Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 6
síðu Félags íslenskra bifreiðaeig- enda (FÍB) í gær er væntanlegri þátttöku Costco á eldsneytismarkaði fagnað. Þar segir að þó að ekki skorti bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu sé skortur á samkeppni og framhjá því megi ekki horfa þegar ákvörðun um skipulagsmál sé tekin. Unnur Brá Konráðsdóttir, for- maður allsherjarnefndar Alþingis, sagði í samtali við mbl.is í gær að ekki stæði til að breyta lögum ein- göngu fyrir bandarísku verslunar- keðjuna. Vonandi yrði málið hins vegar til þess að liðkað yrði til fyrir auknu frelsi í viðskiptum og verslun- arrekstri. Það kæmi til skoðunar á þingi í haust. Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 Til að safna Vildarpunktum Icelandair þarf að greiða með eða hafa lykil tengdan Visa Icelandair, American Express vildarkorti eða Einstaklingskorti Olís. Einstaklingar sem ekki eru handhafar Vildarkorts Visa, American Express eða með Olís-kort geta safnað Vildarpunktum Icelandair með Sagakorti. Nánari upplýsingar um vildarkerfi Olís eru á olis.is/vidskiptakort/vildarkerfi. PI PA R\ TB W A -S ÍA -1 41 12 0 Dæmi: 10.000 kr. áfylling gefur 600 Vildarpunkta. FALDIR Vildarpunktar Icelandair alla helgina 3.–6. júlí 4 Vinur við veginn Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Umhverfis- og skipulagsráð Reykja- víkurborgar hefur samþykkt að gera ekki athugasemdir við að Korputorg ehf. láti vinna breytingu á deiliskipu- lagi við Blikastaðaveg 2-8 með það í huga að þar verði byggð eldsneytis- stöð fyrir bifreiðar. Ráðið leggur áherslu á að ekki minna en helming- ur af þeim dælum sem óskað er eftir að settar verði upp á lóðinni sé ætl- aður undir annan orkugjafa en jarð- efnaeldsneyti. Það er bandaríska verslunarkeðj- an Costco sem stendur á bak við er- indið. Costco hyggst reka stöðina ef grundvöllur skapast fyrir verslunar- rekstri fyrirtækisins á staðnum. Fulltrúar þess hafa að undanförnu átt viðræður við stjórnvöld um ýmsar undanþágur og lagabreytingar sem fyrirtækið telur þörf á áður en það opnar verslun hér á landi. Meðal þeirra sem rætt hafa við fulltrúa Costco er Ragn- heiður Elín Árnasdóttir, við- skipta- og iðnaðarráðherra. Hún sagði í Bændablaðinu í gær að misskilnings gætti í sambandi við ummæli sem hún lét falla um málið í viðtali við Ríkissjónvarp- ið. „Það sem ég var að vísa til í þessu viðtali var ein- faldlega það að til þess að af komu þessa fyrirtækis megi verða eru ákveðnir hlutir sem þeir óska eftir að við tökum til skoðunar. Ég vil ekki tjá mig um þau atriði sem ekki eru á mínu borði. Al- mennt er ég mjög hlynnt komu þessa fyrirtækis þegar við erum að horfa á samkeppni í verslun. Ég sé ekki fyrir mér að reglum verði breytt fyrir þetta fyr- irtæki eingöngu. Ég er ekki að boða innflutning á hráu kjöti með orð- um mínum heldur það að yrði af þessu myndi það leiða til aukinnar samkeppni og aukins vöruúrvals almennt í versl- un.“ Í frétt á heima- Grænt ljós á bensínstöð Costco á Korputorgi  Ráðherra segir tal um undanþágur Costco á villigötum Morgunblaðið/Sigurgeir S. Korputorg Costco skoðar staðinn. Sigurlaug Viborg segir að í september 2012 hafi hún fengið tölvupóst frá Íslandsstofu vegna pósts frá Ítala sem hafði samband og spurði hvort hægt væri að hafa uppi á Viborg-fjölskyldunni og hvort einhver myndi eftir tilgreindum mönnum. Það hafi hún svo sannarlega gert og síðan segist hún hafa kallað þetta ítalska ævintýrið. Hún hafi verið í góðu tölvu- sambandi við þá síðan og hitt þá á Ítalíu í fyrrasum- ar. „Ferðin tók þá 60 daga og ég segi frá henni með myndasýningu á laugardag,“ segir Sigurlaug. Hittust aftur ÍTALSKA ÆVINTÝRIÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir um hálfri öld ákváðu tveir ungir háskólanemar frá Vidigulfo á Norður-Ítalíu að koma á vinabæja- tengslum við ámóta stóran bæ á norðurhluta Íslands og varð Siglufjörður fyrir valinu. Ítalirnir dvöldu hér á landi í hálfan mánuð og annar þeirra skrifaði dag- bók um ferðina. Sigurlaug Viborg, sem hitti piltana á sínum tíma, fékk Bergljótu Leifsdóttur til að þýða hana. Sigurlaug hefur tekið saman stutt yfirlit úr þýðingunni og ætlar að segja söguna í ráðhúsinu á Siglufirði nk. laugardag í tilefni tímamótanna. Félagarnir Marco Roghetti, sem hélt dagbókina, og Artemio Frattini komu með íslenskum togara frá Grimsby til Íslands í byrjun ágúst fyrir 50 árum eftir að hafa farið á vespum frá Ítalíu til Bretlands. Það vakti athygli þeirra hvað vegirnir voru hræðilegir og holóttir malarvegir, vegurinn yfir Siglufjarðarskarð var sá versti sem þeir höfðu séð, kuldinn var mikill og það snjóaði í fjöll og maturinn var 150% dýrari en á Ítalíu. Á leiðinni til Siglufjarðar hittu þeir unga stúlku í kaupfélaginu í Haganesvík, Sigurlaugu Vi- borg, dóttur Garðars Viborg kaupfélagsstjóra. Fjöl- skyldan greiddi götu piltanna og þeir héldu aftur til síns heima eftir að hafa lokið verkefninu. Nú er Arte- mio Frattini kominn aftur, en að þessu sinni með eig- inkonu og vinafólki og á leið til Siglufjarðar öðru sinni. Tveir Ítalir komu á vinabæjatengslum milli Vidigulfo á Ítalíu og Siglufjarðar fyrir 50 árum Dagbókin komin út á íslensku Morgunblaðið/Þórður Vinir Artemio Frattini og Sigurlaug Viborg hittust á Ís- landi fyrir 50 árum og í Reykjavík í vikunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.