Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014 KOLAPORTIÐ kolaportid.is Einstök stemning í 25 ár Opið laugardaga og sunnu daga frá kl. 11-17 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hafðu það í huga að allar fjarvistir taka sinn toll þegar þú ráðstafar tíma þín- um. Nú er tími til þess að láta rómantísku draumana rætast. 20. apríl - 20. maí  Naut Regnið er yndislegt í augum garðyrkju- mannsins. Nýttu tímann vel og vertu um leið opinn fyrir nýjum tækifærum til að grípa. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Stundum leiða frekari umræður ekki til neins árangurs. Tíminn mun leiða í ljós hvað stenst og hvað ekki. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt þér finnist heimurinn vera að hrynja er það ekki svo. Rétta framkoman, ásamt nýjustu upplýsingunum, getur fært sigur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Eitt og annað getur farið úrskeiðis þeg- ar menn tala ekki hreint út um hlutina. Haltu ótrauð/ur áfram á sömu braut. Stundum brynjarðu þig með fágaðri framkomu til að halda öðrum frá þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er eitt og annað sem þú hefur trassað heima fyrir. Og nú er komið að ein- um slíkum djörfum strákapörum. Mundu bara að öllum aðgerðum fylgja afleiðingar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef lífið er leikrit er það svo sannarlega sprengihlægilegt gamanleikrit byggt á mis- skilningi um þessar mundir. Staðreyndin er sú að sá sem ekki klárar sín mál getur ekki hjálpað öðrum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert í ójafnvægi og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga. Vertu sjálfum þér samkvæmur og þá muntu uppskera laun erfiðis þíns. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fjölskyldan kemur saman til að tala um erfiðleika fortíðarinnar. En enginn leysir það fyrir þig svo þú skalt gefa þér tím- ann. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það stefnir í átakalítinn dag hjá þér en það þýðir ekki að þú getir slegið slöku við. Vertu viðbúinn því að komast að ýmsu óvæntu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Forðist að deila við börn um eign- ir eða peninga. Gættu þín, þú gætir laðað að þér fólk sem hugsar bara um peninga. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gamalt indíánaspakmæli segir að þeir sem elski fjölskyldu sína verði aldrei rík- ir. Líttu í kring og sjáðu hverju þú getur fengið áorkað. Reyndu að tala ekki stans- laust. Hallmundur Kristinsson kastarfram að gefni tilefni: Tekur Fiskistofa stökk stefnir út um koppagrundir. Mörgum þykir framsókn frökk og fruntaleg um þessar mundir. Svo bætir hann við: „En við Norð- lendingar horfum á björtu hlið- arnar: Færsluglaða flutningsmenn Framsóknar má lofa; hér mun kannski hafna senn Höfuðborgarstofa!“ Magnús Halldórsson segir veðrið ekki sem heppilegast fyrir lands- mótið á Gaddstaðaflötum: „Norð- lendingar eru sumir nokkuð kok- hraustir með blíðuna heima, en það mun lagast hér syðra von bráðar: Vindur beljar votum rómi, vætu í rastir hleður. Enda líka að allra dómi, algjört skítaveður. Úr því verð ég gott að gera, svo glaðni augnablikið. Og það er líka lán að vera, laus við mesta rykið.“ Kristján Björn Snorrason leggur orð í belg: Veðrið er meira en beggja blands og bleytir nú heyjaforðann. Ýta því sól til Suðurlands sveitungar mínir að norðan. Jón Gissurarson rifjar upp vísu eftir Ásgrím Kristinsson í Ásbrekku í Vatnsdal, sem orti svo er hann sá sunnlenska bændur við heyskap: Sá ég þessa sunnanmenn signa heyjaforðann skyldu þeir búa betur en bændur fyrir norðan. Kristján bætir við: Ljóst er það að ljáir digna og laufin fjúka af hríslu. Þegar fer að rjúka og rigna í Rangárvallasýslu. Þá Hreinn Guðvarðarson: Að jafna lífskjör gerir gott og gjarnan festir skorður Væri ekki feikna flott að flytja regnið norður. Að síðustu er Þórarinn M. Bald- ursson með „eitt lítið innlegg í um- ræðu um fæðuöflun fótboltamanna“: Álmur branda úlfs í ham ei kvað vanda tökin; allan fjandann naga nam nema handarbökin. Pétur Blöndal p.blondal@gmail.com Vísnahorn Af Fiskistofu, rigningu og fæðuöflun fótboltamanna Í klípu „ÞAÐ ER ÓÞARFI AÐ ÓTTAST HANN INGÓ. HANN GELTIR HÁTT EN BÍTUR ENGAN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG HAFÐI FYRIR ÞVÍ AÐ SENDA STRÁKINN MINN Í FÍNAN HÁSKÓLA, OG ÞETTA ER BESTA HUGMYNDIN HANS?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að finnast hún alltaf falleg. FERSKAR KÓKOSHNETUR - TÍNIÐ SJÁLF! JÁ, ÉG Á EINMITT EINN ÓDÝRAN SKJÖLD EFTIR! EN ÞAÐ FYLGIR HONUM EKKI ÁBYRGÐ. ÉG HEFÐI ALDREI ÁTT AÐ REYNA AÐ ELDA PITSU FRÁ GRUNNI! ÉG PITSA! ÉG VILJA MEIRA PEPPERÓNÍ! MÚHA- HAHA! OF MIKIÐ GER. Einn góðan sumardag fyrir umáratug varð Víkverji fyrir nokkrum vonbrigðum á fótboltavell- inum. Vonbrigðin stöfuðu þó ekki af úrslitunum á vellinum heldur af því að Skagamenn, sem voru að fara að mæta Vesturbæingum, gengu út á KR-völlinn í hvítum stuttbuxum. Þessi lið höfðu þá háð margar fræg- ar rimmur án þess að nokkur mað- ur ruglaðist á stórveldunum tveim- ur á velli. Sem betur fer entist sú tilraun í búningamálum ekki lengi og næst þegar liðin mættust fengu þau bæði að vera í sínum hefð- bundnu svörtu stuttbuxum án þess að heimurinn færist. x x x Þetta er rifjað upp í ljósi þess að áHM hefur alþjóðaknattspyrnu- sambandið FIFA sett alls kyns reglur um búninga og útbúnað leik- manna, svo mjög að keyrir um þverbak. Mörg liðanna skarta nú til dæmis einlitum búningum, þar sem FIFA sendi þau tilmæli, sem ekki allir fylgdu, að það ætti helst að vera einn litur í búningunum. Þjóð- verjar og Argentínumenn leika því ekki í svörtum stuttbuxum eins og venjulega heldur hvítum og engu var líkara en Ítalir og Englendingar hefðu ruglast á stuttbuxunum sín- um. Og það er ekki nóg að eyði- leggja skuli sögufræga búninga með reglugerðafarganinu. Sérstaklega galnar reglur gilda um notkun þeirra. Þannig máttu alrauðir Spán- verjar ekki mæta albláum Hollend- ingum í riðlakeppninni, þar sem rauður og blár eru skilgreindir sem dökkir litir, og þurftu Spánverjar því að skipta í hvítt. Víkverji hlakk- ar til að mæta á næsta leik Fram og Vals. x x x Um helgina fréttist svo að mennhjá FIFA ætluðu sér að rann- saka nærbuxur Neymars, stjörnu Brasilíumanna, en teygjan í þeim hafði rétt gægst upp fyrir stuttbux- urnar í einum leiknum og reyndist vera skræpótt. Þetta þótti háalvar- legt mál. Víkverji getur þó ekki annað en brosað við tilhugsunina um að einhver sveittur kerfiskall sitji í Sviss og hafi áhyggjur af því að nærbuxur leikmanna séu orðnar of litríkar. víkverji@mbl.is Víkverji En ég mæni í von til Drottins, bíð eftir Guði hjálpræðis míns. Guð minn mun heyra til mín. (Míka 7:7)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.