Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 16
VIÐTAL Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Á síðasta ári var töluverð umræða á meðal félaga í Viðskiptaráði Íslands um aukna fjárfestingu lífeyrissjóð- anna í íslenskum fyrirtækjum, þátt- töku þeirra á hlutabréfamarkaði og í framhaldinu aðkomu þeirra að kjöri stjórnarmanna í þessum félögum. Þetta segir Hreggviður Jónsson, for- maður Viðskiptaráðs, í samtali við Morgunblaðið. Í kjölfarið var Landssamband líf- eyrissjóða upplýst um áhyggjurnar sem margir stjórnendur höfðu. Þær snerust t.d. um það þegar lífeyris- sjóðirnir fjárfesta í keppinautum á markaði og tilnefna stjórnarmenn sem í sumum tilfellum voru stjórn- armenn í lífeyrissjóðunum eða jafn- vel starfsmenn sjóðanna. Spurningar vöknuðu um hvernig sjóðir sem ættu hluti í keppinautum á markaði og til- nefndu menn í stjórnir þeirra gættu þess að viðkvæmar trúnaðarupplýs- ingar um rekstur þessara félaga bær- ust ekki á milli í gegnum sjóðina. „Við vorum að nálgast þetta út frá góðum stjórnarháttum og vildum vekja athygli á þessari þróun sem gæti leitt til hagsmunaárekstra. Við- skiptaráð fór því í að skoða hvernig þessum málum er háttað á Norður- löndum þar sem lífeyrissjóðir eru stórir fjárfestar á markaði og aðstæð- ur eru oft ekki ósvipaðar og hér þar sem fáir keppinautar eru á markaði,“ segir hann. Hreggviður segir að lífeyrissjóðir annars staðar á Norðurlöndum til- nefni ekki í stjórnir fyrirtækja. „Að- stæður þar eru ekki ósvipaðar og hér á landi. Oft eru einungis tvö eða þrjú fyrirtæki sem keppa á sama markaði skráð í Kauphöll. Lífeyrissjóðir á Norðurlöndum hafa ekki bein af- skipti af stjórnarkjörum þeirra held- ur beita sér fyrir góðum stjórnarhátt- um, líkt og valnefndum, sem leiða til þess að hæfir stjórnarmenn veljist í stjórn,“ segir hann. Hreggviður bendir á að fram hafi komið í fjöl- miðum fyrir ári, að norski olíusjóð- urinn hafi ákveðið að beita sér í rík- ara mæli á markaði með því að tilnefna fulltrúa í valnefnd. Áður hafi hann ekki átt fulltrúa. Eiga að hafa skoðanir Sjóðirnir eigi samt sem áður að hafa skoðanir á gangi máli hjá fyr- irtækjum sem þeir eigi í og viðra þær í opinberri umræðu og á hluthafa- fundum, segir Hreggviður. Hann leggur til að lífeyrissjóðirnir beiti sér fyrir því að fyrirtæki á mark- aði og önnur sem þeir eiga mikið í setji upp valnefndir um stjórnarkjör. Sjóðirnir ættu að afmarka aðkomu sína að stjórnum við þátttöku í slíkum valnefndum. Hin leiðin væri sú ef líf- eyrissjóðirnir kjósa að tilnefna stjórnarmenn að þeir takmarki fjár- festingastefnu sína við að fjárfesta ekki í keppinautum. „Við getum velt því fyrir okkur ef norrænu sjóðirnir kjósa að tilnefna ekki menn beint í stjórnir fyrirtækja hvort hættan á hagsmunaárekstrum á okkar litla ör- markaði sé ekki mun minni hér,“ seg- ir Hreggviður. Eðlilegra sé, að mati Hreggviðs, að lífeyrissjóðirnir séu hlutlausir ávöxt- unarfjárfestar sem kjósi með fótun- um. Líki þeim ekki reksturinn geti þeir selt hlut sinn. Heimildarmaður sem starfar hjá lífeyrissjóði segir við Morgunblaðið að það sé erfitt að kjósa með fótunum á íslenska markaðnum. Hann sé það lítill að erfitt geti reynst að selja stóra hluti í fyrirtækjunum og í kjölfarið vakni önnur spurning, hvar skal fjár- festa í staðinn? Skortur sé á fjárfest- ingarkostum. - Hvort tekur lífeyrissjóður betri ákvarðanir um fjárfestingar með eða án sérstaks fulltrúa í stjórn félags sem fjárfest er í? „Jafnvel þótt lífeyrissjóður hafi stjórnarmann í fyrirtæki sem skráð er á markað á hann ekki rétt á meiri upplýsingum en aðrir,“ segir Hregg- viður. „Það má líka segja að það eigi ekki lengur við að menn séu að tala um „sína fulltrúa“ í stjórnum fyrir- tækja. Samkvæmt góðum stjórnar- háttum eru þeir stjórnarmenn sem kosnir eru í stjórnir fyrirtækja, hvort heldur sem þau eru skráð á markað eða ekki, fulltrúar fyrir alla hluthafa og eiga fyrst og fremst að hugsa um hag félagsins. Auk þess ef sjóður á ekki mann í stjórn á hann auðveldara um vik að tjá sig um stefnu og ákvarðanir félagsins opinberlega án þess að það rísi upp hagsmunaárekst- ur vegna stjórnarsetu. Lífeyrissjóðir geta hæglega beitt sér í rekstri félaga án þess að tefla fram stjórnarmanni. Á Íslandi fer fram lítil sem engin umræða á hlut- hafafundum. Lífeyrissjóðirnir eiga að nýta það tækifæri og tjá sig um mál- efni félagsins og koma fram sínum sjónarmiðum.“ Mögulegir hagsmuna- árekstrar hjá lífeyrissjóðum  Töluverð umræða hefur átt sér stað meðal félaga í Viðskiptaráði Þátttaka Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, segir að lífeyr- issjóðir geti beitt sér í rekstri félaga án þess að tefla fram stjórnarmanni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjóðirnir beita sér » Fram kom í Viðskiptamogg- anum í gær að fjórir stærstu lífeyrissjóðir landsins væru nú virkir hluthafar á markaði. Á árunum fyrir hrun voru þeir alla jafna hlutlausir fjárfestar. » Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir eru í aðstöðu til að tilnefna stjórnarmann í krafti mikils eignarhlutar í félögum á markaði. » Lífeyrissjóður verslunar- manna hefur tilnefnt átta stjórnarmenn og LSR þrjá, en hann hóf ekki að beita sér fyrr en í kringum áramót. 16 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 STUTTAR FRÉTTIR ● Bankaráð Evrópska seðlabankans ákvað á fundi sínum í gær að halda stýrivöxtum bankans á evrusvæðinu óbreyttum. Vextirnir eru 0,15%, en þeir voru lækkaðir í júní eftir að hafa verið 0,25% frá því í nóvember árið 2013. Ákvörðun Evrópska seðlabankans var í takt við væntingar greinenda á mark- aði enda aðeins mánuður síðan bankinn greip síðast til vaxtalækkana. Í júní kynntu peningamálayfirvöld á evrusvæðinu einnig ýmsar aðgerðir í því skyni að örva fjárfestingu og stemma stigu við verðhjöðnun á meðal aðildarríkja evrunnar. Vextir óbreyttir í 0,15% ● Alþjóðlega bílaleigufyrirtækið Enter- prise hefur útnefnt Bílaleigu Kynn- isferða umboðsaðila sinn á Íslandi og bætir þar með evrópskum áfangastað við ört vaxandi starfsemi sína. Í kjölfar samningsins verður merki Enterprise sýnilegt víða um land á næstu mánuðum enda er það stefna Enterprise að skapa alþjóðlegt vöru- merki sem stendur fyrir framúrskar- andi þjónustu við fólk í vinnu- og frí- stundaferðum, segir í fréttatilkynningu. Kynnisferðir – Reykjavik Excursions hófu rekstur bílaleigu árið 2013. Alþjóðlega bílaleigan Enterprise á Íslandi Fyrirtækið Bílar og fólk sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi um að það hefði ákveðið að hætta við þátt- töku í útboði á vegum Strætó bs. um akstur með fatlaða á höfuðborgar- svæðinu. Til stendur að opna útboð- ið í dag. Fyrirtækið segir að um sýndarútboð sé að ræða og krefst þess að því verði frestað. Reynir Jónasson, framkvæmda- stjóri Strætó, hafði ekki fengið er- indið frá fyrirtækinu þegar Morg- unblaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Hann sagði að það þyrfti sterk rök til að fara fram á frestun útboðs. Í tilkynningu frá Bílum og fólki segir að stjórnendur félagins krefj- ist þess að útboðinu verið frestað á meðan kannað sé betur með út- reikninga og upplýsingar frá Félagi hópferðaleyfishafa þess efnis að ákveðnum verktaka hafi verið greidd hundruð milljóna umfram samninga. Þar er vísað til skrifa í Fréttablaðinu í gær. Í fréttatilkynningu sem Strætó bs. sendi frá sér í gær segist fyr- irtækið vísa „dylgjum og rógburði um að fyrirtækið hafi farið fram úr samningum heim til föðurhúsanna“. Segir í tilkynningunni að allar greiðslur verktaka og undirverk- taka hafi verið eftir þeim samning- um sem gerðir voru árið 2010. Morgunblaðið/Ómar Strætó Deilt er um greiðslur fyrirtækisins til verktaka í rútubílaaakstri. Vilja fresta út- boði hjá Strætó  Strætó vísar ásökunum á bug                                      !"" !#" $"# ""! # % #% % " &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 "$ " !%# !"" $" "%!% "% !% # " %#% % # !"!% !"#" $ "%% " !$ # "$ % $ !% Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri Sími 588 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku MYRKVAGLUGGATJÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.