Morgunblaðið - 26.04.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 26.04.2014, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014 Margar tillögur eru af veitingum á heimasíðu okkar. Einnig er hægt að panta einstaka rétti eða eftir óskum. Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur á jarðhæð, gott aðgengi. Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í verði þegar erfidrykkja er í sal. Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is ·www.veislulist.is Veitingar í erfidrykkjur af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal okkar, í aðra sali eða í heimahús. Skútan Ég ætla að sjá Maximús í Hörpu með strákunum mínum tveimurog um kvöldið fer í ég út að borða með manninum mínum, þaðer að segja ef ég fæ pössun, þá yrði líka mjög gaman að kíkja í heimsókn til vina okkar um kvöldið sem eiga líka afmæli,“ segir Marín Þórsdóttir sem er 37 ára í dag. Hún er mannfræðingur að mennt og starfaði lengi hjá Rauða krossinum. Hún segist vanalega halda upp á daginn og bjóða vinum og fjölskyldu til sín en að þessu sinni verður það undan að láta þar sem dagskráin á afmælisdaginn er fullskipuð. Marín er í sambúð og á tvo stráka, tveggja og fimm ára. Nýverið gaf hún út heklbókina, Heklað fyrir smáfólkið. Þar eru hinar ýmsu upp- skriftir fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna af alls konar hekluðum dýrum, geimverum og vélmennum auk fylgihluta. Marín heldur hekl- námskeið á næstunni fyrir þá sem vilja ná tökum á Amigurumi hekl- aðferðinni. Þá munu uppskriftir eftir hana birtast í annarri heklbók sem kemur út hjá Forlaginu á þessu ári. Marín hefur alltaf haft mikinn áhuga á handavinnu. Hún fékk mjög jákvæð viðbrögð við hekluðu fí- gúrunum sínum og var oft spurð hvort hún vildi selja þær. „Mér finnst almennt ekki mikið borgað fyrir svona handverk, því fannst mér mun betri hugmynd að kenna öðrum að búa þetta til sjálfir.“ Hún segir strákana sína vera endalausa uppsprettu hugmynda. „Ef þeir vilja t.d. eignast kolkrabba þá bý ég hann til fyrir þá.“ thorunn@mbl.is Marín Þórsdóttir er 37 ára Í strákafansi Marín og synirnir Högni 5 ára og Heimir 2 ára. Heklar fígúrur fyrir smáfólkið Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Vinkonurnar Þóra Rún Þórsdóttir, Pálína Björk M. Pálsdóttir og Að- alheiður Una Sig- urbjörnsdóttir gengu í hús og söfnuðu munum til að selja og bjuggu einnig til listaverk til að selja sjálfar. Þær söfnuðu 15.473 krónum til handa hjálparstarfi Rauða krossins. Söfnun Akranes Aníta Ösp fæddist 14. júlí. Hún vó 3.755 g og var 53 cm löng. For- eldrar hennar eru Ingibjörg Kristín B. Gestsdóttir og Guðbjartur Þ. Jóhann- esson. Nýir borgarar Reykjavík Margrét Birta fæddist 19. júní kl. 2. Hún vó 3.425 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Sig- urður James Þorleifsson og Ólöf Birna Margrétardóttir. B jörn fæddist í Reykjavík 26.4. 1964 og ólst þar upp í Vesturbænum. Hann var í Melaskóla og Hagaskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1984, embætt- isprófi í læknisfræði frá HÍ 1990, öðl- aðist almennt lækningaleyfi á Íslandi 1992, í Svíþjóð 1994 og í Noregi 1997, öðlaðist sérfræðileyfi í bækl- unarskurðlækningum í Svíþjóð 1996 og á Íslandi 1997 og varð dr.med. frá Gautaborgarháskóla 1998. Á námsárunum var Björn aðstoð- arlæknir á Borgarspítalanum, Reykjalundi og á Heilsugæslustöð- inni á Hólmavík, var kandidat á Reykjalundi, Borgarspítala og Landakotsspítala og aðstoðarlæknir við sérfræðinám á Borgarspítala og Sahlgrenska Universitetssjukhuset í Gautaborg, síðan sérfræðingur þar frá 1996 og yfirlæknir frá 1999-2002. Björn var síðan yfirlæknir við Land- spítala – Háskólasjúkrahús 2002, varð sviðsstjóri skurðlækninga þar 2005, framkvæmdastjóri lækninga á LSH 2007-2008, leysti af sem for- stjóri LSH 2008, framkvæmdastjóri lækninga 2008-2009 og forstjóri Landspítalans 2009-2013. Hann er nú forstjóri Nextcode Health Iceland frá hausti 2013. Björn sinnti kennslu í bækl- unarskurðlækningum fyrir sjúkra- og iðjuþjálfara við Gautaborgarhá- skóla 1994-97 og í hryggjarskurð- lækningum frá 1998-2002. Hann er klínískur prófessor við læknadeild Háskóla Íslands frá 2008 og hefur kennt á fjölda námskeið víða um heim. Björn æfði og keppti í knatt- spyrnu, handbolta og körfubolta með Val á unglingsárunum, lék rúmlega 250 meistaraflokksleiki með Val í körfubolta og varð þá Íslands-, bikar- Björn Zoëga, forstjóri Nextcode Health Iceland – 50 ára Fjölskyldan Jón Gunnar, Guðrún Lilja, Harpa, Una Sigrún, Árni Bergur, Björn og Sigurbjörn í Umbríu á Ítalíu árið 2011. Valsari úr Vesturbænum Hjónin Björn Zoëga og Harpa Árnadóttir stödd í Arnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.