Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Qupperneq 59
30.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
Elif Shafak er höfundur skáld-
sögunnar Heiður. Tvíburasyst-
urnar Jamila og Pembe eru
fæddar í kúrdísku þorpi. Jamila
verður ljósmóðir en Pembe
fylgir eiginmanni sínum til
London og hjónin verða að
velja á milli gamalla hefða og
nútímalegs borgarlífs. Elsti son-
urinn tekur svo að sér að verja
heiður fjölskyldunnar þegar
eiginmaðurinn lætur sig hverfa.
Höfundur bókarinnar, rithöf-
undurinn, blaðamaðurinn og
fræðikonan Elif Shafak er fædd
árið 1971 og er tyrknesk. Bæk-
ur hennar hafa verið þýddar á
39 tungumál og hún hefur hlot-
ið verðlaun og viðurkenningar
fyrir verk sín.
Ólíkir menn-
ingarheimar
Milan Kundera verður 85 ára þann 1. apríl næst-
komandi. Tveimur dögum síðar, þann 3. apríl kem-
ur út eftir hann ný skáldsaga hjá Gallimard í París,
Franski titillinn á henni er La fete de l’insignifi-
ance, Hátíð hins fáfengilega.
Sagan gerist í París nútímans á nokkrum dögum í
júní og fjallar um mann
sem er kominn af léttasta
skeiði, heldur að hann sé
kominn með krabbamein,
fer til læknis til að fá það
staðfest, kemst að því að
svo er ekki en ákveður
samt að láta alla í kringum
sig halda að svo sé til að
vekja athygli og njóta sam-
úðar fólks. Inn í verkið
fléttar Kundera síðan ýms-
um vangaveltum um frelsi og ábyrgð í ástarmálum,
skopskyn stjórnmálamanna og harðstjóra eins og
Stalíns.
Til stendur að skáldsagan komi út hjá Forlaginu í
haust í þýðingu Friðrik Rafnssonar, en hann seg-
ir söguna vera bráðskemmtilega og margradda.
Fjórtán ár eru frá því Kundera sendi síðast frá
sér skáldsögu, en það það var Fáfræðin sem kom
út í Frakklandi, og hér á landi sama ár, árið 2000. Í
millitíðinni sendi hann frá sér tvö ritgerðarsöfn,
Tjöldin (2006) og Kynni (2009). Heildarsafn
verka hans kom svo út í hinni virðulegu ritröð,
Pleiade, hjá Gallimard árið 2011.
NÝ SKÁLDSAGA FRÁ KUNDERA
Milan Kundera sendir frá sér nýja bók.
Í Berlín í Þýskalandi kom út á dögunum
hjá bókaútgáfunni Queich-Verlag ljóða-
bókin Das Dorf. Það er Þorpið eftir
Jón úr Vör í þýskri þýðingu og með eft-
irmála Sigrúnar Valbergsdóttur og
Wolfgangs Schiffer. Ljóðin eru prent-
uð bæði á íslensku og þýsku. Hana prýða
svart-hvítar blýantsteikningar Kjartans
Guðjónssonar, sem birtust fyrst í 3.
útgáfu Þorpsins á Íslandi árið 1979.
Við þýðingu ljóðanna var stuðst við
síðustu útgáfu Þorpsins sem kom út árið
1999 hjá Máli og menningu. Þrjú
ljóðanna í bókinni höfðu áður birst í
þýskri þýðingu í bókmenntatímaritinu
Die Horen, Bremerhaven. Þau þýddu
Jón Thor Gíslason og Wolfgang Schiffer
sem og Magnús Diðrik Baldursson og
Wolf Kühnelt.
Í kynningu og ítarlegum eftirmála bók-
arinnar er gerð grein fyrir íslenskri
ljóðagerð og þeim breytingum sem á
henni urðu laust fyrir miðja síðustu öld.
Greint er frá þeirri sérstöðu sem Þorp-
ið hefur ætíð haft í íslenskum bók-
menntum. Það gefur útgáfunni aukið
vægi að textinn er líka allur á frummál-
inu.
ÞORPIÐ Á ÞÝSKU
Hin fræga ljóðabók Þorpið eftir Jón úr Vör
er komin út í Þýskalandi í tvímála útgáfu.
Stúlka með maga, skáldætt-
arsaga Þórunnar Erlu- og Valdi-
marsdóttur, fékk Fjöruverð-
launin, bókmenntaverðlaun
kvenna og í rökstuðningi sagði:
„Rödd sögukonunnar er sterk
og frumleg eins og sagan sjálf,
hæðin þegar það á við, en líka
elsku- og huggunarrík. Það er
mikill stráksskapur í textanum
og stíllinn er fagur og töfrum
slunginn.“
Sannarlega ekki amaleg um-
sögn!
Verðlaunabók
Þórunnar
Verðlaunabók,
glæpir og ólíkir
heimar
NÝJAR BÆKUR
ÍSLENSKAR SKÁLDSÖGUR SÍÐASTA ÁRS
KOMA NÚ HVER Á FÆTUR ANNARRI Í KILJU
OG MEÐAL ÞEIRRA ER VERÐLAUNABÓK, STÚLKA
MEÐ MAGA. GLÆPASÖGUR ERU VITANLEGA FYR-
IRFERÐARMIKLAR OG ÞAR Á MEÐAL ER EIN
FINNSK. SKÁLDSAGA EFTIR TYRKNESKAN HÖF-
UND ER NÝKOMIN ÚT Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU.
Að gæta bróður míns eftir finnska
höfundinn Antti Tuomainen (höf-
und Græðarans) fjallar um Klaus
sem á föður og afa sem báðir
hröktust út í glæpi. Klaus ætlar sér
ekki sömu örlög en dag einn er
hann rekinn úr vinnunni og kemst
að því að litli bróðir selur dóp. Svo
er maðurinn sem rak hann myrtur.
Hér er á ferð hin ágætasta glæpa-
saga sem er á köflum launfyndin.
Finnsk saga
um glæpi
Bókafélagið hefur gefið út bók með uppskriftum að
pinnamat. Bókin er í öskju og henni fylgir brauð- og
ávaxtaskeri til að móta fallega forrétti og smárétti.
Tuttugu og fjórar afar fjölbreyttar uppskriftir eru í
bókinni og þar eru einnig leiðbeiningar í fimm skref-
um um það hvernig eigi að skera út og móta smá-
réttina. Sannarlega skemmtileg viðbót í mat-
reiðsluflóruna sem er í miklum blóma nú um stundir
Ljúffengur pinnamatur
* „Ímyndunarafl er mikilvægaraen þekking.“ Albert Einstein BÓKSALA 19.-25. MARS
Allar bækur
1 Hljóðin í nóttinniBjörg Guðrún Gísladóttir
2 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert
Joël Dicker
3 Kroppurinn er kraftaverkSigrún Daníelsdóttir
4 HHhHLaurent Binet
5 KonungsmorðiðHanne-Vibeke Holst
6 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson
7 Marco áhrifinJussi Adler Olsen
8 5:2 mataræðiðMichael Mosley/ Mimi Spencer
9 Skrifað í stjörnurnarJohn Green
10 Verjandi JakobsWilliam Landay
Kiljur
1 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert
Joël Dicker
2 HHhHLaurent Binet
3 KonungsmorðiðHanne-Vibeke Holst
4 Marco áhrifinJussi Adler Olsen
5 Verjandi JakobsWillam Landay
6 SandmaðurinnLars Kepler
7 SkuggasundArnaldur Indriðason
8 Og fjöllin endurómuðuKhaled Hosseini
9 HeiðurElif Shafak
10 ÓlæsinginnJonas Jonasson
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Skammt er milli
lífs og dauða.