Morgunblaðið - 03.07.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía GWalthersdóttir
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
„...veittu mér framúrskarandi
þjónustu í alla staði“
„Katrín heiti ég. Þau hjónin Binni og Sylvía sáu um
að selja húsið mitt sumarið 2013 og veittu mér
framúrskarandi þjónustu í alla staði. Haldið var
opið hús þar sem þau sáu um að bjóða fólkið
velkomið og fylgdu opna húsinu svo eftir
en það leiddi til sölu sem allir voru sáttir við.
Ég mæli hiklaust með þessum sætu hjónum“
820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat
Guðni Einarsson
Guðmundur Magnússon
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarút-
vegsráðherra segir að hann hafi talið
eðlilegra að hlutdeildarsetja makríl,
þ.e. að miða við veiðireynslu, og það
hafi komið til álita í ráðuneytinu að
gera það í vetur sem leið.
„Við féllum hins vegar frá því þar
sem málið var þá komið til umboðs-
manns Alþingis og okkur fannst
skynsamlegra að bíða eftir leiðbein-
ingum hans,“ sagði ráðherra í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Eins og fram kom í blaðinu í gær
hefur umboðsmaður Alþingis komist
að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun
stjórnvalda að hlutdeildarsetja ekki
makrílstofninn árin 2011 til 2013 hafi
ekki verið í samræmi við lög. Um-
boðsmaður tók málið fyrir vegna
kvörtunar tveggja útgerðarfélaga
sem telja sig hafa orðið fyrir skaða af
þessum sökum. Ætla fyrirtækin að
sækja bætur vegna málsins. Sigurður
Ingi sagði að það væri nú til skoðunar
í ráðuneytinu hvernig standa ætti að
því að hlutdeildarsetja makríl í sam-
ræmi við álit umboðsmanns. Vandinn
væri sá að ekkert væri um það fjallað í
álitinu hvernig bregðast ætti við
væntingum þeirra sem fengið hafa út-
hlutanir frá 2010. Ráðherra vildi ekk-
ert tjá sig um skaðabótaskyldu
stjórnvalda.
„Þetta er það sem við höfum haldið
fram frá upphafi, að ráðherra hafi
borið að setja makrílinn í hlutdeild.
Við teljum að lögin séu algjörlega
skýr um það og að öllum hefði átt að
vera það ljóst frá upphafi að sú aðferð
sem farið var af stað með og síðan við-
haldið sé í andstöðu við ákvæði laga,“
sagði Kolbeinn Árnason, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna (LÍÚ), um álit
umboðsmanns Alþingis um úthlutun
makríls. Hann sagði að bæði LÍÚ og
einstakir útgerðarmenn hefðu oft far-
ið yfir þessi mál með sjávarútvegs-
ráðuneytinu.
Kolbeinn sagði að ef menn hefðu
viljað fara einhverja aðra leið en lög
kveða á um þá hefðu þeir þurft að
breyta lögunum, áður en réttindi
samkvæmt þessu öllu saman stofnuð-
ust. „Fyrst svo var ekki gert þá þurfa
menn að leysa hnút sem er orðinn
nokkuð harður,“ sagði Kolbeinn. Þar
átti hann við þær útgerðir sem áttu að
fá meira úthlutað samkvæmt lögum
en þær svo fengu samkvæmt reglum
sem ráðherra setti og urðu líklega
fyrir tjóni þess vegna.
Kolbeinn sagði að LÍÚ hefði ekki
fyrirsvar fyrir einstakar útgerðir
varðandi mál af þessu tagi, þ.e. að
meta hvort útgerðir hafi orðið fyrir
tjóni og ef svo er að sækja bætur fyrir
það tjón fyrir dómstólum. Það verði
útgerðirnar að gera í eigin nafni. Kol-
beinn segir að LÍÚ muni hins vegar
þrýsta á að stjórnvöld fari að lögum.
Eðlilegra að miða við veiðireynslu
Álit umboðsmanns um makrílveiðar
til frekari skoðunar í ráðuneytinu
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Makríll Vinnslustöðin og Ísfélag Vestmannaeyja sendu umboðsmanni Al-
þingis kvartanir vegna þess hvernig stjórnvöld úthlutuðu makrílkvótanum.
Úthlutun makríls
» Umboðsmaður Alþingis tel-
ur að sú ákvörðun stjórnvalda
að miða ekki við veiðireynslu
á makríl árin 2011, 2012 og
2013 hafi verið ólögleg.
» Framkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum telur að fyrir-
tæki sitt hafi orðið fyrir um
tveggja milljarða tjóni vegna
þess að það hafi ekki fengið
að veiða og vinna það magn
af makríl sem fyrirtækið hafi
átt rétt á.
Betur fór en á horfðist í höfuðstöðvum Matís í Grafar-
holti í gær, þegar mótor á loftpressu hafði brunnið yfir.
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var
kallað á vettvang en mikinn reyk lagði frá húsinu.
Mikill viðbúnaður var hafður vegna eldfimra efna og
gastegunda í húsinu. Reykræsting tók um einn tíma.
Allt tiltækt slökkvilið kallað að Matís í Grafarholti
Morgunblaðið/Þórður
Mikill viðbúnaður vegna sprengihættu
„Kjaraviðræðum miðar lítið áfram.
Ekki virðist vera mikill samnings-
vilji hjá Icelandair,“ segir Maríus
Sigurjónsson, formaður Flugvirkja-
félags Íslands.
Flugvirkjar aflýstu verkfalli 18.
júní þegar fyrir lá að setja ætti lög-
bann á verkfallið. Aðspurður hvort
búast megi við öðru verkfalli bráð-
lega segir Maríus að svo geti verið.
„Ef ekkert gengur fer að líða að
öðru verkfalli. Við höfum ekki
ákveðið neitt enn sem komið er, en
þolinmæðin er ekki endalaus. Við-
ræðurnar ganga illa.“ Þá bætir Mar-
íus við að innanríkisráðherra hafi
gefið í skyn að lagt verði lögbann á
verkfall flugvirkja eigi það sér stað
aftur.
Í kjaradeilunum fer Icelandair
meðal annars fram á breytingar á
vaktakerfi flugvirkja, innleiðingu á
meiri vaktavinnu á viðhaldsstöðinni
en flugvirkjar vilja láta meta aukna
ábyrgð til launa.
Icelandair sendi frá sér tilkynn-
ingu þar sem fram kom að bein áhrif
vegna aðgerða flugvirkja hefðu kost-
að fyrirtækið 399 milljónir króna.
Næsti fundur í kjaraviðræðunum
fer fram í dag. isb@mbl.is
„Kjaraviðræðum
miðar lítið áfram“
Flugvirkjar svartsýnir á framhaldið
Morgunblaðið/Ómar
Flug Icelandair tapaði 399 m. kr.
vegna aðgerða flugvirkja í júní.
Lögmæti ein-
stakra samninga
sem trygginga-
miðlarar hafa
gert fyrir hönd
erlendra trygg-
ingarfélaga mun
skýrast á morgun
þegar gjald-
eyriseftirlit
Seðlabanka Ís-
lands sendir miðl-
urunum bréf með skýringum þar að
lútandi. Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri SVÞ, staðfesti þetta í
samtali við mbl.is eftir fund með
starfsmönnum Seðlabankans í gær.
Reglum um gjaldeyrismál var
breytt hinn 19. júní sl. til að stöðva
söfnun óheimilis sparnaðar erlendis
á vegum tryggingarfélaga. Síðan
hefur ríkt óvissa um áhrif breyting-
anna á lögmæti einstakra samninga
tryggingamiðlara, þar með taldar
líf- og sjúkdómatryggingar sem eru
tengdar sparnaði.
Tugþúsundir Íslendinga eru með
samninga við tryggingamiðlara.
Andrés segir brýnt að valda ekki
frekari óróa á markaðnum.
Fundað um
tryggingar
Andrés
Magnússon
Fyrstu sex mánuðir ársins hafa ver-
ið óvenjuhlýir og aðeins þrisvar ver-
ið hlýrri í Reykjavík frá upphafi
samfelldra mælinga 1871, sam-
kvæmt yfirliti Trausta Jónssonar á
vef Veðurstofunnar.
Hlýrra var á fyrri hluta áranna
1964, 1929 og 2003. Á Akureyri hafa
fyrstu sex mánuðir ársins aðeins
tvisvar verið hlýrri frá 1882, þ.e.
1964 og 1974. Munur á hita fyrstu
sex mánaði ársins á Akureyri nú og
árin 1929 og 2003 er að sögn Trausta
ómarktækur.
Á Akureyri hefur úrkoma aðeins
einu sinni áður mælst meiri fyrstu
sex mánuði ársins en nú. Það var
1989. Úrkoman hingað til er nú um
50% umfram meðallag og hefur náð
70% af meðalársúrkomu.
Sólskinsstundir það sem af er ári
eru um 50 færri á Akureyri en að
meðaltali 1961 til 1990. Í Reykjavík
eru sólskinsstundir ríflega 40 stund-
um færri en að meðaltali sama tíma-
bil en 180 stundum færri en að með-
altali fyrstu sex mánuði ársins
síðustu 10 árin, 2004 til 2013.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Veður Fyrri hluti ársins góður.
Með mestu
hlýindum
frá upphafi
Aðeins þrisvar
verið hlýrra frá 1871
Kona var flutt á sjúkrahús eftir að
eldur kom upp í íbúð hennar í fjöl-
býlishúsi í Jörfabakka í Breiðholti í
gærmorgun. Ekki fengust upplýs-
ingar um líðan konunnar í gær-
kvöldi. Eldsupptök eru óljós en
greiðlega gekk að slökkva eldinn,
sem kom upp í stofunni.
Slökkvilið frá tveimur stöðvum á
höfuðborgarsvæðinu var kallað á
staðinn um kl. 10 í gærmorgun.
Kona á sjúkrahús
eftir eld í fjölbýli