Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Qupperneq 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Qupperneq 47
laganna segir: „Tilgangur laga þessara er að vinna gegn misnotkun áfengis …“ Áður bar heiti laganna með sér að þau væru sett til að tryggja einokun rík- isins á áfengisverslun. Slík lagaleg hreinskilni er ekki lengur í móð. Því var aukið við lögin ýmsum þáttum, svo sem eins og um áfengisaldur og þess háttar. En fráleitt er þó og fyrirsláttur einn að lögin séu sett til þess að vinna gegn misnotkun áfengis, eins og sagt er í sjálfri fyrstu grein þeirra. En ríkisvaldið má eiga það, að hafa ætíð verið sjálfu sér samkvæmt í tví- skinnungnum, sem fyrsta greinin lýsir. Þannig má sjá, að þegar fjármálaráðherrann á hverjum tíma mælir fyrir hækkun á álögum á guðaveigar er jafnan fullyrt að það sé gert í þeim tilgangi að draga úr notk- un almennings á áfengi. En þegar útfærslan í fjár- lagafrumvarpinu birtist svo sést ætíð að við útreikn- inga á tekjunum er á því byggt að neyslan verði óbreytt þrátt fyrir hækkunina. Og þeir erlendu og þeirra menn Evrópusambandið er sérdeilis frægt fyrir áróðurs- tengdar yfirskriftir í starfsemi sinni. Enda fer vel á því, þar sem embættisheiti helstu valdamanna er „kommissarar“ sem stjórna umboðslausir fjarlægum löndum „með tilskipunum“. Og orðagjálfur þeirra sem hallastir eru undir að fórna fullveldi þjóðar sinn- ar til þessa miðstýrða sambands virðist draga dám af því. Þeir ætla að „kíkja í pakkann“ þótt þeir og flestir aðrir viti að enginn slíkur er til. Nema átt sé við þær eitthundrað þúsund síður af tilskipunum, sem um- sóknarríkjum er gert að gleypa áður en þau fá aðild. Þær liggja allar fyrir á tölvukubb og er aldrei pakkað inn. Samfylkingin hafði lengi á stefnuskrá sinni það há- leita markmið að fara ætti sem fyrst að vinna að „samningsmarkmiðum Íslands“ sem svo yrði byggt á í samningaviðræðum um aðild, sem Evrópusambandið sjálft segir þó að fari alls ekki fram. Samfylkingin óð svo í að samþykkja aðild, þegar þjóðin var löskuð og vönkuð eftir efnahagsáfall, án þess að nokkur slík „samningsmarkmið“ hefðu verið rædd við þjóðina, samþykkt af henni eða svo mikið sem sett á blað. Félagsskapur þeirra sem segja vilja segja „já“ við því að ganga í Evrópusambandið með þeim fullveld- isafslætti sem fylgir (og flestir þeirra eru farnir að við- urkenna) hafa ekki kjörorðið „Já, Evrópa“ heldur snúa þeir öllu á haus og hafa það „Já, Ísland!“ Sá hóp- ur í Sjálfstæðisflokknum, sem hallur er undir þetta, er mjög fámennur, en ofríkisfullur í öfugu hlutfalli við það gagnvart þorra flokksmanna og stuðningsmanna flokksins. Þeir hafa myndað sérstakan félagsskap og sett sér skriflegan málefnagrundvöll. Í upphafi þeirra reglna segir: „Tilgangur félagsins er að standa vörð um sjálfstæði Íslands.“ Þetta minnir óneitanlega á áfengislögin. En af hverju í ósköpunum leggjast menn svona lágt? Tilgangurinn er augljós. Hann er að berj- ast fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Enda hafa helstu forsprakkar þessa félagsskapar svo sannarlega hamast fyrir þann málstað. Nú er það auðvitað svo, að það er gild pólitísk af- staða að vilja ganga í Evrópusambandið og hlýtur að vera hægt að færa fyrir því málefnaleg rök sem stand- ast lágmarkskröfur. Ef menn stofna til félagsskapar um slíkan þátt, en vilja ekki ganga beint í Samfylk- inguna, eina flokkinn sem hefur það erindi í stefnu sinni og þar efst á blaði, af hverju segja þeir það ekki? Skammast þeir sín fyrir hugsjónina? Ef þetta eru sjálfstæðismenn sem eru óánægðir með að hafa lítinn hljómgrunn í sínum flokki með þetta hugðarefni, af hverju gefa þeir í skyn, með stefnumarkandi yfirlýs- ingu, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki standa vörð um sjálfstæði Íslands? Þess vegna hafi þeir orðið að stofna sérstakan hóp fyrir sig, þótt þeir séu áfram í flokknum. Það gerðu þeir því eingöngu af því að Sjálf- stæðisflokkurinn vildi ekki samþykkja að ganga í Evrópusambandið, en ekki vegna þess að flokkurinn vildi ekki standa vörð um sjálfstæði Íslands, sem hann hefur gert betur en aðrir flokkar síðan árið 1929. Ekki er þessi hópur með þessi látalæti til þess eins að gleðja George Orwell, löngu látinn. Honum hefði að vísu vafalítið verið skemmt. Rödd úr verkalýðsráði Nú liggur fyrir, staðfest í mörgum könnunum, að sá hópur innan Sjálfstæðisflokksins sem vill ganga í ESB er mun fámennari en þeir félagar og stuðnings- menn Samfylkingarinnar sem ekki vilja ganga í það samband. En síðarnefndi hópurinn virðist halda sig algjörlega til hlés og ekki hafa neinn vettvang innan síns flokks. Eða ber hann kannski svona ríka virðingu fyrir vilja mikils meirihluta í sínum flokki ólíkt sjálf- stæðismönnunum? Kristinn Karl Brynjarsson verka- maður, sem situr í Verkalýðsráði Sjálfstæðisflokks- ins, skrifaði grein í blaðið í gær. Hann segist gera það til varnar formanni sínum og ljóst er að greinarhöf- undi þykir ekki mikið til félagsskapar „Sjálfstæðra Evrópumanna“ koma. Segir þá þó hafa ítök víða, „í atvinnulífi, bankakerfi, fjölmiðlum og víðar“. Hann segir félagsskapinn aðeins brot af skráðum sjálfstæð- ismönnum, en hafi þó tekist með frekjulegum mál- flutningi í fjölmiðlum að eitra innviði og starf Sjálf- stæðisflokksins. Kristinn Karl segir svo: „Það kannski skýrir meint dálæti andstæðinga Sjálfstæð- isflokksins á Sjálfstæðum Evrópumönnum.“ Grein- arhöfundur segir einnig: „Þessi hópur verður að sætta sig (við) það, að verða undir í kosningum um stefnumál og una þeim úrslitum án þess að beita for- ystu flokksins og aðra flokksfélaga stöðugu áreiti með því að þröngva sínum minnihlutaskoðunum upp á meirihluta flokksins. Eyðileggja fyrir honum með dólgslegum yfirlýsingum og dónalegum uppnefn- ingum gagnvart hinum almenna flokksfélaga og for- ystu flokksins vegna þess að meirihluti flokksfélaga og forystan vilji fylgja annarri stefnu en þeir.“ Það er auðvitað svo, að þeir sem verða undir með sín sjónarmið í stjórnmálaflokki þurfa alls ekki að leggja árar í bát. Þeir mega auðvitað halda áfram að berjast fyrir þeim og hafa það markmið að ná meiri- hlutafylgi fyrir sínum viðhorfum. Það eru vissulega mörg dæmi um það, að sjónarmið, sem hafa verið undir í flokki, fái síðar meiri byr og verði jafnvel ofan á. Stjórnmálaflokkar eru auðvitað í eðli sínu opnir fyr- ir málamiðlunum. Í stórum flokki er vafalaust, t.d. að loknum landsfundi, hægt að finna einstaka fulltrúa sem eru ósáttir við eitthvað sem samþykkt er. En þeir sætta sig við niðurstöðuna vegna þess að þeir eiga almennt samleið með flokki sínum. Í Evrópumálum hafa menn beitt sér fyrir málamiðl- unum til að koma til móts við þá sem hafa verið áhugasamastir um þau. Þar hefur mikill meirihluti flokksins í tvígang gengið mjög langt til að koma til móts við tiltölulega lítinn minnihluta. En því miður er reynslan sú, að þótt þannig hafi verið lengra gengið en var hóflegt hefur hinn hávaðasami minnihluti haft mjög sérkennilega nálgun gagnvart þeim „sáttum“ sem gerðar voru, eingöngu í þágu þeirra. Þeir hafa margoft sýnt að þeir telja flokkinn eftir það bundinn við sáttina, en þeir sjálfir hafi áfram frítt spil og þurfi ekkert með hana að gera. Vafalítið er mikið óþol komið í margan góðan flokksmanninn vegna þessa. Það geta fáir undrast. Morgunblaðið/Kristinn 30.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.