Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014
✝ VilhjálmurGuðnason
fæddist á Ímastöð-
um í Vöðlavík, S-
Múlasýslu 20. febr-
úar 1930. Hann
lést á heimili sínu
25. júní 2014.
Foreldrar hans
voru Guðni Jóns-
son, f. á Ímastöð-
um 1891, d. 1978,
og Steinunn Marta
Jónsdóttir, f. á Vattarnesi 1897,
d. 1962. Systkini Vilhjálms voru
Ingvar, f. 1926, d. 1926, Ingvar
Bjarni, f. 1927, d. 1988, Jónína
Þuríður, f. 1928, Jóhanna, f.
1928., d. 1991, Þóra Ólöf, f.
1930, og Geir, f. 1932.
Eftirlifandi sambýliskona
Vilhjálms er Hallgerður Stef-
ánsdóttir, f. 6.1. 1946. For-
eldrar hennar voru Stefán Sig-
hvatsson, f. 1912, d. 1963, og
Ernir, f. 1998, Klara Rún, f.
2002, og Katla Dögg, f. 2007. 3)
Sigurbjörn Stefán, f. 1971, sam-
býliskona hans er Berglind
Scheving, f. 1970. Dóttir Berg-
lindar er Anna Guðný, f. 1991,
sambýlismaður hennar er Einar
Már, f. 1987. 4) Magnús, f.
1973.
Vilhjámur ólst upp á Íma-
stöðum í Vöðlavík. Þar stund-
aði hann almenn bústörf og sjó-
róðra, ásamt því að fara á
vertíðir til Vestmannaeyja yfir
vetrartímann. Árið 1962 festu
þau Hallgerður kaup á jörðinni
Litlu-Breiðuvík í Helgustaða-
hreppi og hófu búskap þar vor-
ið 1963 og bjuggu þar fram til
ársins 1986 en þá tók fjöl-
skyldan sig upp og flutti búferl-
um til Reykjavíkur. Fyrstu árin
bjó Vilhjálmur á Kleppsvegi 44
en fluttist árið 2003 á Aust-
urbrún 37A. Í Reykjavík starf-
aði hann hjá Kassagerð Reykja-
víkur þar til hann lét af
störfum og fór á eftirlaun árið
1998.
Útför Vilhjálms fer fram frá
Áskirkju í dag, 4. júlí 2014, kl.
13.
Sigurbjörg Fanney
Elíasdóttir, f. 1915,
d. 1997. Synir Vil-
hjálms og Hall-
gerðar eru: 1) Við-
ar, f. 1963, börn
hans frá fyrra sam-
bandi eru Sigurður
Steinar, f. 1982,
kvæntur Mörtu
Kaminska, f. 1982,
og Halla Margrét,
f. 1987, sambýlis-
maður hennar er Ívar Atlason,
f. 1984. Börn þeirra eru Andrea
Rán, f. 2008, og Emma Dröfn, f.
2012. Sambýliskona Viðars er
Guðrún Jóna Melsted, f. 1970.
Börn þeirra eru Eyberg Viðar,
f. 2002, og Sóley Ósk, f. 2010.
Fyrir á Guðrún Jóna soninn
Sigurjón, f. 1990. 2) Vilhjálmur,
f. 1968, sambýliskona hans er
Sesselja Ósk Vignisdóttir, f.
1972. Börn þeirra eru Hafþór
„Ertu búinn að gefa á Stekkn-
um?“ var oftast það fyrsta sem þú
spurðir um þegar ég kom í Aust-
urbrúnina til ykkar mömmu. Þú
varst fyrst og fremst mikill bóndi
og oftar en ekki spunnust sam-
ræður okkar um lífið í sveitinni
hér áður fyrr og það var ljóst að
þar var um óþrjótandi umræðu-
efni að ræða. Eins fylgdu oft í
kjölfarið skemmtilegar sögur af
smalamennsku og rjúpnaveiðum
svo eitthvað sé nefnt ásamt ýms-
um fróðleik frá uppvextinum á
Ímastöðum svo sem sögur af síla-
veiðum í ánni, slætti með orfi og
ljá, skyttirí út með sjó og svo
mætti lengi telja. Þær voru
margar stundirnar sem við áttum
saman við bústörfin á sínum tíma
og það er margt sem kemur upp í
hugann þegar horft er til baka.
Það voru mikil forréttindi að fá
að alast upp í sveitinni. Betri stað
hefði ekki verið hægt að hugsa
sér. Þú varst sá mesti göngu-
garpur sem ég hef á ævinni
kynnst og þurfti ég oft að hafa
mig allan við til að halda í við þig
þegar best lét. Bústörfin og
rjúpnaveiðar voru þitt áhugamál
og var allt skilmerkilega skráð og
reiknað sem þeim tengdist. Það
voru margar stundirnar sem þú
sast með ærbókina og skráðir
niður allt sem skipti máli var-
aðndi hverja einustu kind og allar
áttu þær sitt nafn sem þú þekktir
og reyndir að kenna mér. Oft
þurftum við að finna ný nöfn á
gemlingana og þá hjálpaði ég
stundum til. Já, það er margs að
minnast. Fæturnir voru orðnir
lúnir undir það síðasta og þú tal-
aðir oft um að þeir væru að gefa
sig.
Ég trúi því að nú sértu aftur
farinn að skokka um fjöll og hlíð-
ar með kíkinn á öxlinni að horfa
eftir kindunum, reka eða jafnvel
rjúpu eins og þú gerðir svo gjarn-
an. Takk fyrir allt sem þú kennd-
ir mér og mínum. Það er okkur
öllum mikils virði. Minning þín
mun lifa, pabbi minn.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Þinn
Guðni.
Mig langar hér í nokkrum orð-
um að minnast tengdaföður míns,
hans Villa. Hann var rólegur og
yfirvegaður maður, ekki mjög
margmáll í fjölmenni þar sem
hann þekkti lítið til. En þar sem
hann þekkti fólkið vel lék hann á
als oddi.
Villi var mikill húmoristi og
alltaf stutt í gamanið. Ég man
þegar ég hitti hann fyrst, hann
sagði ekki mikið en það átti eftir
að breytast. Í gegnum árin höfum
við orðið góðir vinir og mér
fannst alltaf mjög gaman að tala
við hann og gantast í honum.
Hann var fljótur að sjá skoplegu
hliðarnar á málunum og lífinu
sjálfu.
Hann var góður dansari og þau
Hallgerður voru dugleg að fara
að dansa, sérstaklega þegar Geir-
mundur Valtýsson var á staðn-
um. Þegar Villi varð áttræður
hélt hann veislu fyrir okkur fjöl-
skylduna og bauð okkur síðan á
ball með Hljómsveit Geirmundar.
Það var mikil upplifun að fara
með þeim á ball og sjá þau svífa
um gólfið. Auðvitað bauð Villi
mér svo í dans en hann gaf nú lít-
ið fyrir danshæfileika mína, lét
orð um það falla að það þyrfti nú
að kenna mér að dansa og svo
glotti hann dálítið. Þarna er hon-
um mjög vel lýst, glettinn og
glaður.
Við fjölskyldan eigum margar
góðar minningar um hann afa
Villa. Í Austurbrún var alltaf vel
tekið á móti okkur, gjarnan með
pönnukökum. Á sumrin lá leiðin
austur á land, í Litlu-Breiðuvík,
þar sem við hittumst. Þá sagði
hann gjarnan sögur frá fyrri tíð
og víst er að í sumar verður hans
sárt saknað. Gott verður þá að
eiga minningarnar sem alltaf
munu lifa.
Takk fyrir allt Villi minn. Þín
tengdadóttir,
Sesselja (Dedda).
Hann afi Villi var einstakur
maður, og voru það í raun forrétt-
indi að fá að verja með honum
tæplega 16 árum af ævi minni.
Hann var alltaf glaður, og var
ávallt stutt í glensið hjá honum,
mjög fróður og maður gat spjall-
að við hann um allt. Við afi horfð-
um mjög mikið saman á fótbolta
núna síðustu ár, en hann hélt þó
ekki með neinu sérstöku liði,
nema Leeds United í gamla daga.
En það mætti segja að mér hafi
næstum tekist að gera hann að
Liverpool-stuðningsmanni, þar
sem hann hefur horft á næstum
hvern einasta Liverpool-leik með
mér
Það mætti segja að afi hafi ver-
ið jafnspenntur og ég fyrir fót-
boltaferðinni sem ég fór í til
Spánar í byrjun sumars, og sagði
hann margoft við mig áður en ég
fór: „Þjarmaðu nú vel að Spán-
verjunum.“ Þegar heim var kom-
ið var hann spenntur að heyra
ferðasöguna, og við gerðum okk-
ur klára í að horfa á HM í Bras-
ilíu. Því miður var leikur Belga og
Rússa sá síðasti sem við afi horfð-
um á saman, og það var ánægju-
leg stund þar sem lið Belgíu
vann.
Ég á eftir að sakna hans rosa-
lega og það verða mikil viðbrigði
að hafa ekki besta vin minn mér
til stuðnings í fótboltanum og
bara í lífinu yfirhöfuð. En ég er
staðráðinn í því að gera hann
stoltan af mér því ég veit að hann
mun fylgjast með mér.
Ég elska þig afi, takk fyrir allt,
þín verður sárt saknað og þú
munt alltaf eiga stað í hjarta
mínu. Þinn
Hafþór Ernir.
Vilhjálmur
Guðnason
✝ Arnar ÖrlygurJónsson fædd-
ist í Reykjavík 19.
nóvember 1918.
Hann lést á elli- og
hjúkrunarheim-
ilinu Grund 25. júní
2014.
Foreldrar hans
voru Jón Tómasson
skipstjóri, f. 12.
apríl 1889, d. 18.
desember 1970, og
Eydís Jónsdóttir húsmóðir, f. 24.
febrúar 1891, d. 12. júní 1954.
Systkini hans voru Guðrún Jóns-
dóttir húsmóðir, f. 1916, d. 2008,
og Sigurður Jónsson kaup-
maður, f. 1922, d. 1976.
Árið 1955 giftist Arnar El-
október 2005. Sonur Arnars af
fyrra hjónabandi er Ingolf Noto
lögfræðingur, f. 1948, búsettur í
Portland Oregon.
Arnar lærði matreiðslu í
Kaupmannahöfn, meðal annars
við Hotel d’Angleterre, og starf-
aði sem matreiðslumeistari all-
an sinn starfsferil. Hann vann
sem búrmaður og mat-
reiðslumaður á strandferða-
skipum og millilandaskipum,
meðal annars á Goðafossi sem
sökk við Íslandsstrendur 10.
nóvember 1944. Á landi starfaði
Arnar sem matreiðslumeistari á
fjölmörgum veitingastöðum, þar
af átján ár á Hótel Loftleiðum
þar sem hann sá um kalt borð. Á
árunum 1960 til 1966 var Arnar
búsettur í Oakland í Kaliforníu
ásamt fjölskyldu sinni og starf-
aði þar sem matreiðslumeistari.
Útför Arnars Örlygs Jóns-
sonar fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík í dag, 4. júlí
2014, klukkan 15.
ísabetu Ingólfs-
dóttur hjúkr-
unarfræðingi, f. 16.
september 1928.
Sonur þeirra er
Ingólfur Örn mynd-
listarmaður, f. 9.
febrúar 1956. Sam-
býliskona hans er
Elísabet Indra
Ragnarsdóttir dag-
skrárgerðarkona,
f. 21. ágúst 1970.
Synir Ingólfs úr fyrri sambúð
með Sólveigu Aðalsteinsdóttur
myndlistarkonu, f. 30. júní 1955,
eru Þorlákur Jón, f. 27. febrúar
1987, og Indriði Arnar, f. 5. maí
1991. Sonur Ingólfs og Elísabet-
ar Indru er Ragnar Steinn, f. 8.
„Maturinn á líka að gleðja
augun“ sagði Arnar tengdafaðir
minn gjarnan þegar hann bauð
fjölskyldunni að setjast að
málsverði sem hann hafði nostr-
að við allan daginn og borið
fram af natni. Á tíræðisaldri
hélt hann áfram að galdra fram
ljúffengar krásir fyrir fjölskyld-
una. Barnabörnin þekktu ekki
betri kokk en afa Arnar og mat-
arboðin hjá honum heilög
stund.
Arnar var líka dugnaðarfork-
ur sem lét sig ekki muna um að
klifra upp á þak í Hvassaleitinu
til að dytta að og gera við þótt
hann væri orðinn háaldraður.
Gekk lengi vel daglega úr
Hvassaleiti í Laugardalinn til
að synda sína 500 metra. Sjen-
tilmaður og snyrtipinni, keypti
sér splunkunýjan bíl á níræð-
isafmælinu sínu, var alltaf flott-
ur í tauinu og spilaði listavel á
munnhörpu.
Hann fæddist í Reykjavík í
nóvember 1918. Evrópa í rúst-
um fyrri heimsstyrjaldar;
spænska veikin geisaði hér á
landi og Katla nýhætt að gjósa.
Framundan langt líf á umbrota-
tímum. Hann var matreiðslu-
nemi á Hotel d’Angleterre í
Kaupmannahöfn í upphafi stríðs
þegar Þjóðverjar hernámu Dan-
mörku og var einn af Petsamo-
förunum sem höfðu orðið inn-
lyksa í Evrópu á stríðstímum
og voru sóttir með Esju til smá-
bæjarins Petsamo í Norður-
Finnlandi árið 1940. Eftir heim-
komuna vann matreiðslumaður-
inn ungi um hríð á
strandferðaskipum en síðar á
millilandaskipinu Goðafossi sem
sigldi til og frá New York. Stríð
geisaði á láði jafnt sem legi;
áhöfn Goðafoss horfði daglega
upp á skip sem stóðu í björtu
báli og dauðinn alltaf nálægur.
10. nóvember 1944, þegar Goða-
foss átti aðeins eftir tveggja
stunda siglingu til Reykjavíkur,
var skipið skotið tundurskeyti
af þýskum kafbáti. 24 Íslend-
ingar fórust auk fjölda breskra
skipverja sem áhöfn Goðafoss
hafði bjargað úr brennandi
sjónum. Arnar var einn þeirra
nítján sem lifðu af.
Engin leið er að setja sig í
spor þess sem slíkt hefur upp-
lifað enda mótaði þessi atburð-
ur Arnar fyrir lífstíð. Að hafa
horft upp á félaga sína týna líf-
inu í tilgangslausu stríði og
berjast sjálfur fyrir eigin lífi. Á
tímum, þegar engin tiltæk ráð
voru til að vinna úr áfalli á borð
við þetta og ekkert um annað
að ræða en halda lífinu áfram
og bera harm sinn í hljóði,
þurfti langan mannsaldur til að
takast á við slíkar hörmungar.
Að stríði loknu hélt Arnar
áfram að starfa sem matreiðslu-
maður á millilandaskipum og sá
enn frekar af eigin raun skelfi-
legar afleiðingar heimsstyrjald-
arinnar.
Þegar í land var komið átti
Arnar farsælan starfsferil sem
matreiðslumaður, lengst af á
Hótel Loftleiðum þar sem hann
sá um hið rómaða kalda borð.
Arnar var gæfumaður í
einkalífinu og eignaðist einstak-
an lífsförunaut í Elísabetu Ing-
ólfsdóttur. Hann var stoltur
faðir og afi, umvafði strákana
sína umhyggju og hlýju og
studdi við bakið á þeim í hverju
sem þeir tóku sér fyrir hendur.
Hugsaði alltaf vel um sína.
Við leiðarlok vil ég þakka
Arnari allar samverustundirnar,
örlætið, ljúfmennskuna og
faðminn stóra.
Elísabet Indra
Ragnarsdóttir.
Í fjölskylduboðum skar Arn-
ar Jónsson sig úr hópnum.
Hann var fríður maður, ævin-
lega smekklega klæddur, í
gljáburstuðum skóm, vel klippt-
ur og teinréttur. Það var eitt-
hvað menningarlegt og heims-
borgaralegt við hann. Enda var
Arnar sannarlega sigldur og
sjóaður maður, í mörgum skiln-
ingi þess orðs. Sem ungur
drengur lærði hann að synda í
sjónum við Hafnarfjörð. Það
átti eftir að verða Arnari til lífs
síðar því hann var meðal þeirra
sem komust lífs af þegar Goða-
foss var skotinn niður út af
Garðskaga í nóvember 1944.
Það er næstum óskiljanlegt að
hann skuli hafa lifað af tím-
unum saman í köldum sjónum
áður en honum var bjargað um
borð í skip. Þessi reynsla sat í
honum alla tíð eins og algengt
er hjá þeim sem lifað hafa
hörmungar stríðs. Arnar hætti
samt ekki á sjónum heldur hélt
áfram sem bryti á skipum þar
til hann fór í land. Hann hafði
aflað sér menntunar á ekki
ómerkari stað en Hotel
d’Angleterre við Kongens Ny-
torv í Kaupmannahöfn. Hann
sótti líka framhaldsnámskeið í
matargerð erlendis og bar mat-
seld hans þess glöggt vitni.
Arnar gat sér gott orð fyrir
glæsileg köld borð í veislum og
á þeim hótelum þar sem hann
starfaði.
Arnar og Elísabet, eiginkona
hans, héldu til Bandaríkjanna
snemma á sínum búskaparár-
um. Hún starfaði sem hjúkr-
unarfræðingur og hann sem
matreiðslumaður í Oakland rétt
við San Francisco. Þar undu
þau hag sínum vel og nutu þess
að kynnast bandarísku sam-
félagi. Þau fluttu heim þegar
sonur þeirra Ingólfur fór að
stálpast. Móðir okkar bræðra
var þá nýfallin frá og það var
gott að fá Elísabetu föðursystur
okkar heim með fjölskyldu
sinni. Reyndust þau Arnar okk-
ur ómetanlegur stuðningur.
Arnar og Elísabet gerðu sér
fallegt heimili í Hvassaleiti og
þangað var ævinlega gott að
koma. Óhætt er að segja að
heimili þeirra hafi verið griða-
staður stórfjölskyldunnar þang-
að sem allir gátu leitað í gleði
og sorg.
Á síðari árum naut Arnar
þess að vera afi þriggja glókolla
sem voru yndi hans og stolt. Í
syni hans og sonarsonum lifa
áfram þeir ríku mannkostir sem
Arnar var gæddur.
Við kveðjum Arnar Jónsson
með þakklæti og gleði fyrir all-
ar góðar samverustundir. Far
vel.
Magnús Diðrik Baldursson
og Sigríður Þorgeirsdóttir.
Arnar Örlygur
Jónsson
Það er langur
tími liðinn síðan það
var keppikefli ungra starfsmanna
við byggingu varnargarða við
Markarfljót að stökkva lengra,
hærra, hraðar. Það er ekki með
söknuði að ég minnist þessara
löngu liðnu markmiða heldur
þakklæti fyrir að kynnast þeim
ungu drengjum sem unnu þar.
Minningin um þá er enn sem ný í
mínum huga.
Einn þessara drengja var Árni
Ólafsson frá Syðstu-Mörk. Af hon-
um lærði ég margt. T.d. færði
hann mér heim sanninn um það að
ekki þarf langa fætur til að hlaupa
hratt. Svo var annað, að af fram-
komu hans lærði ég að skilja hvað
það er að vera hvers manns hug-
ljúfi. Svo er eitt ótalið. Aldrei að
miklast af yfirburðum sínum,
hvorki andlegum né líkamlegum.
Ég hef stundum hugsað til orða
eins okkar: „Ég treysti mér til að
ráða við hvern ykkar nema Árna.“
Aldrei var þó úr því skorið hvor
réði við hinn, Árni eða sá sem
þetta fullyrti. Aftur á móti er ég
þess fullviss að Árni hefði orðið
undir í þeim áflogum. Ástæða;
hann hefði hlegið sig máttlausan
að þeirri heimsku að slást.
Ég las það fyrir nokkrum dög-
um að útför þessa ágæta manns
hefði farið fram á ánni Rín við Ba-
sel í Sviss. Duftkeri hans var fleytt
niður ána í fylgd rósa úr höndum
ættingja og vina. Ekki veit ég
hvers vegna þessi háttur var á
hafður. Þó gæti ég trúað að þetta
Árni Ólafsson
✝ Árni Ólafssonfæddist í
Syðstu-Mörk, Vest-
ur-Eyjafallahreppi
12. júlí 1931. Hann
lést í Sviss 11. apríl
2014.
Útför hans fór
fram á ánni Rín 24.
apríl 2014.
táknaði möguleika
þess að Rín og Mark-
arfljót sameinast á
hafi úti, jafnvel við
Eyjafjallasand. Þá
væri læknirinn sem
gegnt hefur starfi á
bökkum Rínarfljóts
kominn heim, eða
hver er sá sem átt
hefur heima í Eyja-
fjallasveit sem ekki
þráir heimkomu?
Til heiðurs Árna bið ég blaðið
að birta þrjú erindi úr ljóðinu
Verðinum eftir 16 ára systur
mína. Ljóðið samdi hún á árum
síðari heimsstyrjaldar. Það er
samtal árinnar og varðarins sem
hatar stríðið og þráir heimkomu.
Ég veit að hún fyrirgefur mér lán-
tökuna.
Og áin flytur niðinn að eyrum mínum
enn.
Enginn veit né skilur hvað kallar hún í
senn.
Mér heyrist helst hún hvísla að mér:
Komdu hingað fljótt,
ó, komdu, frið skal veita þér svo hjartað
verði rótt.
Og áin flytur niðinn að eyrum mínum æ.
Ertu hingað kominn að hvíla þig í sæ?
Því örmagna þú stendur og starir á
minn straum.
Því stynurðu, ertu hræddur að hlýða á
minn glaum?
Ég kasta mér í faðm þinn og flyt mig
burt af stað,
sem aldrei, aldrei aftur ég á að komast
að.
Þú hefur frið að færa, frið sem aldrei
dvín.
Ó, hyldu mig í hafsins djúpi, hyl mig,
kæra Rín.
(Anna S. Björgvinsdóttir)
Með þessu ljóðabroti kveð ég
kæran vin og óska honum góðrar
heimkomu.
Filippus Björgvinsson.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar