Morgunblaðið - 03.07.2014, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.07.2014, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014 3 m/s - raforkuframleiðsla hefst 15 m/s 28 m/s 34 m/s - raforkuframleiðsla stöðvastKjöraðstæður til raforkuvinnslu Það er allt í lagi að það blási svolítið Í Búrfellsstöð við Þjórsá er gagnvirk orkusýning og skammt norður af stöðinni eru fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar. Þeim er ætlað að veita vísbendingar um framtíðarmöguleika í beislun íslenska roksins. Við vonum auðvitað að sumarið verði gott en okkur finnst líka allt í lagi þó það blási hressilega í 50 metra hæð yfir hraunsléttunni fyrir norðan Búrfell. Gagnvirk orkusýning í Búrfellsstöð er opin alla daga kl. 10-17. Einnig tekur starfsfólk á móti gestum við vindmyllurnar norðan Búrfells alla laugardaga í júlí kl. 13-17. Jarðvarmasýning í gestastofu Kröflu er skemmtilegur áfangastaður fyrir norðan. Þar er opið alla daga kl. 10-17. Við Kárahnjúkastíflu tekur leiðsögumaður á móti gestum alla miðvikudaga og laugardaga kl. 14-17. Velkomin í heimsókn í sumar! www.landsvirkjun.is/heimsoknir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sala á nýjum vörubílum tók mikinn kipp á fyrri helmingi ársins í saman- burði við sömu mánuði í fyrra. Þannig seldust 44 nýir vörubílar fyrstu sex mánuði ársins en 28 sömu mánuði í fyrra, eins og sýnt er á graf- inu hér til hliðar. Það er 57% aukn- ing í sölu milli ára. Tölurnar eru sóttar í greiningu Brimborgar og segir Egill Jóhanns- son, forstjóri fyrirtækisins, að reikna megi með að nýr vörubíll kosti að meðaltali um 20 milljónir. Samkvæmt því keyptu íslensk fyrirtæki nýja vörubíla fyrir tæplega 900 milljónir króna á fyrri hluta árs- ins. Tekið skal fram að nær engin þeirra eru í byggingariðnaði. Nýjar rútur kosta 40 milljónir Að sögn Egils má áætla að ný rúta kosti að meðaltali 40 milljónir króna en notuð rúta 15-20 milljónir og er síðarnefnda talan lauslega áætluð. Egill telur sölu- aukninguna í nýj- um vörubílum til marks um bata í hagkerfinu, enda sé um verulega fjárfestingu að ræða. Hann tekur fram að langflest- ir þessara vörubíla séu flutningabíl- ar, auk þess sem eitthvað sé um dráttarbíla og sorpbíla. Innflutning- ur á vörubílum til efnisflutninga hafi hins vegar enn ekki tekið við sér. „Nú eru nánast engir nýir vörubílar fluttir inn sem eru með palli og ætl- aðir til efnisflutninga. Að jafnaði hafa samtals selst 150-200 vörubílar á ári, flutningabílar og vörubílar með palli. Það hefur aldrei áður orðið jafn langt samdráttarskeið í sölu á vöru- bílum og hefur verið frá efnahags- hruninu.“ Stefán Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Guðmundar Jónas- sonar, segir aukna eftirspurn vegna fjölgunar ferðamanna hafa ýtt undir endurnýjun á flota fyrirtækisins, sem er 26 rútur. Innan þriggja til fjögurra ára stefni fyrirtækið á að meðalaldur flotans verði orðinn 4-5 ár en hann er nú 8-10 ár. „Það er þumalputtaregla að sætið í nýjum hópferðabílum kosti nú um 800.000 krónur. Það þarf því að hafa mikið að gera og selja á góðu verði til að fá upp í kostnaðinn. Bílarnir sem við höfum keypt á síðustu misserum eru 16-57 sæta. Sú breyting hefur orðið að fyrir 10-15 árum höfðum við sjö mánuði á hverju ári til að dunda við bílana og hafa þá tilbúna fyrir 4-5 mánaða vertíð. Nú er hins vegar ver- tíð árið um kring. Maður getur því ekki leyft sér að vera með gamla og lélega bíla sem eru stöðugt á verk- stæði.“ Skapar sóknarfæri fyrir aðra Stefán telur að vegna örrar endur- nýjunar á rútum hjá ferðaþjónustu- fyrirtækjum geti markaðurinn fyrir notaðar rútur senn mettast. Verðið á þeim muni því lækka. Hann segir að- spurður að það geti skapað sóknar- færi fyrir nýliða á markaðnum. Sala nýrra vörubíla eykst um 57%  Mikil söluaukning er á milli ára  Sala á nýjum rútum hefur minnkað 160 140 120 100 80 60 40 20 0 Vörubílar yfir 12 tonn í heildarþyngd Stórar rútur (40 sæta og yfir) Notaðar rútur Heimild: Brimborg 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 150 3 1 1 7 17 23 16 12 3 10 13 12 13 15 22 13 11 26 28 44 Sala á stærri ökutækjum Á fyrstu sex mánuðum ársins (nýskráningar) Stefán Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.