Morgunblaðið - 03.07.2014, Page 36

Morgunblaðið - 03.07.2014, Page 36
FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 184. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Birgitta vill breyta nafninu sínu 2. Skilaði 50.000 króna veski 3. Svona selur þú fasteignina á … 4. Skáru gat á tjald björgunarsveitar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Enska reggísveitin UB40 mun halda tónleika í Eldborg í Hörpu 19. sept- ember nk. Hljómsveitin tilkynnti í jan- úar á þessu ári að hún myndi koma saman á ný til að taka upp plötu og fara í tónleikaferð um heiminn með upphaflegri liðskipan. UB40 var ein vinsælasta hljómsveit heims á níunda áratugnum og fram á þann tíunda og hafa yfir 70 milljónir eintaka af plötum hennar selst á heimsvísu. Af þekktum smellum hljómsveitarinnar má nefna „Red Red Wine“, „I’ve got you babe“, „I can’t help falling in love“ og „Food for Thought“. UB40 var stofnuð árið 1979 og vakti fljótt athygli í heima- landi sínu. Hún hefur starfað með hléum síðan með breytilegri liðskipan og gaf síðast út plötu í fyrra, Getting over the Storm. Miðasala á tónleikana hefst í dag á harpa.is og midi.is. UB40 heldur tónleika í Hörpu í september  Hljómsveitin Árstíðir og sjónlista- konan Kitty Von Sometime vinna nú saman að stuttmynd sem unnin verð- ur út frá tónlist Árstíða af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar. Hljómsveitin efndi til hópfjáröflunar vegna plöt- unnar og safnaðist þrefalt hærri upp- hæð en stefnt var að. Er það líklega fyrst og fremst að þakka myndbandi af hljómsveitinni að flytja „Heyr himna smiður“ á þýskri lestarstöð sem yfir 3,3 milljónir manna hafa horft á og hefur vakið mikla athygli á hljómsveitinni. Kitty mun hefja tökur á Langjökli í þessum mánuði og verður stór ísskúlptúr fluttur þangað en hann mun gegna mikilvægu hlut- verki í mynd- inni. Kitty og Árstíðir starfa saman Á föstudag Norðaustan 10-18 m/s vestantil, hvassast á Vest- fjörðum en 5-13 m/s um landið austanvert. Rigning en skýjað með köflum og úrkomulítið syðst. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Suðurlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðaustan 10-20 m/s vestantil og rigning, hvassast og úrkomumest norðvestanlands en hægari suðaustlæg átt og rigning með köflum austantil. Hiti 7 til 15 stig. VEÐUR KR-ingar eru í þriðja sæti Pepsi-deildar karla eftir sig- ur á Víkingum, 2:0, í gær- kvöld. Breiðablik og ÍBV unnu bæði sína fyrstu leiki á tímabilinu, Blikar lögðu Þór og Eyjamenn unnu sigur í Keflavík með tveimur mörkum í lokin. Loks var jafnt hjá Fjölni og Fylki í dramatískum sex marka leik í Grafarvogi þar sem Ill- ugi Þór Gunnarsson jafnaði fyrir Fjölni í blálokin. »2-4 Langþráðir sigrar Blika og ÍBV Alfreð Finnbogason er genginn til liðs við Real Sociedad sem kaupir hann af Heerenveen í Hollandi og hann er þar með fyrsti íslenski knattspyrnumað- urinn sem spilar með Baskaliði. Flestir leikmanna liðsins eru fæddir og uppaldir í Baskahéruðum Spánar en þó eru í hópnum þrír erlendir leikmenn sem spila með landsliðum sem komust í sextán liða úrslit heims- meist- arakeppninnar í Brasilíu. »1 Alfreð fyrstur til að spila með Baskaliði Nær öruggt er að handboltamaðurinn Sigfús Páll Sigfússon flytji til Hiro- sima í Japan og spili með Wakunaga næsta vetur. Sigfús segir um 96% líkur á þessu. „Það er eins gott að þetta gangi eftir, því ég er búinn að leigja íbúðina mína hér á Íslandi,“ sagði Sigfús Páll við Morgunblaðið. Dagur Sigurðsson lék með Wakunaga í byrjun aldarinnar. »1 Sigfús annar Íslending- urinn til að spila í Japan ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Styrktartónleikar á vegum UNI- CEF verða haldnir í Hörpu í kvöld og hefjast klukkan 21. Tónleikarnir eru til styrktar börnum í Suður- Súdan, en þar ríkir gríðarlegt neyðarástand, og hefur UNICEF lýst yfir hæsta neyðarstigi á svæð- inu. Tónleikarnir eru liður í neyðar- söfnun sem samtökin á Íslandi hófu nýlega og mun hver einasta króna af miðasölu renna óskipt til UNI- CEF. Lyfjafyrirtækið Alvogen stendur straum af tónleikunum og sér auk þess um framkvæmd þeirra. Á tónleikunum munu hljóm- sveitirnar Hjaltalín og Kaleo koma fram auk Páls Óskars og Snorra Helgasonar. Miðaverð er 4.500 krónur og stendur miðasala yfir á Midi.is. Aðstæður gríðarlega erfiðar Ástandið í Suður-Súdan hefur versnað hratt eftir að blóðug átök brutust út í landinu í desember á síðasta ári. Landið stóð á veikum grunni fyrir og mikil fátækt ríkti en nú hefur ástandið versnað enn frekar. Fleiri en 1,5 milljónir manna eru nú á flótta, þar af helm- ingurinn börn. Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, sinnir nú hjálparstarfi í Suður- Súdan og segir ástandið slæmt. „Þetta er komið langt yfir hættu- mörk og það eru mörg vannærð börn í landinu. Það er augljóst að stríðið hefur haft gríðarleg áhrif,“ segir Stefán, en hann hef- ur nú verið í landinu í viku. Stefán segir stærsta vandamálið vera nær- ingarástand. „Við erum aðallega að einblína á næringarástand. Síð- astliðna viku höfum við náð til um 20% þeirra sem við telj- um okkur geta náð til, en við stefnum að því að ná til 75%.“ Veita börnum aðhlynningu Viðbragðsteymi UNICEF hafa farið um landið á undanförnum vik- um, fundið út hvar flóttafólk heldur til og veitt börnum aðhlynningu og meðferð. Að sögn Stefáns hafa teymin sett upp tvenns konar nær- ingarstöðvar; annars vegar þar sem foreldrar mæta með börn sín einu sinni í viku, og hins vegar þar sem fólk með stærri vandamál og sjúk- dóma er lagt inn. Stefán segir gott að sjá hve mikil áhrif hægt er að hafa. „Þetta er mjög átakanlegt að horfa upp á, en það er gaman að sjá hversu mikil áhrif við getum haft.“ Styrkja börn í Suður-Súdan  Lýst hefur verið yfir hæsta neyðar- stigi á svæðinu Ljósmynd/UNICEF Börn Gríðarlegur fjöldi fólks, eða fleiri en 1,5 milljónir manna, er nú á flótta frá Suður-Súdan, vegna hræðilegra að- stæðna. Þar af er helmingurinn börn. Viðbragðsteymi UNICEF vinna nú að því að veita börnum aðhlynningu. Því sem safnast í neyðar- söfnuninni mun UNICEF meðal annars verja til að útvega hjálpargögn á borð við bólu- efni, næringarmjólk og víta- mínbætt jarðhnetumauk fyrir börn sem þjást af vannær- ingu, hreint drykkjarvatn og fleira. Með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 er hægt að styrkja söfnunina um 1.900 krónur. Fyrir þá upphæð er til dæmis hægt að útvega 11 þús- und lítra af drykkjarvatni. Jafn- framt rennur allur ágóði af tónleik- unum óskiptur til söfnunarinnar. Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, sem sinnir nú hjálparstarfi í Suð- ur-Súdan, heldur úti blogginu Dansandibjorn@wordpress.com og er þar hægt að fylgjast með upp- lifun hans á aðstæðum á svæðinu. Neyðarsöfnunin mikilvæg FRAMKVÆMDASTJÓRI UNICEF Á ÍSLANDI ER Í SUÐUR-SÚDAN Stefán Ingi Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.