Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 49
30.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Í þessu ljósi kemur ekki á óvart að Jevgenija hefur engar áhyggjur af framtíð barnanna sinna. Þau hafi alls ekki færri tromp á hendi í þessu lífi en börn sem hafa fulla heyrn. Jevgenija segir heyrnarlausa viðræðuhæfa um allt milli himins og jarðar – nema helst tónlist. Þó eru dæmi um heyrnarlausa tón- listarmenn, svo sem skoska slagverksleik- arann Evelyn Glennie. Að ekki sé talað um Ludwig van Beethoven. Hún hefur náð prýðilegum tökum á ís- lenskunni, les blöð og horfir mikið á sjón- varp, vitaskuld mest textað efni. „Ég hef mjög gaman af íslensku efni en því miður er það alltof sjaldan textað. Eiginlega bara við hátíðleg tækifæri. Það mætti laga,“ seg- ir hún. Vann brons á ólympíuleikum Samskipti eru auðveld á netinu, auk þess sem heyrnarlausir eiga rétt á þjónustu táknmálstúlka, svo sem við njótum góðs af í þessu samtali. Jevgenija getur líka hringt út um allar trissur gegnum túlkana. Hjónin eru bæði mikið íþróttafólk. Art- uras syndir en Jevgenija hefur náð langt í badminton. Hefur keppt bæði á heimsmeist- aramóti og ólympíuleikum heyrnarlausra og á meira að segja ólympíubrons frá leik- unum í Ástralíu árið 2005. Spurð hvers vegna þau Arturas hafi flutt til Íslands á sínum tíma nefnir Jevgenija strax betri lífskjör. „Við gátum fengið góða vinnu hérna og hærri laun en heima í Litháen. Núna eigum við íbúð og bíl og líð- ur í alla staði ljómandi vel,“ segir hún en Arturas vinnur sem klippari hjá Táknsmiðj- unni og líkar vel. Jevgenija viðurkennir að hún fari ekki varhluta af meðaumkun náungans vegna heyrnarleysisins. Að ekki sé talað um þegar hún segist eiga heyrnarlaus börn líka. Það sé þó ekkert séríslenskt, heyrnarlausir mæti hvarvetna því viðmóti. „Ég læt sem ég sjái ekki vorkunnsemina. Það er ekkert æ, æ, ó, ó, aumingja ég. Mér líður mjög vel eins og ég er.“ Reiknar með að verða hér áfram Jevgenija segir gott að ala upp heyrnarlaus börn á Íslandi. Skilningur sé víðast hvar mikill og Kevin og Emily séu á mjög fínum leikskóla, Sólborg, þar sem þau búi við táknmálsumhverfi. Á Sólborg eru saman heyrandi börn og heyrnarlaus, auk heyrandi barna heyrnarlausra foreldra. Hún á ekki von á öðru en að fjölskyldan verði áfram á Íslandi. „Svo lengi sem við rekumst ekki á hindranir hér á Íslandi komum við til með að búa hérna áfram. Börnin eru fædd hér og þekkja ekki annað. Þegar kemur að því að fara í grunnskóla reikna ég með að þau fari í Hlíðaskóla sem er fyrir heyrnarlaus börn. Ég þekki hann ekki en hef enga ástæðu til að ætla annað en hann sé góður. Annars erum við ekkert öðruvísi en aðrir foreldrar. Við munum halda áfram að berjast fyrir ennþá betra lífi fyrir börnin okkar.“ Hjónin Jevgenija Kukle og Arturas Kuklis ásamt börnum sínum, Mark, Emily og Ke- vin, á heimili sínu í Breiðholtinu. * „Ég læt sem ég sjáiekki vorkunnsemina.Það er ekkert æ, æ, ó, ó, aumingja ég. Mér líður mjög vel eins og ég er.“ „Þegar foreldrar taka ákvörðun um læknis- fræðilegt inngrip eins og kuðungsígræðslu fyrir börn sín taka foreldrar ákvörðun um hvernig lífi barnið þeirra á að lifa. Ákvörðun þeirra er ekki um hvort barnið lifi eða deyi eða að það verði sjúk- lingur. Ákvörðun þeirra er um hvort barn- ið tilheyri döff menningu eða heyrandi menningu. Við sem erum heyrnarlaus og tölum íslenskt táknmál köllum okkur döff. Döff einstaklingar fá íslenska táknmálið í arf frá eldri döff í menningarsamfélagi döff. Táknmálið gegnir lykilhlutverki í þró- un sjálfsmyndar og samsömunar döff fólks. Foreldrar sem eiga táknmál að móðurmáli og tilheyra döff menningu vilja að barnið þeirra verði hamingjusamt og fái að njóta þeirra tækifæra sem lífið hefur upp á að bjóða. Þeirra mat er að það náist best með því að barnið fái að njóta eigin menningar og tungumáls og kynnist ís- lenskri menningu og læri vel íslensku sem annað mál. Foreldrarnir gera ráð fyrir að meðfædd göfgi þeirra og frelsi til að taka eigin ákvarðanir sé virt. Sama gildir um nýbúa, sem eiga heyrandi börn sem tala tvö tungumál, móðurmál sitt og íslensku. Þeir gera væntanlega ráð fyrir að geta alið börn sín upp við að eiga tvö móðurmál og að samsama sig við tvær menningar. Þessi ákvörðun fjallar um menningarlega sam- semd en ekki ofbeldi eða vanrækslu.“ Júlía G. Hreinsdóttir í aðsendri grein í Morgunblaðinu 31. janúar sl. Að virða frelsið Júlía G. Hreinsdóttir Mikilvægt er að virðing sé borin fyrir þeim börnum sem eru heyrnarskert eða heyrnarlaus. Ekki er rétt að líta á heyrn- arlaus eða heyrnarskert börn sem „göll- uð“ börn sem þarf að breyta eða bæta. Er það í samræmi við þá þróun sem hefur orðið á hugtakinu fötlun, að ekki sé ein- ungis litið til læknisfræðilegra þátta held- ur einnig félagslegra, sbr. meðal annars samning Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi fatlaðs fólks. Ljóst er að börn geta átt gott líf og náð fullum þroska án þess að hafa heyrn. Því hefur jafnvel verið haldið fram að heyrnarlausir ein- staklingar séu ekki fatlaðir heldur tilheyri málminnihlutahópi. Þeir sem aðhyllast þetta sjónarmið benda á að það séu rétt- indi barna sem eru heyrnarlaus að við- halda auðkennum sínum og njóta eigin menningar og tungumáls í samfélagi með öðrum. Úr áliti umboðsmanns barna. Ekki „gölluð“ börn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.