmynd að taka nektarmyndir af ís- lenskum fyrirsætum, velja hátískufatnað af netinu og fá síðan Hildi Yeoman til að klæða fyrirsæturnar með teikningum sínum. Fríða María Harðardóttir sá um förðun og fyrir- sæturnar Kolfinna Kristofersdóttir, Andrea Röfn Jónasdóttir og Edda Óskars frá Eskimó models sátu fyrir.“ Línur eru partur af HönnunarMars og verður sýningin opin um helgina í Hörpu. Klæða fyrirsætur með teikningum Ellen Loftsdóttir stílisti valdi hátískufatnað á fyrirsæturnar á netinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg HVER FLÍK FÆR AÐ NJÓTA SÍN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.