Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 ✝ Pamela Sand-ers Brement, fyrrverandi sendi- herrafrú Banda- ríkjanna á Íslandi, fæddist í Manila á Filippseyjum 28. apríl 1935. Hún lést á heimili sínu í Tuc- son, Arizona hinn 26. apríl 2014, eftir langvinn veikindi. Foreldrar Pamelu voru Eric Sanders, námuverk- fræðingur á Filippseyjum, og Margaret Greenfield. Þau gift- ust 1931 en skildu árið 1941. Eft- ir það ólst Pamela upp í Manila hjá föður sínum og stjúpu. Kornung hóf Pamela dálka- skrif fyrir Manila Times á Fil- ippseyjum, en 1960 var hún ráð- in sem stríðsfréttaritari Time Magazine í Laos og Víetnam. Þar var hún meira og minna til ársins 1963 en flutti þá til Bandaríkjanna, fyrst til New York og 1973 til Washington og hélt áfram að skrifa fyrir Time. Í Washington lágu leiðir hennar og Marshalls Brements saman og árið 1974 gengu þau í hjóna- band. Marshall var þá starfandi fyrir utanríkisþjónustu Banda- ríkjanna og Pamela fylgdi hon- um til þeirra borga sem utanrík- isþjónustan sendi hann til. Þar má nefna Saigon, Moskvu og New York, þar sem Marshall var aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum. 1981 var Marshall skipaður sendiherra Banda- ríkjanna á Íslandi og því starfi gegndi hann til ársins 1985. Frá Íslandi fóru hjónin til New- port á Rhode Island í Bandaríkjunum þar sem Marshall varð einn af stjórnendum The Naval War College. Eftir að Marshall settist í helgan stein fluttu þau hjón til Tabac, Arizona og fáum árum síðar til Tucson í Arizona. Mars- hall lést árið 2009, 77 ára að aldri. Eftirlifandi börn Mars- halls af fyrra hjónabandi eru Diana, Mark og Gabriel. Pamela stundaði margvísleg ritstörf allt sitt líf, meðfram því að gegna hlutverki sínu sem eig- inkona diplómats og síðar sendi- herra. Meðal ritverka hennar má nefna skáldsöguna Miranda, sem kom út í Bandaríkjunum 1970, Iceland, Isle of Light, Ice- land 66° North og gamanleikinn I’ll Be Seeing You, sem er grát- broslegur gamanleikur um gleðina og sorgina sem því fylgir að eldast. Minningarathöfn um Pamelu mun verða haldin í Bandaríkj- unum á næstunni. Afskaplega kær vinkona mín, til meira en þriggja áratuga, Pa- mela Brement, er látin. Hún kom hingað til lands árið 1981 með manni sínum, Mars- hall Brement, sem þá hafði ver- ið skipaður sendiherra Banda- ríkjanna á Íslandi. Það má segja að þessi glæsilegu hjón hafi tek- ið landið með trompi, slík var útgeislun þeirra. Skemmst er frá því að segja, að þau hjónin urðu ástfangin af Íslandi, landi og þjóð og lifði sú ást til æviloka beggja. Marshall lést árið 2009. Enda átti það eftir að koma á daginn, að hvar sem þau hjón dvöldu, eftir fjögur árin á Ís- landi, héldu þau nafni Íslands hvarvetna á lofti, dásömuðu land og þjóð, íslenska menn- ingu, íslenska náttúru og ekki síst íslenska bókmenntaarfinn. Pamela var einhver allra hæfileikaríkasta, skemmtileg- asta og klárasta kona sem ég hef kynnst. Við Pamela urðum fyrst nánar vinkonur þegar þau hjón voru aftur flutt til Banda- ríkjanna og vorum það allar götur síðan. Pamela kom mér til að hlæja, til að íhuga, til að lesa. Hún var svo fróð um bókmennt- ir og listir, að það var unun á hana að hlýða. Auk þess var hún afskaplega ritfær. Nægir í þeim efnum að rifja upp þegar hún og Marshall skrifuðu bók- ina Ísland, eyja ljóssins (e. Ice- land, Isle of Light) og Ísland 66° Norður, sem hún vann með ljósmyndaranum Roloff Beny 1985. Þar að auki var hún stríðsfréttaritari Time Magazine í Víetnam frá 1960 til 1963 og skrifaði nokkrum árum síðar skáldsöguna Miranda, sem er bæði fróðleg og skemmtileg lesning, svona sjálfævisöguleg lýsing á árum hennar í Víetnam. Aldrei fann ég fyrir því að það var meira en 17 ára aldurs- munur á okkur. Hún var ein- faldlega svo ung og frjó í anda, allt til dauðadags. Síðast þegar ég talaði við hana, fyrir rúmum tveimur vikum, ræddum við það hvort við ættum að ferðast sam- an til Spánar í sumar, eða hvort ég ætti enn einu sinni að koma að heimsækja hana til Arizona og við leggjast í ferðalög þaðan. Hún var ekki alveg viss um að hún hefði heilsu til Spánarfarar og lagði til að ég kæmi í heim- sókn. Helst leist okkur á Mexíkó, en sú för okkar mun bíða um hríð. Fyrir níu árum ritaði ég stutta afmælisgrein hér í Morg- unblaðið, Pamelu til heiðurs, þegar hún varð sjötug. Þar greindi ég frá því hvern- ig hún og Marshall hálfpartinn ættleiddu mig 1987 og 1988, þegar ég var við framhaldsnám í Boston. Þá bjuggu þau á Rhode Island, þannig að það var ekki nema klukkutíma ferð að skella sér í helgarheimsókn til þeirra á hinn sögufræga bæ, Prescott Farm, sem þau höfðu til umráða á meðan Marsall var einn stjórnenda The Naval War College í Newport. Þær voru ófáar helgarnar sem ég eyddi þar með þeim, allar skemmti- legar, allar ógleymanlegar. Þau voru sannir höfðingjar heim að sækja. Marshall og Pamela voru mjög ræktarsöm við vini sína og héldu sambandi við vini hér á landi allt til dauðadags. Aldrei töluðum við saman í síma, eftir að ég kom heim, án þess að lokakveðjan frá Pamelu væri: „Ástarkveðjur til Hönnu og Matthíasar (Johannessen) og allra annarra vina okkar á Ís- landi.“ Þau létu ekki þar við sitja. Þau komu nokkrum sinn- um í heimsókn hingað til lands. Haustið 1988 kom Pamela ein í heimsókn til mín og við fórum saman í öldungis ólýsanlega skemmtilega og fagra hestaferð og riðum Fjallabak syðra. Ég heimsótti Pamelu síðast haustið 2010 og gerðum við svo sannarlega víðreist. Áttum m.a. ótrúlega daga hjá frumbyggjum og aðra við Miklagljúfur. Síðast heimsótti Pamela mig haustið 2011 og dvaldi hjá mér í eina viku. Það voru góðir dagar og þá kom svo berlega í ljós, að vinir hennar á Íslandi vildu allt fyrir þessa vinkonu sína gera. Ég fann það síðustu mánuð- ina að Pamela var orðin ansi þreytt, en alltaf var þó jafnstutt í húmorinn, sem var einstakur. Að leiðarlokum þakka ég Pa- melu allar gleðistundirnar sem við áttum saman á undanförnum þremur áratugum og mun ég ylja mér við minningar frá þeim stundum. Agnes Bragadóttir. Pamela Sanders Brement ✝ Bára Kjart-ansdóttir fædd- ist í Mjóafirði í Suð- ur-Múlasýslu 16. febrúar 1952. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. júní 2014. Foreldrar henn- ar voru Kjartan Einarsson frá Suð- ur-Múlasýslu, f. 9.9. 1913, d. 1.4. 1983, og Sigrún Jónsdóttir úr Breiðdal, Suður- Múlasýslu, f. 10.6. 1915, d. 18.8. 2000. Systkini Báru eru Einar, f. 2.5. 1938, Guðný, f. 23.10. 1940, og Hlíf, f. 16.8. 1945. Eiginmaður Báru er Guðni Adolfsson frá Önundarhorni, f. Gunnarsdóttir, f. 13.5. 1974. Börn Gunnars úr fyrri sam- böndum eru: Harpa Dís, f. 30.7. 1997, Benedikt Orri, f. 1.5. 2004, d. 1.5. 2004, og Emelía Ýr, f. 9.6. 2005. Börn Rúnu úr fyrra hjóna- bandi eru: Gunnar Bjarni Odds- son, f. 26.4. 1996, Patrekur Magni Oddsson, f. 28.1. 1999, og Ívar Breki Oddsson, f. 2.7. 2008. 3) Kristinn Geir, f. 31.10. 1980, maki hans er Eva Björg Jóns- dóttir, f. 21.10. 1984. Sonur Kristins úr fyrra sambandi er Júlían Máni, f. 26.5. 2003. Bára rak ásamt manni sínum bújörðina Önundarhorn árin 1982 til 1997, fluttust þau þá til Hellu og starfaði hún þar á saumastofu og í bakaríi þar til þau fluttu til Hafnarfjarðar árið 2002. Hóf hún þar störf hjá Sól- vangi í Hafnarfirði og starfaði þar til hún veiktist 13. febrúar 2014. Útför Báru fer fram frá Víði- staðakirkju í dag, 4. júlí 2014, og hefst athöfnin kl. 13. 29.4. 1953. Guðni er sonur hjónanna Kristjönu Ein- arsdóttur, f. 29.6. 1919, d. 2.2. 2002, og Adolfs And- ersen, f. 5.12. 1913, d. 20.9. 1987. Bára og Guðni gengu í hjónaband 27. desember 1975 í Eyvindarhóla- kirkju undir Aust- ur-Eyjafjöllum. Börn þeirra eru: 1) Pálmar Ingi, f. 16.9. 1975, maki hans er Kristjana Jenný Ingvarsdóttir, f. 19.11. 1974. Börn þeirra eru: Sabína Ósk, f. 14.2. 2006, og Patrekur Þorri, f. 29.1. 2011. 2) Gunnar Bjarki, f. 18.7. 1978, maki hans er Rúna Elsku mamma og tengda- mamma. Eins sárt og það er að þurfa að kveðja þig svo snemma þá finnum við til svo mikils þakk- lætis að hafa fengið að eiga þig að. Þú hefur kennt okkur svo margt og gefið okkur svo mikla hlýju og væntumþykju. Minningin um þig mun ávallt fylgja okkur. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Saknaðarkveðjur, Kristinn Geir, Eva Björg. Elsku tengdamamma. Þessi dagur kom. Allt þetta ferli frá því þú greinist í lok febrúar þar til við sátum hjá þér aðeins klukkutím- um fyrir andlát þitt hefur verið ótrúlega stutt og ekki síður órétt- látt. Þú fórst í gegnum veikindin á sama hátt og fas þitt var, rólega, yfirvegað og án margra orða. Æðruleysið var áberandi. Húmor- inn ekki langt undan, þrátt fyrir að sjúkdómurinn yfirtæki allt þitt líf og felldi allar stoðir. Ég nefndi að ég væri að kynn- ast þér á nýjan hátt því oft fannst mér eins og þú vildir upplifa sem mest, og gefa sem mest af þér á sem stystum tíma, án þess þó að nefna hvert leiðin lægi. Þú varst björt og glöð eins lengi og sjúk- dómurinn bauð upp á það og ég hafði einmitt orð á því líka að ég hefði sjaldan séð þig eins glaða, eins einkennilega og það hljómar, en ég hugsa að þú hafir haft að leiðarljósi að nú væri tækifærið. Eftir að þú veiktist var lagst á eitt og það sem einkenndi okkur var samstaða, gleði, væntumþykja og fjölskyldubönd. Við ákváðum að hittast allar helgar, eiga glaða stund saman og það var auðsjáan- legt hversu mikils virði þær stund- ir voru, við skiptumst á að bjóða heim og undir það síðasta komstu til okkar á viljanum frekar en get- unni. Mæðradagurinn 2014 er eft- irminnilegur og þínir síðustu páskar sömuleiðis, þótt allir dagar og allar stundir séu að sjálfsögðu jafnmikilvægar. Við vissum hvert stefndi og það var okkur mikil- vægt að skapa minningar. Ekki síður er gott að finna hvað við fjölskyldan höfum styrkt okk- ar bönd og við munum halda því til streitu að hittast reglulega, við reynum auðvitað að halda áfram að skemmta tengdapabba af okk- ar alkunnu snilld. Tengdapabbi stóð eins og klettur við hlið þér frá fyrsta degi, hann var ekki bara maðurinn þinn, heldur hjúkraði hann þér af einstakri hlýju og væntumþykju allt þar til yfir lauk. Hann brá sér í öll hlutverk og ég dáist að því hvernig hann tókst á við áskoranirnar, en á sama tíma veit ég að hann hefði ekki viljað gera hlutina á annan hátt. Okkur öll skipti mestu að þér liði vel. Þú virtist aldrei hafa þörf fyrir að ræða framhaldið, endalokin, þú bara hélst áfram á þinn hátt, sast með prjónana þína vikuna fyrir andlát þitt, dagana á eftir réðu fingur þínir ekki við þá og nú ligg- ur hálfkláruð flík á lítinn ömmust- rák í körfu á heimili ykkar. Þú komst fárveik og vart uppistand- andi til okkar sunnudaginn 15. júní þegar við fengum afhent nýja hús- ið okkar til að samgleðjast, ekki bara þann dag heldur hélstu til dagana á eftir í hægindastól á meðan þeir feðgar spörsluðu og máluðu, þetta skipti þig máli að vera með og það huggar okkur, enda þitt að velja, líf þitt var núna. Teppið sem ég sveipaði um þig í stólnum angar enn af þér, þú ert hérna með okkur. Elsku Bára mín, takk fyrir allt. Ég hvíslaði því að þér kvöldið fyrir andlát þitt, ég sagði þér einnig að mér þætti svo vænt um þig og ég segi það aftur svona ef þú skyldir hafa gleymt því. Ég geri mitt til að vera til staðar fyrir fólkið okkar, strákana, Guðna og krakkana. Þín tengdadóttir, Kristjana. Fyrir nokkrum árum fluttu Bára og Guðni í íbúðina við hlið okkar á Reykjavíkurveginum. Það myndaðist strax góður vinskapur á milli okkar enda ekki annað hægt, þar sem þau hjónin eru ein- stakir persónuleikar. Það er sárara en tárum taki að kveðja vin- konu okkar svona fljótt eftir stutt veikindi sem hún tók af einstakri yfirvegun. Við eigum eftir að sakna hennar og biðjum Guð að styrkja Guðna í hans miklu sorg og fjölskyldu þeirra. Við kveðjum góða vinkonu með þessu ljóði: Hörpu þinnar ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Hafdís Maggý Magnúsdóttir (Dísa) og Hjörleifur Bergsteinsson (Bubbi). Bára Kjartansdóttir Það er komið að kveðjustund hjart- ans afi okkar. Minn- ingar um ljúfan og glaðværan afa með fallegan bjarma í augunum streyma fram. Minningar um afa strætóbílstjóra, afa sem fór með okkur í fyrstu Spánarferðina okk- ar, afa sem kenndi okkur á bíl, afa Júlíus Óskar Halldórsson ✝ Júlíus ÓskarHalldórsson fæddist 29. júlí 1924. Hann lést 27. júní 2014. Útför Júlíusar fór fram 3. júlí 2014. sem þótti svo gaman að syngja og dansa, afa sem þótti sæta- brauð unaðslegt en ekki síst minningar um afa sem þótti svo undur vænt um okk- ur öll, barnabörnin sín og ekki síður barnabarnabörn sem kölluðu langafa sinn alltaf Júlla afa. Afi kleip örugglega í nefið á okkur öllum og öll fengum við að heyra þegar fyrstu barna- tennurnar fóru að nú væri kominn tími til að fara í Hagkaup og kaupa nýjar tennur. Elsku allra besti afi okkar, þú sem elskaðir lífið svo innilega, söknuðurinn er sár en minningarnar gleðja. Hvíldu í friði og við sjáumst síðar. Þínar afa- stelpur, Hugrún Sif og Sigríður Hrund. Látinn er í Reykjavík Júlíus Óskar Halldórsson, á nítugasta aldursári. Júlíus eða Júlli var maður Siggu frænku frá Rekavík bak Höfn, systur móður minnar, Guð- rúnar Sigurðardóttur, þannig hef- ur hann fylgt mér allt mitt líf. Ungur dáðist ég að vinnuþreki Júlíusar, hann var ökukennari, keyrði rútur, vann við pípulagnir, hreingerningar og var vaktfor- maður hjá Strætó og farþegarnir kölluðu: „Opna að aftan!“ Er að sönnu sæla minni sigri í en viðleitninni. Vittu þó, að vel leyst raun veitir þér samt unnin laun, þannig: að hún þroskað getur þróttinn til að gera betur. (Stephan G. Stephansson) Júlíus var mikið snyrtimenni, alltaf hreinn og bílarnir vel púss- aðir. Þegar bílprófsaldrinum var náð var eðlilegt að ég færi í öku- nám hjá Júlíusi; gekk það vel enda enginn afsláttur af kröfum hjá ökukennaranum. Júlíus var góður maður, hann umgekkst mitt fólk af virðingu, endurguldum við í sama. Júlíus var fróður, talaði vandað mál, víðlesinn og átti gott og vandað bókasafn. Hann hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og var rökfastur, en tróð ekki skoð- unum sínum ofan í aðra. Ég kveð mætan samferðamann og sendi samúðarkveðjur til Siggu frænku og dætra. Sævar Geirsson og fjölskylda. Elsku amma. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin. Það er svo stutt síðan þú varst hjá okkur að halda upp á afmælið hennar Ásu Karitasar og aðeins tveimur dögum áður en þú kvadd- ir vorum við hjá þér að spjalla og þið Ása Karitas brostuð hvor framan í aðra. ✝ Erla Helga-dóttir fæddist 2. ágúst 1935. Hún lést 24. júní 2014. Útför Erlu fór fram 3. júlí 2014. Þú hefur verið mér svo mikilvæg og alltaf meðal þeirra fyrstu sem hringt er í þegar merkilegir atburðir hafa gerst. Það eru því ótal minningar sem hafa streymt fram í hug- ann síðustu daga. T.a.m. verður mér hugsað til allra ferða okkar um landið. Ykkur afa fannst svo gaman að fara í útilegur og eru ýmsar skemmtilegar sögur til af þeim ferðum sem fengu þig alltaf til að hlæja. Fyrir nokkrum árum keyptuð þið afi svo tjaldvagn og komuð þá oftar en ekki til okkar í Krossholtið yfir verslunarmanna- helgi þar sem við áttum dýrmætar stundir saman. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Erla Arnardóttir. Í dag kveðjum við kæra vin- konu og félagskonu í Kvenfélagi Breiðholts, Erlu Helgadóttur. Erla var ein af stofnendum kven- félagsins árið 1970. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fé- lagið alla tíð og ávallt var gott að leita til hennar. Við leggjum blómsveig á beðinn þinn og blessum þær liðnu stundir er lífið fagurt lék um sinn og ljúfir vinanna fundir en sorgin með tregatár á kinn hún tekur í hjartans undir. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Um leið og við kvenfélagskonur þökkum Erlu fyrir samfylgdina í gegnum árin viljum við senda Haraldi eiginmanni hennar, börn- um þeirra þeim Óskari, Erni, Ein- ari, Kristínu og fjölskyldum þeirra og systur hennar Oddnýju okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Fyrir hönd Kvenfélags Breið- holts, Þóranna Þórarinsdóttir formaður. Erla Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.