Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 ✝ Freydís Bern-harðsdóttir fæddist í Ólafsfirði 13. október 1934. Hún lést á dval- arheimilinu Horn- brekku Ólafsfirði 25. júní 2014. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Guðmundsdóttir, f. 23.4. 1908, d. 6.6. 1964, og Bernharð Ólafsson, f. 14.11. 1906, d. 13.1. 1990. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi, en á heimilinu voru einnig amma hennar og afi. Systkinin voru fimm. Elstur var Þórður en hann drukknaði árið 1950, Frey- dís, Óli Sveinn, Hreinn og Að- alsteinn, sem lést árið 1998. Einnig átti hún tvær hálfsystur, þær Aðalheiði Maggý Péturs- dóttur, sem lést árið 2007, og Erlu Bernharðsdóttur. 1996, og Vigfús William, f. 2007. Freyja gekk í barnaskóla í Ólafsfirði. Hún fór snemma að vinna ýmis störf, s.s. við síld- arsöltun og beitningu og var ráðskona í Keflavík einn vetur. Þá vann hún einnig lengi við verslunarstörf . Hún var mat- ráðskona á Hornbrekku frá stofnun heimilisins þar til hún lét af störfum vegna aldurs árið 2001. Freyja tók virkan þátt í félagsstörfum á sínum yngri ár- um, með Leikfélagi Ólafsfjarðar, var í stjórn Slysavarnadeildar kvenna, söng með kirkjukór Ólafsfjarðarkirkju og seinna í fé- lagi eldri borgara þar sem hún var formaður í nokkur ár. Freyja og Mummi byggðu húsið á Brekkugötu 23, Ólafs- firði ásamt tengdaforeldrum hennar og þar bjuggu þau uns Freyja flutti árið 2010 að Ólafs- vegi 34. Vegna veikinda flutti hún síðan á dvalarheimilið Horn- brekku í byrjun árs 2013. Mummi og Gummi sonur hennar fórust í hörmulegu bílslysi árið 1979 og setti sá atburður mark sitt á Freyju alla tíð síðan. Útför Freydísar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 4. júlí 2014, kl. 14. Á annan dag jóla árið 1953 giftist Freyja, eins og hún var kölluð, Guð- mundi Williamssyni sjómanni, f. 18.10. 1929, d. 9.6. 1979, og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Þórður, f. 1955, kvæntur Hólmfríði Arn- grímsdóttur, þau eiga þrjú börn; Örnu Björk, f. 1973, Guðmund Fannar, f. 1978, og Elís Hólm, f. 1983. Barnabörn þeirra eru sex. 2) Guðmundur, f. 8.12. 1959, d. 9.6. 1979. 3) Sigríð- ur, f. 1961, gift Konráði Þór Sig- urðssyni, þau eiga þrjú börn; Sigurð Óla, f. 1980, Freydísi Hebu, f. 1984, og Lenu Margréti, f. 1987. Barnabörn þeirra eru tíu. 4) Arnar, f. 1972, kvæntur Þórgunni Reykjalín Vigfús- dóttur, þau eiga þrjú börn; And- reu Sif, f. 1991, Örnu Dögg, f. Mamma er farin til Drauma- landsins. Þar hafa orðið fagnaðar- fundir þegar hún hitti pabba og Gumma bróður á ný, þeir létust í hörmulegu bílslysi fyrir 35 árum. Daginn þann dó líka hluti af mömmu okkar, það slokknaði á glampanum í augum hennar og bros hennar breyttist. Guði sé lof fyrir kraftaverkið Arnar litla bróa, sem þurfti mikið á mömmu sinni að halda enda bara sjö ára þá, lifði af slysið og má segja að hann hafi haldið henni á floti næstu árin. Mamma var falleg kona með dularfull brún augu, dugnaðar- forkur sem sat helst aldrei að- gerðalaus, hafði gaman af handa- vinnu, spilaði á spil, gítar og söng, heimilið fallegt, hún var listakokk- ur, bakaði bestu kleinurnar og laufabrauðskökurnar hennar voru listaverk, hún var heiðarleg, trygg og trú sínum, hún var líka ákveðin og skapið vantaði ekki ef því var að skipta. Mamma hafði gaman af því að ferðast og var dugleg að keyra landshorna á milli, ferðaðist inn- anlands og erlendis með bræðrum sínum og mágkonum og fleirum eftir að þeir feðgar fórust. Mér er minnisstæð ferð sem við fórum í fjölskyldan líklega um 1968 eða þar um bil. Þá var enginn bíll, en við fórum með lítilli trillu í Héðinsfjörð og vorum þar með litla jullu, tvö botnlaus hvít tjöld, sofið var í öðru en vistir í hinu. Þarna vorum við í nokkra daga, í blíðskaparveðri, skotnir fuglar og fiskur veiddur til matar, við höfum áreiðanlega tínt mikið af berjum líka. Við vorum svo sótt aftur eftir nokkra daga. Mamma hafði oft á orði að þetta hefði verið besta ferðalagið. Mamma var alltaf heilsuhraust, þar til allra síðustu ár er hún greindist með alzheimer. Hún fluttist á Hornbrekku fyrir einu og hálfu ári, það var erfitt fyrir okkur ástvini hennar að horfa á eftir henni inn í heim sjúkdómsins þegar veikindin ágerðust. Elsku hjartans mamma mín, takk fyrir samfylgdina og takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér og innrætt. Ég sakna þín, en mér líður bet- ur að vita af ykkur sameinuðum á ný. Guð geymi þig. Þín Sigríður Guðmunds- dóttir (Sigga). Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elsku amma, við þökkum fyrir þann tíma sem við fengum að njóta saman, minning þín mun ávallt fylgja okkur. Þínar langömmustelpur, Nadía Sól og Adríana Diljá Hólm. Elsku amma Freyja. Nú ertu sofnuð svefninum langa, elsku amma mín. Ég vil þakka þér fyrir tímana okkar saman, þessi tími er mér ómetanlegur og tilfinningarnar sem koma með minningunum eru yndislegar og gott að hlýja sér við þær núna. Þú gafst þér alltaf tíma til að taka í spil og kenndir mér þau mörg, helst man ég eftir rommý, það var uppáhaldsspilið okkar. Hávaðinn í hnúunum skella í borðinu þegar þú varst að setja út spil ómar enn í eyrum mér, ég reyndi að gera eins en það var bara of vont, ég verð að halda áfram að reyna. Það var svo gott að koma til þín, svo rólegt og notalegt hjá þér og gott að vera saman, bara við tvær, nöfnurnar. Síðan fór ég að koma með strákana mína í heimsókn og þótt það væru læti í þeim þá skein gleðin úr augunum þínum þegar þú hittir þá og hvað þá ef þú fékkst þá til að knúsa þig. Ég gleymi aldrei síðasta afmælisdegi þínum, þegar þú fórst í eltingaleik við öll litlu börnin, þú sem gast varla labbað um, en byrjaðir svo að hlaupa á eftir þeim. Allt fullorðna fólkið var búið að reyna að hemja börnin og banna þeim að hlaupa, við vorum nú einu sinni á elliheimilinu, en þá kom bara amma/langamma og bauð þeim upp í eltingaleik í kringum veisluborðið, það var æðislegt hjá þér amma og við hlógum öll að þessu uppátæki hjá þér og glödd- umst yfir því að sjá barnið í þér koma fram. Ég veit að lífið hefur ekki verið þér auðvelt en þú stóðst eins og stytta, svo sterk og upprétt. Ég dáist að þér fyrir það og hef lært að meta þig meir og meir eftir því sem ég eldist og kynnist betur hvernig lífið hefur verið fyrir þig. Ég er glöð og þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp með þig nálægt og stolt af því að bera nafn- ið þitt. Hvíldu í friði elsku amma og njóttu þín hinum megin með öllum þeim sem þú hefur saknað svo lengi. Þín nafna, Freydís Heba Konráðsdóttir. Elsku amma Freyja mín, það er skrítið og erfitt að kveðja þig þó að við vissum hvað koma skyldi. Hugur minn hefur verið mikið hjá þér seinustu vikur og mikið af góð- um minningum sem ég hef rifjað upp með sjálfri mér og fjölskyld- unni seinustu daga. Ég er svo þakklát fyrir að eiga svona marg- ar fallegar og góðar minningar um þig elsku amma mín, og sérstak- lega er ég þakklát fyrir að hafa flutt til Ólafsfjarðar og flutt í blokkina þar sem við bjuggum hvor í sinni íbúðinni þar til þú fórst á Hornbrekku. Þá fékk ég nefnilega að kynnast þér upp á nýtt, og þú mér. Og börnin mín fengu að kynnast þér og fyrir það verð ég alltaf þakklát. Valgeir Elís spyr mikið um þig, enda fannst honum alltaf sport að heimsækja ömmu Freyju, hvort sem það var niður á neðri hæðina eða upp á Hornbrekku, og ég segi honum að núna sért þú komin til afa og Gumma frænda og sért núna líka engill eins og þeir og vakir yfir okkur líka, og við getum núna líka heimsótt þig í kirkju- garðinn eins og afa og Gumma. Minningarnar sem ég á um þig eru margar og standa nokkrar upp úr. Eins og þau jól sem þú varst hjá okkur þá sofnaðir þú allt- af í sófanum strax eftir matinn, og þá vissi maður að nú væri mjög stutt í að það mætti opna pakkana. Og laufabrauðsbaksturinn með þér þegar þú varst að vinna á Hornbrekku, jólaboðin hjá þér og yndislega tómatsteikin sem verð- ur alltaf af og til á borðum hjá mér og mun ég þá alltaf hugsa til þín og um góða matinn sem þú varst með á boðstólum. Elsku amma, þú varst algjör- lega einstök kona, örugglega ein sú sterkasta sem ég hef þekkt, a.m.k. veit ég ekki um margar konur sem gengu í gegnum það sem þú gerðir án þess að missa vitið alveg. En þú varst líka ein sú ákveðnasta kona sem ég hef þekkt. Ef þér fannst eitthvað, þá var það bara þannig, og sterkari samvisku varla hægt að finna, allavega stendur það upp úr í minningunni að ef maður gerði eitthvað af sér þá varst þú síðasta manneskjan sem maður vildi að kæmist að því, enda sagðir þú mér alltaf skoðun þína á því og varst ekki að skafa utan af því. Mikið vona ég að ég hafi erft eitthvað af þessum kostum, því ég dáðist allt- af mikið að þér og bar ómælda virðingu fyrir þér. Hvíldu í friði elsku amma mín, ég bið að heilsa öllum englunum okkar. Lena Margrét, Valgeir Elís og Alexandra Sigríður. Í dag kveðjum við mæta konu, hana Freydísi Bernharðsdóttur eins og hún kynnti sig þegar ég heimsótti hana í síðasta skiptið á Hornbrekku, en þá var hún orðin mjög veik og vildi ég því kynna mig með fullu nafni: „Sæl Freyja mín, Ólöf Garðarsdóttir heiti ég.“ „Já sæl, Freydís Bernharðsdóttir heiti ég,“ sagði hún af fullum styrk. Mér fannst ég skynja hana vel og fannst hún vera vel með á nótunum þótt hún væri orðin mjög veik og lífskrafturinn fór þverr- andi. Freyju er ég búin að þekkja alla mína ævi þar sem fjölskyldur okk- ar bjuggu hlið við hlið á Brekku- götu 23 og 25. Pabbi og Freyja eru systkinabörn og þegar mamma mín flutti til Ólafsfjarðar og hóf búskap á Brekkugötunni urðu þær góðar vinkonur og entist vin- áttan alla þeirra ævi. Ég veit að hún var mömmu minni mikill styrkur og reyndist henni vel á nýjum slóðum, fyrir það verð ég henni ævinlega þakklát. Það var mikill samgangur á milli þessara fjölskyldna og við börnin fórum að koma eitt af öðru. Fyrst kom Þórður og tveimur árum síðar Halldóra systir. Þá komu „Gumm- arnir“, eins og þeir voru oft kall- aðir, jafngamlir og voru ætíð mikl- ir og góðir vinir en eru nú báðir gengnir á vit forfeðra sinna. Síðan kom ég og tæpu ári seinna fæddist Sigga sem varð og er mín besta vinkona. Tveimur árum seinna fæddist Hannes og tíu árum síðar kom Arnar. Ég þakkaði Freyju oft núna seinni árin fyrir það að hafa átt Siggu og fá að eiga hana sem vinkonu. Man samt eftir því að hún var ekki ánægð þegar ég reyndi að kenna henni að reykja. Og eitt sinn þegar mæður okkar töldu að við værum alveg óviðráð- anlegar heima fyrir var ákveðið að hafa vistaskipti á okkur. Við Sigga vorum nú alveg til í það og er það mér ógleymanlegt kvöld þar sem við sátum fjögur við eldhúsborðið á Brekkugötu 23, ég, Freyja, Mummi og Gummi að spila rommý, en það kvöld lærði ég það spil. Á svona stundu koma margar ljúfar og góðar minningar fram og einnig erfiðar. Lífið er oft óskilj- anlegt og því fékk Freyja og fjöl- skylda hennar að kynnast þegar þeir feðgar Mummi og Gummi lét- ust í slysi á gamla Múlaveginum árið 1979 en Arnar, sem þá var sjö ára, lifði af. Þetta var mikil sorg sem setti mark sitt á Freyju alla tíð. Nú er hún komin í faðm þeirra og ég veit að mamma hefur örugg- lega tekið vel á móti henni líka. Elsku Freyja, hafðu þökk fyrir allt það sem þú gafst mér og mín- um í þínu lífi. Ég vil svo enda þetta á sömu kveðju og þú kvaddir mig með þann 17. júní sl. þegar við hittumst í síðasta sinn í þessu jarðlífi þegar þú sagðir við mig: „Bless, Ólöf mín,“ og segi því: „Bless, Freyja mín.“ Elsku Sigga vinkona mín, Þórð- ur, Arnar og fjölskyldur ykkar og mömmu ykkar og pabba, megi góður Guð gefa ykkur styrk og mega allar fallegar minningar lifa með okkur um ókomna tíð. Ólöf Garðarsdóttir. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem á eftir, kanske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (Bólu-Hjálmar) Svo kvað Bólu-Hjálmar fyrir margt löngu. Ég geri hér þessi orð gamla snillingsins að mínum. Hún Freydís Bernharðsdóttir vinkona mín er farin – dáin. Við höfðum verið vinkonur frá því að hún gekk í Félag eldri borgara en ég var þá þar fyrir. Við áttum það sameig- inlegt að hafa gaman af því að grípa í spil og gerðum það þegar við gátum og máttum. Hún hefur nú lokað sínum spilastokk í bili. Það var ekki annað hægt en taka eftir henni Freyju, eins og hún var oftast kölluð. Hún var glæsileg kona; falleg hvar sem á hana var litið, hógvær, vel klædd, fallegt hár og úr móbrúnu augun- um geislaði eitthvað órætt. Hún var dugleg, verklagin og hagsýn. Hún var fagurkeri. Heim- ili hennar bar alls þessa vitni: fal- legt – hreint og staður fyrir hvern hlut og hver hlutur á sínum stað. Freyja hafði gaman af því að gleðjast í góðra vina hóp, tók gjarnan gítarinn og söng meðan röddin entist. Lífið lék samt ekki alltaf við hana Freyju. Aðeins 15 ára gömul fór hún á vertíð suður í Keflavík. 16 ára gamall bróðir hennar varð henni samferða til Reykjavíkur. Þar og þá skilur leiðir, hann ætlaði til Vestmannaeyja en báturinn sem hann fór með komst aldrei alla leið. Hann fórst á leið til Eyja og mennirnir með. Ung eignaðist Freyja ágætan mann, Guðmund Williamsson. Þau bjuggu alltaf í Ólafsfirði og eignuðust fjögur mannvænleg börn, þrjá syni og eina dóttur. Það var í júní, hásum- ar í náttúrunni og einnig í lífi fjöl- skyldunnar. Allt í einu dregur ský fyrir sólu. Niðamyrkur. Eiginmaður og 19 ára gamall sonur þeirra farast í bílslysi. Í bílnum var einnig sjö ára sonur þeirra. Hann slasaðist en náði sér eftir dvöl á spítala. Áföllin í lífi Freyju voru fleiri en kannski ekki alveg svona stór. Litli dreng- urinn er fyrir löngu orðinn stór og myndarlegur karlmaður en mér fannst hún alltaf hugsa um hann sem „litla drenginn“ sem hún þyrfti sérstaklega að gæta. Henni var einnig mjög annt um hin börn- in sín og alla fjölskylduna. Mér kemur ekki til hugar að halda því fram að hún Freyja, vin- kona mín, hafi verið heilög mann- eskja. Hver er það? Gallar hennar voru mér bara lítt kunnir, það sem ég sá og fann í fari hennar var fyrst og fremst heiðarleiki, trú- mennska og myndarskapur. Hún kenndi mér margt. Freyja mín, þar sem ég er nú búin að eiga óteljandi sinnum af- mæli hljótum við að hittast bráð- um. Þú verður þá til með spilin. Takk fyrir allt. Ég segi grand. Þín vinkona, Hulda Kristjánsd. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Kær tengdamóðir mín og vinur, Freydís Bernharðsdóttir, er til moldar borin í dag. Freyja, eins og hún var oftast kölluð, var í mínum huga mikil dugnaðarkona og sönn hvunndagshetja. Mikill harmur var að henni kveðinn 9. júní 1979. Þann dag fól Drottinn henni þung- bært hlutverk, þegar eiginmaður hennar og sonur fórust í bílslysi í Múlanum. Sá atburður markaði djúp spor. Freyja var mikil hannyrðakona og eftir hana liggja margir fallegir og vel unnir munir. Hún var bæði verklagin og verkhyggin við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Húsmóðurstörfin léku í höndum hennar og starfaði hún sem mat- ráður í áraraðir við Dvalarheimili aldraðra, Hornbrekku í Ólafsfirði. Ég dáðist alltaf að ákveðni hennar og staðfestu í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Börnin mín eru lán- söm að hafa átt hana að þessi ár og eiga minningar um góða ömmu sem tók alltaf á móti þeim með op- inn faðm og glöð við komu þeirra. Nú þegar Freyja er komin yfir móðuna miklu koma upp í hugann minningar um einstaka konu sem ég mun varðveita í hjarta mínu. Ég kveð hana með miklum sökn- uði og hlýhug fyrir allar skemmti- legu samverustundirnar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Far í friði, feðgar þér taka mót. Þórgunnur R. Vigfúsdóttir. Freydís Bernharðsdóttir Kæra mamma, nú ert þú farin frá okkur. Þótt við vissum að hverju stefndi er maður aldrei tilbúinn að kveðja. Þú settir ævinlega fjölskyldu þína í forgang. Þú þekktir fjölskyldumeðlimi þína mjög vel og varst mjög umburð- arlynd kona. Þegar við bræðurn- Stella Stefánsdóttir ✝ Stella Stef-ánsdóttir fædd- ist í Reykjavík 22. júlí 1936. Hún lést á blóðsjúkdómadeild Landspítalans hinn 4. júní 2014. Útför Stellu fór fram í kyrrþey 11. júní 2014. ir komum heim eftir keppni og höfðum unnið vissir þú að þetta yrði góður dagur og þú fengir að heyra allt um leikinn og hvernig andstæðingarnir hefðu verið grátt leiknir. En þú vissir líka þegar við töpuðum því þá hentum við töskunum á ganginn. En þú kunnir ráð við því. Þú hlustaðir á okkur segja frá óförum okkar og róaðir okkur niður og gafst okk- ur að borða. Þú varst mjög þol- inmóð og með mikið jafnaðargeð. Eiginlega góður sálfræðingur, því ef þú heyrðir einhvern í fjöl- skyldunni kvarta undan ein- hverjum fórstu að tala vel um alla og kvörtunin varð að gleði. Þú taldir upp alla kostina sem við höfum í lífinu; hvað felst í því að vera lifandi og þú kenndir mér að njóta þess sem okkur er gefið. Elsku mamma, þú varst mikill mannþekkjari með gott innsæi í fólk. Þú spáðir í bolla fyrir vini og vandamenn og ávallt stóðst það sem þú sást í bollanum. Þú varst víðsýn kona, last mikið af bók- menntum og hafðir miklar skoð- anir á stjórnmálum og stjórn- málamönnum. Þú þoldir ekki óréttlæti í samfélaginu og þá sér- staklega gegn þeim sem minna mega sín. Þú varst mikill húm- oristi og varst alltaf kát og hress. Þér fannst erfitt að vera innan um fólk sem ekki var brosmilt og sagðir oft að þú skildir ekki þannig fólk. Þú sagðir mér oft sögur af sjálfri þér þegar þú varst að alast upp sem barn í Reykjavik og gerðir ósjaldan grín að sjálfri þér. Ég man eftir einu atviki þegar ég sótti þig og átti að keyra þig niður í miðbæ Reykjavíkur. Þú lokaðir útidyr- unum og spurðir mig hvort þær væru ekki örugglega læstar. Ég sagði jú og þá snerir þú þér við með hurðarhúninn í hendinni. Ég hafði aldrei séð þig hlæja jafn- mikið og einmitt þá. Elsku mamma, þú varst demantur sem gafst lífinu lit með óendanlegri gleði og hamingju. Þú varst mér góð fyrirmynd og hvatning í lífinu og ég vil þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Ég mun varðveita stundir okkar vel og kveð þig með söknuði. Ég kveð yndislega móður og góðan vin minn. Fegurð lífsins speglast í lind minninganna um þig. Stefán Ó. Aðalsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.