Morgunblaðið - 26.04.2014, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014
Svavar Tómas-
son var góður vinur
og við erum svo heppin að eiga
fullt af góðum minningum um
þennan frábæra vin. Hvernig má
það vera að hann sé farinn frá
okkur? Þetta er ósanngjarnt,
hann sem gerði allt svo rétt,
hann tók ekki óþarfa áhættu,
hann var ekki glanni, hugsaði vel
um heilsuna og fjölskyldan var
honum allt. Svavar var mikið hjá
okkur Steina þegar við byrjuðum
að búa, hann skrifaði alltaf í
gestabókina áður en hann fór og
eigum við fulla bók með sögum af
honum sem er okkur kærkomin
minning.
Vinahópurinn hittist oft fyrir
og eftir böll í Stangarholtinu þar
sem Svavar bjó en þaðan var
stutt að ganga í Þórskaffi.
Ákveðin festa var í gangi þegar
Svavar bjó þar; á miðvikudögum
var vaskað upp og á sunnudögum
var farið í ísbíltúr. Þessu var ekki
haggað. Eftir ísbíltúrana var
stundum endað í Skildinganesinu
hjá Írisi mömmu hans og fengu
þá allir pönnukökur. Svavar var
góður sonur og voru sterk bönd á
milli hans og mömmu hans og tók
hún vinahópnum hans eins og
hún ætti okkur öll.
Svavar og Ransý voru höfð-
ingjar heim að sækja og alltaf
svo gott að koma til þeirra. Það
er hægt að segja að þau hafi
haldið vinahópnum saman því
þau voru dugleg að fara í heim-
sóknir og ennþá duglegri að kalla
á okkur í mat og kaffi. Það var
mikið talað og hlegið þegar vina-
hópurinn kom saman, allir að
keppast við að segja frá sínu og
sínum. Svavar var duglegur að
fylgjast með hvað aðrir voru að
gera og samgladdist þegar vel
gekk. Það var líka yndislegt að
ferðast með honum þegar hann
var með 7“ appelsínugula sjón-
varpstækið með hinar ýmsu
gerðir af loftnetum og þurftum
við að stoppa þar sem hann náði
útsendingu á fréttum því ekki
gat hann haldið áfram án þess að
sjá þær. Fréttatímarnir voru
heilagar stundir!
Það var gaman að gefa Svav-
ari að borða, hann elskaði að
borða góðan mat, kökur og
brauðrétti. Hann var mjög
stundvís og mætti alltaf á þeim
tíma sem hann sagðist ætla að
mæta á. Skemmtilegustu símtöl-
in voru á afmælisdögunum, 5.
júní, þegar Svavar átti afmæli en
þá hringdi Steini í hann glað-
hlakkalegur og sagði honum
hvað hann væri orðinn eldgamall
og hvað hann væri nú heppinn að
eiga svona ungan vin. Svo hlógu
þeir rosalega að þessum brand-
ara sínum fram til 13. september
þegar Steini átti afmæli en þá
Svavar Sæmundur
Tómasson
✝ Svavar Sæ-mundur Tóm-
asson fæddist í
Kópavogi 5. júní
1959 og lést þann
13. apríl 2014.
Svavar var jarð-
sunginn frá Bú-
staðakirkju 25. apr-
íl 2014.
hringdi Svavar og
leikurinn endurtók
sig.
Svavar og Ransý
voru falleg hjón og
eiga þau þrjú ynd-
isleg börn, tvo
tengdasyni, þrjú
barnabörn og eitt á
leiðinni. Það er ynd-
islegt að sjá hvað
þau eru öll miklir
vinir og styðja hvert
annað á þessum erfiða tíma.
Ransý verður ekki ein að eiga
svona góðan hóp í kringum sig.
Við eigum ekki eftir að sætta
okkur við það að Svavar sé farinn
en við verðum að reyna að læra
að lifa með sorginni.
Hann var besti vinur minn
en nú er hann farinn og ég finn
engan annan eins og hann
þennan mann …
(Höf: Ingólfur Þórarinsson)
Elsku Ransý, börn, tengda-
börn, barnabörn, faðir, bræður,
tengdaforeldrar, ættingjar og
vinir; við kveðjum með sár í
hjarta og fallegar minningar um
okkar besta vin.
Hjördís, Steini og börn.
Elsku Svavar, það er ótrúlegt
að þú sért ekki lengur meðal okk-
ar.
Það er erfitt og skrítið að
þurfa að skrifa þessi orð svo
snemma á lífsleiðinni. Það var
svo margt sem við áttum eftir að
gera saman. Þú varst okkur allt-
af svo traustur og mikill vinur.
Stundum tekur lífið stefnu sem
er algjörlega óskiljanleg, óréttlát
og ómögulegt að sætta sig við
hana. Það var það sem gerðist
þegar við fengum fréttirnar um
að elsku besti Svavar okkar væri
farinn. Þetta gat ekki verið satt,
mátti ekki vera satt. Sérstaklega
í ljósi þess að varkárni og öll ör-
yggismál voru honum svo mik-
ilvæg.
Svavar hefur verið stór og
mikilvægur hluti af lífi okkar í
mörg ár. Það er svo erfitt og
ólýsanlega sárt að hugsa til þess
að hann sé farinn frá okkur.
Hann var besti vinur sem hægt
er að hugsa sér, traustur, fynd-
inn, staðfastur og alltaf hann
sjálfur.
Við fyrstu kynni myndaðist
strax sterkur vinskapur milli
okkar hjóna. Börnin okkar
tengdust einnig sterkum vina-
böndum í gegnum vinskap okkar.
Það leið varla sá dagur að Guð-
finnur og Svavar heyrðust ekki í
síma eða hittust. Elsa og Ransý
gerðu oft grín að því að þeir væru
kjaftakerlingarnar en ekki þær,
því þeir gátu talað endalaust í
síma þó svo að það væri ekki
nema ein gata á milli okkar.
„Eigum við ekki frekar að labba
yfir til þeirra í ostaveislu frekar
en að þið talið saman í síma í all-
an dag,“ stungum við Ransý ekki
svo sjaldan upp á.
Við töluðum oft um það hvað
vinátta okkar hjóna við Svavar
og Ransý væri einstök og við
heppin að hafa þessa vináttu.
Þökkum fyrir allar stundirnar
sem við höfum átt saman í gegn-
um tíðina. Allar gönguferðirnar,
ostaveislurnar, matarveislurnar,
dansinn, útilegurnar, utanlands-
ferðirnar, veiðiferðirnar, skíða-
ferðirnar, vélsleðaferðirnar og
allt hitt. Hans verður sárt sakn-
að; brosið, krafturinn, gleðin og
háværi hláturinn. Missirinn er
mikill og söknuðurinn óbærileg-
ur.
Elsku Ransý, börn, tengda-
börn og barnabörn, við vottum
ykkur öllum okkar dýpstu sam-
úð.
Guðfinnur Már Árnason,
Elsa María Hallvarðs-
dóttir og fjölskylda.
Við andlátsfregn góðs og kærs
vinar er eins og tíminn stöðvist
um stund. Þannig leið okkur þeg-
ar við fréttum að elsku Svavar
okkar hefði látist af slysförum
langt um aldur fram.
Við kynntumst Svavari fyrir
rúmum 30 árum þegar hann og
Ransý fóru að vera saman. Við
gerðum okkur strax grein fyrir
því að Ransý hafði fundið sér
yndislegan mann sem tók Önnu
Hlíf sem sína eigin dóttur.
Við svona sorglegan atburð
látum við hugann reika og marg-
ar ljúfar minningar skjóta upp
kollinum, glefsur frá ýmsum
tímaskeiðum sem við komum til
með að varðveita í huga okkar
um ókomna tíð. Svavar hafði
mjög góða nærveru og var alltaf
tilbúinn að rétta öllum hjálpar-
hönd. Það fylgir því mikil sorg og
söknuður að þurfa að horfa á eft-
ir svo yndislegum manni í blóma
lífsins yfirgefa þessa jarðvist
svona snemma. Við héldum alltaf
að við fengjum að eldast saman
og að Svavar yrði allra karla elst-
ur.
Mikil vinátta og tengsl hafa
alla tíð verið á milli fjölskyldna
okkar og höfum við brallað fjöl-
margt saman gegnum árin.
Ávallt reyndum við að skipu-
leggja fríin okkar saman því það
var alltaf svo gaman þar sem
Svavar, Ransý og krakkarnir
voru. Saman höfum við ferðast
um landið þvert og endilangt. Í
þessum ferðum hafði Svavar
ákveðið hlutverk sem var að hella
upp á kaffi fyrir Aggý, hún þurfti
ekki annað en að senda sms og þá
var kaffið klárt innan stundar.
Við ferðuðumst líka mikið saman
erlendis og eigum æðislegar
minningar úr þeim ferðum.
Ógleymanleg er ferðin þegar við
keyrðum saman frá Danmörku
til Spánar og eyddum saman frá-
bærum tíma í Rósakoti.
Það var alltaf stutt í húmorinn
hjá Svavari og gerði hann óspart
grín að sjálfum sér og öðrum ef
svo bar undir. Seint gleymist
þegar við vorum á Spáni eitt sinn
og hann keypti sér Nike dress
frá toppi til táar, já ekki má
gleyma Nike-úrinu, kannski
mest til að stríða Önnu Hlíf og
Októ því þau voru svo mikið Adi-
das fólk. Á heimili Ransýar og
Svavars kynntust margir ein-
stakri gestrisni þeirra hjóna. Þau
höfðu það sem hefð að halda allt-
af veislur þegar þau áttu afmæli,
því þeim fannst svo gaman að fá
vini og fjölskyldu til sín. Þegar
við bjuggum í Svíþjóð og komum
heim, þá bjuggum við hjá þeim.
Við fermdum hana Berglindi
okkar á Íslandi á þessum árum
og var veislan haldin heima hjá
þeim hjónum.
Svavar var mjög mikill vinur
barna sinna og fjölskyldna
þeirra, þau gátu alltaf leitað til
hans með allt. Það var ósjaldan
sem Áslaug Svava hringdi í
pabba sinn og spurði hvort að
þau ættu ekki að hittast og borða
saman í hádeginu, auðvitað var
Svavar ekki lengi að mæta á
staðinn. Tommi og Svavar voru
miklir vinir og með mörg sameig-
inleg áhugamál svo sem veiði- og
snjósleðaferðir. Svavar naut sín
einnig að fullu í afahlutverkinu.
Svavar var frábær eiginmaður,
pabbi, tengdapabbi, afi og félagi.
Það eru algjör forréttindi að hafa
átt hann að sem ástvin.
Elsku Ransý, Anna Hlíf, Októ,
Tommi, Áslaug, Siggi, barna-
börn, Tommi og Ester. Við send-
um ykkur hugheilar samúðarósk-
ir og hlýjar hugsanir á þessum
erfiðu tímum.
Agnes og Birgir.
Mikið er það óraunverulegt að
sitja hér og skrifa minningar-
grein um elsku Svavar okkar.
Svavar hefur alltaf verið stór
hluti af okkar lífi og við höfum
eytt með honum óteljandi
skemmtilegum og yndislegum
stundum. Við söknum hans mikið
og hann skilur eftir sig stórt
skarð í lífi okkar allra.
Það er ómögulegt að lýsa því í
rituðu máli hversu vænt okkur
þykir um Svavar. Hann var alltaf
svo góður, hress og fyndinn og
gerði allar stundir skemmtilegri.
Við erum svo heppin að hafa
fengið að eyða svona miklum
tíma með honum og fjölskyldunni
hans. Yndislegri fjölskyldu er
ekki hægt að finna. Ransý og
Svavar hafa oft reynst okkur eins
og foreldrar, þau voru alltaf til
staðar og vildu allt fyrir okkur
gera. Í ljósi þess hversu nánar
fjölskyldur okkar eru, hafa
myndast gríðarlega sterk vin-
áttubönd milli okkar og barna
Ransýar og Svavars, vináttubönd
sem munu vara að eilífu.
Okkur eru sérstaklega minn-
isstæðar allar utanlandsferðirn-
ar, Keisbakkaferðirnar og útileg-
urnar sem við fórum í með
Svavari, Ransý og krökkunum.
Þessar ferðir einkenndust af
hlátri og gleði og þar stjórnaði
Svavar ávallt ferðinni með
skemmtilegum sögum, bröndur-
um og gríðarlega smitandi hlátri.
Utanlandsferðirnar sem við fór-
um í voru margar, Evrópureisan,
nokkrar ferðir í Rósakot og ferð-
in til Calpe. Við munum aldrei
gleyma því þegar við sátum sam-
an í lestinni í París seint um
kvöld eftir heilan dag í Euro-
Disney garðinum og Svavar nýtti
sér galsann sem við vorum í og
þuldi upp brandara eftir brand-
ara. Indjánahöfðinginn, Nónó-
dýrin, Snati o.fl. gerðu það að
verkum að við grenjuðum öll úr
hlátri alla leiðina.
Í einni Spánarferðinni keyrði
Svavar í klukkutíma í öfuga átt í
steikjandi sól og miklum hita.
Honum fannst það nú ekki mikið
mál og hló bara að þessu, en við
krakkarnir sömdum lýsandi
texta við lag KK honum til heið-
urs á meðan við sátum sveitt í
aftursætunum: „… það kostar
svita og blóð að fara Svabbaslóð.“
Í einni Keisbakkaferðinni feng-
um við krakkarnir Svavar til þess
að reyna að gera við gamlan raf-
magnsbíl sem hafði fylgt með
Keisbakka. Svavar hafði litla trú
á verkefninu enda bíllinn æva-
gamall en við höfðum mikla trú á
okkar manni. Til þess að hvetja
Svavar áfram var sungin vísan
„Svabbi Svabbi, he‘s the man, if
he can‘t do it, no one can“. Þessi
hvatning varð til þess að honum
tókst að koma bílnum í gang en
jómfrúrferðin endaði snögglega
eftir aðeins 14 metra akstur, þeg-
ar bíllinn gaf endanlega upp önd-
ina. Ekki voru gerðar fleiri til-
raunir til að koma bílnum í gang,
en þessi hvatningarvísa hefur
verið notuð í ófá skipti við aðrar
skemmtilegar aðstæður eftir
það.
Allar yndislegu minningarnar
með Svavari og fjölskyldu munu
lifa með okkur um ókomna tíð.
Elsku Ransý, Anna Hlíf, Októ,
Tómas, Áslaug, Siggi, barnabörn
og aðrir ástvinir. Við og makar
okkar sendum ykkur okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Hvíl þú í friði, elsku Svavar
okkar.
Berglind, Kalli og Ingvar.
Fleiri minningargreinar
um Svavar Sæmund Tóm-
asson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför bróður
okkar og frænda,
HALLDÓRS KRISTINS GÍSLASONAR,
Kidda í Sjólyst,
Steinholtsvegi 6,
Eskifirði.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki gjörgæsludeildar
Landspítalans og Fjórðungssjúkrahússins á Neskaupsstað
fyrir einstaka umhyggju og hlýhug.
Bjarki Gíslason og systkini.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar
INGVELDAR GÍSLADÓTTUR
frá Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til Ásgerðar Sverrisdóttur
læknis, Heimaþjónustu Karitasar og
starfsfólks líknar- og krabbameinsdeildar
Landspítalans.
Fyrir hönd barna, tengda- og barnabarna,
Eyjólfur Pétursson.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför systur minnar, mágkonu og frænku,
ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR,
hússtjórnarkennara,
Reynimel 36.
Jóhannes Guðmundsson, Guðrún María Tómasdóttir,
Jóhanna Guðbjörnsdóttir,
Þuríður Guðbjörnsdóttir,
Tómas Jóhannesson,
Helgi Jóhannesson,
Sigríður Jóhannesdóttir,
Guðmundur Þorri Jóhannesson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær fósturbróðir minn og vinur,
ÁSMUNDUR JÓNSSON,
Hofsstöðum,
Mývatnssveit,
verður jarðsunginn frá Skútustaðakirkju
föstudaginn 2. maí kl. 14.00.
Ásdís Ásgeirsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN SNORRI ÞORLEIFSSON,
lést föstudaginn 21. mars.
Við þökkum hlýhug og samúð allra sem
heiðrað hafa minningu hans.
Arndís Jónsdóttir, Arnaldur Valgarðsson,
Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurgeir Steingrímsson,
Sigrún Jónsdóttir, Stefán Magnússon,
Björk Jónsdóttir, Kjartan Jóhannsson,
Jóhanna Jónsdóttir, Bo Hedegaard Knudsen,
Sturla Þór Jónsson,
Einar Örn Jónsson, Birna Ósk Hansdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Vil færa alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda-
föður, afa, langafa og langalangafa,
HARALDAR HERMANNSSONAR
frá Yzta-Mói,
Fljótum,
Sauðármýri 3,
Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á lyflækningadeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og starfsfólki á deild 1 á
Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki fyrir einstaka nærgætni,
alúð og hlýju í umönnun.
Guðmunda Hermannsdóttir
og fjölskylda.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
fjölskyldunni samhug og vináttu við andlát
og útför ástkærrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
SÓLVEIGAR ÁRNADÓTTUR,
Borgarnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar
fyrir hlýju og umhyggju.
Eggert Margeir Þórðarson, Júlíanna Júlíusdóttir,
Theódór Kristinn Þórðarson, María Erla Geirsdóttir,
Guðrún Þórðardóttir, Gylfi Björnsson,
ömmu- og langömmubörn.