Morgunblaðið - 03.07.2014, Page 23

Morgunblaðið - 03.07.2014, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014 ✝ GuðmundurVilmar Magn- ússon fæddist 3. júlí 1929 á Akranesi. Hann lést 21. júní 2014. Foreldrar hans voru hjónin Hólm- fríður Oddsdóttir húsfreyja og Magn- ús Sveinsson vél- stjóri. Hólmfríður fæddist 19.9. 1899 í Prestshúsum, Innri-Akranes- hreppi. Hún var dóttir Odds Guðmundssonar bónda og Hall- dóru Guðmundsdóttur. Magnús fæddist 9.6. 1892 á Staðarhöfða, Innri-Akraneshreppi, hann lést 22.12. 1951. Hann var sonur Sveins Eiríkssonar járnsmiðs og Sigurbjargar Sigurðardóttur. Þau Magnús og Hólmfríður eignuðust níu börn og var Guð- mundur Vilmar fimmta barn þeirra. Systkini Guðmundar Vilmars eru: Oddur Hannes, f. 8.6. 1920, Aldís Fríða, f. 5.7. 1923, Sig- urbjörg Ásta, f. 13.8. 1926, d. starfaði við vélgæslu og verk- stjórn hjá Mjólkurbúi Flóa- manna á Selfossi frá 1970 þar til hann lauk störfum 1999. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar Vilmars er Helga Ein- arsdóttir, f. 14.6. 1931. Þau gengu í hjónaband árið 1961. Helga er dóttir hjónanna Lauf- eyjar Karlsdóttur og Einars Jó- hannssonar, en þau voru bændur á Geithellum í Álftafirði, Suður- Múlasýslu. Börn Guðmundar Vilmars og Helgu eru: 1) Björk, f. 26.4. 1961. Eiginmaður hennar er Dan Brynjarsson. Synir þeirra eru Ágúst Freyr, Hákon Valur og Arnar Birkir. 2) Alma, f. 15.10. 1966. Eiginmaður henn- ar er Emil Guðjónsson. Dætur þeirra eru Berglind og Hildur. 3) Hlynur, f. 23.4. 1968. Eiginkona hans er Ingibjörg Ragnhildur Hjálmarsdóttir. Börn þeirra eru Jón Ólafur, Daníel Hjálmar, Sól- veig Svava og Guðmundur Atli. Guðmundur Vilmar og Helga hófu búskap á Digranesvegi 61 í Kópavogi en bjuggu mestan hluta búskapartíðar sinnar við Réttarholt 15 á Selfossi. Þar byggðu þau sér fallegt heimili og ræktuðu svo fallegan garð að eftir var tekið. Útför Guðmundar Vilmars fer fram frá Selfosskirkju í dag, 3. júlí 2014, kl. 14. 15.6. 1974, Sig- urður Magnús, f. 7.2. 1928, d. 10.10. 2007, Bragi, f. 19.10. 1930, Hall- dór, f. 14.1. 1936, Óttar Sævar, f. 25.6. 1937, og Sig- urlín, f. 26.8. 1942. Guðmundur Vilmar ólst upp hjá foreldrum sínum á Akranesi. Hann stundaði nám við Iðnskóla Akra- ness 1946-1949 og var við nám í vélvirkjun í vélsmiðju Þorgeirs og Ellerts á Akranesi 1948-1952. Hann lauk sveinsprófi 1951. Hann fór til náms í Vélskóla Ís- lands og lauk þaðan prófi 1954. Guðmundur Vilmar var vél- stjóri á skipum Skipadeildar SÍS árin 1954-1963. Hann vann í Vél- smiðju Þorsteins Erlingssonar í Reykjavík til áramóta 1963, síð- an í vélsmiðjunni Stálveri sf. í Reykjavík fram í mars 1965. Hann var verksmiðjustjóri við síldarverksmiðju Búlandstinds hf. á Djúpavogi 1965-1970. Hann Í dag hefðir þú orðið 85 ára og í stað þess að halda upp á afmælið þitt eins og við höfum svo marg- sinnis gert kveðjum við þig í hinsta sinn. Á stórafmælum lagð- ir þú mikið upp úr að við fjölskyld- an værum öll saman og helst úti í náttúrunni, þín besta afmælisgjöf var að vera með okkur börnunum þínum og seinna tengdabörnum og barnabörnum, við vorum þér svo afar kær. Afmælisdagar eins og þegar við löbbuðum inn að Háafossi, dvöldum í bústað, sigld- um á Þingvallavatni eða bara hitt- umst í Réttarholtinu og grilluðum saman eru í minningunni svo dýr- mætir. Að eiga pabba eins og þig er ómetanlegt, ósjaldan hefur maður staðið frammi fyrir vandasömu og óleystu verkefni og þá var oftar en ekki viðkvæðið, ég ætla að spyrja pabba, hann veit það örugglega. Í mínum huga kunnir þú flest. Þegar ég var barn og unglingur í skóla á Selfossi var ekki ónýtt að eiga þig að, stærð- fræði- og eðlisfræðikunnátta þín kom mér í gegnum fjölbraut og dönskustílana þýddir þú með mér á þinn snjalla hátt. Þegar ég svo fullorðnaðist og eignaðist mína eigin fjölskyldu var aðstoð ykkar mömmu þakk- arverð. Þegar gubbupest geisaði eða frí var í skóla var nóg að hringja til ykkar, annaðhvort komuð þið að passa eða dæturnar voru sendar til ykkar. Við höfðum oft þann háttinn á að hittast við Litlu kaffistofuna og skipta um farm. Einu sinni vorum við komin á undan og biðum eftir afa og ömmu, einmana bíll kom niður Lögbergsbrekkuna og Emil seg- ir: ætli þetta sé ekki afi? Þá er sagt með stolti í aftursætinu: nei þetta er ekki afi, hann er alltaf fyrstur, og það stóð heima, stuttu síðar komu ljós niður brekkuna ekki eins einmana og þau fyrri og þar fór afi á pallbílnum sínum fremstur í flokki. Barnabörnin eiga góðar minningar um sam- veru með afa og ömmu sem munu ylja þeim um ókomin ár. Í seinni tíð þegar mamma fór að veikjast kom ást þín og vænt- umþykja í hennar garð vel í ljós, þitt verkefni var að hugsa um hana og gera allt það sem var best fyrir hana. Það kom ekki til greina að hún færi frá þér og það fór svo að þú annaðist hana alveg þangað til þú gast ekki meir. Þeg- ar veikindi þín kvöddu dyra með fremur hastarlegum hætti varstu ábyggilega orðinn býsna þreyttur þó að þú kvartaðir ekki og fram á síðasta dag varstu að hugsa um hag mömmu og að henni liði sem allra best. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur allt of fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi V. Skúlason) Með þessu fallega ljóði kveð ég þig með þakklæti, af þér hef ég lært svo margt og notið óendan- legrar elsku. Takk elsku pabbi minn fyrir samfylgdina. Alma Guðmundsdóttir. Þegar ég hugsa til afa, Guð- mundar Vilmars Magnússonar, koma upp margar góðar minning- ar. Afi hafði mjög gaman af nátt- úrunni og ferðuðust þau amma mikið um Ísland. Þegar ég var átta ára fékk ég að fara með þeim í skemmtilega ferð yfir hálendið á húsbílnum og skoðuðum við með- al annars steinhjörtu í búri og flotta hveri. Afi tók margar myndir í þessari ferð og eiga þær eftir að lifa í minningunni um ókomin ár. Einnig vorum við margar skemmtilegar stundir saman að bauka í garðinum þar sem hann fræddi mig um plöntu- ríkið. Ekki má gleyma bílskúrn- um þar sem alltaf var til súkku- laði, en þar áttum við afi líka margar góðar stundir. Afi sýndi alltaf mikinn áhuga og stuðning í því sem við bræðurnir vorum að gera, hvort sem það var í námi eða frístundum, og er ég mjög þakklátur fyrir það. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð (Valdimar Briem) Takk fyrir allt afi, Hákon Valur Dansson. Elsku afi, Guðmundur Vilmar Magnússon, er látinn. Ég á ótelj- andi góðar minningar um afa, hann var mikill náttúruunnandi og því vel við hæfi að bæði fyrstu og síðustu minningar mínar séu samvera okkar úti í náttúrunni. Hann kenndi mér að bera virð- ingu fyrir umhverfinu, að spá og spekúlera í hinum ýmsu fyrir- brigðum. Þær eru ljúfar minning- arnar frá því að fylgjast með skógarþröstunum út um eldhús- gluggann í Réttarholtinu ásamt heimsóknum í mjólkurbúið til hans til að líta eftir öllum tækjum og tólum. Hann var alltaf reiðubú- inn að kenna manni og var mörg- um ljúfum stundum eytt í bíl- skúrnum þar sem ýmislegt var grúskað. Þessar bílskúrsstundir voru ómetanlegar, og að loknu góðu dagsverki var ætíð dregið fram rjómasúkkulaði sem hann faldi handa sér og barnabörnum. Afi hafði sterkar skoðanir á hlut- um og lá ekki á þeim, eins hafði hann gríðargaman af ýmsum orðaleikjum og hagyrðum, sjálfur var hann hnyttinn og skorinorð- ur. Hann var einfaldlega einn merkilegasti maður sem ég hef þekkt. Við deildum miklum áhuga á kvæðum og því er vel við hæfi að kveðja með orðum Bólu-Hjálm- ars úr okkar uppáhaldsbók: Færri slíkan vin eg veit, sem vananum ekki týndi, aldrei mig svo augum leit, að ei góðverk sýndi. Hvíl í friði elsku afi, Ágúst Freyr Dansson. Þegar ég lít til baka og hugsa um afa er svo margt sem hægt er að segja. Gleði, umhyggja og þakklæti eru hlutir sem mér fyrst dettur í hug. Ísferðir í Þrastar- skóg og gamlar frásagnir þar á eftir. Frjálsleiki og aðdáun. Hann afi hafði alltaf tíma fyrir alla sem gáfu honum tíma sinn og var allt- af nóg um að vera þegar maður kom í Réttarholtið. Hann kenndi mér gildi þess að njóta alls sem við höfum, og að bera virðingu fyrir náttúrunni, njóta án þess að spilla og að græða án þess að fórna. Afi var félagi góður og þótti honum afskaplega gaman að dunda sér við eitthvað. Hann var mikill viskubrunnur og lærði ég ótal marga hluti af honum. Að smíða í skúrnum með honum var rosalegt fjör. Það skemmtilegasta var þegar við komum öll saman frændsystkinin og vorum oft tíu í einu hjá afa og ömmu, þá var fjör í kotinu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Takk fyrir allt elsku afi. Þinn Arnar Birkir Dansson. Elsku afi minn. Mig langar í nokkrum orðum að minnast þín, sérstaklega þar sem ég er langt í burtu og gat ekki kvatt þig. Þegar ég fór út sem au pair fyrir tæpu ári hvarflaði það ekki að mér að þú tækir ekki á móti mér þegar ég kæmi til baka. Ég var alveg viss um að ég gæti komið heim, kíkt í Réttarholtið, bakað fyrir þig pönnukökur og spjallað um heima og geima eins og svo oft áður. Það var áfall fyrir mig að fá þær frétt- ir að þú værir orðinn alvarlega veikur og núna ertu farinn. Það er næstum óskiljanlegt að ég fái aldrei að sjá þig aftur. Ég vildi óska að ég gæti knúsað þig einu sinni enn, bara einu sinni. Ég vildi líka óska þess að ég kæmist í jarð- arförina en ég verð víst að sætta mig við að geta ekki kvatt þig eins og ég hefði viljað. Ég þakka þó fyrir það að þú ert laus við allan sársauka og kominn á friðsælan stað þar sem þér líður vel. Mér finnst eins og þú sért kominn hingað til mín og tilhugsunin um að þú vakir yfir mér styrkir mig í sorginni. Ég veit að þú reyndir eins og þú gast að bíða með að kveðja og það læðist að mér sá grunur að þig hafi langað til Kali- forníu með mér. Það verður gam- an hjá okkur að ferðast saman. Minningarnar sem þú skilur eftir eru góðar og munu alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman og fyrir allt sem þú kenndir mér. Það er margt sem kemur upp í hugann, þú að brasa úti í bílskúr, að hlusta á fréttirnar, hugsa um blómin ykkar ömmu, að búa til Mikka ref og síðan þú að slá blettinn þegar ég fór heim eft- ir síðustu heimsókn mína á Sel- foss. Þegar ég var lítil var uppá- haldið mitt að fara í útilegur með ykkur ömmu. Mér þótti líka gam- an að hlusta á sögur áður en ég sofnaði, læra á grammófóninn, hlusta á plötur, brasa í bílskúrn- um með þér, fá afasúkkulaði og ömmubrjóstsykur, laga til í garð- inum og koma svo inn og fá ný- bakaðar ömmupönnukökur. Það var alltaf gaman hjá okkur. Takk fyrir allt elsku afi minn, betri afa en þín er ekki hægt að óska sér. Þín Berglind. Minningarnar steymdu inn þegar Björk vinkona mín lét mig vita að pabbi hennar væri dáinn. Ég á margar góðar minningar um Guðmund frá því að ég bjó á Sel- fossi. Það var alltaf jafnnotalegt að koma með Björk á heimili þeirra Guðmundar og Helgu á Réttarholtinu. Alltaf var manni vel tekið með myndarskap og hlýju. Við sátum oft í eldhúsinu á fal- lega heimilinu þeirra og spjölluð- um við þau hjónin, þau vildu vita hvað við vinkonurnar værum að bralla og hvernig hefði gengið í skólanum. Ég minnist þess að við Björk skiptumst á að vera heima hjá mér og heima hjá henni að læra fyrir skólann. Heima hjá mér fengum við aðstoð við tungumálin hjá foreldrum mínum en Guð- mundur var snillingur í stærð- fræði og eðlisfræði þar sem hann eyddi ómældum tíma í að hjálpa okkur. Hann var alltaf jafn þol- inmóður og geðgóður þar sem ég skildi ekki alltaf þessa fræði en með hans góðu hæfileikum náðum við þessu í sameiningu. Elsku Helga, Björk, Alma og Hlynur, ég votta ykkur og fjöl- skyldum ykkar mína innilegustu samúð. Guð veri með ykkur. Kveðja, María. Guðmundur Vilmar Magnússon HINSTA KVEÐJA Ást og þakkir færi ég þér fyrir hlýju og kærleika. Bjartar minningar lifa æv- ina á enda. Sofðu rótt, elsku afi minn. Þín Hildur. ✝ Móðursystir mín, INGIBJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR, sem lést á öldrunardeildinni á Grund í Reykjavík verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu föstudaginn 4. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Brynjar Pálsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, INGVI SÆMUNDSSON frá Borðeyrarbæ, Kveldúlfsgötu 24, Borgarnesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni 30. júní. Sigurrós Jóhanna Sigurðardóttir, börn og fjölskyldur þeirra. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, PÁLÍNA HRAUNDAL, Hringbraut 50, áður Hvassaleiti 56, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 29. júní. Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 7. júlí kl. 11.00. Sigrún Óskarsdóttir, Lúðvík Hraundal, Kristín Hraundal, Tryggvi Jónasson, Þórir Snorrason, Ragnheiður Pálsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ELÍN SUMARLIÐADÓTTIR, Skarðshlíð 12c, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 27. júní. Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 8. júlí kl. 13.30. Guðrún Arnfinnsdóttir, Oddur Jónas Eggertsson, Bryndís Arnfinnsdóttir, Sigurður Jóhannsson, María Arnfinnsdóttir, Baldur Örn Baldursson, Sigurður Líndal Arnfinnsson, Kristín Hjaltalín, Arna Þöll Arnfinnsdóttir, Jón Í. Guðmann, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát elskulegrar dóttur, systur, mágkonu og frænku, HILDAR ÓSKARSDÓTTUR, Einarsnesi 62 A. Sérstakar þakkir fær starfsfólk í Einarsnesi, Ás styrktarfélagi og Þroskahjálp. Gunnlaug Emilsdóttir, Júlía Margrét Sveinsdóttir, Emil Anton Sveinsson, Birna V. Björnsdóttir, Óskar Karlsson, Nanna Ísleifsdóttir, Áslaug Óskarsdóttir, Ingólfur Einarsson, Dóra Sif Óskarsdóttir, Helge Lavergren, stjúpbræður og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.