Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014
VINNINGASKRÁ
9. útdráttur 3. júlí 2014
97 10661 17988 30520 40438 51320 63043 72238
397 10738 18293 31864 40681 51841 63637 72250
574 10925 18468 32211 41065 52720 63991 72631
633 11332 18666 32220 41419 53311 64270 72868
790 11502 19330 32393 41619 53550 64572 72913
1284 11524 21052 32648 41706 54401 64585 73886
1443 11761 21596 33013 41904 54437 64792 74208
3170 11974 21758 33033 41941 54643 64889 74914
4128 12116 22156 33483 42286 54786 64931 75245
4174 12425 22596 33720 42477 55669 65089 75260
4572 12580 22972 33737 42739 55855 65183 75654
4605 12779 23320 33852 43545 56398 65220 75775
4634 13082 23559 34296 44157 56419 65542 75945
5820 13678 24633 35078 44203 57309 65743 76036
5891 13736 24709 35307 45222 57382 66793 76539
6338 13898 24917 35912 45327 57572 67476 76792
6654 14032 25035 36217 45346 57901 67719 77113
6748 14048 25300 36412 45788 57911 67793 77800
7643 14495 25752 37589 45894 57990 67920 77860
8960 14560 25759 37632 46570 58183 68147 78165
9103 14622 26077 37996 46776 59117 68797 78403
9262 14635 26645 38177 46920 59964 68817 79059
9263 14802 26673 38547 46944 60163 69034 79363
9352 15251 26681 38596 47594 61073 69063 79417
9579 15325 27091 38820 48750 61198 69754 79817
9706 15494 27359 39001 49185 61435 70399 79882
9900 16255 27733 39050 49269 61517 70751
9920 16258 28572 39184 49496 61779 70914
10414 16677 29038 39490 49701 61916 70943
10488 16757 30184 39782 50439 62032 71004
10542 17342 30349 40120 50665 62061 71037
10615 17894 30380 40316 50688 62723 71058
2583 12188 25728 34044 42476 51001 62911 73816
2878 12363 26424 35966 42804 52973 63614 74640
4190 12632 27519 36736 44516 53677 63809 74705
5495 13086 28741 37476 45485 54610 64084 75229
5716 14294 29449 37556 45588 55150 65224 75750
7252 17531 30061 37967 45737 55267 66493 79141
7498 18070 30230 39102 46018 55817 66634 79505
9433 18644 30370 39367 49149 55957 67491 79621
9826 20001 30884 39479 49720 57456 68491 79980
9972 22362 31029 39935 49770 58300 68784
10517 23027 31042 40453 50058 58326 68956
11123 23104 32872 40979 50521 60735 69532
11685 24431 33172 41104 50709 61337 71267
Næstu útdrættir fara fram 10. júl, 17. júlí, 24. júl & 31. júl 2014
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
13856 40740 45597 63365
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
216 18603 31991 44375 66104 78167
3670 23673 33004 44765 68857 78284
14997 24363 41599 45386 72662 78325
15075 30182 42644 53643 73176 79280
Íbúðar v inningur
Kr. 15.000.000 Kr. 30.000.000 (tvöfaldur)
6 4 4 4 9
Í aðdraganda síðast-
liðinna sveitarstjórn-
arkosninga voru skipu-
lagsmál talsvert til
umræðu enda er fólk í
vaxandi mæli farið að
gera sér grein fyrir
því hvað skipulag hef-
ur áhrif á mörg svið og
hversu afleiðingar af
vondu skipulagi geta
verið afdrifaríkar og til
langs tíma. Þetta eru
að vísu engin ný sann-
indi, en með auknu fjármagni í um-
ferð og mikilvirkari vinnuvélum og
betri upplýsingum eru áhrifin oft
fljótari að koma í ljós enda víða
meiri og meiri verðmæti í húfi. Op-
inbert skipulag er líka mjög mik-
ilvirkt tæki til þess að koma því til
leiðar sem vilji okkar sem samfélag
stendur til, en ef vel á að vera þurfa
að liggja að baki þannig skipulagi
viðamiklar rannsóknir og sam-
anburður á kostum sem koma til
greina. Svo þurfa þessi gögn líka að
vera aðgengileg og skiljanleg venju-
legu fólki áður en til umræðu og
stefnumörkunar kemur. Almenn
umræða um svona flókin mál, án
undangenginnar sérfræðivinnu,
leiðir oft ekki til farsællar nið-
urstöðu. Líka er rétt að hafa í huga
að nútíma skipulag er ekki meitlað í
stein þótt þar þurfi að ríkja ákveðin
festa. Aðalskipulag Reykjavíkur
2001-2024 var til dæmis meira en
áratug í endurskoðun og flestir
skipstjórar væru löngu búnir að
sigla í strand á mun skemmri tíma
ef þeir litu aldrei á
áttavitann.
Í dag þarf skipulag
og sú stefnumótun sem
þar er að finna að vera
í stöðugri endurskoðun
ef vel á að vera, eins og
skipstjórar þurfa alltaf
annað veifið að líta á
áttavitann og taka
stöðuna. Þótt vanda-
samt kunni að vera að
stjórna skipi eru öll
þau mál sem opinbert
skipulag hefur áhrif á
oft miklu flóknari og
afdrifaríkari. Einstök mál þarf engu
að síður að vera hægt að afgreiða
fljótt og vel. Með nútíma tækni er
þetta tiltölulega auðvelt mál enda er
alltaf ný og betri þekking og aðferð-
ir að koma til sögunnar.
Íslensk skipulagslöggjöf gerir líka
ráð fyrir þessu. Í 35. grein skipu-
lagslaga er nefnilega ákvæði þess
efnis að þegar að loknum sveit-
arstjórnarkosningum skuli sveit-
arstjórn meta hvort ástæða sé til að
endurskoða aðalskipulagið. Þetta er
auðvitað gullið tækifæri fyrir nýja
sveitarstjórnarmenn og sveit-
arstjórnir til þess að láta að sér
kveða, koma sínum stefnumálum í
framkvæmd og ráða nýja sérfræð-
inga til verka sem ekki eru eins
handgengnir fyrri meirihluta. Oft
sér nýtt fólk þessi mál líka í nýju
ljósi og reynslan hefur sýnt að jafn-
vel bestu sérfræðingar hafa til-
hneigingu til þess að verða með-
virkir þeim meirihluta sem þeir
vinna fyrir.
Í Reykjavík er það þannig með
ólíkindum ef nýir borgarfulltrúar
vilja t.d. ekki endurskoða aðalskipu-
lag borgarinna þótt ekki væri nema
viðvíkjandi framtíð flugvallarins,
byggingu mosku, jarðgöngum í
gegnum Öskjuhlíðina, sem enginn
veit hvernig eiga að enda og einu
stærsta verslunarhverfi Íslands á
Örfirisey, sem samkvæmt síðasta
aðalskipulagi á að breyta í hafnir,
svo eitthvað sé nefnt.
Þegar svona aðalskipulag er end-
urskoðað væri heldur ekki úr vegi
að almenningur væri upplýstur um
það hvaða sérfræðingur leggur hvað
til – og hvers vegna. Oft hefur það
nefnilega brunnið við að farið er að
leysa „vandamál“ án þess að þau
séu nægilega skilgreind, en það hef-
ur iðulega gefist ákaflega illa. Einn-
ig er ekki nema sjálfsagt að fólk fái
að vita hvaða sérfræðingar séu
ábyrgir fyrir framkvæmd skipulags-
ins og innan hvaða tíma því annars
er hætta á að allt þetta skipulag
verði ekki annað en hópvinna óskil-
greindra og ónafngreindra aðila og
óskadraumar og „framtíðarsýn“
stjórnmálamanna sem enginn vill
taka ábyrgð á þegar upp er staðið.
Endurskoðun aðalskipulags
Eftir Gest Ólafsson
Gestur
Ólafsson
» Þegar að loknum
sveitarstjórnar-
kosningum skal sveitar-
stjórn meta hvort
ástæða sé til að endur-
skoða aðalskipulagið.
Höfundur er arkitekt og
skipulagsfræðingur FAÍ, FSFFÍ.
Í stjórnartíð fráfar-
andi borgarstjórnar
var það forgangsverk-
efni yfir sumarmán-
uðina að loka Lauga-
veginum og
Skólavörðustíg með
því að bolta niður
gömul reiðhjól þvert
yfir þessar götur, það
nægir ekki eitt reið-
hjól, nei, þau skulu
vera fjögur, eitt á
gatnamótum Laugavegar og
Vatnsstígs, annað á mótum Lauga-
vegar og Klapparstígs, þriðja á
mótum Laugavegar og Smiðjustígs
og fjórða reiðhjólið sem lokar fyrir
bílaumferð er á mótum Skóla-
vörðustígs og Bergstaðastrætis.
Nú, þegar þetta er skrifað er búið
að loka Pósthússtræti fyrir bílaum-
ferð. Þetta virðist gert til að vel-
gangandi borgarbúar þurfi ekki að
óttast árásir ökutækja, sem leið
eiga um þessar götur.
Þessar lokanir eru bara yfir
sumartímann, þegar flestir geta
verið á ferli, hreyfihamlaðir jafnt
sem velgangandi. Nú er það svo,
að með þessum lokunum er frek-
lega brotið á réttindum fatlaðra.
Á vefsíðu Reykjavíkurborgar
stendur skýrt og skorinort:
„Óheimilt er að mismuna fólki
vegna fötlunar.“ Enn fremur: „All-
ir eiga rétt á virkri þátttöku í
reykvísku borgarsamfélagi.“ Og
enn: „Fatlaðir eigi jafnan aðgang
að þjónustu og ófatlaðir.“
Reykjavíkurborg virðir ekki eig-
in reglur (lög) með þessu framferði
sínu.
Hvað er til ráða? Eiga hreyfi-
hamlaðir að stofna þrýstihóp? Ég
efa það, það er aldrei hlustað á
svoleiðis hópa. Eiga hreyfihamlaðir
að fara í kröfugöngu? Nei það þýð-
ir ekki neitt, það skilar engum ár-
angri. Skrifa bréf til umboðsmanns
Alþingis? Nei, því bréfi yrði bara
stungið undir hinn
víðfræga stól. Grenja
og væla í fjölmiðlum?
Kannski, það hefur
stundum borið árang-
ur ef fréttin er vel
skrifuð og blaðamaður
sýnir fórnarlömbum
samúð. Safnast saman
með hjólastóla, göngu-
grindur, hækjur og
göngustafi og loka
Laugaveginum fyrir
gangandi umferð og
benda vegfarendum á
aðrar leiðir, eins og
okkur er bent á, ef við viljum kom-
ast leiðar okkar? Það gæti orðið
vænlegt til árangurs. Varla fara
borgaryfirvöld að siga lögreglu á
fatlaða einstaklinga og varla mun
lögreglan leggja hendur á okkur
eða sprauta á okkur úr úðabrúsum.
Beinar aðgerðir eru sem eitur í
beinum stjórnvalda, því það sýnir
vanmátt þeirra og úrræðaleysi, en
eitthvað verðum við að gera til að
ná rétti okkar.
Við eigum ekki að láta stjórn-
völd velja leiðir fyrir okkur, né
segja okkur hvenær við megum
fara um borgina, við erum jafn-
rétthá og aðrir. Við höfum fullan
rétt á því að fara sömu leiðir og
ófatlaðir, það er okkar réttur.
Nú er það svo, að þegar ekið er
niður Laugaveg frá „Hlemmi“ að
Lækjargötu, þá eru einungis fjög-
ur bílastæði sem merkt eru fötl-
uðum, þar af eru tvö fyrir við-
skiptavini Tryggingastofnunar
ríkisins, við virðumst vera afgangs-
stærð. Þetta er ekki viðunandi.
Bílastæðum sem merkt voru fyrir
hreyfihamlaða um sumartímann,
þegar lokunin var í gangi, var
breytt í stæði fyrir almenning eftir
sumarlokun. Fækkar hreyfihöml-
uðum yfir vetrartímann? Ég held
ekki.
Þegar loka þarf götum fyrir bíla-
umferð í nágrannalöndum okkar
vegna verkefna er fötluðum
tryggður aðgangur í umferðinni
eins og hægt er. Hvenær gerist
þetta á Íslandi? Gilda ekki sömu
mannúðarsjónarmið hér í Reykja-
vík?
Bæjarstjórn Akureyrar fer þá
leið að leyfa mjög hæga bílaumferð
um göngugötu bæjarins og sýnir
fötluðum, sem og öðrum, þá virð-
ingu og þann skilning sem þeir
eiga skilið, en það virðist ekki eiga
upp á pallborðið hjá stjórnendum
Reykjavíkurborgar.
Góð er sú hugmynd að taka nið-
ur reiðhjólin sem loka Laugavegi,
Pósthússtræti og Skólavörðustíg
og setja í staðinn umferðarmerki
sem bannar alla umferð ökutækja
tímabundið, um þessar götur,
nema þeirra sem eru með merki
„fatlaðra“ í framrúðunni. Þessi
lausn á „vandamálinu“ ætti að vera
öllum þóknanleg og ekki valda
neinum vandræðum.
Leyfið okkur „hreyfihömluðum“
að njóta þess sama og þið sem far-
ið allra ykkar ferða áhyggjulaust
og eruð velgangandi. Það eru fjöl-
margir hreyfihamlaðir sem vilja
fara um Laugaveginn, Póst-
hússtrætið og Skólavörðustíginn,
en geta það ekki vegna þess að
göturnar eru lokaðar og ekki að-
gengilegar fyrir hreyfihamlaða.
Nú er bara að sjá hvort nýi
borgarstjórinn (sem er læknir)
bregðist rétt og vel við og afnemi
þessar lokanir með öllu. Hann yrði
maður að meiri.
Þrengt að ferðafrelsi
hreyfihamlaðra
Eftir Kristján
Arnar Helgason »… fjölmargir hreyfi-
hamlaðir vilja fara
um Laugaveginn, Póst-
hússtrætið og Skóla-
vörðustíginn, en geta
það ekki vegna þess að
göturnar eru lokaðar.
Kristján Arnar
Helgason
Höfundur er áhugamaður um
aðgengi og ferlimál fatlaðra.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.