Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nýi Álftanesvegurinn hefur undanfarna mánuði verið að taka á sig mynd en framkvæmdirnar hófust í september á síðasta ári. Búið er að móta veginn í gegnum Garðahraun og gera tvenn und- irgöng austan við það sem munu tengja Garða- holt og Prýðishverfi, að sögn Rögnvaldar Gunn- arssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Um 20-25 manns starfa nú við framkvæmdina og vinna þeir sig einnig vestur frá hrauninu að Fógetatorgi við Álftanes. Þar verður veglínan óbreytt og er nú undirbúið að breikka veginn. Rögnvaldur segir að hluti af slitlagi vegarins verði lagður nú í sumar og þá verði byrjað vest- anmegin. Steypa undirgöng í gegnum Garðahraun Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdir Vegagerðarinnar við nýjan Álftanesveg í fullum gangi „Það er full ástæða til að vera á varð- bergi gagnvart aurskriðum á þessu svæði. Jarðvegurinn er gegnsósa og lítið þarf til að koma skriðu af stað,“ sagði Óli Þór Árnason, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Veðurstofan sendi í gær frá sér viðvörun vegna hættu á skriðuföllum á Vestfjörðum og einnig á Trölla- skaga. Í tilkynningu Veðurstofunnar seg- ir að miklir vatnavextir séu nú í Tungudal og Hnífsdal og megi búast við áframhaldandi úrkomu og veru- legu afrennsli víða á Vestfjörðum á föstudag og laugardag. Einnig sé hætt við skriðuföllum á Vestfjörðum og á Tröllaskaga. Spáð er verulegri úrkomu um mestallt landið á laugardag og einnig á mánudag og má því búast við áframhaldandi vatnavöxtum. Í tilkynningunni er ferðafólk sér- staklega hvatt til að gæta ýtrustu varúðar þegar ekið er yfir varhuga- verð vöð á hálendinu. Tvær aurskriður féllu á veginn um Eyrarhlíð, á leiðinni á milli Hnífsdals og Ísafjarðar, í gærmorgun og hefur Vegagerðin lokað veginum um óákveðinn tíma. Enginn var á ferð um veginn þegar skriðurnar féllu, samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Ísafirði. Mikil úrkoma hefur verið á þessum slóðum síðan í gær og segir lögreglan að það komi því ekki mjög á óvart að eitthvað hafi þurft undan að láta. Þá hafa miklir vatnavextir verið í Bunuá í Tungudal og hafa þeir valdið erfiðleikum við smíði nýrrar brúar yfir ána, samkvæmt frétt á vef Bæj- arins besta. Nokkrir bílar sem voru í hjólhýsahverfi tjaldsvæðisins lokuð- ust inni um tíma í fyrradag, en bæj- arstarfsmenn náðu að koma þeim af svæðinu áður en ástandið versnaði. Varað við skriðum  Spáð er verulegri úrkomu um land allt um helgina  Tvær aurskriður féllu á veginn um Eyrarhlíð í gær Aurskriða Lögreglan lokaði veg- inum um Eyrarhlíð í gærmorgun. Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Aurum- málinu svonefnda til Hæstaréttar. Hann krefst þess að dómurinn verði ómerktur og málið sent aftur í hér- að, þar sem einn meðdómenda í mál- inu hafi verið vanhæfur vegna fjöl- skyldutengsla. Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. Þeir voru ákærðir fyrir um- boðssvik eða hlutdeild í þeim vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis sumarið 2008. Sérstakur sak- sóknari hafði farið fram á sex ára fangelsisdóm yfir Lárusi en fjög- urra ára dóm yfir hinum þremur. Eftir að dómurinn var kveðinn upp kom á daginn að Sverrir Ólafsson, sérfróður meðdómsmaður í málinu, væri bróðir athafnamannsins Ólafs Ólafssonar sem hlaut dóm í Al Thani-málinu sem sérstakur sak- sóknari sótti. Ekki algengt Til vara krefst ríkissaksóknari þess nú að Hæstiréttur sakfelli alla sakborningana í Aurum-málinu. Í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins segir Helgi Magn- ús Gunnarsson vararíkissaksóknari að ekki sé algengt að hæfi dómara komi til skoðunar með þessum hætti en hann geti ekki fullyrt að þetta sé fyrsta málið þar sem það gerist. Vill að Aurum-máli verði vísað aftur heim í hérað Morgunblaðið/Rósa Braga Dómsalur Frá fyrirtöku málsins. Sakborningarnir voru sýknaðir.  Hæfi eins dóm- ara til skoðunar Flugvirkjar hafa boðað til fé- lagsfundar nk. mánudag. Þar munu félags- menn kjósa um hvort farið verði í verkfall. Maríus Sig- urjónsson, for- maður Flug- virkjafélags Íslands, segist ætla að standa við gefið loforð. „Við ætlum að standa við gefið loforð, að fara ekki í verkfall fyrir 18. júlí en samningaviðræðurnar ganga ekki vel og ég er ekki bjartsýnn á fram- haldið.“ Þó að félagsmenn samþykki verk- fall hefur stjórn félagsins rétt til að fresta eða aflýsa verkfallinu. Það var gert 18. júní þegar fyrir lá að lög yrðu sett á verkfallið. Lofaði þá Flugvirkjafélag Íslands að reyna samningaviðræður í einn mánuð áð- ur en farið væri aftur í verkfall. Árangurslausar viðræður fóru fram í gær en fundahöld halda áfram í dag. isb@mbl.is Kjósa á aftur um verkfall Flug Verkfall gæti verið í vændum hjá flugvirkjum.  Félagsfundur flug- virkja á mánudag Skuttogarinn Bergey VE-544 frá Vestmannaeyjum missti trollið þeg- ar hann var á karfaveiðum í vondu veðri á miðunum á þriðjudaginn, en tókst að endurheimta það síðdegis í gær. Jón Kjartansson skipstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri ánægður með hve vel hefði gengið að ná trollinu aftur. „Við sigldum í land en fórum svo út aftur um hálffjögurleytið í nótt og náðum trollinu núna síðdegis,“ sagði Jón í gærkvöldi. Hann sagði að togarinn réði yfir góðum tækjum til staðsetn- ingar og því hefði ekki verið flókið að finna veiðarfærin aftur. Bergey fann trollið aftur Veiðar Bergey missti trollið. SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Flugfélagið Greenland Ex- press stefnir að því að hefja áætl- unarflug milli Akureyrar og Kaupmanna- hafnar 16. júlí. Ferðirnar áttu að hefjast á þriðjudaginn en var þá aflýst. Upphaflega var boðað að flugið byrjaði 2. júní sl. Að sögn Einars Aðalsteinssonar, starfsmanns félagsins, verður end- anleg ákvörðun um þetta tekin í dag. Þótt félagið sé búið að tryggja sér eldsneyti og áhöfn til flugsins er enn óljóst með eftirspurn eftir flug- inu. „Við hlustum á ráðleggingar ferðaþjónustunnar á Akureyri áður en við tökum endanlegar ákvarð- anir um flugið,“ sagði Einar. „Ætlum okkur að fljúga en enn óvissa um dagsetningar“ Einar Aðalsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.