Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014 Tíska Það var skemmtileg stemning á tískusýningunni sem haldin var á Ísafold. Morgunblaðið/Eggert ÚRSLITAKEPPENDUR SÝNDU HÖNNUN SÍNA Tískusýning trendnets ÚRSLITAKEPPENDUR FATAHÖNNUNARKEPPNI Á VEGUM TRENDNETS, REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL OG COKE LIGHT SÝNDU FATALÍNUR SÍNA Á ÍSAFOLD BAR SÍÐASTLIÐINN FIMMTUDAG. SIGURVEGARI KEPPNINNAR VAR HILDUR SUMARLIÐADÓTTIR FATAHÖNNUÐUR EN SÓLEY JÓHANNESDÓTTIR, SÓLLILJA BALTASARSDÓTTIR OG YLFA GRÖNVOLD KOMUST Í ÚRSLIT OG SÝNDU EINNIG HÖNNUN SÍNA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Falleg hönnun á sýningunni. Skærfjólublá dragt frá Ylfu Grönvold. Hildur Sumarliðadóttir vann keppnina með fallegri línu. Sóley Jóhanns- dóttir sýndi þessa skemmtilegu línu. Ylfa Grönvold hannaði þennan fallega kjól. Orðrómur um samstarf Adidas og listamannsins með stóra hattinn, Pharrell, hefur nú verið staðfestur en þessir tveir risar hvor á sínum markaðnum munu nú starfa saman sem ein heild. Pharrell hefur ávallt neitað – þangað til í vikunni þegar hann fékkst til að tjá sig um kom- andi samstarf við tískuvefsíðuna highsnobiety. „Ég hef talað við fólk frá Adidas í langan tíma og nú er þetta loks orðið að veruleika,“ sagði listamað- urinn sem er bæði þekktur sem tískumógúll og tónlistarkappi. Síð- ustu lög hans, Happy og Get Lucky, hafa fengið heimsbyggðina til að dansa. Lítið er vitað um samninginn að þessu sinni en miðað við það orð- spor sem fer af Pharrell að allt sem hann kemur nálægt verði að gulli má búast við einhverju glæsilegu frá íþróttarisanum Adidas og Pharrell, líklegast með þrem röndum – ein- kennisröndum Adidas. Pharrell hefur alltaf áhuga á tísku og aðrir fylgja honum í því sem hann klæðist. Svokallaður trendsetter. ADIDAS OG PHARRELL Í EINA SÆNG Þrjár rendur með Pharrell Það verður mikið um að vera í hönn-unar- og mennigarlífinu í Reykjavíkum helgina en hönnunarhátíðinHönnunarMars er nú í fullum gangi. Einn af þeim spennandi viðburðum sem til- heyra hátíðinni er sýningin Línur. Línur eru samsýning Hildar Yeoman, Bark- ar Sigþórssonar og Ellenar Loftsdóttur þar sem myndlist, tíska og ljósmyndun er blandað saman á áhugaverðan hátt. Sýningin veltir fyr- ir sér á skemmtilegan hátt einangrun Íslands frá alþjóðlega tískuheiminum. „Þetta eru nektarljósmyndir sem Börkur Sigþórsson tók og ég valdi fatnað og Hildur klæddi fyrirsæturnar með teikningum sín- um,“ segir Ellen Loftsdóttir. Ellen bætir jafn- framt við að hver mynd hefur sinn ákveðna karakter þrátt fyrir að hugmyndin á bak við myndirnar sé sú sama. „Þessi hugmynd spratt upp hjá mér þegar ég flutti heim frá London. Í London er að- gangur að hátískufatnaði mjög greiður en á Íslandi eru hinsvegar takmarkaðir mögu- leikar í boði. Sem gerir mína vinnu talsvert erfiðari. Út frá þessum pælingum fæddist þessi hugmynd að taka nektarmyndir af ís- lenskum fyrirsætum, velja hátískufatnað af netinu og fá síðan Hildi Yeoman til að klæða fyrirsæturnar með teikningum sínum. Fríða María Harðardóttir sá um förðun og fyrir- sæturnar Kolfinna Kristofersdóttir, Andrea Röfn Jónasdóttir og Edda Óskars frá Eskimó models sátu fyrir.“ Línur eru partur af HönnunarMars og verður sýningin opin um helgina í Hörpu. Klæða fyrirsætur með teikningum Ellen Loftsdóttir stílisti valdi hátískufatnað á fyrirsæturnar á netinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg HVER FLÍK FÆR AÐ NJÓTA SÍN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.