Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014
Unnur Eggertsdóttir fagnar í dag 22 ára afmæli sínu. Húnhyggst gefa út lag í tilefni dagsins. „Það er ekkert spenn-andi sem gerist þegar maður verður 22 ára, ekkert í líkingu
við 17, 18 og 20 ára afmælin. Mér fannst því sniðugt að gefa út lag
þennan dag,“ segir Unnur. Lagið heitir „Dansa til að gleyma þér“
og hægt er að nálgast það á youtube-vefnum.
Unnur starfar sem dagskrárgerðarmaður á sjónvarpsstöðinni
Bravó, auk þess sem hún hefur lengi farið með hlutverk Sollu stirðu
í Latabæ. „Ég hef mjög mikið að gera í sumar þar sem ég heimsæki
leikskóla nánast á hverjum degi sem Solla stirða,“ segir Unnur.
Hún segist þó taka sumarfríinu fagnandi. „Það er svo stutt síðan
ég útskrifaðist úr menntaskóla og maður er svo vanur því að vinna á
sumrin. Nú fæ ég loksins að njóta sumarsins að fullu eftir að hafa
unnið í allan vetur.“
Eftirminnilegasta afmælisdaginn segir hún hafa átt sér stað þeg-
ar hún varð átta ára. „Fjölskyldan mín var flutt til Kaliforníu og svo
kom 4. júlí sem ég vissi ekki að þætti merkilegur dagur í Bandaríkj-
unum. Ég var vakin með risastórri köku og svo var mér sagt að líta
út um gluggann. Þá var bara heil skrúðganga fyrir utan ásamt flug-
eldum og öllu tilheyrandi. Ég hélt í smástund að Bandaríkjunum
þætti svona vænt um mig,“ segir Unnur kímin. sh@mbl.is
Unnur Eggertsdóttir er 22 ára í dag
Afmælisbarn Unnur mun njóta sumarsins til fulls eftir að hafa unnið
í allan vetur. Í dag gefur hún út nýtt lag í tilefni afmælisdagsins.
Afmælisflugeldar
og skrúðganga
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
B
jörn Bragi Arnarsson er
fæddur í Reykjavík 4.
júlí 1984 og ólst upp í
Árbænum. „Ég bjó
lengst af í Seláshverfi
en þegar ég flutti að heiman fluttist
ég í miðbæinn, þar sem ég bý nú
ásamt unnustu minni.“
Sigraði í Gettu betur og Morfís
Björn Bragi gekk í Selásskóla og
Árbæjarskóla og tók stúdentspróf frá
Verzlunarskóla Íslands 2005. Hann
var í sigurliði Verzló í Gettu betur
2004 og hann var einnig í sigurliði
Verzló í Morfís 2003, 2004 og 2005 og
var valinn ræðumaður Íslands í Morf-
ís 2004 og 2005.
„Í Verzló fór allur minn tími í fé-
lagslífið en náminu var yfirleitt ekki
sinnt fyrr en korteri fyrir lokapróf.
Þarna eignaðist ég marga af mínum
bestu vinum í gegnum félagslífið og
ég lærði síst minna af því en í náminu
og þetta hefur nýst mér í því sem ég
Björn Bragi Arnarsson, sjónvarpsmaður og grínisti – 30 ára
Í Dubai Björn Bragi og kærasta hans, Hildur Vala, lengst til hægri, stödd í eyðimörkinni Dubai í desember síðast-
liðnum ásamt vinum þeirra, Denise Margréti Yaghi og Sindra Snæ Magnússyni.
Þrjátíu ára afmælið
í HM-stofunni
Ljósmynd/Elvar Sig.
Sigurvegarar í Morfís 2003 Frá vinstri: Björn Bragi, Jónas Oddur
Jónasson, Breki Logason og Baldur Kristjánsson liðsstjóri.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is