Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 SIXTIES LÍNAN Betina Eikarskenkur kr. 151.700 Porgy stóll kr. 17.900 House Doctor Loftljós kr. 24,900 UNFURL Svefnsófi kr. 109.000 YUMI Eldhúsborð kr. 79.800 Gina stóll kr. 19.900 Genova - flottur hvar sem er kr. 189.900 TILBOÐSVERÐ kr. 149.900 HM TILBOÐ krónur 149.900 Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakk- landsforseti, segir ásakanir á hendur sér vera pólitískar ofsóknir og aðeins gerðar til að sverta mannorð hans og niðurlægja. Sarkozy var hnepptur í varðhald á þriðjudagsmorgun og yf- irheyrður, en það er einsdæmi í sögu landsins að farið sé þannig með fyrr- verandi þjóðhöfðingja. Hann vonast til að hljóta útnefningu flokks síns fyrir forsetakosningarnar 2017 og eru ásakanirnar taldar vera þungur steinn í vegi hans að því markmiði. Rannsakendur í máli hans telja hann hafa spillt gangi réttvísinnar með því að leita eftir innherjaupplýs- ingum um rannsókn sem sneri að forsetaframboði hans árið 2007. Sú rannsókn kom í kjölfar fullyrðinga þess efnis að Muammar Gaddafi, þá- verandi forsætisráðherra Líbíu, hefði fjármagnað kosningabaráttu Sarkozys. Vinsælli en Hollande Samkvæmt skoðanakönnunum er Sarkozy vinsælli en núverandi for- seti, Francois Hollande. Áður en þessar ásakanir komu í ljós leit allt út fyrir að Sarkozy fengi umboð flokks síns til að gera aftur tilkall til forsetaembættisins. Nú þykja þær áætlanir vera í uppnámi. Sarkozy kom fram í sjónvarpsvið- tali á miðvikudagskvöld þar sem hann kallaði á fólkið í landinu til að vera vitni að því sem hann kallaði pólitískar ofsóknir. Sagði hann ásak- anirnar enga stoð eiga í raunveru- leikanum. Milljónir Frakka horfðu á forsetann fyrrverandi bera af sér sakir og telja stjórnmálaskýrendur í landinu að viðtalið beri öll merki þess að Sarkozy stefni ótrauður á forsetastólinn 2017. sh@mbl.is Ásakanir séu pólitísk ofsókn  Sarkozy bar af sér sakir í sjónvarpi AFP Umdeildur Sarkozy mætir nú alvar- legum ásökunum í heimalandinu. Eyrarsund betur brúað Nýjar áætlanir byggingar- og ráð- gjafarfyrirtækja í Svíþjóð gera ráð fyrir sterkari tengslum yfir Eyrar- sundið til Danmerkur. Er lagt til að gerðar verði sex nýjar leiðir á milli landanna. Þar á meðal er útbreiðsla lestakerfis Kaupmannahafnar til Málmeyjar og ný háhraðalest frá Málmey til Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn, auk þess sem lagt er til að göng verði gerð á milli Hels- ingjaeyrar í Danmörku og Hels- ingjaborgar í Svíþjóð. Þá er lagt til að sérstök hjólarein verði gerð yfir Eyrarsundsbrúna. Áætlað er að mannfjöldi á svæð- inu muni aukast um milljón til ársins 2070 og eru áætlanirnar liður í und- irbúningi undir þessa miklu fjölgun. Mannvirki Brúin rís hátt yfir Eyrarsund.  Sex nýjar tillögur Skúli Halldórsson sh@mbl.is Öryggi hefur nú verið hert á flugvöll- um sem þjóna farþegaþotum í beinu flugi til Bandaríkjanna. Eru þessar ráðstafanir vegna yfirvofandi hættu sem þykir stafa frá al-Qaeda hryðju- verkasamtökunum. Í tilkynningu frá heimavarnarráðu- neyti Bandaríkjanna segir að verið sé að deila mikilvægum upplýsingum með bandamönnum, ásamt því að ráðgast sé við helstu flugfélög. Breytinganna er að vænta á næstu dögum. Fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, segist taka ógnina alvarlega. „Við þurfum að hafa augun opin.“ Ríkisstjórn Bretlands hefur ekki enn gefið út í hverju breytingarnar muni felast en lengri biðtími á flug- völlum er ekki útilokaður. Þó að hinu herta öryggi sé beint að þeim sem eru á leið til Bandaríkjanna munu allir farþegar þurfa að ganga í gegnum sama öryggisferli. Hið opinbera hryðjuverkahættustig er þó það sama og áður, verulegt. Evrópskir hryðjuverkamenn Í kjölfar arabíska vorsins árið 2011 hefur tómarúm myndast í Jemen og hafa al-Qaeda nýtt það og komið sér vel fyrir. Bandaríkin hafa þó sent árásarflygildi á valda staði í landinu, sem hafa drepið fjölda liðsmanna samtakanna. Síðustu fimm ár hafa samtökin í Jemen unnið að sprengiefnum sem er erfitt fyrir öryggiseftirlit að upp- götva, þar sem þau innihalda engan málm og gefa aðeins frá sér litlar efnagufur. Talið er að systursamtök al-Qaeda í Sýrlandi starfi saman með al-Qaeda að gerð þessara sprengi- efna. Felst ógnin í því að liðsmenn samtakanna sem hafa evrópsk vega- bréf eru nú í Sýrlandi og gætu lært að framleiða slíkar sprengjur áður en þeir snúa heim aftur. Herða öryggi á flugvöllum  Aukin ógn þykir stafa frá al-Qaeda samtökunum í Jemen  Framleiða sprengiefni sem er erfitt að finna við eftirlit AFP Vopnaðir Ekki óalgeng sjón á flug- völlum í Bretlandi eftir árið 2001. Þýska þingið samþykkti í gær lágmarkslaun fyrir íbúa lands- ins, en slíkt fyr- irkomulag hefur ekki verið til staðar áður. Launin munu verða 8,5 evrur á hverja klukku- stund, eða um þrettán hundruð krónur. Kristi- legir demókratar samþykktu þessa nýju stefnu sem hluta af mál- efnasamningi við flokk sósíal- demókrata. Til þessa hefur Þýskaland reitt sig á stéttarfélög til að semja um lágmarkslaun í landinu. Eftir að lögin taka gildi eru aðeins sex lönd innan ESB sem eru án settra lág- markslauna. Deilur hafa ríkt um þessa lagasetningu þar sem sumir fullyrða að fyrirtæki eigi eftir að flytja rekstur sinn til landa þar sem eru lægri launagreiðslur. Lágmarkslaun sett í fyrsta sinn ÞÝSKALAND Angela Merkel kanslari Grímuklæddur palestínskur mótmælandi notast við slöngvivað til að kasta steinum í átt að ísraelskri lög- reglu í gær. Mikil reiði er meðal beggja þeirra þjóða sem búa í landinu. Lík þriggja ísraelska drengja fund- ust á mánudag og lík palestínsks drengs fannst í fyrra- dag. Ríkir ótti um að mikil hjaðningavíg séu í aðsigi. AFP Mundar slöngvivaðinn gegn lögreglu Átök magnast fyrir botni Miðjarðarhafs Forsætisráð- herra Svíþjóðar, Fredrik Rein- feldt, sagði á ráð- stefnu í gær að ríkisstjórn hans hygðist byggja 20 þúsund íbúðir fyrir árið 2020. Verða íbúðirnar ætlaðar stúd- entum og einnig er áætlað að bygging íbúðanna muni skapa 13 þúsund störf til árs- ins 2035. Á miðvikudaginn lofaði Reinfeldt að reisa hundrað þúsund ný heimili í landinu fyrir árið 2035, sem mun vera hluti af langtímamarkmiði rík- isstjórnarinnar að fjölga vinnandi Svíum upp í fimm milljónir fyrir ár- ið 2020. Einhverjir telja þó að áform- unum sé ætlað að kaupa fylgi kjós- enda, en kosningar munu fara fram í september næstkomandi. Byggja 20 þúsund íbúðir fyrir stúdenta SVÍÞJÓÐ Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.