Morgunblaðið - 03.07.2014, Side 16

Morgunblaðið - 03.07.2014, Side 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014 Nicolas Sarkozy, fyrrverandi for- seti Frakklands, sætir nú rann- sókn sem varðar meint áhrif hans á dómara. Var Sarkozy settur í varðhald á þriðjudag og yfir- heyrður. Reyna rannsakendur að sjá hvort Sarkozy hafi lofað hátt- settum dómara virtri stöðu í Mónakó, gegn því að dómarinn veitti honum upplýsingar um málatilbúnað tiltekinnar rann- sóknar. Rannsóknin, sem átti sér stað árið 2007, varðaði mögu- leikann á ólöglegri fjármögnun kosningabaráttu Sarkozys, en fullyrt hefur verið að Muammar Gaddafi, þáverandi forsætisráð- herra Líbíu, hafi átt þátt í að fjármagna kosningabaráttuna. Er Sarkozy ásakaður um að hafa átt í sambandi við dómarann til að afla upplýsinga um mála- tilbúnað gegn sér. Enn alvarlegri þykir möguleikinn að Sarkozy hafi á einhvern hátt reynt að múta dómaranum. Er þetta í fyrsta skipti í sögu landsins sem fyrrverandi forseti er settur í varðhald með þessum hætti. Lík- legt er talið að yfirheyrslan geti dregið verulega úr líkunum á því hann verði valinn forsetaframbjóð- andi UMP-hægriflokksins fyrir forsetakosningarnar 2017. Sarkozy og stuðningsmenn hans halda því fram að ásakanirnar séu af póli- tískum toga, en ljóst er að um al- varlegar ásakanir er að ræða. Forveri Sarkozys í forsetastól, Jacques Chirac, hlaut skilorðs- bundinn dóm árið 2011 fyrir fjár- drátt. AFP Íbygginn Ásakanir um spillingu gætu svert mannorð Sarkozys. Sakaður um spillingu  Mögulegt forsetaframboð Sarkozys árið 2017 í uppnámi Samkvæmtdönsku innflytj- endastofnuninni voru rétt rúm- lega þúsund glæpamenn brottreknir árið 2011, en í fyrra voru þeir rétt rúmlega átján hundruð. „Út- lendingar sem fremja glæpi eiga ekki heima hérna. Við sættum okk- ur ekki við að fá útlendinga sem koma hingað til landsins og fremja glæpi,“ segir Karen Hækkerup dómsmálaráðherra. Vísa fleiri afbrota- mönnum úr landi Karen Hækkerup DANMÖRK Lögreglan í Hong Kong handtók yf- ir 500 mótmælendur á þriðjudags- kvöld. Handtökurnar áttu sér stað eftir að hundruð þúsunda manna höfðu gengið um stræti borg- arinnar til að krefjast lýðræðis. Amnesty-samtökin hafa þrýst á yf- irvöld í borginni að sleppa mótmæl- endum úr haldi. Segja samtökin að- gerðir lögreglu óþarfar og að þær geti sett slæmt fordæmi. Fjöldi mótmælenda handtekinn HONG KONG Mörg af kóral- rifum Karíba- hafsins gætu horfið innan tutt- ugu ára, sam- kvæmt skýrslu frá alþjóðlegu náttúruvernd- arsamtökunum. Gögn frá tugum þúsunda rannsókna sýna að þeim hefur nú þegar hrakað um 50 pró- sent síðan á áttunda áratugnum. Telja höfundar skýrslunnar að of- veiði og sjúkdómar eigi meginsök á þessu. Ef ekkert sé að gert þá muni þróunin halda áfram, en með vernd geti þau vaxið til fyrra horfs. Kóralrif gætu horfið innan tuttugu ára KARÍBAHAFIÐ Ísraelska lögreglan fann í gær lík palestínsks táningsdrengs sem hafði verið rænt fyrr í gærmorgun. Lög- reglan gat ekki staðfest ástæður morðsins en heimildir herma að morðið sé hefndaraðgerð fyrir morð- in á þremur ísraelskum drengjum, en lík þeirra fundust í fyrradag. Þegar upp komst um verknaðinn hópuðust Palestínumenn að heimili drengsins og lentu í átökum við ísr- aelsku lögregluna. Köstuðu þeir steinum að lögreglunni sem svaraði með hljóðsprengjum, táragasi og skaut fólkið með gúmmíkúlum. Fannst brennt í skógi Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni var drengnum rænt snemma í gærmorgun nálægt versl- un föður síns í Austur-Jerúsalem. Aðeins nokkrum klukkutímum seinna fannst lík hans, að hluta til brennt, í skógi nálægt vesturhluta borgarinnar. Bar það einnig merki um að ofbeldi hefði verið beitt. Öryggisráðherra Ísraels, Yitzak Aharonovitch, sagði að ekki væri hægt að draga ályktanir um ástæður morðsins á þessari stundu. „Allir möguleikar verða skoðaðir, morðið gæti tengst glæpum eða það gæti tengst pólitík. Við skulum bíða ró- lega eftir niðurstöðum.“ Morðið átti sér stað aðeins degi eftir að jarðarfarir ísraelsku drengj- anna fóru fram. Krafðist fordæmingar Mahmoud Abbas, forseti Palest- ínu, segist hafa krafist þess af hálfu forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, að hann fordæmdi morðið rétt eins og Abbas fordæmdi morðin á ísraelsku drengjunum þremur. Þá kallaði hann á ísraelsk yfirvöld að taka skýra afstöðu til að koma í veg fyrir frekari hefndarað- gerðir. Skömmu síðar gaf Netan- yahu út tilkynningu þar sem hann lýsti vanþóknun á því sem hann sagði vera ógeðfellt morð. Þá biðlaði hann til beggja fylkinga um að taka ekki lögin í sínar eigin hendur, heldur fylgja lögunum. Of snemmt er að segja til um hvort morðið sé í raun hefndaraðgerð, en sé það raunin getur það haft alvar- legar afleiðingar fyrir samband þjóð- anna. Myrtu dreng frá Palestínu  Ekki ljóst hvort um hefnd sé að ræða  Gæti orsakað frekari átök í landinu Stelpa leikur sér með vatn í gosbrunni í miðbæ Rómar. Hitinn í borginni náði allt að 31 gráðu í gær og líklega hefur verið kærkomið að geta kælt fætur sína í vatni brunnsins. Nærri þrjár milljónir manna búa í þessum fornfræga höfuðstað Ítalíu, sem liggur meðfram ánni Tíber. Spannar saga hennar á þriðja þúsund ár. Nú á dögum er hún fjórða fjölmennasta borgin innan ESB. Borgin er oft kölluð „Borgin eilífa“ eða „Roma Aeterna“. AFP Ekki rignir alls staðar þótt Íslendingar sjái vart til sólar Sól og hiti í Rómarborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.