Morgunblaðið - 26.04.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.04.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014 Ráðherrar vinstri stjórnarinnarsálugu minntu á sig og verk sín í vikunni. Fram var lagt frum- varp um veiðigjöld sem gerir ráð fyrir gríðarlegri umframskattlagn- ingu á sjávarútveg- inn, en þrátt fyrir það heldur minni skattlagningu en í ár og talsvert minni en áform vinstri stjórnarinnar höfðu gert ráð fyrir.    Þetta þótti tveim-ur fyrrverandi ráðherrum í rík- isstjórn Steingríms og Jóhönnu ótækt þegar leitað var álits þeirra á þessu nýja veiðigjaldafrumvarpi.    Árni Páll talaði eins og hver ann-ar sem ólst upp í Alþýðu- bandalaginu og tók fullan þátt í öll- um skattahækkunum vinstri stjórnarinnar. Hann harmaði mjög að ríkisstjórnin skyldi sýna viðleitni til að slaka ögn á skattaklónni.    Katrín Jakobsdóttir var samasinnis og gætti þess vandlega að sýna engan skilning á því að at- vinnulífið þyrfti boðleg starfsskil- yrði til að hægt væri að halda uppi velferðarþjónustu.    Þvert á móti taldi hún greinilegaað forsenda velferðarþjónust- unnar væri að knésetja atvinnulífið með viðbótarsköttum.    Núverandi stjórnvöld, sem hafafarið sér hægt í að leiðrétta ofurskattastefnu vinstri stjórn- arinnar, hljóta að vera þakklát fyr- ir að ráðherrar þeirrar rík- isstjórnar skuli reglulega minna á orðin „you ain’t seen nothing yet“. Árni Páll Árnason Styðja enn gömlu skattastefnuna STAKSTEINAR Katrín Jakobsdóttir Veður víða um heim 25.4., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 6 rigning Akureyri 10 skýjað Nuuk -5 léttskýjað Þórshöfn 8 alskýjað Ósló 13 heiðskírt Kaupmannahöfn 15 heiðskírt Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 13 heiðskírt Lúxemborg 18 léttskýjað Brussel 20 léttskýjað Dublin 13 léttskýjað Glasgow 10 skýjað London 13 skúrir París 12 alskýjað Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 21 heiðskírt Berlín 21 heiðskírt Vín 16 skúrir Moskva 13 heiðskírt Algarve 17 heiðskírt Madríd 17 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Aþena 21 léttskýjað Winnipeg 1 súld Montreal 6 skýjað New York 15 heiðskírt Chicago 13 léttskýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:17 21:35 ÍSAFJÖRÐUR 5:08 21:54 SIGLUFJÖRÐUR 4:51 21:37 DJÚPIVOGUR 4:43 21:08 Þessir kylfingar í Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ nutu ávaxta erfiðis síns en þá atti kappi hópur fé- lagsmanna sem hjálpaði starfs- mönnum að undirbúa opnun vall- arins fyrr í vikunni. Íslenskir golfáhugamenn iða í skinninu en grasið á golfvöllum landsins er nú að vakna af löngum vetrardvala. Á fyrstu völlunum er nú byrjað að opna inn á sumarflat- irnar, aðallega á þeim sem standa næst sjávarsíðunni enda fer frost fyrst úr jörðu þar. Mót voru haldin í tilefni sum- ardagsins fyrsta, hjá Kili, á Hellu, Golfklúbbi Brautarholts á Kjal- arnesi, í Leirunni á Suðurnesjum og á Hornafirði. Fleiri mót eru svo á dagskránni um helgina, meðal annars á Akra- nesi, í Hveragerði og í Grindavík. Morgunblaðið/Kristinn Golfvellir opnaðir hver af öðrum Hafrannsóknastofnun og Náttúru- auðlindastofnun Grænlands undir- rituðu í gær samstarfssamning. „Samningurinn er gerður til að styrkja samstarf stofnananna á sviði haf- og fiskirannsókna, eink- um á hafsvæðinu milli Grænlands og Íslands og á sameiginlegum fiskistofnum þessara nágranna- þjóða,“ segir í frétt Hafrannsókna- stofnunar. Gert er ráð fyrir sameiginlegum rannsóknaverkefnum, gagn- kvæmum skiptum á sérfræðiþekk- ingu og starfsmönnum o.fl. Fyrsta samstarfsverkefnið samkvæmt samningnum verður makrílrann- sókn á rs. Árna Friðrikssyni. Samvinna við Grænlendinga um rann- sóknir á sviði haf- og fiskirannsókna Sjávarútvegsráðherra Undirritaði samninginn fyrir hönd Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.