Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 Mín yndislega fyrrverandi tengdamóðir, Arn- rún Sigfúsdóttir, er látin eftir erfið veikindi. Ég var 14 ára þegar ég kynntist Arnrúnu eða þegar við Arnór sonur hennar urðum par og minningarnar eru margar og dýrmætar eftir öll þessi 38 ár sem við höfum þekkst. Arnrún var einstaklega falleg, ljúf og góð kona. Hún hugsaði alltaf um aðra frekar en sjálfa sig. Fjölskyldan var henni allt. Líf Arnrúnar snérist mest um að hugsa um fjölskylduna og að öllum liði vel. Það var nú vægast sagt erfitt fyrir foreldra okkar að horfa á eftir okkur kornungum með fimm vikna gamlan drenginn hann Eið Smára okkar, þegar Arnór byrjaði sinn feril sem at- vinnumaður í knattspyrnu í Lokeren. Aldrei fundum við fyr- ir öðru en fullum stuðningi frá þeim. Allir trúðu því og treystu að við myndum standast að vera nokkra mánuði ein eða þar til Arnrún og Eiður kæmu út með stelpurnar sínar til að vera með okkur. Það var ómetanlegur stuðningur og hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þau að rífa sig upp og flytjast búferlum til Belgíu. Þetta var skemmtilegur tími en oft erfiður og óhætt að segja að Arnrún hafi verið mér sem móðir og hjálpað mér mikið með uppeldið á drengnum og studdi mig og styrkti þegar ég átti erfiða daga og saknaði for- Arnrún Sigríður Sigfúsdóttir ✝ Arnrún Sigríð-ur Sigfúsdóttir fæddist 8. febrúar 1945. Hún lést 19. júní 2014. Útför Arnrúnar fór fram 30. júní 2014. eldra minna, systk- ina og vina á Ís- landi. Hún var mikil prjónakona og kenndi mér að prjóna og ég var ekkert lítið stolt þegar ég kláraði rosalega fallegan rauðan kjól með púffermum handa henni Ólöfu Söru, systurdóttur minni, í jólagjöf, en hún var þá um tveggja ára gömul. Við gerðum meira að segja dúska úr sama rauða garninu til að setja í hárið á henni. Falleg var hún myndin sem ég fékk af henni í kjólnum á jólunum. Þó mikil sé sorgin við að skrifa minningarorð um tengdamóður mína fyrverandi sem er farin frá okkur allt of ung, þá get ég nú ekki annað en aðeins hlegið inni í mér þegar ég hugsa til þess tíma þegar þær Arnrún, amma Sigga og Dísa frænka komu í heimsókn til Belgíu. Mikið var nú spjallað, prjónað, hlegið, eldað og ég tala nú ekki um verslað. Þegar ég fór með þær til baka á flugvöll- inn í Amsterdam var bíllinn troðfullur af troðfullum töskum með fötum og gjöfum handa allri fjölskyldunni og samanlagt voru þær með 120 kíló af far- angri. Líf Arnrúnar var ekki alltaf dans á rósum en hún kvartaði aldrei og tók lífinu alltaf eins og það kom fyrir. Það var erfitt fyrir hana að kveðja móður sína hana Siggu Möttu, eða ömmu Siggu eins og hún var alltaf kölluð. Það er mikið lagt á fjöl- skylduna alla að þær séu nú báðar farnar. Ég er svo yfir mig glöð yfir því að hafa náð að bjóða Arn- rúnu og Eiði út að borða í há- deginu stuttu fyrir andlát henn- ar og við Viktoría mín áttum yndislega stund með þeim. Auð- vitað sá ég alveg hvað hún var orðin mikið veik en gott var að geta faðmað hana og sagt henni hvað mér þætti vænt um hana. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra, kæra fjölskylda. Hvíl í friði. Þín Ólöf Ragnheiður. Ein af hetjum okkar lands, Arnrún Sigfúsdóttir, lést 19. þessa mánaðar eftir erfið veik- indi. Arnrún fór með vonina um hjálp í öll læknisráð sem mögu- lega gætu unnið á vágestinum sem svo margir verða að berjast við en því miður brást sú von. Svo sárt fyrir alla hennar ættingja og vini, stóru fjölskyld- una hennar sem er svo ung því að Arnrún varð aðeins 69 ára, lífsglöð, einstök manneskja, hjartahlý, hjálpsöm sinni fjöl- skyldu og vinum stoð og stytta. Ég skil svo vel sorg fjöl- skyldu hennar, þau hafa svo mikið misst. Með þessum fáu línum vil ég senda eiginmanni hennar, börnum og allri fjöl- skyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur frá okkur Ein- ari með kæru þakklæti fyrir veittan stuðning þegar dóttir mín, Ólöf Ragnheiður Einars- dóttir, og fyrrverandi maður hennar, Arnór Guðjohnsen, fluttu með mánaðargamlan son sinn til Lokeren. Arnór var að hefja atvinnumennsku í knatt- spyrnu aðeins 17 ára. Þau skildu að nú var nauðsynlegt að styðja þau vel og það gerðu þau með glöðu geði, það var ómet- anlegt. Andlát Arnrúnar er öllum mikið áfall sem hana þekktu. Minning hennar lifir. Ólöf Stefánsdóttir. Látin er langt fyrir aldur fram kær samstarfskona, Arn- rún Sigfúsdóttir. Síðastliðið haust greindist hún með alvar- legan sjúkdóm sem dró hana til dauða á skömmum tíma. Arnrún var ráðin að Foss- vogsskóla haustið 1986 og starf- aði þar samfleytt í 26 ár. Það var mikil gæfa fyrir skólann þegar hún réðst þar til starfa. Hún var ákaflega traustur og öruggur starfsmaður og sinnti margvíslegum störfum. Arnrún mætti alltaf snemma á morgnana og var búin að hita kaffi og sinna ýmsum morgun- verkum þegar aðrir komu. Svo tók hún á móti börnunum sem komu í morgunstund áður en formlegt skólastarf hófst. Hún hafði gaman af að vinna með börnum og hafði gott lag á þeim. Aðalstarf Arnrúnar í Foss- vogsskóla var að aðstoða kenn- ara í verklegu greinunum text- ílmennt og myndmennt og seinni árin var hún eingöngu í aðstoð í textílmennt og tók stundum að sér kennslu þar um lengri eða skemmri tíma í for- föllum textílkennarans. Þar var Arnrún á heimavelli. Hún var mikil handavinnukona og segja má að allt léki í höndunum á henni, hvort sem um var að ræða sauma, prjón eða önnur verk. Fyrir jólin ár hvert setja nemendur í 7. bekk helgileik á svið og eitt árið var komið að því að endurnýja búninga leik- aranna. Arnrún tók að sér að hanna og sauma nýja búninga og fórst það svo vel úr hendi að nú skarta börnin afar fallegum búningum sem munu halda merki hennar á lofti í skólanum um ókomin ár. Arnrún var góður vinnu- félagi, heilsteypt og vönduð á allan hátt. Hún var tónelsk og greip stundum í gítar og söng en vildi þó ekki mikið flíka því enda hógvær og lítillát. Við þökkum Arnrúnu sam- fylgdina og margar ánægjuleg- ar samverustundir í gegnum ár- in. Guð blessi fjölskyldu hennar og gefi henni styrk til að vinna úr sorginni og takast á við lífið við breyttar aðstæður. Fyrir hönd starfsfólks Foss- vogsskóla, Stefanía Björnsdóttir. Mér er ljúft að minnast elskulegs föðurbróður míns, Henriks Linnet. Hann var næstelst- ur barna afa og ömmu, þeirra Jóhönnu Júl- íusdóttur og Kristjáns Linnet sýslumanns og bæjarfógeta í Vestmannaeyjum. Henrik ólst upp í stórum og glöðum systkinahópi á mann- mörgu heimili. Á yngri árum var hann efnilegur íþróttamaður og hefði eflaust getað náð langt sem slíkur. Á æskuárum sínum í Vestmannaeyjum stundaði hann sprang af miklum krafti eins og títt var um unga drengi. En bæjarfógetafjölskyldan flutti til Reykjavíkur og leikir æskuár- anna í Vestmannaeyjum hurfu fyrir öðrum alvarlegri hlutum. Henrik var frábær námsmaður og hóf nám við Menntaskólann í Reykjavík og síðan Háskóla Ís- lands í læknisfræði þaðan sem hann lauk embættisprófi. Hen- rik starfaði sem læknir, lengst af á Landspítalanum, sem sér- fræðingur í röntgenlækningum. Hann sérhæfði sig í myndgrein- ingu barnasjúkdóma, þvagfæra- sjúkdóma og kvensjúkdóma. Hann var afar farsæll í starfi og þótti einkar glöggur og fær læknir. Nærgætni hans var um- töluð. Það kom mér ánægjulega á óvart er ég kynntist tengdafólki mínu vestur í Bolungarvík hversu fallega var talað um hann frænda minn frá þeim ár- um er hann gegndi starfi hér- aðslæknis í Bolungarvík. Þar á bæ var hann ávallt kallaður Lin- net læknir. Hér má nefna að amma mannsins míns var mjög ánægð með ráðahag dótturson- arins þegar upp kom nafnið Lin- net. Þar væri örugglega á ferð frænka Linnets læknis og fleiri meðmæli þyrfti sú ágæta stúlka ekki að hafa. Henrik var um margt óvenju- legur maður. Hann var einstakt ljúfmenni og hógvær framkoma hans hlaut að vekja eftirtekt. Sjentilmaður var hann fram í fingurgóma og ávallt óaðfinnan- lega klæddur. Hann lagði aldrei illt orð til nokkurs manns. Hann var ávallt boðinn og búinn að rétta hjálp- arhönd væri eftir því leitað. Hann sagði gjarna að það væri nauðsynlegt að hafa lækni í fjöl- skyldunni. Hin síðari ár hringdu þeir mikið saman bræðurnir Henrik, Stefán og pabbi. Þeir spjölluðu um alla heima og geima, gamla tíma, ættfræði og forvitnuðust um fjölskylduhagi og heilsu hver annars eins og gerist og gengur. Það sem var óvenjulegt við þá bræður var ástríkið sem ríkti á milli þeirra og umhyggja hvers í annars garð. Þó að pabbi hefði skerta getu til að tjá sig í orðum síðasta árið sem hann lifði talaði hann við Henna bróður sinn rétt áður en hann kvaddi og augu hans ljómuðu af gleði og feg- inleik yfir því að hafa megnað það. Fyrir okkur mæðgur var það hjartnæm stund. Á tæpu ári hafa þeir kvatt þrír bræðurnir frá Tindastóli í Vestmannaeyj- um. Þeir voru miklir gæfumenn og er þeirra sárt saknað. Að leiðarlokum viljum við fjöl- skyldan þakka Henrik langa og farsæla samfylgd, ekki síst mamma sem þakkar allt það sem hann gerði fyrir hana og pabba, það verður seint full- þakkað. Guð blessi minningu Henriks Linnet. Jóhanna Guðríður Linnet. Henrik Linnet ✝ Henrik Linnetfæddist 21. júní 1919. Hann lést 6. júní 2014. Útför hans gerð 23. júní 2014. Síðbúin kveðja vegna fráfalls góðs vinar og frábærs samstarfsmanns, Henriks Linnets röntgenlæknis. Við Henrik kynntumst fyrst að ráði eftir að ég flutti heim frá Sví- þjóð haustið 1984 og hóf hlutastarf á röntgendeild Land- spítalans, þar sem hann sinnti flestum almennum rannsóknum, einkum barna- og þvagfæra- rannsóknum, af mikilli kunnáttu, natni og nærfærni, ásamt stundakennslu við læknadeild HÍ. Áður en ég kom heim sá Hen- rik einnig um brjóstaröntgen- myndun kvenna (mammógrafíu) á Landspítalanum, við ófull- komnar aðstæður. Haustið 1983 heimsótti hann röntgendeild Malmö allmänna sjukhus til að kynna sér betur vinnubrögð á því sviði, bæði klínískar mynda- tökur, ástungur og hópleit að brjóstakrabbameini, sem ég sá þá um. Áður hafði slíkt verið háttur hans, að sækja heim röntgendeildir víða um lönd til að kynna sér betur rannsóknir, einkum barna, auk þess sem hann sótti einnig námskeið í greiningu barna- og þvagfæra- sjúkdóma og margar ráðstefnur erlendis. Áður en Henrik hóf nám og störf sem röntgenlæknir var hann um alllangt skeið héraðs- læknir úti á landi, og síðast læknir í Reykjavík jafnframt námi á röntgendeildinni. Kom sú reynsla honum eflaust vel síðar í samskiptum við sjúklinga, ekki síst eftir að hann gekk til liðs við okkur á (brjósta)röntgendeild Krabbameinsfélagsins í júní 1986, þar sem hann gegndi sam- fellt hlutastarfi til mars 1994. Þar þótti hann afar natinn og hlýr við skjólstæðingana, kon- urnar, sem voru oftar en ekki mjög hræddar eða a.m.k. kvíða- fullar, og þá ekki síður þær sem endurkallaðar höfðu verið úr hópleit til frekari athugunar en hinar sem komu vegna einkenna frá brjósti. Henrik var einnig mjög fær í sínu fagi, glöggur og nákvæmur, og átti tiltölulega gott með að átta sig á staðsetningu óáþreif- anlegra meinsemda í brjósti, sem er alls ekki sjálfgefið út frá tvívíðum mjúkvefjamyndum ein- göngu. Einnig var hann hand- laginn og gekk vel að stinga á slíkum meinum til sýnatöku, með hjálp röntgenbúnaðar (ómsjá kom ekki á deildina fyrr en Henrik hætti störfum). Mikið mæddi oft á Henriki á röntgendeild Krabbameins- félagsins, einkum þegar lækna- skortur hrjáði okkur illilega og ég var ekki kominn þar til fullra starfa. Við fyrrverandi sam- starfsfólk eigum honum mikið að þakka, þá ekki síst háttprýði og ánægjuleg samskipti. Henrik var traustur og brást hvorki starfsfólki né skjólstæðingum okkar. Sama gilti greinilega einnig gagnvart eiginkonunni, Svönu heitinni Vernharðsdóttur, sem Henrik annaðist af mikilli um- hyggju og alúð í langvarandi heilsuleysi hennar. Ástríki þeirra var augljóst í ánægjulegri heimsókn þeirra til okkar í Lundi í sambandi við námsdvöl- ina haustið 1983. Ég og kona mín kveðjum heiðursmanninn Henrik Linnet með virðingu og þökk og vottum um leið börnum hans og öðrum ástvinum einlæga samúð. Einnig biður formaður félags okkar, Röntgenlæknafélags Íslands, þar sem Henrik var heiðurs- félagi, fyrir kærar kveðjur í nafni félagsins. Baldur F. Sigfússon. Það besta sem gerist í lífi fólks er að eignast góða vini, aldur kemur vinaböndum ekki við. Helga Eiðs- dóttir var íþróttakennari í Vestmannaeyjum rétt fyrir 1960. Hún vann talsvert með pabba mínum, Ástvaldi Helga- syni, sem vann þá í sundlaug- inni gömlu sem fór undir hraun. Ég minnist Helgu sem einstaklega ljúfrar konu. Með okkur tveimur tókust góð kynni. Ég heimsótti hana oft um helgar og mikið tók hún mér ætíð vel. Vorið sem ég var átta ára fékk ég að fara með henni norður í sveitina hennar, að Þóroddsstað í Köldukinn. Þetta var mikið ævintýri, flug til Reykjavíkur og svo á Húsavík. Ég hafði það starf að reka kýr í hagann og sækja að kveldi. Nokkur minningabrot eru minnisstæð: Næla sér í blóð- mörs- eða lifrarpylsukepp úr stóru súrkeraldi þegar kýrnar voru sóttar og gæða sér á á leiðinni. Man enn ilminn þegar Karítas mamma Helgu leyfði mér að hjálpa til við bakstur á flatbrauði. Bræður Helgu, Arn- grímur og Þóroddur, voru ljúfir við barnið sem ég var en stríðnir. Kálfur var á bænum og átti ég að fá pening ef ég Helga Eiðsdóttir ✝ Helga Eiðs-dóttir fæddist 27. september 1935. Hún lést 15. júní 2014. Útför hennar var 21. júní 2014. næði honum, gæti lyft honum, ekki tókst það. Svo lagði ég mig fram um að fylla botn- lausan brúsa með vatni og það tókst minnir mig þegar ég festi brúsann vel ofan í jörðina, held ég hafi fengið tvær krónur fyrir. Einhverju sinni var messa á Þóroddsstað og mikill spenningur. Kjaftaði þá á mér hver tuska svo fullorðna fólkinu þótti nóg um. Til að ég þagnaði var mér sagt að ég yrði búin með málið og gæti ekkert talað við kirkjugestina ef ég héldi svona áfram. Ég trúði þessu og stilltist. Þetta sumar fyrir yfir fimmtíu árum er svo gott í minningunni, gott veður og yndislegt fólk á bænum. Við Helga héldum lengi sam- bandi og fór ég nokkrum sinn- um í sveitina aftur, hittumst einnig á hestamannamótum. Helga er með ljúfustu konum sem ég hef verið svo heppin að kynnast og fá að eiga fyrir vin- konu. Ég votta eiginmanni, börnum og allri fjölskyldu inni- lega samúð. Sóley Ástvaldsdóttir. Fegursti fuglinn svífur upp himinbogann og hverfur sýnum. Blár himinn efra. Tré með rætur í kletti. Lækur fellur hjá. (Gunnar Dal) Ég hitti Helgu fyrst þegar við vorum nemendur í Héraðs- skólanum á Laugum, S-þing- eyjarsýslu. Sveitastelpur úr Köldukinn og Bárðardal. Þarna bundumst við vináttuböndum sem entust ævina. Helga varð strax áberandi í skólanum og hún var vinsæl þessi stelpa, fljúgandi greind og skemmtileg. Við vorum báð- ar með gítarana okkar þarna í skólanum. Helga var nokkrum árum eldri en ég og ólíkt flinkari, en ég lærði margt af henni. Það voru fleiri af skólasystkinum okkar sem voru einnig með gít- ara og harmonikkur. Mynd frá þessum tíma sýnir okkur glöð með hljóðfærin okkar sitjandi á skólatröppunum í góðu vor- veðri. Helga hafði fallega altrödd og var mjög músíkölsk og kunni ótal lög og texta. Ég minnist þess hve leiknar við vorum að spila Ástardraum eft- ir Liszt, svo rómantískar sem við vorum á þessum árum. Aft- ur lágu leiðir okkar saman er við vorum á Íþróttakennara- skólanum á Laugarvatni, óvænt gleði að hittast aftur á skóla- bekk. Við vorum þarna 13 alls en þessi hópur tengdist þeim vina- böndum að við höfum alla tíð síðan hist reglulega. Við sunn- anfólkið hittumst skiljanlega oftar en þau sem bjuggu norð- an heiða. Svo tókum við okkur til, skólasystkinin, þegar við vorum aðeins farin að eldast og ekki lengur svo erfitt að komast að heiman, að fara að hittast reglulega, nokkra daga á sumri hverju, víðsvegar um landið. Leigðum okkur hús sem rúm- aði okkur öll og auðvitað voru makarnir með. Fyrir okkar sunnanfólkið var það mikil til- hlökkun að hitta þau aftur að norðan, Helgu frá Akureyri og Adda úr Mývatnssveitinni og þeirra maka. Einn af þessum dögum var keyrt um nágrennið, svona menningarferð, en hina dagana var spjallað, hlegið og mikið sungið. Helga kom jafnan með stóra kleinudunkinn sinn fullan af gómsætum kleinum og slátur með morgunhafragrautnum og allir aðrir komu með eitthvert góðgæti með kaffinu, s.s Addi og Gígja með reykta silunginn úr Mývatnssveitinni. Þetta hafa verið ómetanlegar samveru- stundir. Helga var alltaf jafn falleg, brúnu augun hennar og brosið og sérkennilegar léttar hreyf- ingar. Þetta var okkar Helga. Okkur fannst alltaf að við ættum hana öll. Helgu var margt til lista lagt, handavinn- an hennar er þekkt af mörgum, allt gert af vandvirkni og snilld. Það var eins og allt sem hún gerði væri vel gert, hvort sem það var vinna við heimilisstörf, kennslustörf, myndagerð eða annað sem hún tók sér fyrir hendur. Hún las líka mikið og það var gaman að hafa skoðana- skipti um bækur við hana. Helga mín, nú ert þú komin til annars heims. Þar verður þú áreiðanlega öllum til gleði eins og áður hér á jörðinni. Þakka þér allar fróðlegu og skemmti- legu samverustundirnar. Við söknum þín öll. Fjölskyldu Helgu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Rannveig Káradóttir (Ranna).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.