Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 54
Bráðabirgðahúsnæði fyrir heimilislausa eftir jarðskjálftana í Kobe í Japan árið 1995. Eins og sjá má eru sökklarnir bjórkassar fylltir sandpokum en veggirnir úr lóðréttum pappahólkum. Bráðabirgðaskóli reistur við í Chengdu í Kína, árið 2008. Eins og sjá má er grindin öll úr pappírshólkum. Þ egar rætt er um arkitektúr beinist athyglin iðulega að varanlegum byggingum, úr stáli og steypu. Þegar tilkynnt var hver hlyti Pritzker-verðlaunin í ár, helstu verðlaun sem arkitektum geta hlotnast fyrir heildarverkið, varð hins vegar fyrir valinu maður sem hefur öðlast verðskuldaða frægð fyrir byggingar sem er ætlað að standa til bráðabirgða og eru iðulega reistar úr efnum á borð við pappahólka og bjórkassa. Shigeru Ban er sjöundi Japaninn sem hreppir þessi eftirsóttu verðlaun síðan stofnað var til þeirra árið 1979. Hann er 56 ára gamall og nýtur sívaxandi vinsælda og virðingar, eins og sjá má á því að hann starfrækir nú arkitektastofur í þremur stór- borgum, Tókýó, París og New York, og ferðast á milli þeirra til að vinna að ólíkum verkefnum. En Ban sló fyrst í gegn fyrir skýlin sem hann hannaði fyrir fórnarlömb náttúruhamfara og stríðsátaka, til að mynda í Japan, Tyrklandi, Rúanda, Indlandi, Kína og Haítí. Þau fyrstu voru reist í Rúanda árið 1994, tjöld með súlur úr pappírshólkum. „Mér fannst að það mætti bæta þessi skýli,“ var haft eftir honum um snjalla lausnina. Í umsögn dómnefndar segir að byggingar Ban sjái þessu hrakta fólki fyrir skjóli, þær séu félagsmiðstöðvar og staðir fyrir bæna- gjörð fyrir fólk sem hefur upplifað ólýsan- legan missi og eyðingu. Ban er iðulega mætt- ur með fyrstu björgunarsveitum og tekur frá upphafi þátt í uppbyggingu bráðabirgðabygg- inganna. Ballettlegar byggingar Ban hefur lýst því hvernig hann geymdi gjarnan pappírshólkana sem voru innan í rúllum af faxpappír og teiknipappír á arkitektúrstofum. Einn daginn heimsótti hann verksmiðju sem útbjó slíka hólka og komst að því að hægt er að fá þá í ýmsum lengdum og misbreiða. Síðan hefur hann not- að þá í burðarvirki, veggi og loft bygginga. Í umfjöllun The New York Times er Ban sagður hafa ögrað viðteknum hugmyndum um rými heimilisins og hvað það þýði að hafa þak yfir höfuðið. Til að mynda hafa kirkjur hans og tónleikasalir úr pappír vakið mikla athygli. „Verk hans eru loftkennd, sveigj- anleg; eins og ballett,“ skrifaði Michael Kim- melman, helsti gagnrýnandi blaðsins, fyrir nokkrum árum. „Hann er afkomandi Buck- minster Fuller og Oscars Niemayer, hefð- bundins japansks arkitektúrs og Alvars Aalto; hann er líka gamaldags módernisti með ljóðrænan streng og uppgötvunarhæfni verkfræðings.“ Þrátt fyrir að þessar byggingar Ban eigi iðulega aðeins að vera nýttar í tvö til þrjú ár, þá líkar fólki vel við þær, auk þess sem þær reynast furðu sterkar, og hefur verið búið í þeim í allt að áratug. En þrátt fyrir að Ban sé hvað þekktastur fyrir þessi bráðabirgðaskýli; smáhýsi fyrir flóttamenn og félagsmiðstöðvarnar úr pappír, þá hefur hann einnig unnið að hefðbundnari verkefnum. Eitt þeirra er glæsilegt útibú Pompidou-safnsins í Metz í Frakklandi, síðar á árinu verður opnað listasafn í Aspen í Colo- rado sem hann teiknaði og þá hafa margir dáðst að „Metal Shutter House“, íbúðablokk í Chelsea í New York, og verslunarhúsi Cam- per-skóbúðarinnar við Prince Street í SoHo þar í borg. Þá hafa afar tilraunakenndar byggingar eftir hann verið reistar í Japan, til að mynda hús þar sem útveggirnir eru eins og sturtutjöld og blakta í vindinum. Eftir jarðskjálfta í L’Aquila á Ítalíu árið 2005 reis þessi glæsti tónleikasalur; veggir sem loft úr pappír. Ljósmynd/Didier Boy de la Tour SHIGERU BAN HREPPTI VIRTUSTU ARKITEKTAVERÐLAUNIN FYRIR ÓVENJULEGAR LAUSNIR Verðlaunabyggingar úr pappa JAPANSKI STJÖRNUARKITEKTINN SHIGERU BAN HANNAR NEYÐARSKÝLI, KIRKJUR OG FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR SEM RÍSA Á HAMFARASVÆÐUM VÍÐA UM LÖND. OFTAST ERU ÞÆR BYGGÐAR ÚR PAPPAHÓLKUM. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Pappírsdómkirkjan“ er hún kölluð þessi kirkja Ban í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Metal Shutter House er í Chelsea í New York og hefur vakið verulega athygli þar. „Curtain Wall House“ í Tókýó; útveggir blakta. Shigeru Ban 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014 Menning

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.