Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 ✝ SveinbjörnVigfússon fæddist á Akureyri hinn 20. nóvember 1942. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi laugardaginn 21. júní. Foreldrar Svein- björns voru Vigfús Þórarinn Jónsson, málarameistari, framkvæmdastjóri og kaup- maður á Akureyri, f. 1899, d. 1977, og Sigríður Huld Jóhann- esdóttir, kaupkona á Akureyri, f. 1917, d. 1988. Bræður Svein- björns eru Sævar Vigfússon, f. 1939, og Jóhannes Örn Vigfús- son, f. 1945. Eiginkona Svein- björns er Guðbjörg Baldurs- sambúð með Aðalheiði Vigfús- dóttur, dóttir þeirra er Svala, f. 2007. Sveinbjörn ólst upp á Ak- ureyri og eftir stúdentspróf frá MA lauk hann námi í við- skiptafræði frá Háskóla Íslands 1969. Hann stundaði versl- unarrekstur á Akureyri og var framkvæmdastjóri Bókabúð- arinnar Huldar sf. 1964-1990. Sveinbjörn var laxveiðimaður af lífi og sál og var einn af stofnendum veiðifélagsins Flugunnar á Akureyri og vann óeigingjarnt starf í þágu þess. Sveinbjörn var félagi í Frímúr- arareglunni á Akureyri. Einnig starfaði hann fyrir Sjálfstæð- isflokkinn á Akureyri. Á tíma- bilinu 1990-1995 gegndi hann starfi aðalbókara við sýslu- mannsembættið á Eskifirði. Þar á eftir starfaði hann hjá Skattstofu Reykjanesumdæmis og síðar hjá Ríkisskattstjóra í Reykjavík. Útför Sveinbjörns fór fram í Bústaðakirkju 1. júlí 2014. dóttir, f. 1943. Foreldrar hennar voru Baldur Ólafs- son, múrara- meistari, f. 1925, d. 1967, og Kristín Rögnvaldsdóttir, f. 1922, d. 2010. Börn Sveinbjörns og Guðbjargar eru: 1) Baldur, f. 1964, prófessor við læknadeild Háskól- ans í Tromsö í Noregi. 2) Huld, f. 1970, hjúkrunarfræðingur, starfsmaður Research Pharma- ceuticals Services á Íslandi, dóttir hennar er Guðbjörg Lind Jóhannsdóttir, f. 2004. 3) Vigfús Þór, f. 1972, viðskipta- fræðingur, framkvæmdastjóri tölvuverslunarinnar Start, í Við viljum minnast elskulegs föður okkar með fáeinum orðum. Fyrir þremur árum greindist hann með krabbamein er hann var staddur í fjölskylduferð er- lendis. Nú er baráttunni lokið. Allan tímann tókst hann á við sjúkdóminn af miklu æðruleysi og kvartaði aldrei. Ósérhlífnari maður er vand- fundinn. Frá æsku okkar minn- umst við ljúfs föður sem alltaf var til staðar og reiðubúinn að hjálpa ef þörf var á. Á náms- árum okkar gátum við leitað til hans og spurt um allt sem vert var að vita, hvort sem um var að ræða raungreinar, sögu heims- ins, íslensk fræði eða náttúru landsins. Frá unga aldri minn- umst við margra ánægjulegra veiðiferða, en laxveiði var föður okkar mikil ástríða og áhugamál. Aðdáunarvert var að fylgjast með hvernig hann gat „lesið“ í árnar og vissi ætíð hvar fisk- urinn hélt sig. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að við systkinin vorum líka vön laxin- um við matarborðið, hvort held- ur soðnum, gröfnum eða reykt- um. Þegar kom að matreiðslu réðst faðir okkar ekki á garðinn þar sem hann var lægstur og voru þær margar veislurnar heima fyrir þar sem framandi réttir voru framreiddir. Hann var mikill afi og afastelpurnar voru honum mikils virði. Sér- staklega reyndist hann Guð- björgu Lind sem annar faðir og voru þau alla tíð mjög náin. Hann kenndi okkur framar öllu heiðarleika og vinnusemi sem við systkinin höfum ætíð haft að leiðarljósi. Eftir mikla þrautagöngu í veikindum sínum vitum við nú að hann hefur fengið frið frá þeim þjáningum sem hann mátti þola og í því felst ákveðin huggun. Við munum hlúa vel að móður okkar sem stóð sem klettur við hlið hans þar til yfir lauk. Minn- ing um góðan föður mun ætíð lifa í huga okkar og hjarta. Baldur, Huld og Vigfús Þór. Elsku afi minn, ég sakna þín rosalega mikið. Þú kenndir mér svo margt, eins og að tefla og spila á spil. Og þú hjálpaðir mér við að undirbúa mig fyrir tón- fræðipróf í maí. Þú kenndir mér líka að safna frímerkjum og ég ætla að halda því áfram. Þú gafst mér veiðistöng því þú ætl- aðir að kenna mér að veiða lax en við eigum það eftir seinna. Ég sakna ísferðanna okkar og ferðalaganna sem við fórum í saman til útlanda. Þú ert besti afi í heimi. Þín afastelpa Guðbjörg Lind Jóhannsdóttir. Það er með sorg og söknuð í hjarta að við kveðjum góðan og kæran vin. Barátta Sveinbjörns við illvígan sjúkdóm var erfið og ströng, en aldrei heyrðum við hann kvarta. Baráttuþrekið var slíkt að ef spurt var um líðanina þá var svarið alltaf „ég held ég sé að hressast“. Það fara margar og fallegar myndir minninganna um hugann þegar horft er til baka. Áratuga löng vinátta, líf okkar hjóna hef- ur fléttast saman í fallegan myndvefnað við þeirra líf. Við vorum nágrannar í mörg ár, ferðafélagar í ótal utanlands- ferðum til helstu borga Evrópu og sólarlanda þar sem matar- menning og listir voru í fyrir- rúmi. Veiðiferðir þar sem rennt var fyrir lax. Sveinbjörn var snillingur við veiðar þar sem þekking hans á náttúru og hegð- un laxins naut sín vel. Sérstak- lega var Ormarsá honum kær; þar þekkti hann hvern hyl, þar vissi hann hvar laxinn lá undir bakka og steini. Þar fór hug- urinn á flug og hann ljómaði sem barn í ákafa augnabliksins. Það er ekki öllum gefið að njóta landsins okkar fagra og ganga vel um það. Við eiginkonurnar unnum saman í 13 ár og áttum saman góðar stundir, þar sem kvöldin og helgar voru oft notuð til gönguferða. Við vorum saman í gönguklúbbi og síðast en ekki síst var það saumaklúbburinn til yfir 45 ára þar sem við sex vin- konur hittumst en eiginmennirn- ir komu með í ótal viðburði leiks og skemmtana. Þegar við sáum um mat í brúðkaupi sonar okkar og tengdadóttur bauðst Svein- björn til að hjálpa okkur. Þau hjónin lögðu á sig ferðalag landshorna á milli til að aðstoða okkur, hann gerði þann besta graflax sem við höfum fengið. Sveinbjörn var snillingur í eld- húsinu. Hann var óhræddur við að prófa ótal krydd og nýjar að- farir við matargerð. Þar var hann í essinu sínu. Músíkin var ofarlega á blaði hjá honum og var hljómsveitin Shadows í miklu uppáhaldi. Hann spilaði á gítar og var í hljómsveit sem ungur maður. Sveinbjörn var ekki maður margra orða en um- hyggja hans fyrir vinum var sönn. Þegar sorgin knúði dyra hjá okkur hjónum fundum við mikla hlýju og umhyggju sem seint verður þökkuð. Hann var mikill fjölskyldumaður, það var ekkert of gott fyrir eiginkonu, börn og barnabörn. Þau voru alltaf í fyrirrúmi í hans huga. Litlu afastelpurnar voru hans augasteinar. Það var gaman að fylgjast með honum í afahluta- verkinu. Gulli og perlum safna sér sumir endalaust reyna vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina en viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Það er huggun harmi gegn að minningin um umhyggjusaman og góðan mann yljar þeim um hjartarætur um ókomin ár. Við sendum þeim Guðbjörgu, Baldri, Huld, Vigfúsi, Aðalheiði og litlu hnátunum Guðbjörgu Lind og Svölu okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Ásgerður og Ingvi. Ótal minningar koma upp í hugann þegar hringt er snemma á laugardagsmorgni og okkur tilkynnt að vinur okkar Svein- björn Vigfússon hafi látist þá um nóttina. Langri og erfiðri bar- áttu er lokið og þó svo að við höfðum vitað hvert stefndi þá er það alltaf mikið högg þegar kall- ið kemur. Sveinbjörn var fæddur og uppalinn í miðbænum á Akur- eyri. Leiðir okkar lágu saman gegnum sameiginlegan vinahóp þó svo ég væri af eyrinni. Við áttum skemmtileg unglingsár sem við rifjuðum oft upp nú á seinni árum en þau verða ekki færð í letur. Það kom fljótt í ljós að við áttum sameiginleg áhuga- mál, sem voru veiðiskapur og tónlist. Sveinbjörn lærði snemma á selló og síðar meir á gítar og við vorum saman í hljómsveit Pálma Stefánssonar 1962-1963. Það var svona Sha- dows-hljómsveit; tveir gítarar, bassi og trommur, og á einu ári spiluðum við á 88 böllum. Svein- björn fer svo suður í Háskólann en mig vantaði gítarleikara sum- arið 1964 og hafði samband við hann. Það var ákveðið að hann kæmi norður og spilaði með mér en hann sagðist koma með vin- konu sína með sér sem héti Guð- björg Baldursdóttir og væri flugfreyja. Er ekki að orðlengja það að að afloknu námi í við- skiptafræði flytja þau norður og hefja búskap í miðbænum. Gugga, eins og hún er alltaf köll- uð, kemur þá beint inn í sauma- klúbb með konunni minni, henni Stínu, og er sá klúbbur enn við lýði. Það er svo algjör tilviljun að við árið 1969 kaupum báðir nýja íbúð í sama raðhúsinu, hvor á sínum endanum, og okkar strákar og þeirra börn alast upp saman í miklu bróðerni og vin- skap sem haldist hefur alla tíð. Við Sveinbjörn stunduðum veiðiskap af mklum krafti. Til að byrja með fórum við mikið í Laxá í Aðaldal á svokallað Múla- svæði og það endar með því að það er stofnað veiðifélag til þess að halda utan um þetta og það heitir Fluga. Sveinbjörn sá að mestu um fjármál og úthlutun veiðileyfa og margar ferðirnar vorum við ásamt félögum okkar búnir að fara til þess að laga vegi, setja upp tjöld og hjólhýsi og síðast hús og jafnframt að semja við bændur, opna ána á vorin og ganga frá á haustin. Þarna áttum við margar dá- semdarstundir og þarna fengum við báðir okkar fyrsta lax. En þetta var ekki nóg. Við fréttum að Ormarsá á Sléttu væri laus og við náðum henni og þar hófst sama vinnan við að koma upp aðstöðu og semja við bændur, opna og loka ánni. Ormarsá var mikil perla en erf- itt að komast að henni og vorum við oft ansi þreyttir eftir veiði- túrana þangað en alltaf ánægðir og alltaf komu þessar tvær ár upp þegar við vorum að rifja upp gömlu veiðitúrana nú á seinni árum. Þegar við vorum litlir strákar lásum við sögur af indíánum, en þar segir að þegar þeir féllu frá þá biðu þeirra endalausar sléttur og veiðilönd. Ég er þess fullviss að sama er með Sveinbjörn. Núna stendur hann við fallegt fjallavatn sem er spegilfagurt og hann kastar flugunni og fylgist með hvernig línan gárar vatnið og bíður spenntur eftir tökunni. Elsku Gugga, börn og barna- börn, hugur okkar er hjá ykkur. Rafn Sveinsson og Kristín Jónsdóttir. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Guð geymi þig elsku Svein- björn. Við þökkum fyrir tímann og samveruna sem þú áttir með okkur. Við geymum allar góðu minningarnar í hjarta okkar. Við vitum að þú passar upp á okkur eins og þú varst ávallt vanur að gera. Aðalheiður og Svala. Sveinbjörn Vigfússon lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 21. júní sl. „Gaman að sjá þig“ sagði hann glaðlega og tók í hönd mína þegar ég hitti hann síðast, þá orðinn mikið veikur. Engu að síður reiknaði ég með að hitta hann aftur er ég kæmi úr fríi er- lendis frá en sú varð ekki raun- in. Er ég kvaddi sagði hann aft- ur „gaman að sjá þig“ og það urðu lokaorðin við mig. Við Sveinbjörn unnum á sama vinnustað til margra ára. Hann kom fyrst til starfa á Skattstofu Reykjanesumdæmis í Hafnar- firði árið 1995 en eftir samein- ingu skattstofa landsins og rík- isskattstjóra í ársbyrjun 2010 starfaði hann á skrifstofu emb- ættisins á Laugavegi 166 í Reykjavík. Sveinbjörn vann all- an þennan tíma við skatteftirlit. Hann var mjög flinkur bókhalds- maður og glöggur að lesa úr árs- reikningum, einkum hafði hann sérhæft sig í skattuppgjörum tengdum kaupum og sölu afla- heimilda í sjávarútvegi. Sveinbjörn var einstaklega áreiðanlegur og traustur maður. Hann er sá eini sem ég hef ráðið til starfa á löngum ferli, sem aldrei vantaði í vinnu vegna veikinda, ekki fyrr en illvígt krabbameinið læsti klónum í þennan góða dreng. Öll störf vann hann af trúmennsku og var sú manngerð sem alltaf var hægt að stóla á. Hans verður minnst að góðu einu. Sveinbjörn tranaði sér lítt fram; hlédrægur og jafnvel feim- inn. Þegar til kastanna kom var hann hins vegar skrafhreifinn, margfróður, minnugur, með skýra afstöðu og sá hið skondna í málum. Þá var hann liðtækur við að stýra mönnum á hvítu og svörtu reitunum. Sveinbjörn kynntist ungur Guðbjörgu (Guggu) frænku minni sem skírð er í höfuðið á langömmu okkar. Þau voru glæsilegt par sem eftir var tekið og margur námsbókakaupand- inn í skólabænum Akureyri man eftir þeim við afgreiðsluborðið í bókabúðinni Huld, sem var fjöl- skyldufyrirtæki þeirra í áratugi. Þau hjón áttu miklu barnaláni að fagna og ber annað barnabarna þeirra nafn ömmu sinnar. Að leiðarlokum þakka ég Sveinbirni ánægjulega samfylgd og samstarf. Á sorgarstundu votta ég og fjölskylda mín Guggu og börnunum innilega samúð. Sigmundur Stefánsson. Sveinbjörn Vigfússon ✝ Birgit Bangfæddist í Árós- um í Danmörku 13. maí 1936. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni Sauðárkróki 19. júní 2014. Foreldrar henn- ar voru Ole Bang, f. 23.3. 1905, d. 17.11. 1969, og Minna El- ísa Bang, f. 5.9. 1914, d. 22.5. 2005. Systur Birgitar eru Inga Vi- bekka, f. 26.9. 1939, Anna Lísa, f. 14.10. 1942, og Edda Marí- anna, f. 4.6. 1950. Sonur Birgitar er Óli Þór Ás- mundsson, f. 25.2. 1957, kvænt- ur Sigríði Helgu Ingimars- dóttur. Börn þeirra eru Berglind Óladóttir, f. 22.8. 1977, sambýlismaður hennar er Kjart- an Hallur Grét- arsson, börn þeirra eru Sunna Lind, Kjartan Pétur, Birta Líf og Kolka; Ingvar Örn, f. 10.1. 1983, kvæntur Hrefnu Hlín Svein- björnsdóttur, börn þeirra eru Jökull Máni og Áróra Mar- ín. Birgit ólst upp á Sauðárkróki. Hún starfaði fram- an af við afgreiðslustörf í apó- teki föður síns en drýgstan hluta starfsævinnar vann hún á Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði. Eftir að hún lét af störf- um fluttist hún aftur til Sauð- árkróks og bjó þar síðustu árin. Útför Birgitar fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Elsku amma Birgit. Þegar við hugsum um þig og þitt stóra hjarta er ekki annað hægt en að brosa. Þú varst svo falleg að inn- an sem utan og alltaf svo blíð og góð við okkur. Tókst alltaf vel á móti okkur á Víðigrundinni, full af áhuga um hvað á daga okkar hafi drifið. Þótt líkami þinn hafi verið veikburða síðustu árin var alltaf stutt í brosið, hreinskilnina og hrósið. Eftir heimsóknir til þín vorum við með bros á vör og yl í hjarta, því þú hrósaðir okkur í bak og fyrir og sagðir hvað þér þætti vænt um okkur. Þetta eru eiginleikar sem voru þér svo eðli- legir og áreynslulausir. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og þú munt ávallt eiga stað í okkar hjarta. Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minninga sem tjá kærleika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Minninga sem þú einn átt og enginn getur afmáð eða frá þér tekið. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku amma Bíbí, hvíl í friði. Þín Hrefna Hlín, Jökull Máni og Áróra Marín. „Það er ekki hægt að skilja þegar menn verða bláir fuglar og hverfa inn í sólarlag.“ (Hrafn Jökulsson) Amma Bíbí er mjúk og hlý minning. Hún kallar fram ilm- andi augnablik og kunnugleg hljóð. Hún er angandi berjalyng og seltan af fjöruferð. Hún er silfurarmbönd sem hringla við hvert faðmlag, fallegir steinar, fuglar og hugljúf rödd á hinum enda línunnar. Heilnæmar bæk- ur á hillum úr viði, spakmæli og hveralykt. Bréfaskipti, öll þessi tengiskrift og póstkort frá Dan- mörku. Amma Birgit er gjafmild minning. Hún liðast eins og reykurinn frá Kool. Hún er grænt blek á blaði, vinátta og umhyggja. Hún er minning um bros sem gott er að geta leitað til. Það er ljúft að hafa átt þig að vini. Stelpan þín, Berglind. Birgit frænka mín og vinur lést nú um miðjan júní á spít- alanum á Króknum en hún hafði lengi glímt við vanheilsu. Hún var ein systranna fjögurra í apó- tekinu, elsta dóttir Ole og Minnu Bang og því systir mömmu. Frá því að ég fór að muna eftir mér var Birgit uppáhaldsfrænk- an mín – þótt ég ætli nú alls ekki að gera upp á milli góðra frænkna. Svona var þetta nú bara. Birgit var af flestum kölluð Bíbí en ég kallaði hana Dúdú. Kannski tengdi ég hana við dúf- urnar sem norpuðu í kringum apótekið en líklegra er að ég hafi bara ruglast eitthvað í ríminu. Á meðan Birgit bjó á Krókn- um var hún dugleg við að passa mig ef mamma og pabbi þurftu að skella sér á ball eða eitthvað burt. Þá kom hún kannski heim og þegar mesta gamanið var búið í svarthvíta sjónvarpinu var dregin fram stór teikniblokk og litir og við teiknuðum saman eitt- hvað fallegt og alltaf í það minnsta eina mynd af togaranum eða flutningaskipinu sem Óli Þór, frændi minn og sonur Birg- it, var á í það og það skiptið. Og alltaf merktum við inn á myndina á bak við hvaða glugga hann væri og kannski góða kveðju. Mest eru þetta gamlar og góð- ar minningar. Ég í heimsókn hjá Dúdú á Víðigrundinni, að mála handrið eða blómapotta í sól- skini, kaldur djús í glasi, pylsur og dósaspaghetti í potti, ferðalög með berjatínur yfir í Geitaberg í Hegranesinu. Birgit í mussu og gallabuxum og með klút á höfð- inu. Sól í sinni en eftir á að hyggja einhver tregi í kringum hana. Birgit flutti í Hveragerði þeg- ar ég var sjö eða átta ára og ég var auðvitað ekki sáttur. Þar vann hún við nudd hjá NLFÍ og Birgit kom varla norður í apótek- ið til ömmu nema yfir páska, um jól og á haustin þegar berin voru búin að ná þroska. Birgit var ekki manneskja margra orða. Hún hafði þægi- lega nærveru, hún hafði áhuga á frænda sínum og talaði við hann eins og jafningja. Aldrei skamm- ir – aðeins þolinmæði og róleg- heit sem eins og vitað er eru bestu heitin. Sumum er það eig- inlegt að vilja hlusta en það er ekki sjálfgefið að þeir sem hlusta séu góðir hlustendur. En Birgit var góð í því; hún hlustaði af at- hygli og áhuga og lagði síðan til hlý orð og í kaupbæti fylgdi oftar en ekki ljúft bros. Við á Hólmagrundinni á Króknum sendum Óla Þór og Siggu, Berglindi og Ingvari og öllum aðstandendum okkar hlýj- ustu kveðjur. Óli Arnar. Birgit Bang

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.