Morgunblaðið - 03.07.2014, Side 17

Morgunblaðið - 03.07.2014, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014 Indverskir múslimar biðja bænir áður en þeir fá sér að borða og enda föstu gærdagsins. Milljónir múslima um heim allan halda nú ramadan heilagan. Þá neyta þeir hvorki matar né drykkjar frá morgni til kvölds. Nærri 15% Indverja eru múhameðstrúar, eða tæpar 200 milljónir manna. AFP Biðja bænir við sólarlag Skúli Halldórsson sh@mbl.is Sterk sönnunargögn eru fyrir því að íranskar orrustuþotur séu komn- ar í þjónustu yfirvalda í Írak. Rúss- ar sendu þotur fyrir aðeins nokkr- um dögum en sérfræðingar segja að önnur sending, sem barst í fyrradag, eigi uppruna sinn að rekja til Írans. Þýðir þetta að lönd sem lengi hafa verið svarnir óvinir, Bandaríkin og Íran, vinna nú sam- an með yfirvöldum í Írak gegn IS- IS-samtökunum. Aðeins tímaspursmál Stjórnvöld í Sádi-Arabíu vígbúast nú og hafa hert eftirlit og vörð meðfram landamærunum í norður- hluta landsins sem snúa að Írak. Sádi-Arabía hefur enn ekki verið skotmark ISIS-samtakanna en stjórnvöld í landinu óttast að slíkt sé aðeins tímaspursmál. Landa- mærin eru þó töluvert öruggari en landamæri Íraks og Sýrlands, sem samtökin ruddust auðveldlega yfir fyrir nokkrum dögum. Sádi-Arabar hafa lengi þurft að sæta ásökunum um að þeir séu fjár- hagslegt bakland samtakanna, þar sem báðir aðilar tilheyra fylkingu súnníta innan múhameðstrúar. Þessum ávæningi hafa yfirvöld landsins ávallt neitað. Þó verður ekki horft framhjá því að einhverjir Sádi-Arabar líti á ISIS-samtökin sem nauðsynleg viðbrögð við auknu valdi sjíta í Írak, þannig eru ríkir einstaklingar í Sádi-Arabíu taldir líklegir til að standa að baki fjár- mögnun samtakanna. Kúganir, mannrán og skattar Ný rannsókn hefur þó leitt annað í ljós, að aðeins fimm prósent fjár- magns samtakanna koma frá ut- anaðkomandi framlögum. Talið er að meirihluti þess sem samtökin afla komi frá kúgunum, mannrán- um og óopinberum sköttum sem lagðir eru á fólk sem býr á yf- irráðasvæðum þeirra. Samtökin eru líklega orðin þau ríkustu og óárennilegustu í heiminum, og stjórnvöld í nágrannaríkjunum þykja nú hafa góða ástæðu til að óttast hvað þau gera næst. Sádi-Arabar vígbúast og herða landamæravörslu  Íran og Bandaríkin snúa bökum saman gegn kalífatinu AFP Til varnar Sýrlenskir hermenn á leið til að verja landamæri sín. Framfaraflokkurinn og Verka- mannaflokkurinn eru nú með til skoðunar að endurvekja umræðu um bann við búrkum múslima á al- mannafæri, eftir að Mannrétt- indadómstóll Evrópu úrskurð- aði í fyrradag að slíkt bann bryti ekki gegn mann- réttindum. „Við hljótum að þurfa að skoða hvort við ættum að stuðla aftur að banninu, eftir að dómstóllinn í Strassborg staðfesti það sem við höfum alltaf sagt, bann við búrkum brýtur ekki gegn mannréttindum,“ segir Mazy- ar Keshvari, þingmaður Framfara- flokksins. Jan Bøhler, þingmaður Verka- mannaflokksins, segir að úrlausn dómstólsins varpi nýju ljósi á um- ræðuna í landinu. „Þegar þingið hafnaði slíku banni árið 2013 var helsta áhyggjuefnið að Noregur ætti á hættu að sæta átölum þegar málið kæmi til kasta dómstólsins. Nú er ekkert tilefni til slíkra áhyggna,“ segir Bøhler. Keshvari játar hins vegar að ný atkvæðagreiðsla væri ekki vænleg til árangurs. „Staða okkar hefur alltaf verið skýr varðandi þetta mál, en við viðurkennum að meiri- hluti þingsins er ekki sammála. Þó þessi rök séu nú úr vegi, þá er ekkert sem okkur finnst benda til þess að hinir flokkarnir séu að skipta um skoðun,“ segir Keshvari. Fyrrverandi leiðtogi Verka- mannaflokksins og núverandi framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, Thorbjørn Jagland, fagnar nið- urstöðu dómstólsins. „Ég tel þetta vera jákvæða niðurstöðu, þetta þýðir að ef þú ætlar að taka þátt í samfélaginu þá ber þér skylda til að sýna andlit þitt, annars er ekki hægt að mynda tengsl við þig,“ segir Jagland. Búrkur mögulega bannaðar í Noregi  Búrkubann staðfest í Frakklandi Árekstur Íslam á Vesturlöndum. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Gigt, vöðvabólga eða fótaóeirð? www.annarosa.is Eftir þrjú brjósklos og uppskurði vilja vöðvarnir á því svæði stífna þegar mér verður kalt. Vöðva- og gigtarolían hefur alveg bjargað mér undanfarna mánuði, hún er svo vöðvaslakandi og hitar svo vel! Eftir að ég kynntist henni get ég ekki hugsað mér að vera án hennar og mæli eindregið með henni! Fótakremið er silkimjúkt, fer fljótt inn í húðina og mér finnst það alveg æðislegt. – Magna Huld Sigurbjörnsdóttir Vöðva- og gigtarolían þykir afar góð til að draga úr liðverkjum og vöðvabólgum ásamt því að gagnast við fótaóeirð. Fótakremið er kælandi og kláðastillandi, mýkir þurra húð, græðir sprungur og ver gegn sveppasýkingum. SPORTÍS MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS KAYANO - DÖMU CUMULUS - DÖMU NIMBUS - DÖMU Verð: kr. 30.990.-Verð: kr. 26.990.-Verð: kr. 32.990.- KAYANO - HERRA Verð: kr. 32.990.- CUMULUS - HERRA Verð: kr. 26.990.- NIMBUS - HERRA Verð: kr. 30.990.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.